Vísir - 02.07.1920, Blaðsíða 2

Vísir - 02.07.1920, Blaðsíða 2
HiUkM ey’s cocoa /a og 1 lbs. dósum” Tegna hreiuuar í raimagisgeymi okkar Hershey’s átsúkkuladi margar teg’. ö, lager. veröur enginn straumur fyrst um sinn frá næstkomandi laugardegi bl. 6 e. h, nema á virkum dögum kl. 9—12 f. h. og 1—S1/^ e. h. Notendum tilbynnist síðar hvenser hreinsuninni er lokið. Sr;C@. Leiðl Jóhanns Sigurjónssonar á Vestre Kirkegaard í Khöfn. —o— Á aðalíundi íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í vor var stjórn Jjess falið aiS sjá um a'S reistur yrði rninnisvarSi á leiði Jóhanns heit- ins Sigurjónssonar skálds. Stjórn- in haíði hugsað sér að leita sam- skota til þessa meöal Islendinga i Kaupmannahöfn, en nokkrir feröa- menn, sem staddir voru á aöalfund- inum háöust þess aö menn heima á fslandi ferígju aö vita ])etta og aö þeim væri geíinn 'kostur á að taka jiátt í samskotunum. Ekkja Jóhanns sagði stjórninni síðar, að hann fyrir löngu hefði valið sér sjálfur legstein — sjóbar- irín grástein — sem hann langaði til að lægi ofan á íslenskri hraun- grýtisdyngju, en utan með leiðinu væru fáein (íslensk) blóm. Stjórn íslendingafélagsins ætlar að sjá um að gengið verði þannig frá gröfinni í sumar eða haust. Hún ætlar ennfremur að kaupa grafreitinn til svo langs tíma, sem kirkjugarðurinn veröur til, og mynda „Gravlegat“ leiðinu til við- halds og hirðingar, en það annast kirkjugarðsstjórnin síðan. Legsteinninn er geymdur á bæ tinum við Stóra-Belti. Á hann er að eins höggvið nafn Jóhanns, íæðingardagur og ár, og dánar- dagur og ár, — samkvæmt eigýt <>sk hans. Allur kostnaður við þetta mun verða 1500—2000 krónur, og sam- kvæmt ósk þeirra íslendinga, sem viðstaddir voru á aðalfundi ís- íendirígafélagsins, leyfir stjórn þess sér hér með að leita þessarar upphæðar með almennum sam- skotum. í stjórn íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn: Ebba Sveinbjörnsson, frú, Hall- öór Kristjánsson, læknir, Helgi Tómasson, stud. med., Kristján Björnsson, læknir, Magnús Jóns- son, prófessor. F. h. stjórnar íslendingafélagsins Helgi Tómasson. ,, Afgreiðsla Vísis tekur við sam- skotafé næstu daga, og mun koma því til gjaldkera félagsins. frú Sveinbjörnsson. — Er þess að vænta, að vel verði brugðist viö samskotaumleitan ]>essari, því ])ó að Jóhann hvíli i erlendri moldu. ei íslendingum skylt að hlúa að leiði hans. En þó að meira fé safnist en þarf, til að búa um leið- ið og reisa á þvi minnisvarða, má verja því sem afgangs verður til að heiðra minningu hins látna listaskálds á annan hátt. Vínfanga-innflntningnr. vornu Árni Riis skipstjóri og Sig- urbjörn Árnmannsson kaúpm., til ísafjarðar. Skemtiför fara Goodtemplarar að forfalla- lausu til Akraness sunnudaginn 4. ]). m. á e.s. Suðurlandi. Lagt verö- ur af stað stundvíslega kl. 9 árd. Enn mun vera hægt að fá nokkra iarseðla. Pétur Jónsson, óperusöngvari, syngur næstkom- andi sunnudagskvöld í Bárunni. Páll Isólfsson aðstoðar. Söngskrá- in verður ný og lögin eftir þessa: Verdi, Schubert, Strauss, Meyer- beer, Sindiríg, Grieg. Wagner, Weber og ennfremur þrjú lög ís- lensk: Ingjaldr i skinnfeldi (Á. Th.), Sverrir konungur (Svbj. í vbj.) og Augun blá (Sig'f. E.). lnnflutningur vinfanga fer hröðunt fetuin vaxandi, ár frá ári. 1 nýjum „HaglíSindum“ er skýrsla um ihnflutt vínföng síðustu ár, og sýnir hún, að innflutningur þessi hefir aukist geipilega síðasta ár. Af ómeng- uðum vínanda og kognaki voru þannig fluttir inn 116391 litrar (talið í 8*)) síðasta ár, 1919, en ekki nema 53 þús. lítrar 1918 og að eins 19 þús. litrar 1915. — Af öðrum vínföngum voru fluttir inn 38772 litrar síðasta ár, en tæp 20 þús. líti*ar 1918 og 1915 að eins 11800 litrar. Með þessu áframhaldi, er augljóst, að innan skams muni „löglegi“ innflutningurinn á á- fengum drykkjum orðinn eins mikill eða meiri en fyrir bann- ið, ef ekkcrt verður að gert. Má vera, að hin nýja reglugerð um áfengi til lyfja, geti bætt nokkuð úr þessu. —■ En úr því verður reynslan að skera, og má væntanlega nokkuð ráða af því, live mikill víninnflutning- urinn verður þetta ár, þó að reglugerðin kæmi ekki í gildi fyr en i júníbyrjun. «1« »1« il« ^ * Bæjarfréltir. Árni óla, blaðamaður. cr hættur ritstörf- um viö Morgunhlaöið. Hann hefir veriö meðritstjóri þess frá upphafi og cini aðstoðarmaður nokkhr fyrstu árin, og oft ritstjóri þess i fjarveru V. Finsens. Kora fór um hádegi í dag, vestur og norður um land. Meðal farþega Hjúskapur. Ólafur Teitsson, hafnsögumaður á Eyrarbakka gekk í lijónaband ,öðru sinni 28. júní. Hann er nú á níræðisaldri en kona hans á sex- tugsaldri. Ólafur hefir verið hafn- sögumaður á Eyrarbakka mörg ár og er enn gripið til hans í við- lögum. Sýslumaður gaf hjónin saman. Veðrið í dag. Hiti hér 7,7 st., Vestmannaeyj- um 9, ísafirði 6,5, Akureyri 7, Seyðisfirði 4,7, Færeyjum 9,8 st. Loftvog lægst um Akureyri og sunnan við Færeyjar. Fremur stilt veður. H æstar étta rdó ma r eru byrjaðir að koma út. Útgef- andi er hæstaréttarritari. Af veiðum komu í gær: Jón forseti, Skúli fógeti og Draupnir; höfðu allir veitt í ís og fóru meö aflann áleið- is til Englands i gærkvöldi. Botnvörpungurinn Geir kom frá Englandi í gær. ísland á að koma hingað á morgun. Margir farþegar eru sagðir á skip- inu. Frum-norræn málfræði heitir bók, sem út kemur innan fárra daga, eftir Dr. Alexander Tóharínesson. Það er saga frum- tungu Norðurlandaþjóða, um 500 ára skeið, frá 3.-8. aldar e. Kr., og cr fyrsta málfræði, þess kyns, %sem birst hefir yfirleitt. Aðgöngumiðar að dómkirkjuhljómleik Páls ís- ólfssonar kl. 9 í kvöld, verða seld- ir í bókaverslunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar og eftir kl. 7 : G,-1 .-húsinu, en ekki við inn- ganginn. ,. ::g. i Bifreiðarstjórar segja Hafnarfjarðarveginn nær óíarandi á bifreiðum og þarfnast hann skjótra endurbóta, sem lík- legl er að „hlutaðeigendur“ láti ckki lengi standa á. Muninn kom frá Englandi i morgun með kolafarm til h.f. Kveldúlfs. Knattspyrnan enn. f fyrrakvöld hófst knattspyrnu- mót yngri knattspyrnuflokkanna. Keptu þá um kvöldið „Fram“ og „Valur“, „Vikingur" og K. R. II. Varð jafntefli milli þeirra fyrr- nefndu, 1:1,9211 Víkingar sigruðu K. R. með 3: 1. Var það spádómur áhorfenda, að „Víkingur" mundi verða sigurvegarinn á mótinu, og hljóta verðlaunabikarinn, enda á hann mörgum röskum sveinum á að skipa. í fyrri hálfleiknum áttu þeir að sækja gegn sól og vindi, og varð þá jafntefli, x : 1, en knött- urinn löngum á vallarhelmingi K. R. En ekki var áhorfendum grun- bust um það. a^ þeir hefðu farið fullgeyst á stað, því að heldur virt- ist af þeim dregnð í síðari leiknum, en vörn K. R. var líka hin vask- legasta. Mb. „Leó“ fer til Siglufjarðar og Akureyr- ar annað kvöld, kemur við á Dýra- firði. Stjórnarráðið tilkynnir, að skrifstofum þess '• erði lokað á laugardögum i júli og ágúst, kl. 12 á hádegi. f brunarústunum beggja vegna við Austurstræti, er nú verið að grafa fyrir hús- grunnum. Pétur Þ. J. Gunnarsson ætlar að láta reisa bráðabirgðahús austan við ísafold, en Egill Jacob- sen ætlar að koma upp húsi norða* verðu við strætið, vestan við Landsbankann, þar sem áður var versl. Edinborg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.