Vísir - 17.10.1918, Blaðsíða 6

Vísir - 17.10.1918, Blaðsíða 6
VlSl'R Sambandslðgin. Vísir hefir lagt litið til mál- anna í sambandslagadeilunni, frá því hann i sumar lýsti af- stöðu sinni til sambandslaga- frumvarpsins. En þó að hann sé lögunum fylgjandi, þá skilur hann vel kröfur þeirra manna, sem lengra vilja fara, enda hefir hann flutt nokkrar aðsendar greinar þeirra máh til stuðnings. í sambandslögunum eru upp- fyltar þær fullveldiskröfur, sem sjálfstæðismenn báru fram i frumvarpi sínu á þingi 1909. Frumvarp það átti að vera „sJagbrandur i flóttans dyrum“, eins og Bjarni frá Vogi sagði þá. Hann átti við það, að skemmra mættu íslendingar al- drei fara í kröfum sínum. par með var ekki sagt, að þeir menn, sem það frumvarp sam- þyktu, hefðu með þvi skuld- bundið sig til að fara aldrei lengra í kröfum sínum, þö að timarnir .breyttust. Slíkt væri fásinna, sem engum öðrum en núverandi forsætisráðherra vor- ura og andlegum jafningjum hans væri trúandi til að halda . fram í fullri alvöru, eins og nefndur ráðherra gerði á sam- bahdsmálsfundinum i Iðnó. Og að sumu leyti er líka lengra far- ið í sambandslagafrumvarpinu nýja; nægir að benda á það, að fánann eigum við að fá viður- kendan nú þegar, en sú krafa var ekki ger 1909. Nú er su kenning í hávegum höfð í heiminum, að sérstakar þjóðir hafi ekki að eins rétt til að ráða sér að öllu leyti sjálf- ar, heldur eigi þær að f á að ráða sér sjálfar og hafa lönd sin algerlega fyrir sig. Réttur okk- ar er viðurkendur í sam- bandslögunum, bæði til að ráða okkur sjálfir og til þess að hafa landið okkar fyrir okkur eina, en við fáum ekki að njóta þess réttar óskorað þegar í stað, þrátt fyrir kenningar og kröfur tím- ans. Við fáum ekki að njóta þess réttar, sem voldugustu þjóðir heimsins hafa heitið öllum smá- þjóðum að ófriðnum loknum. Á hinn bóginn er á það að líta, að ef ekki verður gengið að sam- bandslagafrumvarpinu, þá litur Vísir svo á, að þar við verði ekki látið lenda. Hann er í því efni ósamþykkur þeim andstæðing- um frumvarpsins, sem telja það samboðið sóma þjóðarinnar, að fella frumvarpið og láta síðan „sitja við sama“ (status quo“) og verða eins konar ósjálfbjarga niðursetningar i sambandinu við Dani. Ef við viljum ekki þiggja frjálsa samninga um sambandið, samninga, sem fela í sér fulla v i ð u r k e n n i n g u á réttar- kröfum þjóðarinnar, þá verðum við að fara úr sambaftdinu, segja skilið við Dani þegar í stað. J?að þarf ekkert að efast um það, að við gætum fengið skiln- aðinn þegar í stað — ef við vild- um. Ef þjóðin fellir sambands- lagafrumvarpið, þá vildi Vísir þvi mega sikja það svo, að hún vilji slíta sambandinu algerlega nú þegar. En hann er.ekki sann- færður um, að það væri réttur skilningur. Andstæðingar frumvarpsins hafa ekki haldið því fram, að sambandinu ætti að slíta nú þegar. peir byggja andmæli sin ekki á þvi, að þjóðin hafi fullan vilja og þrek til þess að verða algerlega sjálfstæð þjóð og mynda fullkomlega sjálfstætt ríki að svo stöddu, eða vilji það heldur en að fá elcki frekari kröfurn fullnægt. Andmælin miða að því einu, að heimta meira sjálfstæði í sambandinu við Dani, án nokkurrar fyrir- hyggju um það, hvað gera skuli, ef meira fæst ekki. þjóðin hefir nú fengið smjör- þefinn af þvi þessi síðustu ár, livaða mannvali hún á á að skipa til stjórnarstarfa innan lands og utan. Hún hefir fengið að þreifa á því, með hvílíkri léttúð þing- fulltrúar hennar hafa falið óhæf- um mönnum að fara með stjórn landsins á mestu alvörutímum, sem heimurinn hefir nokkru sinni haft af að segja. Hún hefir horft á það, að þingið liefir látið þá menn fara með völdin í land- inu ár eftir ár, sem hún hlýtur að vera orðin sannfærð um, að al- drei hafá verið þvi vaxnir. Og þing eftir þing hefir hún hlust- að á þær fánýtu yfirskinsástæð- ur, sem klíkuforingjarnir á þingi hafa notað til þess að verja þá óhæfu, að láta klíkuhagsmun- ina sitja fyrir hagsmunum landsins. það væri elcki að furða, þó að þjóðin þættist varbúin við því, að halda nú fram itrustu sjálf- stæðiskröfum sínum og taka af- leiðingunum af því. það væri ekki að furða, þó að kjósendur kinokuðu sér við því að hafna þeim sambandssamningum, sem nú eru í boði, jafnvel þó að þeir kynnu að liafa hugsað hærra fyrir landsins hönd. Vísir verður að játa, að hann brestur einurð til þess að heimta | skilnað. pess vegna hikar hann j heldur ekki við að skora á menn ! að greiða sambandslögunum ; atkvæði. Vegna þess lika, að með þeim er í engu skertur réttur þjóðarinnar til frekara sjálf- stæðis, þegar hún telur sig því vaxna að taka öll sín mál í sin- ar hendur, og ábyrgðartilfinning stjórnmálamanna hennar er komin á það stig, að hún geti ó- hrædd falið þeim að fara með þau. En þeir andstæðingar sam- bandslaganna, sem stutt hafa ó- hæfa menn til valda hér á landi og þannig eiga að nokkru leyti sök á óstjórninni, sem hér hefir ríkt undanfarin tvö ár, geta sjálfum sér um kent, ef liinum ítrustu sjálfstæðiskröfum verð- ur nú ekki fylgt fram svo sem skyldi. Nýkomið: fyríp kvenfólk og börn Rykfrakkar Gln*kápur Morgnnkjólar Svuntur Höfnðsjöl Peysur fyrir körn Traflar fyrir börn Nærfatnaðir margskonar Sokkar Handklæði Regnhlífar og margt fleira Best að versla i laiabúðinni .Sími 269. Hafnarstr. 16. 144 mjúkum sófa. Nei, það verður nú ekki af því!“ Frændi hans hné ofan á stólinn aftur, og vissi ekkert hvernig hann ætti að snúa sig út úr þessu, en Pétur bar svínslærið fram í búrið, fylti flöskurnar með vatni, rak tappana í þær og lét þær aftur á sinn stað. pví næst þvoði hann upp borðáhöld- in, sem frændi hans liafði notað og lét þau inn í matskápinn aflur, tók síðan liúfu- garminn og stakk henni í vasann. „Hana-nú!“ sagði hann ánægður, stakk seinustu vínflöskunni undir liandlegginn og benti frænda sirium á skrifborðið. „Sestu nú þarna,“ sagði hann „og skrifaðu einhverjum manni bréf —- það er alveg sama hver það er. Svo getum við sent kerl- ingarvarginn með það snemma í fyrra málið.“ Inni í svefnherberginu var legubekkur og bjarnarfeldur breiddur yfir. Pétur Voss vafði feldinum um sig og tók sér vænan sópa úr flöskunni. Frændi hans skrifaði bnéfið og lét það liggja á skrifborðinu, slökti síðan ljósið og gekk inn í svefnher- bergið. Hann leit á bróðurson sinn, sem þá var að súpa á flöskunni aftur, og hristi liöf- uðið. „Eg bið afsökunar,“ sagði Pétur. „pað 145 - er annars ekki vani minn að drekka af flöskustútnum, en nú er eg til neyddur. Komdu með glasið þitt — þá heldur lcerl- ingin, að þú hafir tæmt flöskuna í rúm- inu. pað var livort scm cr siður þinn eða ósiður einu sinni á árunum.“ Gamli maðurinn lilýddi þessu, tók af sér skóna, lét þá fyrir framan dyrnar og læsti hurðinni og þóttist nú óhultari eftir en áðúr. Hanri rétti Pélri tóma glasið sitt og Pétur var svo veglyndur að hella í það. „Mikið máttu blygðast þín, konunglegur prússneskur embættismaðurinn, að vera ekki húsbóndi á þínu eigin heimili,“ sagði Pétur. „Jæja, góða nótt, frændi gamli, og reyndu að taka þér fram!“ „Jæja, þetta bíður þá til, morguris,“ hvislað gamli maðurinn lágt. „pú getur ekki gengið héðan í þessum fatagörmum.“ „Seisei! pú átt líklega nýjan klæðnað einhverstaðar í fórum þínum,“ sagði Pétur hlæjandi, „og'við erum alveg jafn-slórir.“ Frændi hans lét þetta gott heita, fór að háíta, sötraði vínið og slökti ljósið og voru þcir báðir sofnaðir eftir litla slund. Ráðs- konan kom kortéri seinna, en það vissu þeir ekkert um. Pétur Voss vaknaði við það inorguninn eftir, að ráðskonan l.ét skóna amtmannsins fyrir utan dyrnar. 146 „Heyi'ið þér!“ hrópaði Pétur Voss og hermdi svo vel eftir frænda sínum að hann hrökk upp með andfælum. „pað liggur bréf á skirfborðinu, sem þér verðið að koma til skila undir eins. Látið þér morg- unmatínn vera tilbúirin, þvi að eg þarf i róðhúsið, og svo getið þér farið bcint á sökitorgið um leið.“ „Skal gert, herra amtmaður,“ svaraði kerling liæversklega. En amtmaður lá i rúminu og hélt unJ imagann til þess áð skella ekki upp úr- Pétur náði í tannburstann og fór að þv° sér. pegar hann heyrði að gengið var un1 útidyi'nar, læddist hann balc við glugga" tjaldið og fullvissaði sig unj, að ráðskona11 hefði tekið sölutorgskörfuna með sér. „Hvað heitir þessi blómarós?“ spur®1 liann frænda sinn. „Ilún lieitir Marta Zippel og er ógifb svaraði frændi hans, setti á sig lögmanns' svip og þótti gaman að glcttum Péturs. „Hvað er s'ú ógifta Marta Zippel vön a< yera lengi á sölutorginu?“ „Hún kemur að minsta kosti ekki fyr eftir tvo tíma,“ sagði frændi hans °g að klæða sig í buxurnar. „pú ert aunar atimi galgopinri!“ ^ „Jæja — áfram þá!“ hrópaði Pétur °

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.