Vísir - 12.03.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1919, Blaðsíða 2
r Minlð a'b s'ciU bj^^an og miiin á, biiar Y.d, Hrífcibi ndsins fyrir aauað k7öld til Kriatínar Slmoaarsoa Valiarstræti 4 og* Gannfríðar Rögavaldsdóttur Grettisgötu 19 B. iMairiHiaisOL1 Á iager: Tommustokkar Málbönd ' Rottugildrur Músagildrur. S LEREPT 3^ bleikjað verð: l,3S-l,SO pr.mtr. Smjörlér. 0,Ö0mtr. & Egill iacobsen vmu ito banda heimkonmurn hermömium og frv. um allsherjaraðflntings- bann. ; ^ í bannmálinu gerðu 37 meðlimir senatsins samtök um að hindra framgang málsins, án samþykkis minnihluta-flokksins, ög mælist framkoma þeirra illa fyrir í blöð- um allra flokka. kr ■'7. 'ra t * r -.? s- ■ -. Wilson forseti lagði af stað frá New York með farþegaskipinu „George Washing- ton“ kl. 8.20 um morguninn (10. þ. m. ?), án allrar viðhafnar í landi. Eitt beitiskip og 5 tundurspilla hafði hann til fylgdar. Kveðjuskot- um var skotið frá hafnarvígjunum og herskipum, sem þar lágu. þeg- ar hann lét úr höfn. Fulltrúi verkakvenna í Bandaríkj- unum á friðarfundinum. Ungfrú Mary Anderson. forseti verkakvennasambands Bandaríkj- anna hefir verið kjörin fulltrúi verkakvenna í Bandaríkjunum til að sækja friðarfundinn. En Wilson forseti hafði látið það i Ijósi. að æskilegt væri. að verkakonur í Bandaríkjunum séndu einn eða tvo fulltrúa með umboð til þess að ræða mál þeirra við verkamála- nefnd friðarráðstefnunnar. Kornvörubirgðirnar og seðlafarganið. Einn bakarinn gerði kornvöru- seðla-fargan stjórnarinnar að um- talsefni í Vísi um daginn. En það eru ekki bakararnir einir, sem eru nú orðnir þreyttir á því fargani. svo gersamlega óþarft sem það nú virðist orðið, og raunár virðist hafa verið um langt skeið. Það er alkunnugt, að kornvöru- skamturinn hefir lengst af verið svo ríflegur, að fáir eða engir hafa torgað honum. Af hverri úthlutun hefir sjálfsagt þriðjungur og lík- lega alt að því helmingur orðið af- gangs hjá allflestúm. Það virðist þvi enginn hörgull hafa verið á kornmatnum og seðlarnir því al- veg óþarfir, ef ekki hefir verið uthlutað meiru en til var, sem ekki má gera ráð fyrir. Enda er almælt, aö allmiklar „fyrningar" muni vera til af körnvörum í geymslu- húsum landsverslunarinnar; fyrn- ingar, sem menn hyggja raunar að séu ekki allar mikils virði nú orðið, vegna þess. að þeirri reglu hafi verið f)dgt, að selja altaf fyrst það sem síðast kom, og láta það gamla fyrnast. „Seðlafarganið" hefir ekkert gagn gert annað en þá það, að koma í veg fyrir, að einstakir menn dragi að sér óþarfar birgðir umfram það, sem seðlaúthlutunin leyfði. Skömtunar hefir aldrei verið þörf til þess að „knappa“ fóðrið við menn. Og nú virðlsc augljóst, að til þess muni ekki þurfa að grípa héðan af. en lands- verslunin ætti að fara að reyna að losa sig við birgðir sínar sem fyrst. En þó er seðlafarganð enn í fullum blótna; jafnvel sagt. að því sé fylgt fram af meiri ná- kvæmni en áðtir, svo að bakarar fái ekki tnjöl til að baka úr, ef þeir skili ekki fullum seðlafjölda. Manni verður nú að spvrja. hvernig stendi á þessu. Hvort það sé að eins af fastheldni við gamla venju, eða af því. að n ý t i 1 e gu kornvörubirgðirnar séu ekki rneiri en svo. að fullhart sé á, að þær endist ; en þær ónvtu þvt tneiri. Þegar lands versl unar fa rgan i ð komst í algleyming, þá var talsvert um það rætt. að mikillar varúðar yrði að gæta í meðferðinni á korn- vörubirgðunum sem nú myndtt j sáfnast fyrir í eínum stað. Þess í yrði t. d. vel að gæta, að ekki hitnaði í þeim. Það er nú mál manna, að slíkrar varúðar hafi aldrei verið gætt. Ekki hefir þess þó orðið vart, að seldar hafi verið skemdar kornvörur að neinum mun; t. d. til skepnufóðurs, sem ’ þó hefði komið sér vel fyrir í marga í vetur; það er jafnvel full- ’ yrt, að mönnum hafi veriö þver- ! neitað um skemdar körnvörur. En það hyggja menn, að stafi mest af þvi, að það þyki of mikil fyrir- höfn, að aðgreina vörubirgðirnar, og ekki æskilegt að staðreyna sketndirnar að sinni. Og ekki fer kunnugt, að annað hafi verið selt af slíkum vörum en eitthvað af hveiti, sem sagt er að Agiist Flyg- enring hafi keypt i Hafnarfirði. En það hvéiti segja menn að hafi ekki verið orðið lakara en svo, að það hafi verið notað þar til manneldis „fullum fetum“ og ekk- ert verið fundið að. Hyggja, menn að birgðirnar hér í Reykjavík séu miklu ver á sig komnar. enda má nærri geta, að talsverðar skemdir séu orðnar hér, ef nokkur brögð hafa verið að þeim í Hafnarfirði, þar sem birgðirnar eru þó miklu yngri og minni. Það liggur þannig næst að ætla, að seðlafarganinu sé við haldið vegna þess, að kornvörubirgðirn- ar séu minni að notagildi en vöxt- um, vegna þess hvað fyrirsjáanlegt þyki að ganga muni úr þeim. En, ef svo er, hvers vegna er þá kaup- mönnum ekki 1eyft að draga vör- ur að landinu? Þeir fá ekkert aö flytja inn fyr en eftir 1. okt, og ekkert að selja fyr en eftir ára- mót. Þetta rekur sig hvað á annað og verður alt óskiljanlegt öllum óinnvigðum. Seðlafarganið bendir til þess, að birgðir séu kna^jar, en einokun landsverslunarinnar á kornvöru til þess gagnstæða. Og ef nægar korn- vörur eru fáanlegar umfram það, sem Iandsverslunin hefir umráð yf- ir — hvað á þá að.gera með seðlar Ef svo er ekki — hvað á þá að gera með einokun? Botnlaus vitleysa er það, hvernig sem þvi er varið. En ekkert tjáir að deila við dómarann! * Dálitið skringilegt væri það þó, ef hér yrðu vandræði út úr því í sumar. að bakarar gætu ekki feng- ið brauðefni vegna seðlaleysis, en landsverslunin lægi með svo mikl- ar birgðij, af mjölvöru, að hún þyrði ekki að levfa frjálsa verslttn með hana! Borgari. Svaðilför. Laugardagsmorguninn 8. þ. m. hermdu veðurskeyti. að i Vest- mannaeyjum væri vindhraðinn 12, en þ’að er hæsti vindhraði, sem þar er greindur eða fellibylur. Þetr. sem vórtt á ferli hér við sjóinn og sáu hvernig hann rauk, þó að hér Nokkra menn til að haýta þorakaitete vantar mig nú þegar. Ásg. 6. Gmmiangsson Austurstræti 1. væri vindhraðinn eigi nenta gL hlutu að hugsa með geig um sjó- inn fyrir sunnan landið, þar serú æðandi haföldur leika lausum hala, óbrotnar úr opnu hafi. Kveldið fyrir höfðu nokkur skiji lagt af stað til fiskjar.-áleiðis tl Vestmannaeyja. Voru það „kútt- erar“ nokkrir og einn mótorbátur, Þórður kakali, smáskip að vexti í samanburði við þá. Var ægilegt að hugsa um það, hvernig holskefl- urnar mundu leika sér með þessar skeljar, og tók þá út yfir um bátinn vegna þess, hve burðaminna skiþ hann var. Skipstjóri var Carl Lövc, en alls voru 14 hraustir menn inn- an borðs. Þegar veðrið skall á átti hana skamt eftir til Eyja, en af því aö bæði fannkoma og náttmyrlcur fylgdu rokinu, voru engin tök að ná landi, heldur varð nú að íáta fyrir berast í hafi. Skutu þeir út ljósdufli og andæfðu við það fraia til kl. 5 um nóttina, en þá æstist veðrið og sjórinn fyrst fyrir al- vöru. Var þá hæpiö að halda í horfinu. og í þeim svifum rnolað- ist ljóskerið af hafrótintt. Sýndist nú f júka í skjólin. Það vildi til, að skipstjórinn er maður öruggur. og óbilugur sjó- maður. Tók hann nú óhikandi þann kostinn að gefast ekki upp, heldur berjast við storm og brot- sjói meðan unt væri. En glæsilegt hefir það ekki verið á litlum báti að balda undan, „lensa", í öskr- andi hríðinni og náttmyrkrinu. Eitt handtak rangt eða hikandi getur kostað líf allra. Það hlýtur að vera hvorttveggja í senn, ógurlegt og æsandi, að ösla þannig áfrám á freyðandi öldukömbum i svarta myrkrinu. Þegar skíma tók urðu þeir várir við land í nánd við Krísuvík og skömmu síðar var Reykjanessröst að baki þeim, og sigurinn unninn. Nærri má geta að fleiri skip hafa fengið vo1k mikið. þótt stærri væru en Þórður kakali. Einn kútt- erinn kvað hafa slegist á hliðina og seglin tekið sjó. svo að skera varð á, með lífshættu mikilli. Því miður er víst ekki enn frétt um alt það, sem ger.^t hefir á þessui* orustuvelli fyrir sunnan landið stormnóttina miklu. Mér finst blöðin of sjaldan birta skýrslu um afreksverk íslenskra sjómanna á fiskiskipunum bér í vetrarstormunum. Því hefi eg. þó eigi sé eg sjómaður, ritað þetta, Vísir góður, og bið þig að birta það, til verðugs heiðurs þeim sem hlut eiga að máli. W. N.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.