Vísir - 29.08.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1918, Blaðsíða 2
Sl t« ft H BANN Meðan steinolía er geymd í örfirisey er 'öllum óviðkomandi stranglega bönnuð umferð um eyna. Þeim, sem eitthvað brýnt erindi eiga út í eina, er skylt að gæta allrar þeirrar varúðar, sem varðmaður hafnarinnar þar, Hans P. Hansson fyrirskipar. Hatnarstjórinn i Reykjavík. Þór. Kristjánsson. Hákarl. Ca. 8 tonns af velverkuðum hákarli er til sölu. Semiið við E. Hólm Agætt Flygel til sölu meö góöu veröi, Til mála gæti komiö aö taka Pianó í skiítum. V m ál* V ISIR. Atgrciida blaislm* í 14, opin írá hl. 8—8 & bverjum degi. Shrifetofa 6 aama ataé. Sími 400. P. 0. Boz 887. Ritatjörlan til yifitais trí kl. 2—3. Prentamiðjan i Langayeg l aimi 188. AnglýsiKgcs vaitt möttak* i L&ná’« atjörnnui iftir kl. 8 i kröldin. AnglýaingKTerfi: 50 anr. hrar ssc dálka i itærri angl. 5 aora. orSi i aH&nnglýalngaai msj4 öbreyttn ietri. Tvö berklahæli? Eg só í Vísi í dag grein úr blaðinu íslendingi, sem skýrir frá því, að töluverð alvara sé vöknuð í Eyjafirði og þar um slóðir, um stofnun berklahælis Norðanlands. Vel getur verið, að þetta verði Norðlendingum metnaðarmál, en eg get ekki skilið, að það sé eiginlegt nauð- synjamál eins og nú standa sakir. Vífilsstaðahæli komst á fót fyr- ir einslakan dugnað og áhuga landsmanna, en sá áhugi dofnaði fyr en varði, svo að óhætt er að fullyrða, að hælinu hafa brugð- ist vonir um fjárframlög ein- stakra manna. Nú eru hafin ný samskot til Landsspítala og skortir mikið á, að nóg fé sé fengið til hans. Ef nú væri farið að safna fé handa nýju berklahæli, myndi það enn dreifa kröftum manna og verða til glundroða en lítils gagns, eins og jafnan þegar menn hafa ot mörg járn í eldinum. Sumir hafa viljað stofna nýtt geðveikrahæli, helst Norðanlands, þvi að kunnugt er að Kleppshæli er þegar orðið of lítið. Vifils- staðahæli er og oflítið, en mór finst vel verði að athuga, hvort betra er að stækka hin eldri hælin eða ráðast í að reisa önnur ný. Eg er ekki í neinum efa um, að betra sé að stækka þau sem til eru, og vit eg einkum færa það til míns máls, að mikil nauð- syn er á að tveir fastir læknar sé við bvora þessa stofnun um sig. Bæði er, að starfið er ein- um manni ofvaxið og auk þess er afar óhentugt, að þurfa að ráða nýja og óreynda menn að slíkum stofnunum þegar lækna- skifti verður. En ef læknamir eru tveir, verður altaf - annar kunnugur hælinu og á þann hátt getur innlend reynsla varðveitst frá einni kynsióð til annarar, en ella fer hún að mestu í gröfina með þeim lækni sem frá fellur, þegar hann er að eins einn. Ef til víll sýnist læknum anu- að um þetta efni, og væri gam- an að heyra skoðun þeirra, en ef þeir eru mér sammála, vona eg að Norðlendingar sameini krafta sína við Sunnlendinga og loo'pri heidiar fé af mörkum ti! að stækka það (eða þau) hæli, sem nú er, heldur en ráöast í stofnuu nýs hælis. 28. ágúst 1918. S a m h e r j i. [Vísir viil með ánægju birta skoðun lækna um þetta mál, þvi að þeim er það kunnast, hvað best hentar í þessu efni. Ritstj.] Fyrsti dráttarplógurinn. Viðtal við J. Sigmundsson. Allir Reykvíkingar kannast við John Sigmundssou bifreiðarstjóra. Hann kom hingað frá Vestur- heimi með Sveini Oddssyni, sem kunnugt er, og stýrði hinni fyrstu Ford-bifreið, sem hingað hafði komið. Fáa hefir líklega grunað þá, að bifreiðir ætti sér svo mikla framtíð hér, sem nú er raunáorðin. Nú er JohnSig- mundsson hættur að stýra bif- reiðum og hefir sett á stofn verk- stæði, þar sem hann gerir við bifreiðar, og hefir hann mikið að gera. Eg hitti hann af hendingu í fyrradag og sagðist hann nýlega vera kominn ofan af Akranesi. Þar hafði hann dvalist vikutima, til að setja saman dráttarplóginn nýja og reyna hann. Það hafði verið alltafsamt verk. bvi að eng- ar myndir fylgdu vélinni né fyrirsagnir um samsetning benn- ar. Þó tókst honum að setja hana saman og miðvikudaginn í fyrri viku var hún reynd fyrsta skifti. Dráttarvél þessi er kend við Avery og er í henni 16 hesta mótor. Henni er ætlað að draga 3 plóga. En sá galli er á gjöf Njarðar, að henni fylgja akur- plógar en ekki brotplógar, og eru þeir þyngri en hinir síðar- nefndu; þess vegna getur hún tæplega dregið nema 2 þeirra, þegar hún á að brjóta óplægða jörð, en gamla garða getur hún plægt með þrem plógum. John Sigmundsson plægði tvær dag8tundir og giskaði á að hann hefði samtals plægt um 4 dag- sláttur. Fyrst plægði hann jörð, sem áður hafði verið plægð, sið- an óunnið slóttlendi og loks þýfi. Þúfnaplægingin tókst ekki vel, og vildi hann einkum kenna því um, að vélin væri of afllitil, — Hann sagðist ætla, að 22 hesta dráttarvélar yrði hér hentugri, en ekki efaðist hann um að þessi dráttarvól gæti komið að góðu gagni, þar sem slétt er eða áður hefir verið plægt. Dráttarvólar þessa'. '>ru nú sem óðast að ryðja sér til rúms um allan heim, og sú tilraun sem hér er gerð, mun síðar þykja merkileg i sögu landbúnaðar ís- lendinga. Það munu allir sanna, sem sóð hafa þessar vélar að vinnu, að þeir hafi ekki horft á skemtilegii jarðyrkjustörf. Og það er vist, að þessar vélar munu ryðja sér víða til rúms á íslandi. Eg vil leyfa mér að gefa mönn- um það heilræði, að ráðgast við John Sigmundsson, ef þeir hafa í hýggju að kaupa sér dráttar- vél, því að hann hefir stýrt þeim vestan hafs, og mun fara nærri um, hverjar tegundir þeirra muni best gefast hór á landi. Úr norðanblöðum. Indriði skáld Þorkelsson á Fjalli flutti kviðlinga eftir sjálfan sig hér í samkomuhúsinu fyrra sunnudagskvöld. Gat þar að heyra „þrótF og snild í orðahljómi". Er sönn hressing að heyralndr- iða slá skáidhörpu sína. Þorgils Þorgilsson, bóndi á Sökku í Svarfarðardal, andaðist að heimili sínu 29. júlí siðastl. Hann var einn af merkustu bænd- um þar í sveit. — Maður að nafni Þorbergur Jónsson var á eiglingu hór á pollinum fyrra sunnudag. Um kvöldið fanst báturinn með segi- um uppi en mannlaus. Siðan befir ekkert til mannsins spurst og talið víst að hann hafi drukkn- að. Þorbergur var ættaður úr Húnavatnssýslu og sagður ekki heill á geðsmunum. Dagur 13. ág. Skarlatssótt hefir komið upp í tveim húsum hér í bæ. Von- andi tekst læknunum að stemma stigu fyrir útbreiðslu þessarar veiki. (íslendingur). Smávegis. Berliner Tageblatt getur þess nýlega, eftir hermálaráðkerran- um i Bayern, að hrá-efni muni endast Þjóðverjum svo lengi, sem vera vill, ef skynsamlega sé á haldið. En ef skortur skyldi verða á einhverjum málmum, og helst hinum dýrari, þá hafa þegar verið fundin önnur efni, jafnverðmæt, í þeirra stað. Ekki er þess gotið, hver þau efni só, og leikur mörgum forvitni á að vita, hvort hér muni um ein- hverja merka uppfundning að ræða. í Ástralíu liggur ógrynni af varningi, sem fara á hingað til álfunnar, en lítil líkindi til að skip fáist til flutninga á þessu ári. Frá Melbourne er símað um síðustu mánaðamót, að þar sé meðal annars 1,200000 ullarsekk- ir, 32 þúsund tonn af nautakjöti, 5 þúsund tonn af kindakjötJ 17 þúsund tonn af hérakjöti, 1000 tonn af smjöri og afarmikið af hveiti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.