Vísir - 09.11.1919, Síða 2
VÍSIR
+'
Arni Jónsson
kanpm. frá tsafirðl
andaðist á Landakotsspítala kl.
6 í morgun.
Simskeyti
trá fréttarffara Viaia.
Khöfn 7. nóv.
Frá bolshvíkingum.
Frá London er símað, að bolsh -
íkingar sæki fram og Denikin og
i ndenitsch. hafi orðið að hverfá
irá að laka Pétursborg og Moskva.
Friðartilboð.
í enska þinginu hafa verið lögð
fram friðartilboð bolshvíkinga-
stjórnarinnar til bandamanna. Er
þar farið fram á, að allar stjórnir,
sem nú eru við völd í ýmsum hlut-
um Rússlands, íái að sitja við völd,
og að upphafið verði viðskifta-
bannið við Rússland.
Haase látinn.
Simað er frá Berlin, að Iiaase
sé látinn. (Jafnaðarmannafor-
inginn Haase var særður nokkrum
skammbyssuskotum 8. f. m., og
voru sárin ekki talin hættideg i
fyrstu, en i síðara skeyti var sagt,
að hann hefði fengið blóðeitrun, op;
hefir hún nú leitt hann til.bána).
Eistlendingar veita Judenitsch lið
Frá Reval er símað, að her Eist-
lendinga hafi ráðist á bolshvíkinga
lijá Pskoff. til stuðnings við Tu-
denitsch.
Erlend mynt.
joo kr'. sænskar ...... kr. t 10.40
100 — norskar......... — 106.60
IOO mörk þýsk ...........— 13.77;
Sterlingspund........... — 19.53
Dollar ................ 4.68
A víð og dreif.
,,Og svo vitlaus er Ólafur, að
hann heldur að hann nái kosn-
ingu!" sagði einn flokksmaður Ól-
afs Friðrikssonar nýlega við kunn
ingja sinn. Og þeir eru fleiri, sem
vantrúaðir eru á Ólaf, af hverju
sem það er. Ef til vill er þaö af
því, að menn halda að starf hans
bæjarstjórninni hafi ekki aukið
bonum traust, ef til vill af þvi, að
menn halda, að traustið hafi ald-
■rei verið mikið.
í bæjarstjórn hefir Ólafur nú
setið hátt á annað ár. Hann %r þar
í fátækranefnd, en hefir að sögn
ekki haft tíma' til að sækja nema
6 fundi af 40—50 nefndaífundum
sem haldnir hafa veriö á því tima-
bili. Hann var á sínum tíma kos-
inn til að endurskoða móreikning-
ana frá 1917, en þeirri .endurskoð-
un er ekki lokið enn, svo menn viti.
Og fleira mætti telja.
Einn mann vita menn þó um,
sem traust hefir á Ólafi — auk
hans sjálfs. Sá maður er Elías Ste-
fánsson útgerðarmaður. Elias hefir
eitt áhugamál, og það er það, að
engin liöft verði lögð á íossabrask.
Nú er það kunnugt, að Ólafur v a r
eindreginn fylgismaður Eliasar i
fossamálinu, áður en hann hafði
skoðanaskifti. En Elías heldur
fullri trygð við Ólaf, þrátt fyrir
| þáu. Og hann vill láta kjósa þá
saman, Ólaf og Jón Magnússon,
og vita menn ekki betur, en að
það séu samantekin ráð þeirra að
| ’eyna að snúa verkamönnum til
! fylgis við þá, en láta Þorvarð sigla
— sinn sjó. — En ekki eru menn trú
; aðir á það, að þau samtök beri til-
ætlaðan árangur.
Það sé fjarri mér, að álasa Ólafi
fyrir skoðanaskifti hans í fossa
málinu. Eij slík pólitísk fataskifti
rétt fyrir kosningar. eru þó litt til
þess fallin, að auka tiaustið á
manninum. Menn vita heldur ekki,
hvenær Ólafi kann að þykja mál
til komið, að hafa fataskifti aftur.
Alþýðublaðið heldur, að . Jakob
Möller eigi ekki miklu fylgi að
tagna til kosninganna. Það sagði
frá því í fyrradag, að hann hefði
boðað „vipi sína og vandamenn'; á
fund ineð sér þá um kvöldið. Það
virðist ekki gera ráð fyrir, að þeir
, vinir og vandamenn“ séu mjög
margir í bænum. En skjátlast get-
ur blaðinu nú í því! Á úmræddum
fundi voru að vísu fáir „vanda-
menn“ hans, en vinirnir voru því
fleiri. Og einhvern grun hefirblað •
ið víst um það, að vinir hans séu
fleiri en það teldi æskilegt, þvi að
öðrum kosti mundi ritstjóri þess.
hr. Ólafur Friðriksson, ekki svo
skyndilega hafa haft skoðanaskifti
i fossamálinu og tekið upp stefnu
,,Vísis“.
Það er áreiðanlegt, að allUr þorri
bæjarmanna er „opingáttarstefn-
unni“ andvígur. Fylgismenn þeirr-
ar stefnu, eins og t. d. Jón Magnús-
son, vita það. Þess vegna tala þeir
sem varlegast og þykjast
vilja fara í öllu sern varleg-
a s t! Ólafur Friðriksson veit það
líka; þess vegna hefir hann Hka
yfirgefið þá stefnu, að minsta kosti
t bráðina. Elías veit það líka, þess
vegna fyrirgeíur hann Ólafi skoð-
anaskiftin. — En halda menn þá,
að það ráði engu um úrslit kosn-
inganna og fylgi þingmannaefn-
anna, hvað nienn vita með vissu
um stefnu þeirra í fossamálinu?
Halda inenn, að kjósendur alment
láti reka sig eins og fé í rétt, til
þess að kjósa eingöngu „eftir
flokkum". og það þrátt ívrir |)að
að allur þorri kjósenda er utan
jiessara flokka!
Menn fá nú að sjá það, þegar
atkvæðin verða talin.
Kjósandi.
Skopleg hjónavígsla.
Maður og kona, úr farand-leik-
araflokki. ætluðu nýskeð að ganga
í hjónaband í Lond'on, sem ekki
er í frásögur færandi, en svo slysa-
lega tókst til. að maðurinn gekk
að eiga aðra stúlku á síðustu
stundu.
Þetta atvikaðist svo, að brúð-
guminn, sem heitir Walter Smith,
kom til þrestsins og sagöi honum
irá ætlun sinni og urðu þeír ásáttir
um að láta hjónavígsluna fara
fram fyrri hluta næsta dags.
Smith kemur svo á tiltekinni
stundu, en brúðurin ekki, og segir
prestui; þá. að vel megi fresta
brúðkaupinu til kvöldsins og varð
það að samkomulagi. Kemtir þá
Smith með svaramennina og konu-
efnið og eru þau gefin saman.
Brúðurin játaði því, að hún héti
Sarah Ann Innes, þegar prestur
nefndi nafn hennar. og að lokinni
hjónavígslunni fóru ungu hjónin
heimleiðis.
En varla voru þau horfin, þegar
stúlka kom móð og másandi að
kirkjunni, sem hjónin höfðu verið
gefin íjaman í, og spyr hvort þar
sé nokkur Walter Smith, sem ætli
•að ganga í hjónaband. Hún segist
heita Sarah Ann Innes og vera
konuefnið.
Henni er sagt, að brúðkaupinu
sé nýlokið og þykir henni það
undarlegt, og er nú sent eftir
Smith.
Hann kemur og konan líka, og
játa þau það rétt, að hann hafi
ætlað að eiga konuna, sem fyri'*
var. En svo var mál með vexti að
honum leiddist að þurfa að gábba
prestinn oftar en einu sinni og
fékk hina stúlkúna til að koma „í
umboði“ brúðurinnar, en þær voru
systur, hétu sömu nöfnum báðar
og voru báðar ekkjur, en höýðu
átt sinn bróðurinn hvor, pg báru
þess vegna sama ættarnafn.
Brúðurin hélt fast við það, að
hún hefði að eins ætlað að giftast
„í umboði“ systur sinnar, og* hefði
haldið að það væri löglegt, en þeg-
ar hún fékk að vita, að svo væri
ekki, urðu þau hjónin og hin syst •
irin ásátt um, að láta svo búið
standa, og við það sat.
Hitt og þetta.
Námaslys.
Litórslys varð í kolanámu einnt
á Englandi í lok fyrra mánaðar.
Það atvikaðist svo, að námumenn
voru að koma upp úr námunni í
gamáldags lyftivél, sem alt í einu
hrapaði niður og varð 31 manm aS
bana, en fjölda margir meiddust.
Drotning í ljónabúri.
Konungshjónin í Belgíu eru nú
að ferðast sér til skemtunar um
Bandaríkin. Svo bar við vestur í
Kaliforníu, að þeim var sýnt Ijóu'
í búri, og virtist það mjög spakt,
svo að drotningin strauk því um
tyrun, án þess að það bærði á sér.
Þetta varð til þess að drotningin
lauk upp búrinu og gekk inn til
ljónsins, með svo skjótum hætti, að
henni varð ekki aftrað. En ekki
var hún fyrr inn komin, en ljónið
reis á fætur með urri og gerði sig
íiklegt til að ráðast á drotninguna,
cn hún hörfaði hægt undan út úr
búrinu og lét það aftur, og þóttust
þeir, sem sáu, hafa heimt liana
úr helju.
TTýtt hlutafélag,
sem „Kári“ heitir, var stofnað
hér í bænum í fyrrakvöld. Meðai
helstu hluthafa er Þorsteinn kaup-
maður Jónsson írá Seyðisfiröi, en
margir hinna eru búsettir norðan-
og austanlands. Félagið ætlar að
kaupa botnvörpuskip til fiskveiða.
Brá'ðabirgðalög
voru gefin út 5. þ. m„ er heimila
stjórninni að banna flutning ti:
landsins á varningi, sem stjórnin
telur staía sýkingarhættu af. Þar
til teljast; notaður fatnaður, lín
sængurfatnaður, dulur, pappírsaf-
klippur, hár, húðir o. fl. Lögin
öðlast þegar gildi.
Milliþinganefnd
iiefir verið skipuð, samkvætnt á-
ivktun síðasta alþingis, til þess að
rannsaka á hvern hátt megi best
verjast berklaveikinni hér á landi.
í nefndinni eru þessir þrír læknar:
Guðm. prófessor MagnússOn, Sig-
,irður Magnússon, heilsuhælis-
Iæknir á Vífilsstöðum og Magnús
Pétursson, héraðslæknir i Stranda-
sýslu.
Prófessorsembætti
í lögum við Háskóla íslands, er
auglýst laust til umsóknar, —
fresturinn til 1. desember næstk
Embætti þéssu gegndi prófessor
Einar Arnórsson, sem nú héfir
fengið lausn, en hefir verið settur
til aði gegna embættinu fyrst ura
sinn.
Þungt kvef
gengur hér í bænum, og eru
margir veikir.