Vísir - 04.01.1920, Page 2

Vísir - 04.01.1920, Page 2
farið var fram á, og að kaup »hlaupavixmumanna« hækki upp í kr. 18.00 á dag. Viðvíkjandi samningstímabilinu er prentarar vildu láta gilda til 1. júlí þ. á. kröfðust prentsmiðju- eigendur að samið yrði til eins árs, eins og áður heíir tíðkast. Svo sem séð verður hafa prent- smiðjueigendur gengið svo að segja að öllum kröfum prentar- anna. Það sem nú aðallega ber á milli er stytting vinnutímans. En hún er óframkvæmanleg eins og nú standa sakir, og má það undarlegt heita alð prentarar skuli hefja verkfall vegna þess atriðis, sem líkur eru þó til að samkomu lag mundi verða um þegar á næsta ári. Viðvíkjandi kröfunni um fult kaup fyrir alt að 12 veikinda- daga á ári, hefir það hingað, tll tíðkast, að prentarar fengu það fyrir jafnvel hluta úr degi. En nú vilja prentsmiðjueigendur því aðeins greiða kaupið, að verka- maðurinn sé veikur samfleitt 12 daga eða lengur. Prentarar hafa alla jafna feng- ið kaup sitt goldið í vinnutíman- um, en prentsmiðjueigendum finst eigi viðeigandi að slíkt standi samningum, enda mun það hvergi vera venja. Prentsmiðjueigendur krefjast þess að hvor aðili selji tryggingu fyrir því sektarfé, sem samnÍDgur tiltaki fyrir broti á samningnum. Til fróðleiks skal hér tekið fram að kaup prentara hér í bæ var i ófriðarbyrjun 20 krónur á viku. Síðan hafa þeir fengið kaup sitt bætt sem hér segir: 1. april 1916 — 2 5 % x. apríl 1917 — 55 o/Q 1. jan. 1918 — 6 J/4 % 1. jan. 1919 — 35 «/o 1. sept. 1919 — 30o/0 Og nú hefir verið samþykt 40% hækkun á kaupinu. Lágmarkskaupið, sem þó mjög fáir prentarar hafa, (flestir fá 3—5 kr. á viku fraœyfij) er þvi komið upp í 99 krónur á viku úr 20 krónum í striðsbyrjun. Og siðan íjanúar 1919 nemur hækk- unin 45 krónum á viku fyrir hvern prentara. Sem stendur verður ekkert sagt um það hve lengi verkfall þetta muni standa. En það er vonandi að sam- komulag komist á hið bráðasta, því mjög er verkfall þetta bagalegt öll- um almenningh Gengi erlendrar myntar Sænskar krónur (100) ”2,2J Norskar — (I0°) 106,25 Mörk (100) 10,50 Sterlings puhd 19,75 Frankar (100) 48,00 Dollar 5,27 toá & £ 4? m «> IU Veðrið í gær. Reykjavík. Á. gola, hlti 4-6,6. íaafjörður: Logn, hiti h-4,3. Akureyri: S. andvari hiti 6,2 Seyðlsfjörður: N. kaldi, hiti 5,0. Grímsstaðir: Logn, þoka, hiti 5,0 Þórsh., Færeyjar: Logn, hiti 1,0 5>Gullfoss« fór héðan á þriðjudag síðdegis áleiðis til útlanda. Farþegar voru: Kristján Torfason kaupmaður, Jón Loftsson fulltrúi, A. Andersen lyf- öali frá Stykkishólmi með fjölskyldu, lrú Margrét Zoega, frú Sigríður Jac- 'obsen, Jón Ljörnsson kaupmaður, Jak- cb Möller ritstjóri, ungfrú Ilulda Stef- áasdóttir frá Akureyri, ■ Tbeódóra Daðadóttir, Jón Esphólín vélfræðing- ur, Sigurjón Jónsson verzlm., Jensen ritari í fjármálaráðuneytinu danska, ú. Bentsen kaupmaður, Gunnfn. Þór- láksdóttir, Sig. Sigurz kaupmaður, Jón Dúason cand. polit., 0. Arnar, J. Feng- er stórkaupm., Geir Thorsteinsson. Chr. Havstein, Þórólfur Sigurðsson ribstjóri, Magnús Thorberg útgerðar- ir.aður, Sveinn Einarsspn kaupmaður o. fl. Mjölnir kom hingað í gær að norð- an. Þýzkt saltskip kom hingað í gær. Brezknr botnvörpnngnr kom hing- að í gær til þess að sækja þrjá menn, sem hann skildl eftir velka fyrlr nokkru. Nýárssnndið fór ekki fram á ný- ársdag eins og venja hefir verið að undanförnu. Heflr því verið frestað um óákveðinn tíma. Látnlr landar vestanhafs. Davíð Valdemarsson frá Engidal í Suður- Þingjarsýslu lézt að heimiH sínu Blg Point hjá Manitobavatnl. í sama mán- uði lózt Guðbjörg Guðmundsson kona Einars Guðmundssonar frá Gimli. Hún var ættuð úr ísafjarðarsýslu. Orðabókarstarfið. Samkv. ályktun síðasta þings, áttu orðabókarhöfund- arnir af skifta með sór verkum. Hóldu þeir því fund 28. des. og skipuðu sér í nefnd til þess að koma samræmi og festu í starfið. Síra Jóh. L. L. Jóhanns- son er form. nefndarinnar. Báti bjargað. Undir kvöld á gaml- ársdag var símað frá Lágafelli til Hafnarskrifstofunnar og hún beðin að senda mótorbát til hjálpar manni, sem var á leið út í Þerney á litlum báti, en lenti í lagís og hrakti fyrir stranmi og storml. Var þá brugðið vlþ og sent inn eftir og tókst greiðlega að bjarga bátnum og manninum ásRmfc barni, sem hann hafði með sór. Póstmenn hafa neitað að taka vlð launum sfnum að þessu sinni. Þykj- ast elga að fá hærra kaup, en þeim átti að borga og bera það fyrir sig, að kaupið eigi samkvesmt lögum að fara hækkaði eftir því sem þeir gegna starflnu lengur. Knldar miklir hafa verið um alt land undanfarna daga og stórhrfðar fyrir norðan. Anstnrrískn börnin. Búfst er við því að fyrsta setidingin, 50 börn, komi hingað með Gullfossi og seinni helm- ingurinn, önnur 50 börn, komi hingað um mánaðamót. Hefir enn eigi verlð gefið loforð um að taka fleirl börn, enda þótt nefndinnl hafl borist tilboð um töku fleiri barna. Innan fárra daga tekur nefndin ákvörðun um það, f hraða staði fyrstu börnln eiga að fara. — Tllboð eru enn að berast néfndinni utan af landi vísvegar um töku barna, ep ekki víst að hún sjái fært að senda þau langan veg um hávetur. Þó er búist við því, að fleirl en 100 börn verði tekin. Nýrskveðja kom hlngað frá ritstj. Yísis og öðrum farþegum á Gullfossi á nýjársdag. Það var sent á gamlárs- kvöld og var skipið þá f hafi milli ís- iands og Færeyja. Trúlofnð eru ungfrú Guðrún Sig- urðardóttir (Hafliða&onar) á Sandi og Elías Hólm, forstöðum. »Hótei Island.í Fundur í „Stjörnuí'élaginu" sunnu- daginm 4. jan., kJ. 3Y2 síðdegis. Þórður Þorsteinsson snikkai-i hef- ji nýlega gefið Heilsuliælisfólagsdeild Reykjavíkur 110 krónur. Áflvél er verið að setja, í þilskipið Seagull, eign Duus-verzlunar. Tekur Friðrik Olafsison, sem áður var skip- stjóri á „Asu“, er strandaði í vet- ur, við skipinu með næstu vertíð. Júlíus Havsteen yfird ómslögmaður er skipaður eettur sýslumaður í Eyja- f.iarðarsýslu og bæjarfógeti á Akur- tyri frá 1. janúar að teija. Hæstiréttur getur að líkindum elcki tekið til starfa fyr en í febrúar. Er iiúsnaiði það, sem lionum hefir verið æliað á efri bæð hegningarhússins. ekki lilbúið e'nn. Er verið að gjörbreyta allri hæðinni og eiga þar að vera 4 her- ’iergi fyrir hæsbarétt en tvö handa Læjarþingi. „Ayo“, skonnortan seni lá lengst í iamasessi hér i baust kom til Storno- way á sunnudaginn var, mjög biluð. Það á ekki úr að aka fyrir henni ineð óhöppin. Frá bæjarstj.fundi 3. þ. m. Fasíeignamál. '.'. því máli var rætt um samþykt þá er fasteignanefnd hafði gert, um er- indi Fr. Olsen að fá að breyta tún- bletti um byggingarlóð, hafði nefnd- ia fallist á að synja um beiðnina, vegua þess að, »ekki sé hægt að breyta i byggingarlóð einstakri spildu sem liggur svo langt frá öllum göt- um.« Jón Þorláksson taldi illa far- ið, að ekki væri hægt að verða við svona beiðnum, þvl bænum yrði það mikíll gróði að geta breytt tún- um i byggingarlóðir. Spurði hann hvort ekki væri von á einhverjum tillögum i þá átt frá fasteignanefnd að bænum væri leyft að brevta tún- spildum á þennan hátt. Og hvað þessa umræddu spildu snerti, þá var ákveðin gðtugerð á þessu svæði. Borgarstjóri svaraði á þá ieið, að það væri tilætlun fasteignanefndar að ki.ma því svo fyrir, þegar þess- ar túnspildur væru gerðar að lóðum að þær bygðust þá meðfram götum Annars þyrfti að leggja götu langan veg heim, að einstakri lóð og yrði það altof dýrt. Voru samþyktar tillögur í málinu, til þess að fiýta undirbúningi þessi máls. Hafnarmál. í því máli var rætt nm erindi frá verkstjórafélagi Reykjavlkur. þar sem farið er fram á aðstoð til þess að að ko r a upp skýli á bentugum stað niður við höfnina til afnota fyrir verkamenn þá, er þar vinna. Hafn- arnefnd kvaðst máli þessu hlynt, en þóttist ekki sjá tök á að koma þvi í framkvæmd öðrnv si en í sam- bandi við stærri byggingu. Jón Þorláksson kvað undarlegt að hafn-- arnefnd liti þannig á málið. Taldi hann sfainauðsynlegt að koma upp skýli fyrir verkamenn. Væri það báðum aðiljum til hins betra, vinnu- veitendum og verkamönnum. Taldi hann jafnnauðsynlegt og eðlilegt að taka ióðir nndir svona byggingu og tindir skúra sem bygðir væru i þarftr einhvers atvinnureksturs. Hafn- arnefnd ætti ekki að gerast »Lóða spekúlantc ef sú væri ástæðaD, að hún sæi eftir lóðarskika undir svo þarfa byggíngu og þessa. Höfnin mundi eigi svo illa stödd fjárhags- lega, að hún þyríti að skera löðir sínar svo við neglur sér. Benti hann á að minsta kosti væri það ekki of- mikið gert fytir verkamenn þó hafn- arnefnd leigði í !>v( húsi, sem hún nú hefði við höfnin ’. Og ge ði aðlok- nm þá fyiirspurri hvort hafnarnefnd hefði hugsað /yrir lóð undir sjó- mannahæli, sem hún yrði að láta af höndum í nánustu framtíð. Borg- arstjóri gaf þær upplýsingar, að hafn- arnefnd teldi nauðsynlegt, að skýlið yrði reist, en vildi fyrst ráðfæra sig við verkstjórafélagið, áður en ákvarð- anir væri teknar. Og helzt kysi hafn- arnefnd að koma upp myndarlegu skýli þar tem væri greiðasala. Gat þess jafnframt, að langt væri siðan hugsað hefði verið um lóð undir sjómannahæli, þótt enn væri hún ekkí ákveðin. Ttllaga var samþ. um það að verk- mannaskýli skyldi reist. ísafoldarprentsmiðja 'ð

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.