Vísir - 24.03.1919, Blaðsíða 3

Vísir - 24.03.1919, Blaðsíða 3
í cí i A Hjáiparsioð hjákraaaríeiagsia* ,L ■" jb* •í* * is&s* fyrir berklaveika Búbö Langaveg 4 Selur: í Kirkjustræti 12. Opin einu sinni í viku á þriöj udiigum t“rá kl. 5—7 e. li. 14 til 16 ára, ábyggilegar og siðprúðar gotur feagið atviaau við búðarstörf. A. v. á, Hrísgrjón (ágseta teg.) Haframjöl Hveiti (bestu tegund). Sagogrjón (smá) Kartöflumjöl Láuk Kartöfiur Kaffi Export (kaanan) Sykur Kex, sætt og ósætt. Niðursoðna mjólk Ávexti niðursoðna Corn flakes Sardinur, Anoliovis Sápur: Handsápa frá 15 a. Þvottasápa, 3 teg. Grænsápa Tóbaksvörur Goadrykkir öi og m. m. fleira Verð hvergi|iægra. Verslið í Búbót. helsta viöfangsefni stórþjóðanna aö endurbæta hibýli manna. Enska stjórnin ætlar t. d. a‘5 leggja fram stórfé, til aö bæta húsakynni, og mikill undirbúning- ur er þar til þess að koma upp sem bestum og ódýrustum húsum og ekkert til sparaö, aö gera sem ítarlegastar rannsóknir i þvi efni. Eg efast ekki um, aö Islendingar gætu lært margt af Englendingum í því efni og vildi þéss vegna vekja máls á því, aö stjórnin gengist fyr- ir aö senda hæfan mann til Eng- lands, til þess aö kynna sér ný- tísku húsagerö þar, — eöa, ef hún fæst ekki til þess, þá aö einhverir menn eöa félög tæki sig saman til i þess aö kosta mann til slikrar farar. Eg skal taka þaö fram, aö margt af þeim húsum, sem reisa á nú í Englandi, eru bændabýli eöa hús handa einstökum fjölskyldum, ein- mitt sams konar hús, eins og mest þörf er á hér. Eg veit þaö vel, að hér hagar aö mörgu leyti ööru vísi til, en á Eng- landi, en samt er eg sannfærður um, aö í þessu efni gætu íslend- ingar fræðst stórmikið af Englebd- ingum. Þess vegna vona eg, aö þessari tillögu verði vel tekið af þeim, sem áhuga hafa á húsagerð. Steinþór. Bæjarfréiíir. Leikhúsið Þar var troðfult í gærkvöldi, er Skuggar voru leikair í síðasta sina og urðu margir frá að hvefa. Laudsstarfsmenn hór í bænum ætia að halda fuud í Iðaó á morgun, til þess að ræða um bætur á launakjörum sínum (sbr. augl. hér í blaðiau). „Gullfoss“ fór frá New-York á fimtudag- inn, 20. þ. m. Hann á að koma við í Halifax til að taka kol, vegna verkfalls i Netv-York. Willemoes kom til Bilbao þ. 22. þ. m. Sig Nordal prófessor 'yririestur f Iðnó í gær, um Háskólann x C'xford. Sótti þangað margt manna. Sand og mðl er fnú verið að flytja sunnaja ár sundum á hafnarpram manum og er haft að ofaniburði á hafn- arbakkanum. Endurskoðendur Sláturféiagsins, þeir Eggert Benediktsson i Laugardælum Og Ólafur ólafsson í Lindarbæ komu til bæjarins í gær til að endur- skoða reikninga félagsins. Björgvin kom inn i gær með 14. þúsv fiskjar. Rottnplága. Rottur eru mesta landplága og skaðræöis dýr, hvar sem þær ná bólfestu. Bændur á Bretlandi hafa stofnaö allsherjar félag til eyöing- ar rottum, og hefir m. a. komið til orða, aö drepa þær meö eiturgasi, því að í ófriðnum uröu menn þess varir, að þær hurfu úr skotgröf- unuin þegar eiturgas komst í þær, en voru annars mjög ásæknar, og ilt aö verjast þeim. Mörg tormerki eru talin á því, aö nota eiturgas t þessu skyni, en liklegt þvkir, aö þaö niuni reynast vel, þar sem þvi verður viö komiö. 228 hans, drengur minn, og trúöu þvi, aö það, sem eg sagði, var sprottið af umhyggju fyr- ir þinni eigin velferð. Vertu sæll.“ Hann þrammaöi af staö, en skellihló þegar hann var kominn úr augsýn Clives, því hann hafði séö, hve mjög ungfrú Edith roönaði, þegar hún hafði komið auga á unga mann- inn. Clive gekk hægt ofan eftir Þingstræti og hugsaöi um þaö, sem gamli maðurinn hafði sagt. Hann fann, að Standon lávaröur haföi sagt sannleikann: Sá maður, sem giftist dótt- ur Chesterleighs lávaröar, með öllum hennar miklu auöæfum og áhrifum ættarinnar, mundi eiga örugga og slétta braut fratn undan i stjórnmálum, vegur þess manns mundi verða rósum stráður í stað steina þeirra. sem aö jafnaöi liggja svo þétt í Veginum til frægöar og valda. Hann var enn þá að hugsa um þetta, þegar hann gekk upp tröppurnar að stórhýsinu í Grosvenor Square, því hann var alvarlégur og þungt hugsandi þegar hann hringdi dyra- bjöllunni. En ungfrú Edith tók á móti honum meö gleöibrosi og leit út fyrir aö vera í ágætu skapi. „En hvaö þér eruð þreytulegur á svipinn!“ sagöi hún. „Mér sýnist þér líta þannig út. a® þér kæriö yður ekkért um ys og skvaldur. hefi lika sagt, aö eg væri ekki heima, þó 229 einhver kæmi, og getið þér þvi drukkiö teiö í næöi ef þér viljið og hvílt yður unt leiö.“ „Það var fallega gert af yður,“ sagöi hann þakklátlega. „En eg vil tala.“ „Þegar þér hafiö fengiö yöur annan bolla af tei,“ sagöi hún, „og þá skuluð þér segja mér hvaö þér hafið fyrir stafni.“ Hún hallaði sér áfrant og horfði á hann með svo miklum ákafa, að Clive svaraöi und- ir eins. „Eg jtræöi enn þá ntína ósléttu braut. Eg vona, aö mér takist aö gera eitthvaö til aö bæta kjör fátæklinganna.“ Hann sagöi henni í fám orðum írá endur- hótatillögum stjórnarinnar. og hún hlustaöf á meö eftirtekt, skaut oröi inn i við og viö, og leiddi hann í samræðunum svo vel sem gáf- aö kona getur leitt mann áfram, sem talar um sitt lijartfólgnasta viðfangsefni. „Já, þaö er betra en ekki neitt,“ sagöi hún. „Og jrér fáiö allar kröfuf yöar uppfyltar á endanum, því aö þér eruö einn þeirra manna, sem ávalt hepnast fvr eöa síöar jiaö, sem þeir hafa meö höndum.“ Hann hló. „Þér gerið helst til mikiö úr mín- um veika mætti,“ sag'öi hann. „En segiö mér, þér voruð svo góö, aö gefa í skyn, aö þér gætuö útvegað vini mínum fleiri nemendur.“ ,,Já, eg hefi að minsta kosti einn,“ sagöi hún glaölegá. ,,Og hann veröskuldar alt, seni 230 hægt er að gera fyrir hann, hann vinur yö- ar, því hann er ágætur kennari.“ Clive þakkaði henni aftur. „Eg get ekki lýst því, hve þakklátur eg er yður,“ sagöi hann imiilega, svo innilega, aö roðinn hljóp fram i kinnar hennar og hún varö niðurlút. Svo leit hún á hann. „Þaö er eg, sem ætti að vera yöur þakk- lát,“ mælti hún meö lágri röddu. „Þangað til eg — eg kyntist yöur stóð mér á sama um alt, — eg á við,“ nú roönai hún enn meir, „aö eg haföi ekki áhuga fyrir neinu. Mér leiddist lífiö, miödegisveröarboöin, dansleik- irnir, samsætin ; alt þetta var vsvo hræöilega leiðinlegt. En nú veit eg hvers vegna þér og yöar líkar haldið áfram aö láta gott af yöur leiöa, þrátt fyrir alls konar mótblástur og erfiöleika.“ Hún þagnaöi sem snöggvast: svo hélt hún áfram: „Þér getiö ekki ímýndað yður, hve þetta litla, sem eg hefi getað gert fyrir yöur, hefir oröiö mér til mikillar ánægju. Eg býst viö, aö ])að sé af þvi. aö eg hefi orðiö aö ofurlitlu liöi í heiminum: ef til vill líka af þvi, að eg hefi orðið ,vini alþýöunnar* aö ofurlitlu liöi. Viljö þér leyfa mér, aö veröa yöur enn aö liöi ? Get eg ekki gert eitthvaö meira ? Eitt- hvaö, sem erfitt veröur aö framkvæma, því þaö, sem eg gerði fyrir vður, var engum erfiö-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.