Vísir


Vísir - 24.06.1920, Qupperneq 2

Vísir - 24.06.1920, Qupperneq 2
ivi&ll li)) MairmiHi &Ql hafa fyrirliggjandi: Rngmjöl MHershey’s cocoa I 1 / 1 / AM 1 IUh lí AcillVM1* i Vr» Va og 1 ibs. dósum’ Bankabygg. Haframjöl. Hershey átsúkkulaói margar tegr- ö, lager. ,©D ir 1»@ skeyti irA srétoteu Wb. Khöfn 22. júní.i Bretland og írland. Frá London er símaS, aö írskir járnbrautarþjónar hafi neitað, a'ð vinna að flutningi hergagna og hersveita, sem sendar kunna að verða til liðs við lireska hérinn i írlandi. Lloyd George hefir lýst því yfir, að fyr skuli vopnum beitt til að kúga íra, en að írland verði sjálf- Stætt. Ráðstefnur bandamanna. Hythe-ráðstefnunni var lokiö á sunnudaginn, en í gær hófst ráð- stefnan i Boulogne. Á báðum ráð- stefnunum var rætt um Austur- lönd. Ennfremur voru Þjóðverjum birtar skaðabótakröfur banda- manna. Á ráðstefnuna í Spa, 15. júlí, verða boðaðir fulltrúar Grikkja, Pólverja, Portúgalsmanna, Rúm- ena, Czekó-Slovaka og Jugó-Slava. Khöfn 23. júní. Skaðabæturnar. Frá París er símað,\ að ráðstefn- an í Boulogne hafi ákveðið, að Þjóðverjar skuli greiða banda- mönrium 3 miljarða marka í gulli á ári hverju i 5 ár og síðan sam- tals að minsta kosti 90 miljarða eftir ákveðnum fyrirínælum að viðlögðum nýjum skaðabótum. ef ekki er staðið í skilum, auk ]æss sem * öllum þessum ákvæðum má breyta, ef Þjóðverjar afvopna ekki her sinn samkvæmt fyrirmælum friðarsamninganna. ófriðurinn í Litlu-Asíu. Bandamenn hafa tekið tilboði Venizeiosar um liðveislu gegn Tyrkjum í Litlu-Asíu. .Erlend mynt. Khöfn 23. júní. '100 kr. sænskar...... kr. 130.30 100 — riorskar...........— 103.75 100 frankar franskir .. — 48.00 100 frankar, svissn. . . — 108.50 100 gyllirii holl......— 214.50 100 mörk þýsk .............— 16.50 Sterlingspund ...........— 23.68 Dollar ................... — 5.95 l London s. d: Sterlingspund == kr. 23.70 = doll. 3_99jd = mörk 145.00. (Versiunarráðið). Hojríur. Líklega hafa framtiðarhorfur aldrei verið ískyggilegra hérálandi en nú. — Það er ekki annað sýnna, en að allar afurðir landsins muni íalla mjög verulega i verði á heimsmarkaðinum, en jafnframt fer framleiöslukostnaðurinn sívax- andi. Um síðustu mánaðamót komu fregnir af miklu verðfalli á ýms- tun vörurn i Ameríku. Vöknuðu þá vonir um, að það væri upphaf aflsherjar verðfalls á heimsmark- aðinum, enda varð um það leyti verðfall á ýmsum vörum í fleiri löndum. 1 Frakklandi féll t. d. verð á ýmsum þarlendum afurðum, einnig á lifandi gripum. En óvíst er enn, livað um framhaldið verður. — Það er þó trú manna, að að því muni reka, heldur fyr en síðar, að verð á öllum nauðsynjavörum hljóti að falla. Og víst virðist vera um það, að verðfallið á íslenskum afurðum muni vera ti! framhúðar. Það er alkunnugt, hvernig. til tókst um söluna á ísl. kjöti og síld síðastá ár. Að lokum varð hvort- tveggja óseljanlegt. Iýn vitanlega lagast það aftur. Má telja það víst, að kjötverðið komist upp fyrir 200 kr. í haust, jafnvel upp í 250. Um síldina er það kunnugt, að sölu- horfur eru nú óðum að batna, svo að víst er talið, að töluverð síldar- útgerð veröi liér í sumar. — Um I íiskverðið vita menn litið enn. ! Fiskmarkaðurinn liefir minkað mjög við það, að ítalir geta lítið cða ekkert keypt, sökum verðfalls á gjaldeyri þeirra. Þar að auki var verðið orðið svo hátt, að almenn- ingur hlaul að kippa að sér hend- inni. Um ullina, sem menn höfðu þó gert sér vonir um, að ekki mundi falla í verði, hefir það heyrst, að : hún hafi verið „boðin út“ fyrir > töluvert lægra verð en í fyrra. j Þó að verð lækki ])annig á öll- um ísl. afurðum, frá því, sem verið hefir, þá væri þó ekkert um að kvarta. ef verð á ]>eim vörum. sem r.ota verður til framleiðslunnar, lækkaði eitthvað líka. En ]iað er nú eitthvað annað. Og hörmuleg- ast, að svo virðist jafnvel sem þæt vörur séu.í óeðlilega háu verði. Kolin eru nú orðin dýrari en þau voru, jafnvel meðan kafbátahem- aðurinn var sem ákafastur og stríðsvátryggSngín sem hæst. — Og steirtolían fer síhækkandi. Er hörmulegt til þess að vita, hvernig ísland er féflett af því alræmda íélagi eða „hring“, sem hefir stein- olíusöluna í sinni hendi, og um !eið furðulegt, að það skuli leggj- ast svo níðingslega á lítilmagnann. Verð á steinolíu er nú því nær h e 1 m i n g i h æ r r a hér á landi en t. d. i Noregi. Þar kostar líterinn ckki nema 37 aura. Það væri gróðavegur, að kaupa ameríska steinolíu þar og flytja hana hingað, eina og eina tunnu! Enseljendurnir sjá um, að slíkur útflutningur geti ekki átt sér stað. Þeim er það full- komin .alvara, að rýja ísland inn að skyrtunni! Eins og nú er ástatt um sölu- Iiorfur islenskra afurða, má landið i'la við sliku okri, og verður að gera gangskör að því, að leita fyrir sér um olíukaup annarsstaðar, ef þessu heldur áfram. Fyrirspnra. Hvernig stendur á því, aö fólk er ekki látið vita þegar lokað er fyrir vatnið um hádegi. í dag, 22. júni, mun vatnslaust i öllum efri hluta austurbæjarins, en vatn mun vera i kjöllurum á Laugavegi. Fólk er við þvott, þarí vatn i mat og kaffi eða þarf að leggja í bleyti til næsta dags. Dettur hinum háu herrum, sem við stýrissveif bæjar- ins sitja. það ekki í hug, aö ó]>æg- indi geti stafað afslíku. Séekkisvo, ættu þeir að rannsaka það, kynna sér lítið eitt vandræði fólks. Eru það fiskstöðvar hér í kring, sem með óþarfa vatnseyðslu baka bæj- armönnum ])essi vandræði ? Þvi ekki læt eg mér detta í hug, að leiðsla, sem álitin var af vitrum mönnum nægileg handa 30.000 i- búum, ekki geti staðið í stykkinu meðan íbúar eru ekki nema 15000. Min og fleiri manría spurning er sú. hvað voldur þvi, að bæjarmenn eru settir i þessi vandræði? Er verið að leika sér aö fólki hér? F.kki er vatnsskatti gleymt, og að „rukka“ liann inn hjá okkur. Fólk sem stundar vinnu, verður að fá mat og kaffi á réttum tíma, — það fer að verða ómögulegt, þegar vatnið hverfur úr húsunum, án þess, að nokkuð sé gert aðvart áður. Getur Vísir ekki skýrt frá, hver ástæðan muni vera til þessara vandræða bæjarmanna? Má ske svarið geti orðið huggun í raun- unmn. Bæjarmaður. Um þetta hefir oft verið spurt, en svarið alt af á sömu leið: ? ? ? X. .tit t .tti il, A i). >1» tli <li -«!*- -3 Ræjarfréttir. Pétur Jónsson, óþerusöngvari, ætlar að syngja í Bárubúð á laugardagskvöldið kemur. Það er enginn spádómur, þó að sagt sé fyrirfram, að færri fái þar aðgang en vilja. Síra Kjartan Helgason, prófastur i Hruna, er nýkominn til bæjarins. Hann flytur erindi tun för sina meðal íslendinga í Vest- urheimi næstkomandi laugardag, á r-ðalfuridi félagsins íslendings, og er öllum heiniill aðgangur ókeypis. Bach-hljómleikur Páls ísólfssonar verður i Dóm- kirkjunni annað kvöld kl. 9. Að- göngumiðarnir verða seldir í dag og á morgun i bókaverslunum ísa- foldar og Sigfúsar Eymundsson- ar. en ekki við innganginn. Knattspyrnumót íslands heldur áfram i kvöld kl. 8%. Keppa þá Fram og K. R. Homa- blástur hefst á Austurvelli kl. 7%. ísfiskssala. Apríl kom í nótt frá Englandi og hafði þar selt afla sinn fyrir rúm 1300 strelingspund. — Ari hefir nýskeð selt isfisk og eitthvað af saltfiski i Eriglandi fyrir 2150 sterlingspund. Jón forseti kom af veiðum i gær með mik7 inn afla. Hann heíir eingöngu veitt í salt síðan í febrúar og mun síðan hafa lagt einría mestan fisk á land hér allra botnvörpunga. Veðrið í dag. Hiti liér 7,8 st, Vestmannaeyj- um8,5, Isafirði 7,7, Akureyri 8,6, Grímsstöðum 11,5. Seyðisfirði 7>2’ Færeyjum 10,5. Loftvog lægst um Reykjanes og hægt fallandi. Hæg suðvestlæg átt, nema á Vestur- landi er austariátt. Regn í Ve. og 1 ísaf. í morgun. Hér rigndi mikið í nótt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.