Vísir - 01.03.1919, Page 4
tekur aftnr til staría mánndaginn 3. mars,
samkvæmt stnndaskrám barnanna.
Morten Hansen.
er aí Serbum, Króötum og Slav-
ónum.
Svartfellingar hafa ejcki fengiö
tækifæri til þess aö láta óskir sín-
ar í ljósi. Þaö hefir veriö ómögu-
legt til þessa, að kalla saman lög-
legt þing, vegna þess að hermenn-
irnir hafa ekki fengiö heimfarar-
leyfi og stjórnmálamennirnir eru
teptir í útlöndum. Margir eru enn
þá í fangabúðum Ungverjalands
eða þá í haldi í Bosniu eða Króa-
tíu. Janco Vucovitch hershöfðingi
var kyrsettur í Króatíu og sagt er,
að hann hafi verið drepinn þar.
Varðhringur hefir verið sleginn
um landið, svo fylgismenn kon-
ungsins fá hvorki að fara inn í
landið né út úr því eins og frjáls-
ir menn. Sumir hafa verið fluttir
úr landí með valdi. Jovan Popo-
vitch, sem var aðalfulltrúi Svart-
fellinga á friðarfundi Balkanríkj-
anna í Lundúnum og nú hafði verið
skipaður fulltrúi þeirra á friðar-
fundinum í Paris, komst nauðug-
lega undan til Róm.
Svartféllingar og konungur
þeirra hafa þegar látið það i ljósi,
að þeir vilji sameinast Serbíu,
Króatíu og Slavoníu á grundvelli
frjáls bandalags. En þeim er það
mjög fjarri skapi. að ganga öðrum
þjóðum á vald skilyrðislaust og
glata þannig algerlega sjálfstæði
sínu, sem þeir hafa varið með
vopnum gegn ásælni stórvelda
í sex aldir. Þegar þeir sáu, til hvers
skrípaleikurinn í Podgoritsa var
gerður, risu þeir upp til þess að
reka ofbeldismennina af höndum
sér og náðu brátt borgunum Pod-
goritsa, Kolasin, Nikshitch, DaniÞ
ovgrad, Vir og Rieka. Af úrsltt-
um orustunnar um Cettinje eru
fregnir ekki komnar, en þ. 14. þ.
m. höfðu 600 manns fallið 0g
særst af. liði koungssinna. For-
ingjar þeirra eru hinir merkustu
ættjarðarvinr og stjómmálamenn
Svartfellinga, svo sem Djuro
Petrovitch, Vuchinitch, hershöfð-
ingi og Jovan Plamenats og Risto
Popovitch fyrv. ráðherrar.
Réttur SvartfelHnga til þess að
senda fulltrúa á friðarráðstefnuna
er formlega viðurkendur, en þó
fá þeir ekki að njóa þess réttar, og
það er látið heita svo, að það sé
vegna byltingarástands í landinu,
þó að þetta bvltingarásand sé ekki
5 öðru fólgið en þvt, að þjóðin hef-
ir risið upp ti) þess, að reka út-
lenda ofbeldismenn af höndttm sér.
Hróplegast af öllu er þó það,
hvað það er dregið á langinn, að
bæta úr matvælaskorti þjóðarinn-
ar. Stórfé hefir verið skotið saman
í þvi augnamiði, bæði í Ameríku
og Englandi, en leyfí stjórnarvald-
anna í Englandi hefir ekki fengist
enn til þess, aö koma hjálpinni í
framkvæmd. Það litla, sem leyft
er að flytja til landsins af mat-
vælum, er sent uppreisnarmannin-
um Radovitch til ráðstöfunar, ein-
mitt þeim manninum, sem stjóm-
aði samsærinu gegn konunginum
1907, og af örlæti hans fá ekki
aðrir að njóta en flokksmenn hans.
Hvað sem stjórnmálaflækjunni líð-
ur, þá virðist það vera himinhróp-
andi svívirðing, að láta þessa
þjóð gjalda hennarþannigogsvelta
hana, þjóðina, sem fyrst varð til
þess að fóma öllu fyrir hið góða
málefni, er ófriðurinn hófst.
Höfundur greinar þessarar,
Herbert Vivian, kvaðst nýlega
hafa átt tal við Nikita konung í
París, og hefir það eftir honum,
að nú sé hafið í Montenegro svipað
samsæri gegn öllum fylgismönnum
hans, eins og gegn honum árið
1907. Hvar, sem fylgismenn kon-
ungsins koma saman til að ræða
mál sín, geta þeir átt von á, að
sprengikúla falli mitt á meðal •
þeirra og drepi helming fundar-
manna og limlesti. Konur og börn
hafi verið myrt til þess að skjóta
fylgismönnum konungsins skelk í
bringu.
„En þér getið verið þess full-
viss,“ sagði konungur, „aJS það eru
ekki að eins Svartfellingar sem
vilja halda sjálfstæði sínu. Hvorki
Króatar né Slavónar vilja ganga
undir útlent ok. En þó að svo væri
ekki, þá myndu Svartfellingar
berjast einir, eins og þeir hafa
barist gegn erlendri kúgun frá því
saga þeirra hófst. Ætt mín hefir
ríkt í 240 ár í sátt og samlyndi
við þjóðina. En ef „börnin mín“
kjósa heldúr annan stjórnanda, eða
stjórnarfyrirkomulag, þá mun eg
verða fyrstur manna til að fallast
á það. En látum þá ráða sér sjálfa
Leyfið þeim ölluin að hverfa heim
og kjósa þing samkvæmt stjórn-
skipunarlögunum. Þá mega allir
vita, hver vilji þeirra er, og þá
Verður engin átylla til ofsóknar
framar."
,,Eg treysti réttsýni Breta, því
að þeir hafa ávalt verið vinveittir
| þjóð minni. Og eg gleymi aldrei
J þeirri þakklætisskuld, sem vér
i eigum að gjalda stjórnmálajötrv
inum Gladstone, sem kom oss til
hjálpar þegar mest krepti að oss.“
j Svartfellingar og konungur
j þeirra hafa verið rægðir ósleiti-
j lega, segir greinarhöfundurinn að
lokum, en þeir hafa engu orði feng-
ið að koma að sér til varnar. Nú, er
ófriðnum er lokið, er tími til kom-
inn, að hlusta á báða málsparta og
dæma mál þeirra óhlutdrægt og
leyfa litlu hetjuþjóðinni að ráða
sér sjálfri. — En þessi rógur, sem
hér er getið um, stafar af því, að
þegar Svartfellingum og Serbum
brást liðveislan af hálfu banda-
manna haustið 1915, urðu Svart-
fellingar að semja frið við Mið-
veldin. Þeir höfu barist Iengur en
nokkur von var um liðveislu Og
land þeirra var alt í hershöndum,
Konungurinn komst undan til
Frakklands og hefir verið þar síð-
an, en þjóðin samdi frið. Var þá
sagt, að þeir bæru kápuna á báðum
öxlum og vildu reyna að koma
sér vel við báða. Ef Miðveldin
ættu að lokum sigri að hrósa, hafi
einn sonur konungsins, sem eftir
varð í landinu, átt að taka við völd-
unum, en að öðrum kosti hann
sjálfur. Áttu þetta að vera saman-
tekin ráð konungs og fylgismanna
haná' og því er nú vegur þeirra
meðal bandamanna lxtill, og virðist
það helst í ráði, að innlima landið
5 Serbiu, hvað sem sjálfsákvörð-
unarréttinum líður.
Bíbliniyrirlestnr
í GIood-Templarahúsinu sunnud.
2. mars. kl. 6^/2 siðd. Efni
Framtiðar friðarrfkið. Stofnun
þess og stjórn i ljósi Ghiðs orðs.
I Hafnarfirði verður sama dag
haldinn fyrirlestur í Salem kl. 3
síðd. Sjá götuaugl. ’ Allir vel-
komnir.
0. J. Olsen.
Sölntnrnlnn
opinn 8—11. Sími 628.
annast sendiferðir 0. fl.
Regnkápa var tekin og önnur
skilip eftir á símamannadans-
leiknum. Afgr. vísar á þann, sem
hefir kápuna sem eftir var skilin.
(3 77
Kuldahúfa fundin. A. v. á. (9
Fundnir 3 minnispeningar á
svörtu hálsbandi. A. v. á. (xo
Félagsprentsmiðjan
Bnxnatryggingar,
Skrifstofutími kl. 10-n og i2-2í
Bókhlöðustíg 8. — Talsími 254,
A. V. T u 1 i n i u s.
Alveg nýr yfirfrakki úr alull til
sölu. A. v. á. (410 ■
Barnavagn til sölu. A. v. á.
(411
Barnakerra í góðu standi óskast.
— Uppl. í mjólkursölubúðinni á
Hvérfisg. 50. (414
Lítið hús til sölu, laust 14. maí.
A. v. á. (1
Ágætar munnhörpur fást í
Hljóðfærahúsinu. (2
Kápa til sölu. Mjög lágt verð,
25 kr. A. v. á. (3
Morgunkjóla fallega og ódýra
selur Kristin Jónsdóttir, Herkast-
alanum, efstu hæð. (4
Útgerðarmaður óskast til sjó-
róðra. Uppl. á Vitastíg 8. (11
Góð þvottakona óskast. Uppl. í
Þingholtsstræti 12. , (406
Stúlka, dugleg og vön húsverk-
um, óskast nú þegar. Hátt kaup.
Uppl. gefur Katrín Guðbrands-
dóttir, Kirkjustræti 8 B (uppi).
(407
Háseta vantar á opinn bát, helst
vanan mann, strax. Uppl. á Brunn-
stíg. 10. (408
Stúlku vantar að Vífilsstöðum.
Uppl. hjá yfirhjúkrunarkonunni.
Sími 101. (38
Stúlka óskast í vist hálfan eða
allan daginn. Uppl. hjá Jóhanni
Kristjánssyni, Laugav. 27. (5
3 stúlkur óskast í ágætar vistir
hér í bænum. Uppl. hjá Kristínu
J. Hagbarð, Laugav. 26. (6
Prímusviðgerðir eru ódýrastar í
Versl. Goðafoss, Laúgav. 5. (%
Priniusviðgerðir eru fljótt og
vel af hendi leystar í Fischersundi
3, kjallaranum. (8
Stórt verkstæðispláss óskast
frá 14. maí. Sama hvar er í bæn-
um. Baldvin Bjöms'son gull-
smiður. Ingólfsstræti 6. Sími
668. (277