Vísir - 13.03.1919, Blaðsíða 3

Vísir - 13.03.1919, Blaðsíða 3
á hjara veraldar". Þegar fergn- um bolshvíkinginn á Botniu flaug fyrir um daginn, kom geigur t marga. Og sá geigur hefir jafn- yel brotist út í einu blaöinu hérna Tim daginn. „Tíminn“ birtir „leiö- ara“ í síðasta blaöi sínu um nýja *iglingateppu, og gerir þar ráð fyrir því, að ríki veraldarinnar, eitt af öðru, taki upp þá stefnu, að einangra sig frá þeim löndum, sem „sýkt“ séu af bolshvíkingastefn- unni. „Hafnbönnin eru ekki lengur til“, segir hann. „En annað kemur í staðinn“ !— Svo mikið hefir hon- um orðið um fregnina um .bolsh- víkinginn á Botníu, að hann gleym- ir því, að nokkurt hafnbann sé lengur til. Hann gleymir því, að ■enn eiga ioo—200 miljónir manna nð búa við hörmungar hafnbanns- ins. Og óséð enn, hve langt þess verður að biða að því verði af létt. Hann gleymir því, aö siglingar vorar eru háðar alveg sömu reglum og áður, að enginn farþegi og ekk- ert bréf fær að fara héðan eða hingaö eftirlitslaust af banda- manna hálfu. í „framfara“-móð sínum ætlar „Tíminn" ekki að láta standa á =sér, að leggja til, að íselndingar fari að dæmi Breta og Bandarikja- manna og einangri sig frá hinum „sýktu“ löndum! Hann „gerir ráð fyrir", að upp komi nýir „svartir listar“ og á þá komi þau lönd, sem leyfi bolshvíkingum að koma og starfa hjá sér. Þess vegna vill hann þegar í stað láta gera ráðstafanir til þess að hindra innflutning bolshvíkinga hingað og þá væntan- lega einnig kenningu þeirra, og hafa framvegis strangt eftirlit með þvi, „hvaöa fólk flyst hingað, með •þvi að krefajst vegabréfs af hverj- V i .Síás Pf^l».fsar |«r|»? í ¥* ■ tör# <!■*,* um, sem komast vill til landsins" 1 Og vitanlega þarf þá einnig að hafa eftirlit með bréfum og öðrum póstflutningum til landsins. Þaö horfir ekki til lítilla fram- íara, slíkt og þvílíkt! Og hvaða gagn væri svo ao þessu flónsku-æði? Myndu ekki Bretar og Bandamenn gæta alveg sömu varúðar gagnvart innflutn- ingum héðan, þrátt fyrir þetta hér- lenda eftirlit? Jú, auðvitað. Þeir myndu alls ekki treysta því, að eftirlitið væri svo fullkomið hér, að því mætti treysta, ef þeir, þá á annað borð halda sjálfir áfram þessari vitleysu, sem raunar aðal- lega er sprottin af alt öðrum á- stæðum, en óttanum við bolshvík- inga. Fróðlegt væri að fá vitneskju um, hvort þessi umræddi „leiðari" „Tímans“ er innblásinn af stjóm- inni. Mönnum dettur sem sé í hug, að hún sé að búa menn undir ein- hverjar slíkar ráðstafanir, með því að láta aðalmálgagn sitt birta þess- ar hugleiðingar um „bolshvíkinga- hættuna“. Og auövitað væri það alveg eftir henni, að ana út i ein- hverja slíka vitleysu. Fyrirspurn j Eg dvaldi í sumar úti á landi í vinnu í 7 mánuði og hreppsnefndin I þar hefir lagt á mig sveitarútsvar. Er eg skyldugur til að borga það? Ef svo er, er eg þá skyldugur til að borga útsvar í Reykjavílc lika? Vill Visir gera svo vel og fræða mig um þetta? N. N. Svar: N. N. er útsvarsskyldur á báðum stöðunum. Ritstj. Sumarliði ’póstnr. Svo varstu, vinur, í sjón og reynd sem kjarnviður Kóglustrandá rauðaviður rekinn af hafi, óskemdur þó af ís og báru. Brá þér lítt við bráðan voða, hríðar og hregg á heiðum uppi, né í návígi , . við nætur ógnir; hlífðust við það hugrekki höfuöskepnur. Að þoli og þreki varstu þjóðkunnur, ramur að afli sem ráðvendni, gæfur og grandvar, i góðu og stríðu og móðurmildur við menn og skepnur. Heldur þú kaust að hungur biðir sjálfur, en að þínir syltit fákar; ... þeir er striðaldir að stalli hverjum lofuðu mállausir sinn lánardrotinn. Laustu nú lo&s Lokasystur; það var í fyrsta og síðasta sinni. Tak nú verðlaun trúrra þjóna. Farvel í drottins friði! Matth. J. (fslendingur). Nýr ðyuamó tíl sölu nú strax, A. v. á. Drengur getur fengið að nema klæðskeraiðn Gnðm. Bja.rna.soxi klæðskeri. Fréttir trá íslandi. Eftirfarandi pistill er lekinn. úr New York-blaði einu (gömlu): Fyrsta farþegaskipið, sem frá íslandi hefir komiö til Ameríku í marga mánuði, kom hingað i dag.....Fai’þegarnir sögðu, að vegna þess að ómögulegt væri orðið að fá vörur frá Norurlönd- um, þá hafi vöruverð nú þrefald- ast á íslandi síðustu sex mán- uðina. „Jafnvel ísinn er orðinn dýr á íslandi,“ sagði einn farþeg- inn. „Og ef ekki verða fengin rnörg skip lil matvælaflutninga frá Bandaríkjuniun nú þegar, þá er hungursneyð yfirvofandi á ís- landi. Og þrengingar af öðru tagi eiga íslendingar líka við að búa, því að nú er ekkert „whisky“ þar fáanlegt. Whisky hefir ekki flust frá Englandi i meira en lieilt ár og birgðirnar eru alveg þrotnar. Vænt staup er nú selt á einn. dollar og aukagjald er tekið fyrir isinn í það.“ 201 202 203 ing-una, og staðnæmdist hjá hóp manna hinu- megin í salnum, sem allir voru jafn skugga- legir útlits og hann sjálfur og virtust helst vera útlendingar eins og hann. Mína hafði heyrt hVert orð, sem unga mann- inum og Roshki fór á milli, og hvert orð gerði hana óttaslegna; því var það ekki Clive, sem þeir voru að ógng? Hún hafði gætur á mann- inum, þar sem hann var að hvíslast á við mennina, sem hann hafði staðnæmst hjá, og hún fann til einkennilegrar tilfinningar, sem var samband af óbeit, gremju og óljósum ótta ; svo brosti hún fyrirlitlega að hræðslu sinni. Eins og jxessi óhreini útlendingur gæti gen hetjunni hennar nokkurt tjón! Um leið og Clive lauk máli sinu, náði ofs- inn og fagnaðarlætin í fólkinu hámarkinu: dynjandi lófaklapp og fagnaðaróp kváðu viö, er hann þagnaði. Fundarstjórinn, seyn var óbreyttur verkamaður, ávarpaði hann nokkr- um þakkarorðuin og kváðu þá fagnaðaróp- in við á ný. Svo fór mannfjöldinn að færast til dyranna. Mina ætlaði að bíða þahgað til þeir fyrstu væru komnir út, og reyndi að láta sem minst á sjer bera. Clive hafði nú stigið niður af ræðupallinum og var að tala við nokkra af fundarmönnum. Hún sá að hann var fölur, — henni fanst hann jafnvel þreytulegur á svip, — og einu sinni tók hún eftir því, að hann rendi aug- unum í kringum sig, eins og hann væn aim ars hugar. Hún skalf þegar hann leit í áttina til hennar, en hann sá hana ekki. Þá flýtti hún sér til dyranna, en þar var enn þá þröng, svo hún varð að bíða. Þá var það, að Clive kom auga á hana. Hann hrökk við, bað fljót- lega mennina, sem hjá honum stóðu, að af- saka sig, og flýtti sér til hennar. Hún heyrði hann nefna nafn sitt í lágum hljóðum. Það fór titringur um hana, og hún sneri sér undan. En hann tók utan um hand- legginn á henni, og fólkið vék til hliðar fyr- ir þeim, og æpti fagnaðaróp um leið og þau gengu út úr salnum. Áður en Mína vissi af vóru þau komin út á götu. Hann sagði ekki orö fyr en þau voru komin út úr mannfjöldan- um, ]iá brosti hann og sagði: „Hvernig stendur á því, ungfrú Mína, að þér eruð stödd í verkamannahhöllinni í kveld, og það al- Hún svaraði ekki þegar í stað, því að hjart- að barðist svo ótt í brjósti hennar, að hún kom varla upp orði; svo sagði hún, hálf- stamandi: „Það var af tilviljun; eg- gekk frain hjá og heyrði ....“, svo þagnaði hún. „Forvitni1 nafn þitt er kona!“ sagði harin hlæjandi. En þér hljótið að vera kjarkgóð, að þér skylduð þora inn i þetta mannmarga greni. Það var ekki sem hyggilegast af yður. Og hvernig líður Elisha og Tibby? Þér er— uð föl —“. Hann þagnaði snöggvast, en hélt svo áfram án þess að bíða eftir svari. „Þér stundið námið af kappi í skólanum? En þér megið ekki leggja of hart á yður, ungfríí Mína.“ Hann sagði „ungfrú“ Mína nú, en hún mintist þess með duldri gleði, að hann hafði að eins sagt Mína. þegar hann kom til henn- ar í salnum. — „Nei, nei !“ sagiSi hún. „Já, eg geng í skóla.“ Hún reyndi aö herða upp hugann, vera ró- leg. „Eg þarf aö ]iakka yður fyrir. Það er- uð þér, sem hafið gert mér það mögulegt að ganga t hann ; það eruð þér, sem :—“. Hér misti hún vald yfir rödd sinni og varð að þagna. „Þér eigið við það, að eg var svo heppinn, að geta útvegað Elisha fáeina nemendur ?“ sag'ði hann, eins og ekkert væri tim að vera. „Það verðskuldar ekki þakklæti; uemendur hans hafa ástæöu til að vera þakklátir, en hvorki þér eða hann.“ Hún hristi höfuðið. „Það eruð þér,“ sagði hún í lágum hljóðum. „Þér hafið gert svo mikið fyrir okkur. En þér viljið ekki, að eg þakki. vður. Var það’þess vegna, að þér senduð ekki utaftáskriftina vðar?“ Hann roðnaði. „Já, sumpart vegna þess,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.