Vísir - 03.08.1918, Page 2
V ÍSiK
VISIR.
Afgí»i4aia búiiia* i Aíaíittíaí
14, opin írá k!, 8—8 S hverjnm degi.
Skriíslofe á sama ttai.
Sími 400. P. 0. Boz 887.
RltstjðrlnB tii viétala írá kl. 2—3.
Prenismi9jan t Langavsg 4
Bimi 133.
AnglIiÍBgas vaitt mðttaka i Lan&'
etjörnnaai eftir kl. 8 & kvöldin.
AnglfBingavsrS: 5*5 anr. hver en
d&ika i itærr! angl. 5 anra orfi. i
BB&&ngifBÍngn>i noeð öbreyttn letri.
Opið bréí
til Einars próf. Arnórssonar.
Eg liefi lauslega lesið frumv.
það til sambandslaga, sem dansk-
íslenska nefndin hefir komið sór
saman um, alþiugi tjáð sig sam-
þykt með yfirgnæfandi meiri
hluta atkvæða og öll blöðin
ljáka svo miklu lofsorði á. —
Við þennan fljóta yfirlestur hefi
eg rekið mig á ýmislegt, sem
mér virðist undarlegt og enda
lítt skiljanlegt. — Hinn 1. des-
ember næstkomandi á alt að
vera um garð gengið, alþingi að
vera búið að leggja smiðshöggið
á og þjóðin að greiða atkvæði.
Er því lítill tími til rækilegrar
yfirvegunar fyrir suma, sem öðr-
um nauðsynlegum störfum eru
hlaðnir. Væri þvi vel gert af
nefndinni að fræða bæði mig og
aðra dálítið um það, sem athuga-
vert kann að virðast. Málið
sjálft getur aldrei haft annað en
gott af því, að það sé skýrt. —
Leyfi eg mér því að snua mér
til yðar, sem þess eina nefndar-
manns, sem nú er staddur hér i
bænum, og biðja yður að skýra
fyrir mér eitt atriði.
Það sem einna mest hefir furð-
að mig, eru ákvæðin í 18. gr.
um það, hvernig fara skal að,
ef íslendingar vilja segja samn-
ingunum upp eítir 26 ár. Þar
er svo ákveðið, að til þess að
ályktun um samningsuppsögn só
gild, verði að minsta kosti 2/8
þingmanna í sameinuðu þingi,
að hafa greitt atkvæði með henni,
og hún síðan samþykt við at-
kvæðagreiðslu kjósenda þeirra,
gem atkvæðisrótt hafa við al-
mennar kosningar. Komi það í
ljós við slíka atkvæðagreiðslu,
að :i/4 atkvæðisbærra kjósenda að
minsta kosti, hafi tekið þátt í
atkvæðagreiðslunni og að minsta
kosti 3/4 greiddra atkvæða hafi
verið með samningsslitum, þá er
samningurinn fallínn úr gildi.
Nú er svo ákveðið í stjórnar-
skránni okkar, að eí alþingi
samþykkir breylingu á samband-
inu milli íslands og Danmerkur,
þá skuli leggja það mál undir
atkvæði alira kosningabærra
manna í landinu til samþyktar
eða synjunar. — Hór er því ekki
gert ráð fyrir öðru en einföldum
meiri hluta atkvæða, hvorki hjá
þingi eða þjóð, og ekkert talað
um, hve margir kjósendur skuli
mæta. — Eftir þessu verður því
að fara nú í haust, þegar geng-
ið er til atkvæða um sambands-
lagafrumvarpið.
Nú er spurningin: Úr því ekki
þarf nema einfaldan meiri hluta
alþingis og kjósenda til þess að
koma samningunum á í haust,
hvers vegna þarf þá 2/s alþingis
og 3U kjósenda til þess að segja
honum upp?
Eg hefi altaf heyrt, að reglan
só, að það sama vald, sem rótt
hefir til að gera samning — hór
í þessu tiifelli einfaldur meiri
hluti kjósenda, án tillits til þess,
hve margir mæta — hafi og
rétt til að segja honum upp.
Þetta ákvæði 18. greinar sam-
bandslagafrumvarpsins virðist
mér því undarlegt, og óskiljan-
legt af hverju stafar. Bið eg yð-
ur því að fræða mig og aðra um,
hvað þessu veldur.
Með þakklæti fyrir væntanlegt
svar.
Yðar
Kjósandi.
Þýskaland.
í blöðunum „Fróttum" og
„Vísi“ hefir nýskeð verið minst
lítilsháttar á ástandið í Þýska-
landi, eítir lauslegu samtali við
tvo af okkur þremur, er komu
frá Þýskalandi með Botniu síð-
ast. Þessar frásagnir hafa verið
nokkuð ónákvæmar, og varð
það til þess að hr. Jón Leifs
fann ástæðu til sð andmæla því,
er eg hafði sagt ritstj. Vísis.
Eg verð að játa, að ekki var
nákvæmlega skýrt frá hjá mér,
þar eð ekki var tekið fram að
það var alþýða manna sem eg
átti við, er eg skýrði ritstjóranum
frá, að sumir Þjóðv. mundu fúsir
til að láta Elsas-Lothringen af
hendi til þess að fá frið. Eng-
inn af okkur íslendingum, sem
þar vorum, þekkir betur til huga
alþýðufólks en eg, þar eð eg
vann á meðal þess í nærri tvö
ár. En hitt varð eg líka dag-
lega var við, að allir eða flestir
þeir, sem efni höfðu á að lifa
sæmilegu lífi, voru fráhverfari
því, og máttu ekki einu sinni
heyra nefnt að látið væri ganga
til atkvæðagreiðslu í þessum
héruðum. Ekki af því, að þeir
héldu að meir. .iluti landsmanna
í þeim héruðum mundi heldur
vilja lúta Frökkum en Þjóðverj-
um, heldur af því, að þeir álitu
að þar með væri að nokkru leyti
viðurkendur réttur Frakka til
þess að krefjast þessf:rn. héraða.
Margir voru þar lika, sem lifðu
í þeirri óbifanlegu trú, að Þjóð-
verjar mundu eiga svo mikið
undir sér, er til friðarsamninga
kæmi, að þeir mundu fremur
setja kosti en sæta þeim. En
þetta voru, eins og þegar er
tekið fram, þeir, sem voru syo
vel staddir, að þeir gátu lifað
nokkurn veginn áhyggjulausu
lífi hvað matinn snertir.
Viðurværi var þar afar mis-
munandi og fór mjög eftir efn-
um. Sömuleiðis fór það eftir
frændsemissamböndum, þ. e. þeir,
sem áttu ættingja úti á landi,
áttu hægara með að ná í smjör
og annað feitmeti. En á því var
tilfinnanlegastur skortur, þar eð
hver maður fókk að eins 60 gr.
af smjöri á viku og ekkert ann-
að feitmeti. Kjöt var 100 gr. á
viku, með beinum, og hygg eg
að íslendingum mundi þykja
það lélega skamtað. Sykur 1 pd.
þriðju hverja viku, kartöflur 1
pd. á viku ©g brauð 4 pd. Af
öðrum matvælum var ekkert að
fá, annað en rófur og annað
kálmeti, og voru húsmæður ekki
öfundsverðar af að eiga að til-
reiða mat af þessum efnum, þeg-
ar hvorki fekst feiti, mjöl eða
annað, sem til þurfti til þess að
gera það ætilegt, og því síður
voru þeir öfundsverðir, sem áttu
borða þennan mat.
Þeir allra fátækustu gátu
fengið mat keyptan á alþýðu-
matsöluhúsum fyrir 36 pf. mál-
tíðina. Til þess urðu menn að
fá sérstök merki, og þeir, sem
á þessum mat lifðu, eða urðu
að lifa, gátu vafalaust komist
af með minna en 200 mörk á
mánuði. Þennau mat sá eg dag-
lega verkafólk í prentsmiðjum
borða, og var maturinn venju
legast kartöflur, rófur og spinat,
soðið saman í mauk. Ólystugt
var það mjög og hefði eg heldur
yfirgefið Þýskaland strax aftur
en leggja mér það til munns, og
dáðist eg oft að þolinmæði og
jafnaðargeði þessara manna, er
þeir settust að þessum snæðingi,
eins og það væri sjálfsagðasti
hluturinn í heiminum að þeir
ætu þetta dag óftir dag. Ef það
kom fyrir að það var eitthvað
sórstaklega bragðvont, sögðu þeir
með mestu ró: „það er stríð“
(das ist Krieg).
Veturinn 1916—1917 var sá
allra versti, sem Þjóðverjar hafa
upplifað, hvað matarskort snertir.
KartöflUforðinn þraut þá alveg
og brauðskamturinn var færður
niður í 3 pd. á viku. Þetta varð til
þess að þá um vorið tóku félög
dönsku iðnaðarmannanna í Ham-
borg og Beriin sig saman og
sendu nefnd manna til dönsku
stjórnarinnar, til þess að fá út-
flutningsleyfi fyrir danskar af-
urðir til danskra þegna í Þýska-
landi. Þetta tókst, og samdi
danska stjórnin svo um við þýsku
stjórnina, að matarsendingar þess-
ar fengju óhindrað að komast
til eigendanna (annars var lagt
hald á allar slíkar sendingar í
Berlin), og sömuleiðis var svo
um samið, »að danskir þegnar
fengju þrátt fyrir það þá mat-
væiaskamta, sem þeim bar. í
þessum sendingum var: 16 pd.
reykt svínakjöt, 8 pd. srajör, 8
pd. ostur og 3 fl. af rjóma, sem
hver maður gat fengið mánaðar-
lega gegn fyrirframborgun og
vottorði frá ræðismanni, um að
viðkomandi væri danskur þegn.
Þarna batnaði svo 1 búi hjá okk-
ur dönsku þegnunum (!!), að við
gátum lifað eins og blóm í eggi
í samanburði við þá sem við
unnum með. En 1. jan. 1918 var
skamturinn færður tilfinnanlega
niður, sökum þess að þá voru
settir seðlar á þessar vörur í
Danmörku, og er skamturinn
nú: 1. pd. svínakjöt, 2 pd. smjör,
4 pd. ostur og 2 fl rjómi. Hér er
í stuttu máli skýrt frá því helsta,
svo samviskusamlega sem unt
er trá minni hálfu.
Af Iandi og þjóð hefi eg ekki
annað en það besta að segja.
Fegursti staðurinn, sem eg sá á
leið minni, var Ðresden og um-
hverfi hennar, „Saxneska Sviss",
sem landsmenn eru mjög „stolt-
ir“ af. Dresden stendur á bökk-
nm Elbunnar og er það yndÍ3-
legt um sólbjartan sumardag að
sigla eftir fljótinu og horfa í
land þar sem maður sér til skift-
is prýðilegar byggingar, peru-
og kirsuberjatré með þrútnum á-
vöxtum og fagra blómagarða
í alskonar litskrúði. Og er lengra
kemur upp eftir fljótinu, ekrur,
fjöll og stóra og tígulega skóga.
í þessari sælu verður manni oft
á að gleyma að í austri og vestri
og öllum áttum kringum þessa
„paradís", séu menn að keppast
með öllum hugsanlegum ráðum
við að drepahvor annan, - gleyma
öllum þeim hörmv ’um, sem fel-
ast í skúmaskotum stórborganna,
þar sem ekkjan eitur grátandi,
með tilkynningu í höndunum frá
herstjórninni, að nú sé yngsti
sonur hennar líka fallinn í stríð-
inu.
Frið þrá auðvitað allir, jafnt
háir sem lágir, og er vonandi að
ekki líði mörg ár enn, þar til
forkólfar þjóðanna ejá nauðsyn-
ina á því að spara vesalins her-
mennina og líf þeirra, sem virðist
einna líkast leiksoppi í höndum
þjóðhöfðingjanna og herforingj-
anna, og komi sór saman um að
semja réttlátan og varanlegan