Vísir - 04.11.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 04.11.1918, Blaðsíða 2
VÍÖXR Síldarkaap þiagmanaanna. Nikkir Hísnnd kjittunnur til sölu í tnnnuverksmiðju Emil Rokstad. Heildversiun Garðars Gríslasonar hefir miklar birgðir af allskonar pappír og bréfpokum og ýmsuin ritföngum á Iverfisgötu 4. iími 224. Gott hús i Anstnrbænum fæst til kaups nú þegar. Laust til íbúðar 14. maí n. k. Lysthafendur snúi sér til I?orl. Andréssonar. Baronsstfg 14 fyrir lok þ. m, sem gefur aliar nánari upplýsingar. Þegar Vísir birti grein Hall- •dórs Guðmundssonar um síldar- kaup þingmannanna í sumar, þá var það þegar tekið fram, að blaðið væri ekki höfundinum sammála. Én ekki var ólitið rétt að neita að birta greinina, því að Vísir vill ekki sýna neina hlutdrægni, enda rétt og ejálf- 88 gt að málið sé rætt opinber- lega. ]?að var bent á það hér í blað- inu í sumar, að ráðlegt mundi að festa kaup á síld^Breta hér á landi, til skepnufóðurs, vegna þess að sú síld mundi verða miklu ódýrari en ait annað, sem til mála gæti komið að kaupa í því skyni. Eftir það var það að vísn réðið, að landssjóður keypti alla sild, sem hér aflaðist í sum- ar, en fyrirsjáanlegt var frá upp- hafi, að sú sild mundi verða miklu dýrari, svo að þess vegna var ekki nokkur ástæða til að sleppa kaupum á síld Breta Það stóð auðvitað stjórninni næst, að kaupa síldina fyrir landsmenn. Það var blátt áfram skylda hennar eins og á stóð. 'Og það var nauðaynlegt að vinda að þvi bráðan bug, til þess að trygt væri, að síldinni yrði kom- ið út um allar sveitir áður en t'.ð spiltist. En stjórnin virðist nú einmitt hafa komist að þeirri niðurstöðu, að húa ætti alls ekk- ert að fást við þessi síldarkaup, og þess vegna réðust þingmenn- irnir þrír, Guðjón Guðlaugsson, Magnús Pésursson og Þórarinn Jónsson, í að kaupa síld þá, sem geymd var við Djúpuvík. Þeir tóku þannig að sér að gera það, sem landsstjórnin hefði átt að gera, að tryggja bændum síld til skepnufóðurs til vetrarins. Og sú fyrirhyggja þeirra verðskuld- ar óreiðanlega fremur lof en last. Það var enginn timi til þess, að stofna til víðtækari samtaka til að kaupa síldina, t. d. meðal bænda í héruðum þeira, sem síld- in var helst ætluð. Það var heldur ekki hægt að koma þvi við, að láta >héraðsstjórnirnar kaupa, og óvíst, að því hefði fengist framgangt. Þingmennirn- ir urðu því sjálfíx að taka á sig áhættuna. Þeir gátu auðvitað ekki ráðist í slíkt fyrirtæki, nema það væri nokkurnveginn trygt, að þeir biðu ekki stóitjón af því. Það varð ekki trygt með öðru móti, en að selja síldina bærra verði en hún var keypt. Þeir urðu að ætla fyrir. því, að þeir gætu ekki selt alla síldina, að „itthvað af henDÍ væri skemd O vara, að eitthvað ónýttist í með- förum og loks, að ekki tækist að fá borgað alt andvirði þeirrar sildar, sem seld yrði, auk þess sem geymslu-, umsjónar- og sölukostnaður hefir lagst á síld- ina, eftir að þeir keyptu. í»að er þannig alls engin á- stæða til að fárast út af því, þó að sfldin hafi verið seld eitthvað hærra verði en hún var keypt. Hve mikið hefir verið lagt á hana, veit Yísir ekki, og hr. H. G. virðist ekki heldur vita það. Enginn getur heldur um það sagt með vissu, hvort hægt hefði verið að fá sildina fyrir lægra verð en þingmennirnir gáfu fyrir hana. En allir vita, að útsöluverðið, 20 krónur fyrir tunnuna, er ekkert verð. Og ef það er satt, sem sagt er, að þingmennirnir hafi verið bún- ir að selja alla sild sína áður en landsstjórnin áttaði sig á máliuu, þá er það besta sönnunin fyrir því, að kaupin hafa verið góð og að þau I afa verið vol og Stúlká óskast í vist nú þegar á Skólavörðu- stíg 6 B. viturlega róðin. En ef bændur hafa orðið að gefa óþarflega mik- ið fyrir þessa síld, eða meira en hægt heíði verið að fá hana fyr- ir, þá mega þeir fyrst ogfremst landsstjórninni um kenna. Ef nokkur er ámælisverður í þessu máli, þá er það lands- stjórnin. Henni bar að tryggja bændum síldina til skepnufóðurs, en húa vanrækti það. Síðar hef- ir hún lika komist að þeirri niðurstöðu, að hún hefði átt að gera það, og þá keypti hún alla sild Breta, sem eftir var. Hún er aldrei skynsöm fyr en eftir á, blessuð. Ea nú er eftir að vita, hvernig henni tekst að koma þeirri sild til bænda. I Hrossasalan. Ekki fleiri hross til Daomerkor. Blaðið „Frón“ skýrir frá þvi, að leyfi Breta til þess að flytja fleiri hross héðan til Danmerkur fáist ekki. — Stjórnin hefir þá reynt það, en engu fengið ágengt. Fregnin er einhver sú lýgileg- asta, sem lengi hefir heyrst, og menn eiga erfitt með að trúa því, að mál þetta hafi verið flutt svo vel sem skyldi. En um það segir blaðið ekkert, hvað gert haíi verið til að fá þetta leyfi. Það liggur næst að ætla, aðstjóm- in hafi ekki farið langar leiðir til þess. Og vlst er um það, að óvenjulega greiðlega hefir henni tekist að fá afsvarið! Ef til vill hefir hún látið sér nægja bend- ingu um, að ekki væri til neins að biðja. Eartöflnrnar. Erfiðleikar eru talsverðir á þvi að fá karöflur hér á landi. Ekkert heyrist um það, að uppskeran af stjórna-akrinum á Garðskaga sé komin á markabinn, um bsejar kartöíiurnar gera menn sér lillar vonir og hluthafar „Akurs“-félags- ins munu ekki vera meira en svo aflögufærir. Aðrar íslenskar kart- öflur hafa orðið litlar og lélegar, og tvísýnt mjög um, hvað mikið verður flutt til landsins af dönskum kartöflum. Það er sagt frá því i dönskum blöðum, að í ráði sé að Danir selji Novðmönnum feiknin öll af kartöflum. Var það rætt á vöru- skifta fundi Norðurlanda, sem hald- inn var í Kristjaniu í haust, og talað um að Norðmenn fengi 250 þús. tunnur ®af. dönskum karlöfl- um. En ekki er kartöfluþörf okkar svo mikil, að Dani niuni mikið um að fuilnægja henni þrátt fyrir ]tað, ef viljan vantar ekki, sem varla þarf að gera ráð fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.