Vísir - 04.10.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 04.10.1918, Blaðsíða 2
VI S I R VlSI R. Aígraitiilft b!sá*iBí I Áð&Utir«i 14, oyiii feí »i, 8—8 í tverÍTin! <S»gí. Skrife’o!* á 3Rta& sí*4 Simi 400. P. 0. Bi;i 3o7, Ritstjft-iua til Titta'n trí kl. Ss—0. PreBtsmiðjan & Ltmgnveg t ami 133 Angtýsiajna Ttitt a6tt*k» i Lt>a<k etjöfnsasi eftir kl, 8 ft k»K!dm AoglýgingaTðri: 7) anr, itror sss dáiki s itærri angi, 7 »nrs orl, > eM&tnglýsÍQgan mté 6b*»ytta letr.. um milli Lesdins og' Sequehart og veita ÞjóSverjar jiar öflugt við- nám. Sunnar hafa Frakkar sótt fram austur frá Faubourg d’Isle. Fyrir noröan Reims hafa þeir náö Cormicy á sitt vald. í Champagne eru ákafar orustur og hafa Frakk- ar (og Bandaríkjamenn) tekih Blanc-inont og sótt fram um 5 kílómetra norSaustur frá Sonime- py. 2800 fangar hafa veriö taldir þar. Breyttar skoðanir í Þýskalandi. Það var í lok júnímánaðar, sem Kiihlmann, fyrv. utanríkis- réðherra Þjóðverja, sagði í ræðu, að Þjóðverjar myndu aldrei fá unnið sigur á bandamönnum með vopnum. Áður en hann hélt þá ræðu, var hann talinn fastur í sessi, en skömmu síðar varð hann að segja af sér. Keisarinn og herstjórnin þoldu ekki að heyra þessi ummæh. Utanríkis- ráðherra iqóðverja leyfðist ekki að gera svo lítið úr yfirburðum þýska hersins. — En síðan hafa orðið miklar breytingar á skoð- unum manna í Þýskalandi. í lok ágústménaðar er það haft eftir þýska rikiserfingjan- um í þýskum blöðum, að aðþví muni reka, að bandamenn sann- færist um það að þ e i r geti ekki unnið sigur, og þá muni friður verða saminn. Hann segir að þýski herinn berjist ágætlega, og það sé fyrst og fremst hugrekki hermannanna að þakka, að Þjóð- verjar verði ekki algerlega und- ir í viðureigninni, þó að þeir eigi við ógurlegt ofurefii að etja. — Um að Þjóðverjar vinni sig- ur er als ekki að ræða. Sjálfur Hindenburg sagði um líkt leyti, að óvinirnir vissu að Þjóðverjar og bandamenn þeirra yrðu ekki sigraðir með vopnunum einum. Helstu < forkólfar hernaðarflokks- ins þýska hafa þannig komistað nékvæmlega sömu niðurstöðu og Kiihlmann. Hann varð aðeins fyrri til að sjá það en þeir, að JÞjóðverjar myndu ekki fá unnið sigur með vopnum — Og þýzki þingmaðurinn Erzberger sagði ný- lega, að friður mundí saminn fyr- Alþýðulestrarfélag Reykjavíkur tekur til ht.arfa mánudaginn 7. október. Útlán á bókum hvem * virkan dag 6—8'/2 síðdegis á útlánsstofu félagsins Lækjargötu 6 A. kjalJaranum. ir löngu, ef Þjóðverjar hefðu ekki verið hræddir um að svo liti út sem þeir hefðu beðið ósigur. Skýrasti votturinn um það hver breyting hefur orðið í Þýzkalandi, síðan bandamenn hófu sóknina, er þó ef ti$ vill ávarp það til hersins og þjóðarinnar, sem birt var undir nafni Hindenburgs í byrjun septembermánaðar. Efni ávarpsins er það, að vara herinn og þjóðina við „eiturörfum“ þeim sem óvinirnir láti rigna niður yfir alt Þýzkaland úr loftinu í fregnmiðum og flugritum, og er þar m. a. varið löngu máli til þess að vara bermennina við að leggja trúnað á það, að sæmilega sé farið með þýzka fanga hjá bandamönnum, þó að mikið sé látið yfir því í bréfum frá þýzk- um föngum, sem dreyft sé út um landið' á þennan hátt. ‘k 9* 31 Bæjart>éttir. P Afmæli í dag. i'óróut' Erlendsson, ökuniabur. Konráðína Pétursdóttir, hfr. Kristín Thorlacius, prjónakona. Sigríbur Jónsdóttir, ungfrú. Dorotea Sigurjónsd.. verslstk. Egill Jacobsen, kaupmaöur. Margarethe Kralibe, liúsfrú. Magnús Thorsteinsson, bankar. Siguröur Sigurösson, ráðan. M. J. Magnus, læknir. Camille Grauslund, lrúsfrú. Jón Báröarson, klæSskeri. fngileif Zoega, ungfrú. Þorsteinn Þorsteinsson, skipstj. Kristján E. Hanson, trésm. H vannber gsbræður hafa nú flutt skóverslun sína og vinnustofu í Hafnarstræti 15. Slys. Drengur á þri'Sja eoa fjórða ári liafði orSiö fyrir bifreiS á Lauga- veginum í gær og lærltrotnaö. Hann var borinn upp til héra'Ss- læknisins og batt hann tun brotiS og kom til hans aftur x gærkveldi og leiS drengnum þá eftir vonuni. leg til dálkafyllingar. — Vísir ntun þó framvegis birta útdrátt úr loftskeytunum á liverjum degi. Trúlofun. Ungfrú fngibjörg Bjarnadóttir frá Steinnesi og Jónas Rafnar læknir. Ármann Eyjólfsson skósmiður hefir verið veikur undanfarna sex mánuði, en hefur nú opnað aftur vinnustofu sína á Laugaveg 30. Póstþjófnaður. Stolið hafði verið ábyrgðarpóst- poka á Sterling á leiðinni milli Stykkishólms og Reykjavíkur síð- ast. Pokinn var frá Stykkishólmi, og hafði honum veriðfleygt í farm- rúm skipsins, meðal annars far- angurs, þar sem farþegar höfðust einnig við. Pokinn var lítill, svo að auðvelt var að fela hann, en farþegar 5—6 Iiundruð að sögn. H I! 2-6 lendisvein vaníar nú þegar Brannsverslnn. Til Eptóto fer bíll suunudaginn 6. okt. kl. 9 árd. 4 menn geta fengið far. Uppl. í síma 626 eða 695. E.I.V.1L fundur á sunnudag kl. 10 f. m. ÚK. F. U. M. Nýir meðlimir gefi sig fram á sama tíma. Loftskeytin. DagblöSin hafa nú fengiö leyfi til þess aS birta loftskeyti þau, sem loftskeytastöSin nær, gegn á- kveSnu gjaldi. Enn sem komiö er hefir lítiö veriö á skeytum jiessum aö græða, því aö allar helstu fregn- irnar af ófriðnum hafa borist hing- að fljótar í símskeytum frá Khöfn en í loftskeytunum. Þetta kann að þykja furðuleg saga, en sjón er sögu ríkari, og blöðin haka keypt „köttinn í sekknum" þar sem loft- skeytin eru, þó aö þau séu þægi- Maður vanur jarðyrkjustörfum óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt jarð- yrkja leggist inn á afgr. fyrir 6. þ. m. Vaðstígvél til sölu og sýnis á afgr. Vísis. Stúlka óskast nú þegar Kr. Biering-Petersen Suðurgötu 10. Vernlega góð dilkakæfa til sölu kl. 5—7 í dag, a. v. é. til sölu hjá Steinoliufélaginn. Lampaglös og Lampakveikir allar stærðir fást í verslun Gnnnars Þórðarsonar. Pottar og pönnur fást í verslun Pundur verður í Guðspekíféiagiuu í kvöld (4. þ. m.) á vanalegum stað kl. 8V,. 2 stúlkur handlægnar, geta fengið fasta atvianu á Álafossi. Upplýsingar gefur Signrjón Pétnrsson Hafnarstr. 18. Hlaðnar patrðnnr góðar og ódýrar í verslun Einars Árnasonar. íslenski Gráðaostnrinn kominn í verslun Einars Árnasonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.