Vísir - 24.10.1918, Síða 2
VÍSIR
sagt frá því, að blöð hlutlausra
þjóða láti vel yfir svarinu, en
nálega öll bresk blöð telji það
óheilt og í raun og veru ekkert
svar.
Specialkort over den norske Kyst:
Utsire — Holmengraa önskes kjöpt.
Hannes Olafsson
tfc Co.
Grettisgöta 1. Simi 649 b.
Svar Þjóverja.
O. EUingsen.
Nýkomið í verslunina Goðaioss
dirystal UarnatTXttur
siml 436.
Menn eru litlu nær um það,
þrátt fyrir síðasta svar Þjóðverja
til Wilsons, hverjar likur eru til
þeas, að friðarsamningar geti tek-
ist bráðlega.
Þes3 var að' vænta, að þýska
stjórnin mundi ekki viðurkenna
það, að þýski herinn fremdi óþörf
spellvirki eða kafbátarnir þau
hryðjuverk, sem Wilson sakaði
þá um. En um leið og stjórnin
mótmælir þessu i evari sínu til
Wilsons, tilkynnir hún, að bann-
að hafi verið að sökkva farþeg..-
skipum, og i öðru lagi er skýrt
frá því opinberlega, að nefnd
hlutlausra manna, trúna?armanna
hlutlausra rikja, hafi verið falið
að rannsaka, hvað bæft só í sög-
unum um hemdarverk Þjóðverja
í Belgíu og Frakklandi á undan-
haldi þeirra. Gæti Wilson, ef
honum syndist svo, skilið þessar
yfirlýsingar þannig, að Þjóðverj-
ar ætli að verða við kröfum hans
í þessu efni og koma í veg fyr-
ir það, að bandamenn hafi fram-
vegis ástæðu til slíkra ésakana.
Aðeins er þá óvíst hverjar efnd-
irnar verða að þes3um óbeinu
loforðum að dómi bandamanna.
Að öðru leyti lýsir þýska stjórn-
in því yfir, að hún sé eius og
áður reiðubúin að ganga að öll-
um skiiyrðum Wífsons, þar með
talið, að verða á burtu með her
sinn úr herteknum löndum og að
ganga að þeim vopnahléssamn-
ngum,sem herstjórnbandamanna
telur aðgengilega, þannig að að-
staða herjanna, hvors um sig
verði ekki verri eftir en áður.
Með því er það auðvitað einnig
áskilið, að þýski herinn þurfi
ekki að ganga að neinum afar-
kostum til að fá vopnahlé, svo
sem t. d. að leggja niður vopn
að meira eða minna leyti.
Ekkert er um það sagt í svar-
ídu, að kafbátarnir hafi verið
kvaddir heim; liggur jaínvel
nærri að draga ,þá élyktun a£
því, að það hafi ekki verið gert
því að 3ðrum kosti hefði ekki
þurft að banna þeim að sökkva
farþegaskipnm.
Fyrirvarinn um kröfur, sem
ósamboðnar sé heiðri þýsku þjóð-
arinnar, á væntanlega fyrst og
fremst við það, að þess megi
ekki ferefjast, sem Wilson vék að
1 lok síðasta svars síns, að breyt-
ÍDg verði gerð á síðustu stjórn
Þýskalands. Þýska ;þjóðin telur
það vafalaust ósamboðið heiðri
þjóð arínnar, að reka keisarann
frá v'51dum, fyrir það, að hún
hefir beðið ósigur í ófriðnum.
Wilson krafðist þess ekki með
berum orðum að keisarinn yrði
sviftur völdum. En allir munu
hafa skilið orð hans svo. þó að
þá meiningu þyrfti ekki að leggja
í þau. Hann talaði um að upp-
ræta það vald, sem til þeasa
hefði stjórnað þýsku þjóðinni
Nú veltur ef til vill alt á því,
hvað hann vildi hafa sagt um
þetta. Ef hann i næsta svari
sínu skýrir orð sin á þá leið, að
þess sé krafisi, að keisarinn verði
svifiur völdum, þá má gera rað
fyrir því, að ekkert geti orðið úr
friðarsammngum að þessu BÍnni.
Það má nú gera ráð fyrir því
að þessi orð Wilsons hafi verið
svo óákveðin einmitt vegna þess
að hann hafi ekki ætlast til þess
að fnðarsamningar strönduðu á
þessu atriði. Má þá vænta þeirr-
ar skýringar á þeim, að þess
verði að krefjast, að fullkominni
þingræðisstjórn með almennum
kosningarrétti verði komið á í
Þýskalandi Þá er upprætt það
vald, sem til þessa hefir stjórnað
þýsku þjóðinni, ef það annars
verður upprætt með nokkru móti.
En þó að friðarsamningar
strandi ekki þessu, þá er þó eng-
in vissa fyrir því að saman gangi.
Friðarskilyrði Wilsons eru a’.l-
óákveðin. Þó naá gera ráð fyr-
ir því, að til mála komi ýmsar
skýringar á þeim, og ef til vill
viðbætur, „sem ósamboðnar eru
heiðri þýsku þjóðarinnar“.
Undanhalá
Þjððverja.
Hernaðartilkynninn Breta frá
21. okt. byrjar þannig: „Þjóð-
verjar eru enn á undanhaldi á
öllum rígstöðvuuum frá landa-
mærum Holiands og suður fyrir
Valenciennes11. Þjóðverjar halda
undan í Belgíu af ásettu ráði.
Vopnahlé fá þeir ekki, svo að
þeir geti baldið undan í friði.
Umræðurnarum vopnahléið verða
vafalaust dregnar á langinD,
þangað til séð verður, hvort
bandamönnum tekst ekki að af-
króa einhvern hluta þýska hers-
ins. En það er herinn í Belgíu,
sem einkum er í hættu.
Sókn bandamanna er áköf á
öllum vígstöðvum sunnan frá
Verdun, og alstaðar hafa Þjóð-
verjar orðið að hopa undan lang-
ar leiðir. Sem stendur nemur
herb'na þeirra við landamæri
Hollands í nánd við Eede og
liggur þaðan vestan við Icloo
og G-ent, milli Lys og Schelde,
austur yfir Schelde fyrir norðan
Tournai, um Tournai til Valen-
cienes,meðfram Selle til fe Cateau
og yfir Oise fyrir norðan Guise,
og austanvert við Oisetil la-Fere,
og þaðan nálega beint í austur
og myndast þarna skarpur flaygur
Við Selleána, milli Denain og
le Cateau hefir veiið barist ákaft
síðustu dagana og hafa banda-
menu tekið þar 3000 fanga og
á stöðvum þarfyrir sunnan sóttu
þeir fram um 5—8 milur á fá-
um dögum og tóku Bretar einir
60C0 facga. Fimti her Breta
hefir tekið yfir 6000 fanga og
70 iallbyssur síðan 14. október.
Stöðvar Þj.óðverja við Selle
voru öflugar mjög, en að lokum
náðu banaamenn þeim á sitt vald
eftir grimmar orustur og voru
notaðir brynvagnar í þeim á-
hlaupum.
23. október er tilkynt, að
Bretar séu komnir inn í útjaðra
Valenciennes og Jangt inn í Ra-
esmesskóginn þar fyrir norðan.
Austur frá St. Amanþ hafa þeir
einnig sótt fram og ern komnir
að Schelde hjá Hoilain og Bu-
yellas fyrir sunnan Tournai, og
tekið þá bæi báða.
Sókn Baudamanna á Balkah.
Á Balkanvígstöðvunum eru
bandamenn komnir að Dóná í
grend við Vidin og Hggur nærri,
að þeim takist að teppa þar
eamgönguleiðir Austurríkismanna
Þar fyrir vestan eru bandamenn
komnir til Zajecar og BoJjevac
og Trstenik í vestur-Moravadaln-
um.
Serbar og Frakkar nálgast
landamæri Hei’zegowinu og hafa
Austuri-íkismenn sent 2 her-
deildir á móti þeim, undir stjórn
S e 1 j a:
E d i k i ð sterkasta.
Mjólkurostnrinn besti
frá Áslækjarrjómabúi.
Eldspýtur
ódýrastar.
Handsápur
margar teg., góðar og ódýrar.
Vatnsglös
mjög ódýr.
KSLex-ti
egta sterin, og
Spil.
Þvottasápa
Sunlight og Hed Seal.
Skósverta 3 ágætar tegundir.
Brúnn áburður.
Ofnsverta.
Fœgiiögnr.
Hnitapúlver.
Taublámi (pokar
og kúlur).
Cacao, Te, Pipar, Allehaande,
Kanel, Negnl), Engifer,
Hnsblas, Saitpétur,
Cardemommur, Eggjapúlver.
Eldhúslampar, bmpaglös.
Ósætt S ú k k ul a ð i,
Consum, ísafoid
hvergi ödýrara.
Reform Maltextrakt,
Kína-Lífs-Elixír,
Sœtsait frá Seyðisiirði.
Reyktóbak — Cigarettur
flestar tegundir.
Smjörliki, 4 teg.
Bökunarfeiti
Tólg og Kæfa.
Saltfiskur
ágætur, þurkdður og velverkaður
Þorskur og Ufsi.
Steinoiia.
Hannss ölafsson I Co.
Grettisgötu 1. Sími 649 b.
Selja einungis
góðar vörur íyrir lægst verð.