Vísir - 04.03.1919, Blaðsíða 2
V í r í R
Á lager:
Skósverta
Ofnsverta
Feitisverta
Gljálögur
bóga, en jafnframt einurö og festu.
Og mjög dást menn að því, hve
varlega Danir fara í kröfum sín-
um til landa í Slésvik nú í ófrií5-
arlok. Halda þeir í þvi sönni stefnu
og áíiur, aS ganga ekki á rétt
neins. Og þó a® Þjóöverjar verSi
nú aS láta Norður-Slésvík af hendi
viS þá, þá tryggja Danir sér þó
jafnframt vináttu þeirra, vegna
þess at> þeir fara ekki lengra í
kröfum sínum en sanngjarnt er,
svo grátt sem þeir þó voru leikn-
ir af Þjóðverjum fyrrum.
Skörungsskapur Zahle-ráöuneyt-
isins í innanríkisstjórninni er al-
kunnur. Einkum barátta þess viö
dýrtíSina. Fyrir aögeröir stjórn-
arinnar, hefir dýrtíöin í Danmörku
aldrei oröiö neitt svipuö því, sem
veriö hefir í öörum löndum. Þeg-
„umboösmenn" þjóöabandalags-
ins. — Um þetta hafa ítalir geymt
sér rétt til ahugasemda.
Fréttaritarinn bætir því viö, aö
nefnd sú, sem fjalli um mál Dana,
hafi samþykt, aö almenn atkvæöa-
'greiösla skuli fara fram í Noröur-
Slésvík og aö einhverju leyti í
Miö-Slésvík. En landiö á aö kom-
ast undan áhrifum prússneskra
embættismanna, og nokkur tími aö
líöa þar til sú atkvæöagreiösla fer
fram. '4
Herskipatjón ófriðarþjóöanna.
í símskeyti frá París er þaö
haft eftir „ábyggilegum heimild-
úm“, aö herskipatjón ófriöarþjóö-
anna hafi veriö sem hér segir:
Bandamenn hafi mist skip meö
803 þús. smál. burðarmagni og af
því áttu Bretar 550 þús. smál. Miö-
veldin mistu 415 þús. smál. og af
því áttu Þjóðverjar 350 þús. smál.
Þjóöverjar í Rúmeníu.
Á tveim árum, eöa skemri tima,
sem Þjóöverjar hafa haft Rúmen-
íu á smu valdi, hafa þeir gersam-
lega rúiö landiö aö öllu, og sent
heim til sín 3500000 smál. af kom-
vörum, auk allskonar áhalda,
klæöavöru og véla og hvers „sem
hönd á festi“. Hestar allir voru
fluttir í burtu, og í öllu ríkinu voru
eftir einar 100 gufuvélar (eimreiö-
ar) notfærar. ,
Danska ráöuneytið sem nú hefir
lagt niöur völdin, hafi þau meö
farið öll ófriðarárin og getið sér
ágætan oröstír,
Utan Danmerkur mun Zahle-
ráöuneytiö fá þann dóm, aö þaö
hafi verið hin vitrasta og ötulasta
stjórn, sem þar hafi farið meö völd
áratugum saman, eöa lengur. Enda
mun ekki dæmi til þess annars-
staöar, aö sama ráðuneytið hafi
farið með völdin öll ófriöarárin,
hvorki í hlutlausum löndum nje
ófriðarlöndunum. Þaö er viður-
kent af öllum, jafnvel andstæöing-
um Zahle-ráöuneytisins i Dan-
mörku, aö minsta kosti í öðru orö-
inu, aö utanríkisstjórnin hafi far-
ið þvi ágætlega úr hendi, og hefir
þó varla nokkurt annað hlutlaust
land átt eins erfiöa aöstööu í þeim
efnum. Og í kosningabaráttunni
síöustu, lýstu andstæöingar stjórn-
amnar því yfir, aö þeir myndu
fylgja nákvæmlega sömu stefnu í
utanríkismálunum og aö þeir helst
kysu að halda sama utanríkisráð-
herranum og jafnvel fleiri mönn-
um úr ráöuneytinu. En þeir Zahle
tóku því fjarri, aö taka nokkum
þátt í stjórninni meö andstæðing-
um sínum. Á tímabili áttu and-
stöðuflokkarnir þó fulltrúa í ráöu-
neytinu, en þeir höföu ekkert sér-
stakt starf meö höndum og voru
algerlega áhrifalausir. Enda var
þeim þar ofaukiö, þvi aö ráðu-
neytiö var skipaö samvöldum úr-
valsmönnum, í sannleika „bestu og
vitrustu" mönniun þjóöarinnar.
Um utanrikisstjórnina er al-
menningi lítið kunnugt, annaö en
það, aö Dönum tókst aö vernda
hlutleysi sitt, án þess að verða til-
finnanlega fyrir baröinu á ófriö-
arþjóðunum. Og mjög er dönsku
stjórninni hrósað i blöðum ófriö-
arþjóðanna, fyrir framkomu sína,
og þykir stjórnin hafa sýnt frá-
bærlega gætni í viðskiftum sin-
um við ófriöarþjóöirnar á báöa
ar'í upphafi ófriöarins hóf stjórn-
in þessa baráttu bæöi tneö því aö
veita almenningi beina dýrtíöar-
hjálp og með framlögum úr ríkis-
sjóöi til lækkunar á vöruveröi til
almennings. Og eftir því sem
lengra leið, uröu þær ráöstafanir
yfirgripsmeiri og kostuðu ógrynni
fjár. En til þess að standast þau
útgjöld var hár skattur lagöur á
stríðsgróðann, þannig aö bætt var
úr neyð þeirra, sem harðast uröu
úti vegna ófriðarástandsins, meö
þvi aö leggja skatt á þær tekjur,
einstakra manna, sem voru beinn
ávöxtur ófriðarins.
1 þessu urðu Danir fyrirmynd
annara þjóöa, en auövitaö var
stjórninni illa þakkaö af stórgróða-
mönnunum sem stríösskatturinn
var tekinn af og jafnvel af bænd-
um, sem ekki fengu „fult verð“
fyrir afuröir sinar, vegna þess aö
hámarksverð var lagt á þær. Og
loks hefir einmitt þetta veriö not-
aö til að fella stjómina. Sú átylla,
aö stjómin þurfi nú orðið ekki
eins víötækar heimildir og áöur, til
aö takmarka vöruverð i landinu.
En stjórnin vildi ekki láta taka af
sér ráöin. Hún er í því ólik „nátt-
húfunum", sem dæmi eru til ann-
arsstaðar að trúaö sé fyrir stjóm-
arstörfum. Hún kaus heldur aö
„fara frá". Allar likur eru þó til
þess, að hún hafi enn fylgi merri-
hluta þjóöarinnar. Hún hefir enn
aö baki sér meirihluta „þjóöþings-
ins“, hins eiginlega fulltrúaþings
þjóöarinnar. Þaö var „landsþing-
iö“, sem feldi hana, en þaö er kos-
iö eftir öörum reglum og sem
stendur er þaö aö miklu leyti skip-
aö mönnum, sem kosnir voru af
gamla „landsþinginu", eins og þaö
var skipað fyrir siöustu kosningar.
Andstæðingar stjórnarinnar
geta ekki myndað löglega stjörn.
Til þess yrðu þeir aö eiga fylgi
meirihluta „þjóöþingsins". Vænt-
anlega skipa þeir því aö eins
bráöabirgðastjórn og leysa síöan
„þjóöþingiö" upp og efna til nýrra
kosninga. En jafnframt má gera
ráö fyrir því, að hafin veröi bar-
átta um nýar breytingar á grund-
vallarlögunum og takmörkun á
völdum „landsþingsins", eöa af-
nám þess. Hafa stjómarflokkam-
gömlu þegar tekið það á stefnu-
skrá sína. En eftir er aö vita, hve
hentugan tíma íhaldsflokkamir
hafa valið, til þess aö ráða því máli
til lykta. En sennilegt er, aö þeim
hafi ekki fundist sér „til setunnar
boöið" í þeim efnum og ætlað aö
velja hentugan tíma.
Eigoarrétturmn
á ratninu.
Þó aö Vísir komi út á hverjum
degi og „Tíminn" ekki nema einu
•sinni eöa tvisvar i viku, þá mundí
Vísi reynast það alveg ókleift, aö
komast yfir þaö, aö „elta uppi“
allar þær vitleysur, sem „Tíminn"
gæðir lesendum sínum á. Enda er
ekki við góöu aö búast, því aö
bæði er þeim „frýjaö vits“, Tima-
höfundum, og „grunaðir urn
græsku“ eru þeir af mörgum.
Nú er „Tíminn" kominn aö
þeirri niðurstöðu, (1. þ. m.), aö.
rangt sé að ræöa „fossamáliö" á
þeim grúndvelli, „hve mikil al-
menningsheill muni af hljótast,
kasti landið eign sinni á alt vatns-
afl“. Um hitt beri að ræða, hvaö
séu lög í landi hér!!
Vísir hélt nú samt, að dóms-
valdið væri ekki komið í hendur
blaöanna, og getur ekki látiö sér
skiljast þaö, a« það sé í þeirra
verkahring, aö ðæma í fossamál-
inu, heldur einmitt að ræöa þaöeins
og önnur landsmál og á sama
grundvelli. Ef „Tíminn" heldur
þvi fram, aö rangt sé aö ræöa
fossamálið á þeim grundvelli, sem
áöur er lýst (hver stefnan sé heilla-
vænlegust), þá hlýtur það sama
aö gilda öll önnur landsmál. •—>
Þess er þá líka aö vænta, aö „Tíns-
inn“ setji þaö ofarlega á þá stefnu-
skrá sína, sem hann ætlar aö birta
fyrir næstu kosningar, og ekki þarf
aö efast um, aö mönnum finnist til
um „framsóknar“-bragðið af þeim
liö stefnuskrárinnar.
„Tíminn“ segir, aö þaö sékunnugt
oröið, „aö langsamlega flestir lög-
fræöingar fylgja eindregiö skiln-
ingi minni hluta fossanefnd-
ar“. — Visi er ókunnugt um þaö.
En hitt er honum kunnugt um, að'
margir lögfræöingar eru of mjög
viö þetta mál riðnir, til þess a®
geta talist óhlutdrægir dómarar.En
jafnvel þó aö svo væri, aö flestir
óhlutdrægir lögfræöingar væm
sömu skoðunar og minnihluti
fossanefndar, þá væri það ekki
neinn „hæstaréttardómur". Þaö er
miklu meira byggjandi á því, sem
einn færasti lögfræðingur landsins
staöhæfir eftir nákvæma rannsókn,
heldur en órökstjjddum klómum
annara lögfræöinga „upp og ofan“
(hlutdrægra eöa óhlutdrægra)
sem ekkert hafa rannsakað máliö.
Því fer svo fjarri, aö eignar-
réttur einstaklinganna á rennandi
vatni sé viðurkendur í lögum hér
i