Vísir - 27.09.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 27.09.1918, Blaðsíða 2
« 11 i s Uppboð veröur haldiö í Goodtemplarahúsinu laugardaginn 28. þ. m. kl, 4 e. h. Verður þar selt: Borð og stólar, rúmstæði, eldhúsgögn, leirtau, bækur o. fl. Söluskilmálar birtir á uppboðsstað. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 27. sept. 1918. Jdh. JdhaimesHOii. Nokknr Orgel-Harmoninm til sýnis og sölu í mjóafæraliti.siiiu NB. Sérstaklega gott piano (Iítið notað). Nokkrir duglegir drengir geta fengið að bera Vísir út nm bæinn. Skriístofa mín er fiutt á Laufásveg 20 niðri og verður nú í fjarveru minni opin kl. 5—7 síðdegis. Halldór Eiríksson Sími 17S. Simi 176. 2 skipsjómfrúr óskast á „Sterling", duglegar og þoli vel sjó. Einnig 2 vika- drengir og tveir drengir til hjálpar í eldhúsinu. Upplýsingar á Laugaveg 6 í dag og laugard. frá kl. 6—8 e. m. hjá brytannm. VÍSIR. Algraiðiia bkðaiM i Aðalittœi 14, opla M k!, 8—8 á hverjnm degi. SkrlÍBÍoá* á sama staS. Sími 400. F. 0. Sox 387. Bitstjórlua til viðtaii írft kl. 2—8. Prsntamiðjsn 6 Lanrnve* 4 imi 133. Angiýaúíguís; vsHt mbttaka i L&ntk itjbmtmai affcir kJ, 8 6 kvöldin. Augifsingaverá: 50 aur. hv«r em dálki i ítærri angi, 5 aur* orá. i uaásnglýaiiigaas usS óhseyítu Ietri. Stjórnin og sambandsmálið. Enn hefir sambandsmálið ver- ið notað til þess að verja þá ó- hæfu, að vandræðastjórnin, sem nú fer með völdin hér á landi, hefir enn á ný verið „sett á“ til næsta þings undir fölsku yfir- skyni. Vísi kemur það ekkert á óvart,’ þó að stjórnarblöðin reyni að þakka ráðherrunum það, að sam- komulag hefir fengist um sam- bandsmálið við Dani, sem nú má víst telja. Og úr þeirri átt vænt- ir hann engra skýringa á því, á hvern hátt stjórnin hafi stuðlað að heppilegum úrslitum þess máls. í>að vita allir, að þeir höfðu jafnvel allra þingmanna minst áhrif á samningana og að mikið þótti jafnvel við liggja að þeir kæmu þar hvergi nærri. — En nú hefir „ísafold" orðið til þess að hlaupa undir bagga með forsætisráðherranum i þessu efni, og segir að hann hafi komið mál- inu inn á samningabrautina. Á það væntanlega að réttlæta, fram- komu stjórnarandstæðinga á síð- asta þingi, er þeir báru fram vantraustsyfirlýsingu til hinna ráðherranna tveggja, en létu for- sætisráðherrann óáreittan. Stjórnarandstæðingar á þingi munu hafa gert sér von um, að fá aðstoð Jóns Magnússonar til þess að koma hinum ráðherrun- um frá, og bygt þá von á hálf- um loforðum hans frá því á vor- þinginu. En sú hefir reyndin á orðið, að sæmra hefði þeim verið að gera þeim öllum jafnt undir höfði; enda fer ekki sem best á því, að undanskilja einmittþann ráðherrann, sem telja verður að beri aðalábyrgðina á öllum af- glöpum stjórnarinnar, Og þó að það væri rétt, að J. M. hefði átt töluverðan þátt í því, að sam- komulag hefir náðst um sam- bandsmálið, þá gæti það á eng- an hátt réttlætt það, að undan- skiija hacn vantraustinu. En Jón Magnússon hefir als engan þátt átt í því, að leiða sambandsmálið til lykta öðrum þingmönnum fremur. Og það. er algerlega rangt, sem „ísafold11 segir, að hann hafi komið því inn á samningabrautina. í ræðu sinni hinnu miklu um þingkvaðninguna 10. apríl, sfc ' vði forsætisráðherrann frá því, íZ iorsætisráðherra Dana hefði fyrstur vakið máls á því að reynt yrði að taka upp samn- inga um ait samband landauna. Forsætisráðherra Jón Magnús- son kvaðst bafa látið þá skoð- un í ljósi, að lítíls árangurs mundi af þeim samningaumleit- unum að vænta, og hefir þannig fremur verið þess letjandi en hvetjandi, að málið kæmist inn á samningabrautina. — Fyrir þessu eru orð hr. J. M. sjálfs, og verður að taka þau trúanleg „eftir atviknm'1. Þeir sem af einhverjum ástæð- um vilja endilega eigna hr. J. M. einhvern meiriháttar þátt í því, hvar komið er sambandsmálinu, verða því að gera beturogfinna eitthvað annað en að hann hafi komið því inn á samningabraut- ina. Norsk blöð um Tvö norsk blöð, sem Yísir hef- ir séð, telja dansk-islenska sam- bandslagafrumvarpið að ýmsu leyti miður aðgengilegt fyrir ís- lendÍDga. Það eru blöðin „Gula Tidend“ og „Haugesunds Avis“. „Gula Tidend“ finnur frum- varpinu það til foráttu, að Dan- ir eiga að fara með utanríkis- mál íslands, og þó að það sé á- skilið, að einn maður kunnugur íslenskum málum, verði í utan- rikísráðuneytinu, þá sé engin trygging í þvi. Þetta séu miklu verri kostir en Svíar hafi boðið Norðmönnum. Þá telur blaðið jafnréttisákvæðin öll algerlega óaðgengileg fyrir íslendinga og spáir því, að danskt fjármagn muni leggja undir sig atvinnu- vegi þeirra, fiskiveiðar og fossa- afl. Öll þessi kostakjör segir blaðið að Danir eigi að fá fyrir hreint ekki neitt; þeim sé ekki einu sinni gert að skyldu að halda uppi skipaferðum milli íslands og Danmerkur eða annara landa. Uppsagnarákvæði frumvarps- ins virðist blaðið hafa misskilið, því að það segir að þau hefðu á 11 að vera þannig, að hvort landið fyrir sig gæti sagt sam- bandinu slitið, hvað sem hitt segði. En ákvæðin eru einmitt þannig. Þann 6. ágúst flutti sama blað grein um málið eftir Einar Sag- en. Hann kallar sjálfstæðið, sem íslandi er heitið í frumvarpinu, „nýju fötin keisarans“, segir að landið eigi að verða „sjálfstætt„ undir danskri utanrikisstjóm, dönskum hæstarétti, dönsku lög- reglueftirliti á sjó og með dönsk- um fæðingjarétti. En hann seg- ir að ekki hafi verið við betra að búast, þvi að þeim sem hokr- að hafi á hjáleigunni veitist erf- itt að hugsa eins og óðalsbóndi. Án sérstakrar utanríkisstjórnar sé ekkert sjálfstæði til, og um- heimurinn muni ekki viðurkenna ísland sem sjálfstætt ríki fyr en það sendi sendiherra beint frá Reykjavík til Lundúna, Parísar o. s. frv., með fullkomið umboð frá forseta lýðveldisins — en ekki frá dönskum konungi. — Grein- in er skörtilega sknfuð, en of löng til að birta hana hér. „Haugesunds Avis“ litur tak- vert öðruvisi á málið. Það blað viðurkennir að frumvarpið feli í sér stórvægilegar réttarbætur íslandi til handa, og segir að það stofni til fullkomins sjálf- stæðis. Það. sem blaðið finnur ur frumvarpinu einkum til for- áttu, er jafnrétti þegnanna, því að íaland eigi glæsilegri fram- tíðarskilyrði en önnur Norður- lönd en þjóðin fámenn og fjár- vana og þvl mjög varhugavert að veita Dönam fult jalnrétti við íslendinga. Rangt er það að vísu, sem blaðið segir, að fæð- ingjarótturinn sé sameiginlegur, en að öðru leytá eru þessar at- hugasemdir þes3 á rökum bygð- ar, eins og Yísir hefir áður bent á. Um utanríkisstjórnina

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.