Vísir - 22.10.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1918, Blaðsíða 2
VÍSIR Atkvæðagreiðslan nm sambandslögin. Kálmeti: allsK.onar Atkvæði voru talin hór í bæn- um í gær og féllu þannig, að 2398 atkvæði voru greidd með iögunum, en 243 á móti. 10 at- kvæðaseðlar voru ógildir en 4 auðir, og hafa þannig 265B manns sótt atkvæðagreiðsluna. Á Akureyri höfðu als ver- ið greidd 265 atkvæði. Þar af veru 248 með lögunum en 17 á móti. Loks er einnig komin fregn umúrslitin í Stran dasýslu. Þar voru greidd 385 atkvæði með lögunum en 8 á móti 19 seðlar ógildir. Hefir atkvæða- greiðslan verið vel sótt þar. Als hafa þá verið talin 4342 atkvæði og af þeim eru 3940 með en 369 á móti lögunum. Loftskeyti. Sókn bandamanna. París 21. okt. Milli Serre og Aisne hefir ver- ið háð allhörð stórskotaliðsor- usta í nótt. í LothrÍDgen og Elsass hafa Frabkar gert útrásir yfir í stöðvar óvinanna og tekið allmarga fanga, Frá hernaðarframkvæmdum Bandarikjahersins 20. október er skýrt á þessa leið: Fyrir vestan Meuse hafa Banda- ríkjamenn sótt fast fram fyrir austan Bautheville (?) og tóbu yfir 100 fanga íj orustum í Rapp- esskóginum. Á öllum vígstöðv- unum fyrir norðan Yerdun hefir verið áköf stórskotaliðsorusta og vélbyssuskothríð. Áköfum gagn- áhlaupum hefir verið hrundið og óvinirnir beðið mikið manntjón. Með hinni öflugu sókn, sem Bandaríkjaberinn hefir haldið uppi 'siðustu vikuna norðarrvið Yerdun, hefir hann neytt Þjóð- verja til að draga þangað mikinn her, svo mörgum herdeildum skiftir, úr öðrum stöðvum, til þess að standast áhlaupin. Yerja Þjóðverjar þar hvert fótmál, sem þeir verða að hörfa undan, af fremsta megni, til þess að tryggja það, að hernum á norðurstöðvun- um verði undankomu auðið. Kaibátarnir kallaðir heim? London, 21. okt. Spwnsk blöð staðhæfa, að þýska stjórnin hafi sent spænsku stjórn- inni opinbera lilkynningu um, að þýzka flotamálastjórnin hafi gefið kafbátunum skipun um að halda ílvítkál, Rauðkáí, Púrrur, Sellerí, Gulrætur, Rauðrdfur, Piparrdt nýkomið. Jes Zimsén. Þeir sem pantað haía Eensín hjá oss eru heðnir að sækja það sem þeim er ætlað á miðvikndaginn kl. 10—4, en snúi sér tyrst til skrif- stoinnnar Hið ísl. stenoliuhf. Dansœílngar í One Step, Two Step, Lanoiers o. fl. byrja fimtudag- inn 24. október kl. 9 í Iðnó. Stefanía Guðmnndsdótdr. Áreiðanlegur maður ðskast nú þegar til að innkalla reikn- inga. A. v. á. 1 kr. 60 aura kostar osturinn íslenski í heilum stykkjum hjá Jóh. Ögm. Oddssyni. Laugaveg 63. (lítið brúkað) fæst keypt með tækifærisverð1 ef samið er áður en Botnía fer. Illjóðíœraliiísið gefur upplýsingar. (jöt og slátur úr sauðum og úilliiim fæst i dag og næstu daga lijA Siggeiri Torfasyni. hjá Jóh. Ögm. Oddssjni. Laugaveg 63. hver til sinnar hafnar þegar í stað. Frá því er ekki skýrt, á hvern hátt þessum fyrirskipunum hafi verið komið ti) kafbátanna. Danir krefjast þjóðaratkvæðis í Slésvlk og Holtsetalandi. London, 22. okt. „Berliner Tageblatt0 hefir það eftir þýskum þingmönnum, að danska stjórnin hafi beint þeim tilmætum til þýsku stjórnarinnar, að 5. grein friðarsamninganna í Prag verði nú látin koma til fram- kvæmdar, og íbúunum í norður- hluta Slésvíkur og Holtsetalands gefinn kostur á þvi, að skera úr þvi með þjóðaratkvæðágreiðslu, hvort þeir vilji heldur lúta Dön- um eða Þjóðverjum. Þjóðverjar sigraðir. Það má nú víst telja, að Þjóð- verjar séu nú uppgefnir orðnir á ófnðnum. Hvernig sem friðar- umleitununum lyktar, þá hafa þeir þegar boðið þau boð, sem sýna, að þeir þykjast ekki leng- ur geta rönd við reist, en sjá fyrir fnllkominn ósigur sinn, ef lengur verður haldið áfram. Ýmsum getum hefir verið leitt að því, hvers vegna sigursældin hafi snúið svo ekyndilega við þeim bakinu. Margir álita, að þeir hafi teflt of mjög á tvær hættur í sókninni miklu í vor. Þeir hafi þá teflt fram urvalsliði sínu, i þeirri von að vinna full- kominn sigur á skömmum tíma, en þegar éókninni lauk með ó- sigri þeirra, hali úrvalsliðið ver- ið gengið svo til þurðar, að ó- sigurinn hafi verið þeim vís. Það er lítill vafi á því, að Þjóðverjar hafa bygtsíðustu sig- urvon sina á sókninni miklu í vor, og tekið þá á því, sem þeir áttu til. En ólíklegt er þó, að mannfallið í þeirri sókn hafi veikt her þeirra svo stórkost- lega, að það eitt ráði niðurlög- um þeirra. En það eitt, að sókn- in mistókst að herinn og þjóðin fann á því að við ofurefli mundi vera að etja, hlaut að lobutn að hafa mikil áhrif.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.