Vísir


Vísir - 03.12.1918, Qupperneq 2

Vísir - 03.12.1918, Qupperneq 2
VISIH I Hjartans þökk fyrir sýnda hluttöku viS jarðarför manns míns sál., Ingvars Gufmundssonar.a Sólveig Björnsdótfir. Innilegt þakklæti íyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns Einars G. Ólafssonar gullsmiðs. Reykjavík 30. nóv. 1918. » . Xristín Sigurðardóttir. Hjartans þakklæti til allra, er sýnðn mér samúð og hluttekningu við iráfall og jarðarför manns, mins Jóns Jónssonar kaupmanns frá Vaðnesi og dóttur okk- ar Ingiríðar. Oðdný Þorsteinsdóttir. Hjartans þökk fyri auðsýnda hluttekningu við fráfall minn- 1 ar ástkæru dóttur, Þóru Magneu Hallgrímsdóttur, og sérstak- lega þakka eg Guðmundi Jónssyni og Vilhelm Jóhannessyni. 1 Þuríður Magnúsdóttir. 1 Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar elsk- aði sonur, Jóhann Eyjólfsson, frá Sviðholti á Álftanesi, and- aðist í nótt. Jarðarförin ákveðin síðar. Jóhanna Jónsdóttir. Eyjólfur Gíslason. i Öllum þeim, sem heiðruðu útför konunnar minnar sál., 1 I Kristínar Jónsdóttur, eða á annan hátt veittu mér aðstoð við @ I fráfall hennar, bið eg guð að launa, þegar þeim liggur mest á. B Einar Pétursson. fi Jarðarför konu minnar, Elísabetar Bergsdóttur, fer fram I miðvikudaginn 4. des. og hefst með húskveðju kl. 10 á heim- I ili okkar, Óðinsgötu 13. Kristinn Sigurðsson. Htrmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðar- arför konunnar minnar Herdísar Guðmundsdóttur fer fram fimtudaginn 6. þ. m. og byrjar með húskveðju kl. 11 árd. á heimili okkar, Bræðraborgarstíg 20. Pétur Bjarnason, skipstjóri. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að mín ástkæra eiginkona, Guðlaug Bjarnadóttir, andaðist 23. f. m. J arðarförin fer fram fimtudaginn 5 þ. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Reykjavíkurvegi 11, kl. ll»/2 f. h. Hafnarfirði 2. des. 1918. Sveinn Jónseon. Það tilkynnist hérmeð, að jarðarför móður og tengda- móður okkar, Sigriðar Pétursdóttur, sem andaðist 18 f. m. fer fram miðvikud. 4. þ. m. kl. I* 1/* frá heimili hinnar látnu, Grettisgötu 35. Síðan verður farið í þjóðkirkjuna. Kristín Sigmundsdóttir. Pétur Magnússon. Jónína Marteinsdóttir. Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð við jarðarför son- ar okkar og bróður, Kristins Sigurgeirs Guðmundssonar. Sigríður Einarsdóttir. Guðm. Einarsson. Axel Guðmundsson. Inflúensan og læknarnir. Formaður læknafélagsins hefir beðið Vísi að birta eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna ýmsra ummæla blaða hér, einkum „Tímans" (frá 27. nóvember) og „Vísis", um sér- staka meðferð á infldensunni og afleiðingum hennar, eignaða Þórði lækni Sveinssyni, hefir formaður Læknafélags Reykjavíkur leitað álits lækna bæjarins, þeirra sem átt hafa við þessa sótt (land- lækni, próf. Guðmund Magnús- son, Guðmund Hannesson, Sæm- und Bjarnhéðinsson, héraðslækni Jón Hj. Sigurðsson, læknana Magga Magnús, Matthias Ein- arsson, Þórð Thoroddsen, Oiaf Þorsteinsson og Davlð Sch. Thor- steinsson) og er það sammála á- lit þeirra,. að sjúkdóm þennan beri að fara með, eins og venja hefir verið um slikar kvefsóttir, af því að ennþá þekkisl engin betri lækningaaðferð. Auk þess telja þeir, að sumar af þeim reglum, sem „Timinn“ birtir, geti verið beinlínis skað- legar, sérstaklega sveltan“. „Svo mörg arn 'þau orðu. Vísir getur ekki hleypt þessari yfirlýsingu, eða hvað nú á að kalla það, alveg athugasemda- laust fram hjá sér, og hann verð- ur að láta í ijósi undrun sina yfir því fljótfærnislaga frum- hlaupi, sem í henni felst. Og ótrúlegt verður hann að telja, að allir þessir læknar og mætu menn, sem þarna eru taldir, ásamt landlækninum^ hefðu að vel at- huguðu máli leyft að setja nöfn sín undir slika yfirlýsingu. í Vísi og fleiri blöðum heíir verið sagt frá þessari umræddu meðferð á inflúensunni, sem Þórð- ur læknir Sveinsson hefir notað, og þess getið, að hún hafl gefist vel hér í bænum. Læknarnir neita því ekki, að hún hafi gef- ist vel, enda myndi þeim veit- ast erfitt að standa við slíka staðhæfingu gegn fenginni reynslu. En því er slegið fram svona alveg úti loftið, að þeir telji lækningaaðferð þessa að ýmsu leiti skaðlega. Jafnframt er því lýst hátið- lega ýfir, að þessir háttvirtu læknar hafi aldrei notað hanaS Hvaðan kemur þeim þá þessi viska? Úr læknisfræðinni munu segja. Getur verið. Vísir er lítt lækningafróður og ætlar því ekkert að þrátta um það. En nú er það 1 æ k n i r, sem gefið hefir þessar regtur, sem þessir læknar telja skaðlegar, læknir, sem ekki mun vera ver að sér i læknisfræðinni en þeir hinir svona upp og niður. Það munu jafnvel dæmi til þess, að hanu hafi læknað sjúklinga, sem þeir hafa verið „gengnir frá“, og það ekki þeir ófærustu þeirra. Það er kunnugt, að landlækn- irinn hefir ráðlagt lungnabólgu- sjúklingum að eta is og drekka Iskalda mjólk. Hvað segir nú. reynslan um þær ráðleggingar Hvað segir reynslan um ísbakstra við lungnabólgu? Það gengur staflaust um bæinh, að landlækn- irinn hafi uocað þá, en það skal tekið fram, að því trúir V(gir ekki. En mundi ekki ískaldur drykkur hafa lík áhrif? Aðrir læknar ráðleggja sóttveikum sjúklingnm að eta t. d. hafra- graut, hvað mikinn hita sem þeir hafa. Hvaðan hafa þeir reynsjuna fyrir því, að þeim sé það hollara en að eta ekki með- an hitinn er ? Þeir hafa ekki reynt sveltuna. Frá því fyrst að lækningar þektust, hefir r e y n s I a n verið að gera breytingar á læknisfræð- inni. Þó að það hafi til þessa verið talið rétt, að gefa inflú- ensusjúklingum hafragraut og lungnabólgu'sjúklingum ís, þá ætti þó efigum lækni að koma það á óvart, þó að reynslan leiddi það nú í ljós, að einmitt það væri skaðlegt. Gamlar kenn- ingar og kreddur sanna ekkert

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.