Vísir


Vísir - 26.08.1918, Qupperneq 2

Vísir - 26.08.1918, Qupperneq 2
yiÁlS Vf SIR. A i g r a i 111 s blaiaíu i Aiaiitrnf 14, opin frá kl. 8—8 & hverjam degi. Skrifgtoía á s&ma stai. Simi 400. P. 0. Boz 867. RitetjðrÍBB tii viital* frft kl. 2—8. Preniemiijan ft Laugaveg 4 Eimi 133. Anglýeingura veitt möttaka i IianÆ;. Btjörnnaai eftir kl. 8 ft kvöldin. Anglýsingaveri: 50 »ur. hves em dálke í «tærri angi, 5 aura orSi i sm&r,ugiýBlngun sei öbreyttu ietri. Bifreiðarslys. Tvær aldraðar konur, frú Ingi- björg Möller, móðir Jakobs rit- stjóra, og Björg Jónsdóttir, ekkja frá Árbakka á Skagaströnd, voru á leið frá kirkju seinni hluta dags í gær, og gengu upp sund- ið hjá húsi Jóns Hermannssonar lögreglustjóra og yfir Lækjar- götuna upp á Bókhlöðustíg. Þær Báu og heyrðu til bifreiðar, sem kom norðan Lækjargötuna, en hugðu sig úr allri hættu er þær voru komnar upp á Bókhlöðu- stíginn, þó að þær heyrðu bif- reiðina blása að baki sór. En svo var nú ekki, því að bifreið- arstjórinn hólt ekki áfram suður götuna, eins og konurnar höfðu gert ráð fyrir, heldur beygði upp Bókhlöðu8tig á eftir þeim og ók hiklaust aítan að þeim og varð irú Ingibjörg fyrir bifreiðinni og féll á götuna og lenti undir vagninum, milli hjólanna. Ann- að framhjólið fór yfir handlegg- inn á henni, en hann brotnaði þó ekki, ' en auk þess meiddist hún allmikið á hægri siðu og mjöðm og skaddaðist í andliti. Þegar konan var komin und- ir bifreiðina, nam vagnstjórinn staðar og dró hana undan vagn- inum, en sjálf gekk hún upp stíginn til Konráðs læknis Kon- ráðssonar og athugaði hann meiðsl- in og gerði við áverkann á and- litinu. Síðar var Gruðmundar Magnússonar prófessors einnig vitjað, en það var ætlun beggja læknanna, að slysið myndi ekki háfa alvarlegar afleiðingar. Var frú Ingibjörg þó allþjáð í gær- kvöldi og nótt. Bifreiðarstjórinn kom einnig til læknisins og kvaðst. mundu ,,borga kostnaðinn" — en kostn- aður af sliku ófyrirgefanlegu kæru- leysi og gáleysi getur orðið meiri en svo, að um aðra borgun geti verið að ræða en mjög alvarlega hegningu. Hér er um slys að ræða, sem bifreiðaretjórinn átti að afstýra og hlaut að geta afstýrt, ef hann ®r starfa sínum vaxinn. Slys þetta var tilkynt lögregl- unni í gærkvöldi og beiðst rann- sóknar. Fer hún að líkindum fram mjög bráðlega og verður þá ná- nar skýrt frá málavöxtum. Innilegt þakklæti til allra, er á einn eða annan hátt auð- sýndu mér hluttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar, Ástu J. Gunnlaugsdóttur. Helgi Árnason. I ftarveru minni ÍO [yennhaiiar úr strái seljast með i QO#/0 afslætti. ífl nú nokkra daga. P |EgiU Jacobsen. gegnir cand. juris Óiafur Lárusson störfum mínum. Borgarstjórinn í Reykjavik, 24. ágúst 1918. K. Zirnsen. Næstn kosningar á Bretlandi. Sæsiminn bilaðnr. í fyrrinótt slitnaði sæsím- inn miili Færeyja og Hjalt- lands. Símslitin eru að sögn skamt frá Færeyjum og utan hættu- svæðisins, svo að von er um að fljótlega komist í verk að gera við þau. En ef það dregst, er í ráði að reyna að fá komið á loft- skeytasambandi við útlönd, en ef það tekst ekki, að fá skip til þess að flytja skeyti frá Færeyj- um að minsta kosti vikulega. Mjög bagaleg eru símslitin öllum, eiukum stjórninni, vegna viðskiftanna við önnur lönd, og öllum kaupsýslumönnum. Get- ur jafnvel horft til stórvandræða vegna erfiðleikannna á því, að fá vörur til landsins, sem ekki máttu meiri vera fyrir. Er því vonandi að stjórninni takist bráð- lega að fá símanum komið í lag. í gær voru rétt 12 ár liðin síðan fyrsta skeytið var sent með símanum til Islands, því að það kom til Seyðisfjarðar 25. ágúst 1906. Garðrækt Reykvíkinga. Reykvíkingar sýndu meiri á- huga í garðrækt í vor en nokkru sinni áður. Allan maímánuð var fjöldi manna — konur og karlar — að garðvinnu á kvöldin og fram á nætur. Gömlu garðarnir voru stækkaðir, þar sem því varð við komið og nýir garðar teknir til ræktunar, einkum innan til í Skólavörðuholtinu, upp af Kenn- araskólanum. Ávöxturinn af þessu starfi er nú að koma í ljós. Sumir garð- ar eru svo vel sprottnir, að far- ið er fyrir nokkru að selja úr þeim næpur og rófur, og fá eig- endurnir verk sitt vel og fljótt launað. Aðrir verða enn að bíða upp- skerunnar tvær til þrjár vikur, og loks fá sumir nær enga upp- skeru. Þessi mikli munur, sem verið getur á sprettu garðanna, á sér ýmislegar ástæður. Garð- arnir liggja misjafnlega við sól, jarðvegurinn er misgóður, suma skortir áburð, en mest er þó undir hirðingu komið. Keynslan hefir margsinnis sýnt það og sannað, að uppskera bregst í hverjum garði, sem illgresi fær að vaxa í óhindrað. Hér eru ósköpin öli af arfa, nálega í hverj- um garði, og ef menn vilja líta hér á garðana, þá sjá menn fljótt, að það er arfinn, sem ónýtt hefir uppskeruna í þeim, sem lítið eða ekkert sprettur í. Það væri fróðlegt og gagnlegt að vita, hvaS bestu garðar bæjar- ins gefa af sér, og mér þykii líklegt, að eigendum væri ekki ókært að gefa þær skýrslur á haustin. Þá mæcti sjá, hvernig garðrækt ber sig best, og það ætti að verða öðrum hvöt til þess að stunda garða sína svo vel, sem verða má. Eg er sann- færður um, að úr görðum Reykja- víkur má fá s t ó r f é, og miklu meira en nokkurn grunar. Því gremjulegra er að sjá menn verja vinnu og fé ár eftir ár til þess að stinga upp garða og sá í þá — en fá ekkert nema arfa að launum. Það væri sannarlega þörf á félagi, sem leiðbeindi mönnum í garðrækt og hefði umsjón með því, að arfinn væri upprættur í hverjum garði í tæka tið. Slíkt félag ætti að birta nöfn þeirra, sem skara fram úr í garðrækt, svo að öðrum gæfist kostur á að athuga garða þeirra og færa sér reynslu þeirra sem best í nyt. Búi. Erlead myitt. Kh.*% Bank. Pósth. Sterl.pd. 15,22 15,40 15,70 Doll. 3,20 3,30 8,60 Sv. kr. 113,75 116,00 116,00 N. kr. 101,00 103,00 103,00 Almennar kosningar fóru síð- ast fram á Bretlandi í desember- mánuði 1910. Þingi því, er þá var kosið, var ekki ætlað að sitja lengur en 5 ár, en þegar þau voru liðin, var ófriðurinn mikli dottinn á fyrir rúmu ári. Varð það þá að samkomulagi, að stofna ekki til nýrra kosninga að svo komnu. Allir flokkar urðu ásáttir um, að nýjar kosn- ingar myndi spilla því sam- komulagi og samheldi, sem var með þjóðinni. Síðan hefir lítið verið um nýjar kosningar, fyr en í sumar. í seinustu blöðum, sem hingað hafa borist af Times, er þess getið, að líklegt sé, að almenn- ar kosningarrétt fari fram seint í haust, og telur blaðið þess mikla nauðsyn, margra hluta vegna. Fyrst og fremst verður kjör- skrá sainin í október, samkvæmt nýjum kosningalögum, og fjöiga þá kjósendur til mikilla muna. En Times segir kjósendum enga róttarbót í þvi, nema þeir geti neytt þessa nýja kosningarréttar sem allra fyrst. Þá teiur biaðið ýmisleg tor- merki á framkvæmdum sam- steypuráðuneytis þess, sem nú fer með völd. Það hafi þurft að gera hina og þessa samninga við flokkana, sem bindi hendur þess á marga lund, og Lloyd George, forsætisráðherra, sé svo bundinn í báða skó, að hann sé ekki að öllu frjáls framkvæmda- sinna, og geti ekki fyllilega beitt öllu embættisvaldi sínu, eins og Wilson forseti Banda- ríkjanna hafi gert, síðan Banda- ríkin gengu i ófriðinn. Er Lloyd George og sakaður um seinlæti og jafnvel úrræða- leysi í sumum efnum, og þykir taka ofmikið tillit til fyrri flokks- bræðra sinna og þeirra „frið- semjenda11, sem alt vilja að lok- um jafna með einhvers konar samkomulagsfriði. Þó telur blað- ið engan efa á þvi, að hann sé staðráðinn í að vinna fullan sig- ur á Þjóðverjum og lætur þá skoðun í ljós, að hann eigi að

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.