Vísir - 07.11.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 07.11.1919, Blaðsíða 2
VÍSIR hafa íyrirliggjandi KLanel Kardemommur Filijiir Hixblas Maccaroni Hásetafélagið heldur fund Sunnud. 9. nóv. kl. 2 síöd. í Bárubúð Áriðandi að fjölmenna. Stjórnin Bæjarstj órnarfandar í gœr. C Á dagskrá voru 21 mái. Þetta J er hib helsta sem geröist á fund- inum: 1. B y g g i n g a r 11 e f n d. Eft- ir tillögu nefndarinnar var 13 mönnum veitt byggingarleyfi fyrir íbúöarhús. Þess utan 1 gripahús og x bifreiöarskýli. 2. F a s t e i g n a n e f n d. Sam- þykt aö veita 10 mönnum leigu- lóðir í vestanverðu Skólavörðu- holti. Matthías Matthíasson sótti um að fá breyta Efraholtsbletti (4700 ierm.) í byggingarlóðir. Samþykt tillaga nefndarinnar um aö leyfa jxetta gegn því, að bæjársjóður fái ca. 866,3 ferm. til viðbótar lóöum sinum norðanvert viö Þórsgötu, og að auki greiöi Matthías 750 kr. í bæjarsjóö. Fyrirhuguð Þórsgata liggur yí- ir bæinn Suðurklöpp (frá Óöins- götu, upp að Listasafni), og er nauösynlegt til þess að geta komiö holræsi frá lóðunum ofan til við Þórsgötu, að fá bæ þennan fluttan burtu. Eftir samkomulagi við eig- anda bæjarins leggur riefndin til, aö bæjarsjóður fái alla lóðina (1040 ferm.), að undanskildum 390 m. vestast af henni og auk þess ÖII hús og mannvirki álóðinnþgegn því, að bærinn láti á ^inóti reisa handa lóðareiganda einlyft timbur- " hús með kjallara 6,34 X 7 m. að stærð, á þeim hluta lóðarinnar, sem eftir er skilinn. Gert ráð fyrir, að kostnaður bæjarsjóðs við þetta xerði alt aö 14 þús. kr. — Vegna hins mikla kostnaðar við að leggja Þórsgötu, leggur nefndin til, að allar lóðir norðan megin við hana og lóðirnar nr. 4—12 sunnan meg- in, verði seldar fyrir 7 kr. hver íermetri. —- Báðar þessar tillögur nefndarinnar voru samþyktar. 3. V e g a n e f n d. Vegna þess aö ómögulegt er að fá menn til að hafa á hendi afgreiðslu á lauga- þvotti, hefir veganefndin ákveþið. að svo fljótt sem því verður við komið, skuli laugaakstrinum hag- að þannig: Lampaglös stimpluð Versl. Jóns Þórðarsonar Bifreið sé látin fara um bæinn eftir fastri áætlun með ákveðnum viðkomustööum, fyrst um sinn 8, og taki bifreiðarstjórinn þar við þvottinum og' afhendi hann. Þess utan sé allan daginn tekið á móti þvotti í Baðhúsinu, og þangað fluttar þær sendingar, sem ekki verða hirtar á viðkomustöðunum á réttum tíma. ALlur þvottur- sé veginn af laugavörðunum og borg- unin greidd þeim. Flutningsgjald sé 4 aurar á kíló af þurrum þvotti með uiribúðum, og sé lægsta gjald 75 aurar. 4. B r u 11 a m á 1 i n. Kristófer Sigurðssyni falin umsjón með skoðun eldfæra og reykháfa, og óskorað umboð í öllum þeim mál- um, er snerta viðgerðir og endur- bætur á eldfærum og reykháfum og hreinsun reykháfa. 5- Hafnarnefnd: Lagtfram og rætt frumvarp til áætlunar um tekjur og gjöld hafnarsjóðs árið 1920.' 6- b j á r h a g s n e f n d. Nefnd- in leggur til, að fé verði veitt til þess að setja til bráðabirgða 2 nýja Iögregluþjóna, en ætlast til þess. að bæjarstjórnin hafi engti að síð- ur óskertan rétt til að skipa íög- regluþjóna, ef þeim skyldi verða fjölgað á næsta ári. Ennfremur leggur nefndin til, að cftirfarandí tillaga borgarstjóra verði samþrkt: 7. Dýrtíðaruppbó t. Bæj- arstjórnin ályktar að greiða öllum starfsmönunm bæjarins, þeirra er hafa föst láun, svo og stundakenn- urum barnaskólans, dýrtíðarupp- bót á laúnum fyrir síðara missirið 1919 eftir þeim, reglum, er gilda um embættismenn ríkisins samkv. löguni um laun embættismanna. sem samþykt voru á .Alþingi 22. sept. þ. á. Dýrtíðaruppbótina má greiða 1. desember þ. á. Auk þessara máía voru ýms iná' á dagskrá, svo sem skifting kjós- enda í kjördeildir, skipun undir- kjörstjóra, úrskurðanir á reikning- um o. fl. Reykingar. Enskur hagfræöingur, R. P. Moncrieff, hefir nýskeð sainiö út- drátt yfir tóbaksreykingar á Eng- landi árið f'918, og segir þar, að íeykingar kvenna sé orðnar þar mjög miklar og hættulegar. „Ef mæður allra barna fara að reykja að staðaldri“, segir hann, „eins og þær eru nú óðum farnar að gera, þá mun það hafa illar 2fleiðingar.“ Hann segir ennfremur, að áætlað sé, að árið 1918 hafi Bretar eytc í tóbak 138753100 sterlingspund- um, eða liðlega 35 miljónum sterl.- punda meira en árið 1917, og ligg ur það aðallega í hærri tollum en áður. Ef þessari fjárhæð væri jafn- að niður á alla þjóðina, og menn hugsuðu sér 6 manns í fjölskyldu, þá kæmi 9 sterlingspund (um 190 krónur) á hverja fjölskyldu, eða sem svarar því, sem menn þurfa að greiða i ársleigu eftir lítið hús i sveit á Englandi. Þegar frá er dregið það, sem hermenn reyktu, þá hafa aðrir landsmenn reykt 90 miljónir punda af vindlingum, eða 1000 vindlinga íi hvert mannsbarn, karla, konur og börn. Aö eins fimti hluti tó- baksins var reyktur í pipum, en 77% i vindlingum og 3% i vind! um. „Tóbaks-reikningur“ alls lands- ins var sem hér segir: Aí vindlum um 5 miljónir enskra punda. Af píputóbaki og neftóbaki um 24 Ujiljónir. /\f vindlingum rúmar 90 miljónir. Auk þess gengu til hers. flota og sjómanna rúmar 45 miljónir pd. Enskur læknir segir svo um þessa tóbaksnautn : „Hagskýrsla þessi sýnir, aö 8 til 10 ensk pund koma á hvern reyk- ingamanna á ári, en læknar halda, aö flestum mönnurn sé ekki holt aö reykja meir en 6)4 enskt pund á ári, þó surnir reyki meira, án þess að þeim virðist verða meint af því. Það má óefað kenna reyk- ingum mikið af þvi meltingarleysi, sem mjög gerir vart við sig, og þær valda og svefnleysi, sjóndepru og taugabilu*. Það er algengur wisskilttiagmr, A. y. T u 1 i n i u ». Bruna og Líf*tryggingm.r. Skólastræti 4. — Talsími 254. Skrifstofutími kl. 10-11 og 12-5% Sjálfur venjulega við 4%—5%, aö reykingar veiti rnönnum vörn 'riö kvefi, inflúensu og öðrum sjúkdómum. Þær veikja einmitt mótstöðuna og auka á sýkingar- hættuna.“ I. O. O. F. 10X117854. Veðrið í dag. Frost var á öllum stöðvum í morgun, nema Vestmannaeyjum. Hér var það 5,1 st., á ísafirði 14., Akureyri 4,5 og Grímsstöðum 8, en hiti í Vestmannaeyjum 0,1 st. Engin skeyti frá Seyðisfirði; land- síminn slitinn enn. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjóna- band Sigríður Gilsdóttir, fyrrum spítalaráðskona í Laugarnesi og Sigurður Pétursson, fangavörður. Síra Jón Magnússon fór héðan í gær á „Skildi“ upp í Borgarnes og ætlar þaðán land- veg norður í Vatnsdal að vitja vina Og ættingja. Gestir í bænum. Síra Guðmundur Einarsson pró- fastur frá Ólafsvík og síra Jóv Jóhannessen frá Staðastað, eru hér staddir. ,,Belgaum“ kom frá Bretlandi í gær. Haföí selt afla sinn fyrir 3839 sterlings- pund. „Egill Skallagrímsson“ fór í Englandsferö í fyrrinótt meö ísfisk. Skrifstofa Ásgeirs Sigurðssonar, konsúk, er flutt í Austurstræti 7, efstu hæö. Landssíminn er kominn í samt lag. Kosningamar nálgast, og hafa nú þegar ýms- ir kjósendur, sem farið hafa úr bænum, neytl kosningaréttarins. Allir, sem úr bænum fara, og f jar- verandi verða á kjördegi, eiga rétt á að fá að kjósa strax á skrifstofu bæjarfógeta, og ætta enginn aö gleyma, að neyta þess réttar. Kjör- skrá liggur og frammi á skrifstofu bæjarfógetans frá kl. 1—5 síðdeg- is, fyrir þá, sem vilja vita hvort þeir &éu á kjöcskrá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.