Vísir - 15.09.1918, Side 2

Vísir - 15.09.1918, Side 2
V ÍZÍ'? VÍSIR. Aígreiðvla blaí*!as i Afaietret 14, opin fi4 ki. 8—8 á hTerjum d*gi, Skriísicfa 4 sajss, statð, Simi 400. P. 0. Box 3«7. Bitaijörina tii Tilíiis íri kl 2—8. Prenismiðjan & L»nír*'te* 4 ími lðð. Aagiý*i*ío» Ysitt mðít&ka i Lu& etjfrnaaai eftir kl. 8 & kröldin. Auglýsing*7erS: 50 eor. hver ei* d&lke i etærri aagL. 5 anra orðt i smAeogiýsingaiB *eí öbreyttn ietri. Verkamannaþing. Mjög fjöltnent varkamanna- þing var haldið í Derby fyrstu daga þessa mánaðar. Þangað var Samuel Gompers boðið og var honum tekið með miklum fagnaðarlátum. Hann talaði fyrst um samtök verkemanna, sagði að meir en fjórar miljónir manna væri í verkamannafélögum á Englandi, en ekki nema miljón í Banda- ríkjunum, og væri orsökin sú, að þar vestra væri tiltölulega færra af verkamönnum, miðað við fólks- fjölda, því að höfuðatvinnuveg- ur manna væri landbúnaður. í>ví næst fór hann að tala um ófrið- inn og komst þá svo að orði: „Þegar frelsisstyrjöldin hófst í Bandaríkjunum, sendu norðan- menn svohljóðandi orðsending til Lincolns forseta: „Paðir Abra- ham! Vér erum að boma, 5 þiisimdir vígbúinna manna“. í dag segja Bandaríkin við Eng- land: „Vér erum að koma, ftmm miljónir vopnaðra manna“. En hvers vegna ættum vér að láta þar við sitja. Eg hefi ekki verið sammála öllum stjórnum þessa lands um afskifti þeirra af írlandsmálum Mér var forðum hlýtt til Búa, þegar þeir áttu ófrið við Eng- lendinga, og nú liggur mér vel- ferð íra á bjarta. En það fær mér gleði, að gamla Bretiand er brejdt frá því, sem áður var. Þér gáfuð Búum sjálfstjórn skömmu eftir að þér höfðuð sigr- að þá, og nú berjast þeir fyrir þetta land og leggja llf ogeign- ir í sölumar. Meiri heiður er ekki unt að sýna Bretlandi. Einvaldsstjórn Þýskalands er ekki enn farin að skilja lýð- stjórnarveldi. Bandaríkjamenn sækja þenna ófrið af öllum kröftr um, þangað til sigur fæst. Mér gengur til hjarta þegar eg sé mann eða málleysingja meiðast. Eg hata styrjaldir og vigaferli, en ef vér verjum eigi konur vorar og börn, ef vér v»ij- um eigi verja þau réttindi, sem feður ,orir og vér höfum talið dýrmr iru en alt annað, og unn- ið oss með sárum þrautum, þá erum vér ekki verðir þess að ráða oss sjálfir. Eg vildi ekki lengja ófriðinn að nauðsynjalausu, jafnvel þó að það yrði lýðveldishugmyndinni til gagns. En hitt get eg líba sagt, að eg vil ekki hætta hon- S ý n i n g á málverbum og teikningum eftir Guðmund 'X’liorsteiiasson var opnuð, sunnudaginn 8. sept. kl. 10, í Barnaskólanum (geng ið inn um norðurdyrnar). Daglega opið 10—6. Inngangur BO aura. lúseign við laugaveg HIX sölu. í húsinu eru tvær sölubúðir, gott geymslu- pláss og 6 herbergja íbúð auk eldhúss. Nánari upplysingar hjá Eggert Claessen yfiriréttarmálaflutningsmanni um fyr en það er augljóst, að hernaðurinn er svo á bak brot- inn, að vér þurfum ekki að ótt- ast nýja styrjöld á næstu ára- tugum, og þetta er skoðun allra verkamanna í Bandaríkjunum11. Tvö bréf frá íslenskum herfanga. „Eg var hertekinn 22. mars; um það atvik verð eg að geta nánar þegar eg kem heim. Elest- ir obbar voru teknir allslausir, en til allrar hamingju hafði eg ýmislegt með mér. Fjórir voru teknir úr okkar deild og höfum við allir verið saman hingað til. Eg hefir verið um alt Frakkland, í ýmsum fangaherbúðum. Þær eru mismunandi. Einu sinni fór- um við tveggja daga ferð með járnbrautarlest til Rastaat í Ba- den og vorum þar tvær vikur; þar voru vistir ekki nógar, en síðan við komum hingað hefir það verið gott, Við fáum böggla frá Rauðakrossinum í Danmörku, og svo skrifaði eg Miss Douglas í London og bið hana um send- ingu frá Rauðakrossfélaginu þar, en samt sem áður væri gott að fá eitthvað sent að heiman, bæði föt og það sem þú veist að mér fellur best, Herbúðirnar sem við vorum í í Rastaat eru ákaflega stórar; en í þeim eru um 2000 yfirmenn. Við vorum þar í tíu búðum þar sem 60 yfirmenn voru í hverri; við lágum í trérúmum, höfðum tvö teppi og rekkjuvoðir. Tveir ofnar voru í búðinni og lýst var þar með rafmagni. Kirkjuganga var á hverjum degi kl. 11 f. h. og kl. 8,15 e. h. Á sunnudögum var haldin guðsþjónusta fyrir hvern trúflokk fyrir sig. Allan þvott gerðum við sjálfir. Versl- un var þar sem seldi lélega vöru HeimiSiskensla. Stúlka sem hefir dvalið fleiri ár í Englandi og Danmörku, óskar eftir kenslustörfum á góðu heimili. » _ - fyrir hátt verð — en í því tilliti mun víða pottur brotinn. Þessar fangabúðir eru mjög góðar; þær eru gamlar og vel úr garði gerð- ar. Þar er bókasafn, leikhús, stór borðsalur o. s. frv. Meðferð á okkur er mjög góð. Bestu kveðjur til allra, með von um að koma heim innan skamms. Þinn elskandi sonur Á g ú s t “. Hitt bréfið er skrifað 2. maí í Mainz. Þar er þetta meðal ann- ars: „Nú erum við sestir hér að og líður hverjum deginum öðrum betur: herbúðirnar okkar eru á hæð þar sem sést út yfir borg- ina. Við sjáum út á ána Rin, breiða og svellandi með hinni af- skaplegu umferð og mörgu fögru brúm“. Svo lýsir hann fegurð borgarinnar og bygginganna þar og heldur síðan áfram: „Hér eru um 500 foringjar og við er- um í þremur stórum deildum. Við erum 9 í einu herbergi; okkar herbergi er 50 feta langt og 15 til 20 feta breitt með hálf- hvelfdu þaki með stórum glugg- um. Við höfum þar piano og erum að kaupa litla eldavél. Nóg fæst hér' keypt af eldivið, og alt er að komast hjá okkur í ágætt horf. Máltíðir okkar eru mjög góður. Við íáum kaffi kl. 8 á morgnana og kl. 2 e. h. og svo borðum við kl. 12 og kl. 6 e. h. í herbúðasölubúðum getum við keypt ýmislegt sem við viljum í viðbót með kaffinu og mátíð- unum. Við erum að stofna leik- fimisfélög af ýmsu tagi, og svo erum við að byrja á skóla, og ætla ég að læra þar frakknesku og þýzku, og vonast ég til að það verði að enn þá meiri not- um en það var í skólanum. Hér er lika kend hraðritun og bók- hald; við höfum hér bókasafn. — Við fáum ekki að veita mót- töku dagblöðum en tímarit er óhætt að senda. Ágúst Oddleifsson“. Eftir. „Voröld“. Þýski ríkiserfiaginn. Þýski kronprinsinn hefir ný- lega látdð hafa eftir sér þau um- mæli í þýskum blöðum, að hlut- taka Englands í ófriðnum sé or- sök þess, að Þjóðverjar geti ekki unnið sigur. Útaf þessu hafa allmiklar umræður orðið í þýsk- um blöðum, og er sagt, að þeir Hindenburg og Ludendorfi séu sammála krónprinsinum. Blaðið Vorwiirts segir ástæðu- laust að víkja Kiihlman úr em- bætti, ef krónprinsinn fái óátalið að láta í ljós sina skoðun, því að þeir hafi báðir sagt það sama í raun og veru. Krónprinsinn hefir látið í ljós þá skoðun, að allar ófriðarþjóð- irnar eigi sér tilverurétt og megi ekki uppræta neina þeirra. Þetta segir Vorwarts að sé ólíkt um- mælum keisarans, sem sagt hafi í sumar að nú yrði að berjast til þrautar, þangað til annarhvor sigraði. Blaðið leggur til, að ríkisdagurinn sé þegar kvaddur á fund til þess að vita, hvort skoðanir Kiihlmans og prinsins hafi ekki meiri byr nú en áður. Vorwíírts segir að lokum. að ummæli Kiihlmanns hafi verið mælt af mikilli framBýni og þeg- ar Þjóðverjum veitti sem best, en þá hafi fáir viljað hlýða á þau. Nú gæti verið, að margur sjái, að hann hafi haft rétt fyr- ir sór, en það só um seinan, því að nú sé sókn en ekki vörn af hendi bandamanna, ogmegi hern- aðarílokkurinn þýski taka á sig ábyrgðina af því, að hafa ekki farið að orðum Kiihlmanns.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.