Vísir - 23.11.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 23.11.1918, Blaðsíða 3
VíálR G.s. „Botnia”. Farþegar komi á mánndagina 25. þ. m. að sækja farseðla og nadirskrifa. C. Zimsen. Frakkaefni góöílog öd^r nyK.omln. tJrvai al Fataefnum. Halldór & Júlíua klœðskerar Gaugaveg 31, I geta, að honum hefir ekki verið rótt, meðan verið var að aemja við Berléme, svona í leyfisleysi, og ekki verið um, að hleypa fleirum að, þó að ekki verði séð, hvað það hefði aukið afbrot hans gegn „tilætlunum“ bandamanna. Þessí afskifti forsætisráðherr- ans hafa orðið þess valdandi, að ekki var unt að koma kjötinu í hærra verð, þó að nefndin af skiljanlegum éstæðum reyni held- ur að draga fjöður yfir það í skýrslunni, án þess þó að vilja taka nokkra ábyrgð á því. Og til þess að taka af allan vafa um það, að hún hafi ekki verið ein- rúð um aðferðina, tekur nefndin það einmitt skýrt fram í upp- hafi, að hún hafi „ályktað", að æskilegt væri að fá sem flest tilboð. En óheillaáhrifum forsætis- ráðherrans á þetta mál er ekki þar með lokið. Það er varla hægt að áfellast nefndina fyrir það, þó að hún gerði samninginn við Berléme um sölu á kjötinuvjyrir 192 kr. o. s. frv. Eins og alt var í pottinn búið af forsætisráðherr- anum, gat hún varla vænst hærra verðs. llvaðan var yfirboðs að vænta, þegar eugum máiti hleypa að með tilboö ? En ástæður þær, sem nefndin færir fyrir þessu, að brvn nauðsyn hafi verið á því að auglýsa kjötverðið þá þegar, vegna þess hve áliðið var orðið, o. s. frv., eru algerlega einskis virði. Nefndin sannar það best sjálf, með þvi, sem síðar kemur fram í skýrslunni: að kjötverðið var hækkað siðar og ný auglýsing gefin út um það. — Yeit enginn til þess, að nein vandræði hafi stafað af því, en alkunnugt, að kjötverðið var á- kveðið löngu síðar í fyrra. Það var ráðsmenska forsætisréðherr- ans, sem olli því, að ekki var lengur eftir neinu að bíða, en það hefir nefndin ekki kunnað við að bera fyrir sig. En nú er komið að síðaBta þætti mélsins og er hann enn skýrar merktur klaufamarki for- sætisráðheiTans en hinir fyrri. Daginn eitir að samningurinn vlð Berléme var undirskrifaður, kom j,ýtt tilboð í kjötið fré norsku ræöismanninum, og bauð hann 8 kr. hærra verð fyrir kjötið en um var samið við Ber- léme, eða 200 kr. fyrir 1. fl. kjöt o. s. trv.. En þá gerir Berléme aftur ytirboð og vill nú gefa 210 kr. fyrir 1. fl. kjöt og 185 kr. fyrir 2. fl. Þetta tilboð gerði Berléme í viðtali við forsætitisráðherra. Því hefir verið haldið fram, og nefnd- in neitar því ekki, að Berléme hafi jafnframt látið þess getið, að hann mundi ekki gauga frá kaupunum þó að hann yrði að borga 215—220 kr. og jafnvel að það væri ekki sitt siðasta boð. Ef til vill veit nefndin þetta ekki; foraætisráðherra hefir e. t. v. aðeins skýrt henni frá 2Í0 kr. tilboðinu. Öll þessi tilboð voru bundin þvi skilyrði í fyrstu, að svarað yrði samdægurs. Nú fer forsætisráðherrannf á fund norska ræðismannsins og gerir honum aðvart um þetta tilboð 'Berlémes,J og það verður úr, að því er nefndin segir að sér hafi skilist, að ráð- herrann bindur það fastmælum við ræðismanninn að Norðmenn skuli fá kjötið fyrir 210 kr. o. s. frv., án alls tillits til þess, bve miklu hærra verð hefði verið hægt að fá hjá Berléme, og, að því er fullyrt er, vel vitaudi að Berléme hefði* ekki Igengið frá kaupum fyrir 220 kr. eða jafn- vel enn hærra verð. Með öðrum orðum, einmitt þegar skrið er að komast á verðhækkunina, vegna samkepni Berlémes og norska ræðismannsins, þá kemur forsætisráðherrann einn til skjal- auna með „magt og miklu veldi“ og segir „hingað og ekki lengra“, 210 kr. mega íslenskir bændur fá fyrir kjöt sitt en meira ekki! Niðurl. 204 * „pekkið þér þcssa menn ?“ spurði Dodd á ensku. „Eg skil ekki pólsku — því er nú ver,“ svaraði Pétur á þýsku. Dodd beit á vörina/ en endurtók spurn- inguna á þýsku. „Já, auðvitað þekki eg þá,“ svaraði Pét- ur og tók nú á allri þeirri gctspeki, seni hann átli til. „petta er bæjarfógetinn, sem eg var skril'ari hjá, —þetta er lög- reglustjóriim frá Konrápswaldau og þarna er skólakennarinn!“ „Skakt!“ hrópaði hann. — „Eg er hringjari.“ ,Nú, jæja! Kennari og klukkari cr nokk- urnveginn hið sama,“ sagði Pétur. „Nei, langt frá,“ sagði bæjarfógetinn. „pað er hæði klukkari og kennari í Kon- ráðswaldau, eins og þér liljótið að vita.“ „Já — mér varð bara mismæli,“ sagði Pétur kæruleysislega. „Kannist þér við, að þessi maður sé skjalafalsarinn Emil Pópel?“ spurði Dodd nú lögrcgluþjóninn, en hann velti vöng- um og svaraði engu, og ekki varð bæjar- fógelanum greiðara um svarið. „Nei — ekki er það Emil Pópel,“ sagði klukkarimi óspurður og tóku hinir þá í sama strenginn. 205 pessi staðhæfing kom flatt upp á fanga- vörðinn. „Ætlarðu nú loksins að segja til hver þú ert?“ sagði hann við Pétur og var allreiður. „Eg þarf ekkert að segja,“ svaraði hann þrjóskur. „Leystu nú frá skjóðunni undir cins, eða eg læt þig ekkert annað hafa en vatn og brauð að öðrum kosti,“ grenjaði yfir- fangavörðurinn bálöskuvondur. „pér eruð sjálfráður um það,“ sagði Pétur. „Hvað segið þér um aðra eins þrjósku?“ sagði fangavörðurinn við Dodd. „Eg held það sé best að fresta þessu prófi fyrst um sinn,“ svaraði Dodd, „og eg geri mig ánægðan með að hafa fært sönmir á það, að þessi maður er eklri Emil Pópel.“ „Eruð þjer nú sannfærður?“ spurði Dodd fangavörðinn, þegar þeir komu ofan i skrifstofuna aftur. „Já, svo má það heita,“ svaraði fanga- vörðurinn, „og eg læt blátt áfram hengja hann, ef liann gerir ekki fulla játningu innan skamms.“ „Já, það skuluð þjer gera,“ sagði Dodd hiklaust. „Hann hefir sannaílega unnið til þess, en fvrst verðið þér að komast eftir hvar liann hefir falið miljónirnar.“ 206 „Látið þér mig um það,“ svarað fanga- vörðurinn. „pegar eg byrja á einhverju verki, þá er eg ekki vanur að hætta við það hálfkarrað.“ „Raunar finn eg nú líklega peningana án hans tilsagnar,“ sagði Dodd og tók hatt sinn, „og auk þess skal eg sjá um, að yð- ur verði greidd tvö þúsund dollara þókn- un.“ Fangavörðurinn lét sér það vel líka og tólc fast og þakklátlega í höndina á Dodd að skilnaði. Rétt um sama leyti liringdi Pétur Voss á varðmanninn og baðst þess, að liann væri leiddur fyrir yfirfangavörðinn. — Kvaðst hann þurfa að gera játningu sina fyrir honum. Hann staulaðisl inn í skrifstofuna, afar- vesaldarlegur. „Nú-nú! pú ætlar þá að gera játningu þína,“ sagði fangavörðurinn. — „Jæja, komdu þá með hana! pú crt þá ekki Emil Pópel?“ „Nei,“ svaraði Pétur og drap höfði. — „Eg heiti Franz Múller.“ „Ja — ef þú ert nú að Ijúga----------“ sagöi fangavörðurinn og ygldi sig. „Kæri herra yfirfangavörður!“ sagði Pétur með mestu auðmýkt og hálfkjökr- andi. „Mér dettur ekki i liug að fara með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.