Vísir


Vísir - 26.08.1918, Qupperneq 4

Vísir - 26.08.1918, Qupperneq 4
v i n i a um hersins frá Bandarikjunum til yígvallarin8. Þessir flugmenn hafa nýskeð sýnt listir sínar í New York og fleiri borgum, og hafa menn undrast snilli þeirra og leikni. Þeir hafa haldið her- æfingar í lofti, háð orustur með ,meinlausum“ skotum, dreyft „sprengikúlum" (úr bréfi!) yfir borgarbúa og svifið og velt sér alla vegu í loftinu. Major Eheinehardt, forstjóri flugstöðvanna 1 Mineola, veitt sendinefnd flugmannanna mót- töku og hélt yfir þeim ræðu. — Hann sagði það sannfæring sína, að flugför þessi væri ekki aðeins æskileg, heldur og framkvæman- leg. Hann sagði, að reynt mundi að leggja í þetta ferðalag ein- hverntíma á þessu ári, og yrði flogið í vélum, sem smíðaðar væri í Bandaríkjunum og svo útbúnar, að þær myndi geta flutt nægilegt eldsneyti til fararinnar. Að líkindum verður flogið beint til Bretlands eða Frakklands. Sumir hafa þó talið ráðlegra að fljuga frá norðaustur strönd Can- ada til íslands, en tæplega þarf a8 búast við að það verði gert að þessu sinni. Kflhlmann býðnr sig fram til þings. „Yossische Zeitung*. stuðnings- blað Kiihlmanns, fyrv. utanríkis- ráðherra Þjóðverja, skýrði nýlega frá því, að Kuhlmann ætlaði að bjóða sig fram til þings í Berlín í stað Kaempfs, fyrv. þingforseta, sem nú er látinn. 'S jl. >1. ■a. u. m o.. 'i« Afmæli í dag. Björn Björnsson, dagl.m. GuiSjón Sigurösson, verkam. Hóímfriöur Jónsdóttir, hfr. Sæm.: Bjarnhéðinsson, læknir. Steingrímur Arason. kennari. Jón Þorvaldsson, prestur, Staö. Ragnhildur Thoroddsen, ungfrú. Meðal farþega á Botníu veröa:, Knud Zimsen borgarstj., F. C. Möller umboðs- sali með frú, Bemh. Petersen kaup- maöur., Matthías Thórðarson, De- bell framkvæmdastj., Guöbrandur Magnússon og frú, Vilmundur Jónsson læknir meö frú, Kirk verkfræðingur, Petersen biostjóri, Sigurjón Pétursson kaupm., Har- aldur Árnason kaupm., Júl. Han- scn kaupni., Olgeir Friðgeirsson kaupni., Carl Poulsen, Siguröur Flygenring, Gunnar Kvaran, Jóh. A. Jónasson úrsmiöur, Jón Bjarna- son verslunarm., frú E. Rasmussen frá ísafiröi, frú Gíslason (Odds Gíslasonar),Páll H. Gíslason kaup- maður, Sigtús Daníelsson verslun- arstj., Petersen skipstj., frú Dich- mann, Guðm. Þorhiksson trésmið- ur, Einar Valur, frk. Kristín Páls-> dóttir (Einarssonar frá Akureyri), frk. Sigrún Havsteen frá Akureyri, Bildt frá Seyðisfirði, Georg Gunn- arsson stud. art. Stúdentarnir: Steinn Steinsen, Ágúst Olgeiísson, Stefán Stefánsson, Ragnar Ófeigs- son, Morten Ottesen, Guöm. Mar- teinsson, Brynj. Stefánsson, Bened. Gröndal, Jón Thoroddsen, Ásgeir Þorsteinsson, Dýrleif Árnadóttir, Svavar Guðmundsson, Steingrímur Guðmundsson, Gústav Sveinsson, Sveinbjörn Högnason, Einar O. Sveinsson, Magnús Konráðsson. Finnur Einarssoú, Þorst. Gíslason, Pálmi Hannesson, Jón■ Grímsson, Brynj. Bjarnason, ITinrik Siemsen, Sig. Jónsson, Georg Búason. skips- höfnin af „Africa“ o. fl. Guðm. Jóhannesson í Brautarholti bauð blaða- mönnum og fleirum upp á Kjal- arnes í gærdag kl. 5, til þess að skoða kartöflugarða bæjarins og hlutafélagsins „Akurs“. En ferð- in íorst fyrir af' þvi, að um það leyti dagsins var farið að livessa, svo að óráðlegt þótti að leggja af stað. Veðrið í dag. Hiti í Vestinannaeýjum 8,8, liér 10,2, ísafirði 10, Akureyri 11, Grímsstöðum 7, Seyðisfirði 9 stig. Austan stormur i Vesl- mannaeyjum og hvassviðri hér, SV. stinningsgola á ísafirði en hæg sunnanátt á Akureyri og Grímsstöðum. Logn á Seyðis- firði. Morgunblaðið skýrir frá því í gær, aö marga dauða seli hafi rekiö á Ströndum í sumar og er þaö ætlun manna þar nyröra, aö þeir hafi drepist úr ein- hvers konar lungnafári. 270 hestar voru fluttir út á Botníu i dag. Þeir voru úr Skagafiröi og Húna- þingi. Sarhkvæmt bresku samning- unutn, má ekki flytja nema jooo hesta úr landi á þessu sumri. Er það tilfinnanlegt í grasleysinn, aö geta ekki selt fleiri, |iví aö stóö ei nú meö flesta móti í hrossahér- uöunum. Skemtiferð fóru konur í Hinu íslenska kven- félagi suður't Kópavog'í gær. — Súkkulaöi og kaffi var drukkiö þar í laut í túninu, en skemt sér á und- an og eftir við leika. Veörið var hvassará þar en hér, svo aö haldiö var heimleiðis heldur fyr en ella. Trésmiöafélagið fór og inn í Laugarnes sem ráðgert var. Ólafur Lárusson cand. jur. er settur borgarstjóri í fjarveru K. Zimsens. Góður dráttur. Tveir menn voru á færafiski hér í flóanum fyrir helgina og dró ann- ar þeirra feiknastóra lúöu. Hvorki var hún mæld eöa vegin i heilu lagi, en fiskiffæöjngur hr. Bjarni Sæmundsson mældi hausinn einan og sagði hann Vísi. aö eftir lengd hans að dæma, heföi öil lúöan átt að vera io feta löng. Með því verði, sem nú er á heilagfiski, má gera ráö fyrir aö lúöan hafi veriö um 90 kr. viröi. Mega þaö kallast góö skifti fyrir eina beitu. Rosaveður af landsuðri gerði i nótt og hclst það enn. Nokkrir botn- vörpungar leituðu sér hér lægis í morgun, bæði útlendir og ís- lenskir. Brottfarartíma Botniu var frestað vegna veðursins, svo að farþegar ciga að koma á skipsfjöl kl. 2 í dag. Villemoes kom í morgun úr hringferð norðan og austan ttm land. Sildveiðarnar Sfðustu iiiraunir. Undanfarna daga hefir verið ágætt veður nyrðra og öll skip úti að leita að síld, en til henn- ar sést hvergi. „Snorri goði“ var í gær kom- inn inn til Hjalteyrar og hafði farið vestur um allan Skaga- fjörð, Húnaflóa og vestur um Horn og austur á Grímseyjar- sund, en enga síld séð. Skallagrímur og Snorri Sturlu- son voru ókomnir til Hjalteyrar í gær. Sigufjarðarskipin hafa heldur ekki orðið sildar vör. Heyrst hefir að eitthvað hafl orðið vart í reknet, og til sildar hafði sést við Hrólfssker á Eyjafirði, en ekki var það þó neitt til muna, og engar vonir má byggja á slíku um meiri sildveiði að þessu sinni. Er nú logn um allan sjó nyrðra, og engin von um hringnótasíld framar á þessu sumri, ef kún fæst ekki nú nswtu daga. Giskað er á, að alls hati veiðst í sumar í öllum veiðistöðvum norðan og vestan lands 40—45 þúsund tunnur „ápakkaðar", svo að öll veiðin fullnægir ebki út- flutningsleyfinu til Sviþjóðar. Blasdað blóði. Eandaríkjaœeim komnir til ítölsku vígstöðvanna. Einn þátturinn í þvl, að efia .samvinnuna og samúðina meðal bandaþjóðanna, er sú ráðstöfun yfirhersfjórnarinnar, að láta þjóð- irnar „blanda blóði“ á þann hátt, að þær, eða hermenn þeirra, herj- ast eaman á öllum vfgstöðyum. Það er kunnugt áður, að á víg- vellinum i FraVklandi berjast Belgíumenn, PortúgaJsmenn, Bret- ar, Bandaríbjamenn og Frakkar hlið við hlið, og Rússar hafa verið þar hka auk ýmsra annarst þjóðflokka. í Rásslandi og Sí- beríu eru nú hersveitir frá Bret- um, Frökkum, Bandaríkjamönn- um og Japönum. Og á ítölsku vígstöðvunum hafa Frakkar og Bretar verið ítölum til aðstoðar því nær frá upphafi, en nýlega hafa Bandaríkjahersveitir verið sendar þangað líka. Eftirtakanlegt er það, með hve miklum fögnuði Bandaríkjaher- sveitunum er tekið alstaðar þar sem þær koma. Það var um síðustu mánaðamót, sem þær fyrstu komu til ítaliu, og er sagt frá því í blöðum, að lýður- inn h&fi fagnað þeim af eldmóði, hvar sem þær fóru og stráð blóm- um á veg þeirra. Yfirleitt leyn- ir það sér ekki, að allar banda- þjóðirnar trúa því statt og stöð- ugt, að það verði Bandaríkjaher- inD, sem að lokum muni ráða niðurlögum Þjóðverja. Henry Desston & Sons sagar- blöðin frægu hefi eg til sölu. hefi eg til sölu. Guðm. Jónsson, Laugaveg 24. [226 Brúkaðir fatnaðir, hreinir og þokkalegir, einnig húsmunir og, bnsáhöld eru beyptir og teknir til sölu á Laugav. 75 niðri. [215 Brúbuð íslensk frlmerki kaup- ir Ragnar E. Kvaran Aðalstræti 16. [23» íbúð ósbast 1. obtober. Björn Sveinsson, Breiðablik. [213 2 herbergi og eldhús óskast nú þegar. A. v. á. [217 íbúð — 2— 3 herbergi, eða 1 herbergi, eldhús og stofa, sem mætti versla f, óskast til leigu straks 1. okt. Tilboð óskast merkt. íbúð leggist inn á af- greiðslu Yísis. [241 Regíu8amur einhleypur maður óskar eftir einu herbergi án húsgagna 1. október. Skrif- leg tiiboð leggist á afgr. Vísis-, merkt „55“. Prímusviðgerðir bestar á Lauf- ásveg 4. [62 Prímusviðgerðir eru bestar í Austurstræti 18. [196' F(6kgsprentsa9.i?jar?..

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.