Vísir - 02.07.1920, Blaðsíða 3

Vísir - 02.07.1920, Blaðsíða 3
fölSlK laupmenn og kaupfelög M bestan og ódýrastan brióstsyliur frá hinni al- þektu íalensku verksmiðju Magn. Blöndahl Lœkjargötu 6J5, Reykjavik Sími 31. Símneíni „Oandy“ Uatin nýkomið. Signrður Skúlason. Lenin og breskir verkamenn. Sendiriefnd breskra verkanianna -«r nýkomin heim frá Rússlandi. Hún átti aö kynna sér stjórnar- iariö hjá bolshviking-um og gefa skýrslu um förina, þegar lieim kaemi. í símskeyti var nýlega sagt, aS breskir verkamenn hef'Su lýst sig. andvíga stefnu bolshvíkinga, ■og hefir sú yfirlýsing veriö bygS á skýrslu nefndarinnar. í blööum segir svo frá aöalefni skýrslunnar: Nefndin hefir enga samúS meö ííefnu bolshvíkinga, eins og hún 'CT framkvæmd i Rússlandi, Eu hún leggur til, aö Rússar veröi látnir sjálfráöir um stjórnarfyrirkomu- lag sitt. En því er eindregiö hald- aö fram, að viðskiftabannið viö Rússa beri að upphefja og sömu- leiðis eigi Bretar að viðurkenna xússnesku stjórnina. Nefndin haföi meðferðis bréf frá Lenin „til breskra stéttar- bræðra“, og hefir það verið birt i blöðunum. í því þykir koma fram fádæma barnalegt skilningsleysi og vanþekking á breskum högum, og segja nefndarmenn að augljóst hafi verið, að Lenin hafi gert sér algerlega rangar hugmyndir um ástandið þar. T. d. hafði hann lát- ið undrun sína í Ijósi yfir því, að ekki skyldi vera stjórnarbylting fyrir dyrum -í Bretlandi, og að Bretar jafnvel alls ekki æsktu bylt- ingar. í bréfi sínu skorar Lenin á breska verkamenri, að ná skrif- stofum utanríkisráðaneytisins á sitt vald með ofbeldi, til þess að l:omast þar yfir skjöl, er sanni, að enska stjórnin hafi stutt hernað Pólverja og Wrangels hershöfð- ingja á hendur bolshvíkingum. Nefndarmennirnir höfðu ráðlagt honum að afla sér slíkra sannana sjálfur, og hafði hann heitið því. Sammála voru nefridarmenn um það, að Lenin væri merkilegur maður. Lýsir einn þeirra honnm á þá leið, að hann sé mjög einbeitt- ur og fari sínu frant hvað sem á dynji, hann sé einstrengingslegur og kreddufastur með afbrigðum. Hann er lieldur ekki í neinum vafa um það, að skoðanir sínar séu þær cinu réttu, en telur það fullkomlega sannað. Iíarin hafi ekki að eins lát- ið blindast af þvi, hvað honum hef- EndnrskoOnn reiknmgsskila. BókiærslnaOferðir. Reiknlngsskekkjnr lagfærðar. Lelfnr Signrðsson Hverfisgötu 94. ir tekist að koma lmgmyndum sín- um einstrengingslega fram, heldur sé hann furðulega ófróður um á- Etandið í heiminum. Brotar og Frakkar Samkomulagið rnilli Breta og Frakka er ekki b'etra en í meðallagi og ný og ný deiluefni eru altaf að rísa upp. Eitt síðasta þrætueplið eru olíulindir nokkrar i Mesopota- míu, sem kendar ertt við Mosul. Iíalda Frakkar því fram. að sam- kværnt santningi, sent gerður hafi verið 1916, hafi þeir átt að fá um- ráðin yfir þessum oliulindum, en síðar hafi Lloyd George leikið á þá, og fengið Clemenceau til þess að afsala öllu tilkalli til þeirra, og það án nokkurs endurgjalds. — Segja sum frönsku blöðin, að það sé altaf að koma betur í ljós, að undir stjórn Clemenceaus hafi Frakkland verið orðið lítið annað en bresk hjálenda. Segir sagan, að þeg-ar Cl. hafi komið til London haustið 1918, hafi hann beðið Ll. George að segja sér, „hvað hann vildi fá i Asíu“, til þess að koma í veg fyrir misskilning eftir á, en L. G. hefði þá viljað fá Mosul-hérað- ið. Varð CI. þá fúsleg-a við því, þrátt fyrir andmæli franska utan- ríkisráðaneytisins. Nú hafa Bretar til samkomulags fallist á, að Jeyfa Frökkum að nota olíulindir þessar að en lítt hef- ir það bætt úr óánægjunni. SteindórEinarss, Bifrsiðaafgreiðsla Veltusundi 2. (hornið á Hafnarstræti og yeltusxmdi). Opin 9 f. h/ tií 11 e. li. Afgreiðslúsímar: 581 (A-stöð), 838 (B-stöð) Afgreiðsla í Hafnarfirði í Strandgötu 25. Simi 10. Hinar föstu áætlunarfex*ðir alla sunnud. eru þannig: Til Hafnarfjarðar: 11 f. h„ 1, 3, 5, 7, 9 síðd. Frá Hafnarfirði: 12 á h„ \ 4, 6, 8, 10 síðd. Til Vífilssl. 11 f. h., 1 e. h. Frá Vífilsst. iy2 og 4 e. h. Farmiðar i'yi-ir aðra eða báðar leiðir fást á afgr. Fólki er ráðlagt að tryggja sér fanniða í tiina og koma stundvíslega. .. ÁBYGGILEGUSTU ÁÆTLUNARFERÐIRNAR REFORM og CENTRAL MALTEXTRAKT nýkoinið í versl. SÍMONAR JÓNSSONAR Laugav. 12. Simn 221. 95 "þjóðfélaginu, eins og hún væri borin og: barn- fædd til þess. Hún kyntist mörgum af aðalsmönnum Englands og lifði ríkulega og höfðinglega á alla lund. Og henni stóð á sama, þó skuldir eiginmanns hennar yxu að sama skapi og skrautið og' óhófið safnaðist í kringum hana. Claude Larpent sá ekki sólina fyrir fögru -en eyðslusömu konunni sinni. Hann lét hana algerlega ráða hvernig hún hegðaði sér. og undi vel hag sínum á meðan hún endurgalt ást hans, þótt hún samtímis væri í talsvert nánu kynni við ýmsa aðra karlmenn. Hann treysti henni í blindni. Hann var jafn glaður og hamingjusamur |>ó gjaldþrotiö stæði ó- hjákvæmilega fyrir dyrum. Jín af tilviljun komst harin að því, að hún hafði selt unað sinn fyrir gimsteina. ITanti gaf sig upp sem gjaldþrota. Síðan sagði hann upp stöðu sinni við herinn og hvarf — hvarf fyrir fult og alt. Réttum þremur árum eftir að Lundúna- blöðin höföu tilkynt giftingu Claude Larpent, skýrðu þau frá að jtessi sami maður væri horfinn' úr, tölu lifenda. Hann var sagður hafa dáið úr slagi. En sannleikann vissu sum- ir. Whisky varð hans bani. Þá var ekkjan ein eftir, í blórna lifsins, peningalaus en meö gnægtir gimsteina. Eftir þvi sem tímar liðu, komust rnenn að raun urn 96 að eigi þurfti að giftast henni til þess að njóta blíðu hennar. Þannig komst hún undir verndarvæng eins jámbrautarkonungsins. ICn nú sneru eldri og ráðsettari aðalsmenn- irnir haki við henni. En yngi'i synir hefðar- fólksins, og leikfólkið söfnuðust í kringum hana og nutu margrar glaðrar stundar í ná- vist hennar. Járnhrautarkonungurinn fékk hrátt nóg aí skemtunum liennar og gestum. En hún liafði séð, að vel gæti að þessu rek- ið, og komið undari talsverðri upphæð af peningum. Og ])á fanst henni ráðlegast að skifta um loftslag og halda til Ameríku. Þegar Franklín hitti hana fyrsta sinni í New York, bjó hún á dýru gistihúsi, og hélt sig rikulega mjög. Hún hafði ferðast til Bandaríkjanna til þess að ná i eiginmann. Reynslan hafði kent henni að eiginmaðurinn er altaf öruggari en „lausamaðurinn". Hún vav fastákveðin í því að giftast til fjá;. Peningarnir — og helst meira en litið af þeim — var nauðsynlegt skilyrði fyrir hana til þess að lifa lífinu að vild. Til þess að ná þessu áformi sínu, lifði hún um stund af fé því, er hún hafði skotið und- aft, og leit helst út fyrir að hún væri allvel efnuð. Öðruhvoru gafst henni tækifæri á að ná i sæmilega stönduga unga menn. En hún var mjög vandlát. Ekki samt svo mjög með * 97 f mennina sjálfa, heldur með bankainneign þeirra. Hun ætlaði ekki að gera sig seka í annari glópsku. Þá hitti hún Pelham Franklín i samsæti einu. Hún varð hrifin af honum, áður en hún vissi um hagi hans, og af því hvað hann var frjálslegur og snar i öllum hreyfingum, en ekki hvað síst af því, að hann virtist ekki vera vanur samkvæmismaður. Það réði hún af því, að hann hafði ekki látiö eitt orð falla um fegurð hennar. Hún var orðin leið á öllu smjaðrinu, á öllu vanalegp, innantóma skraf- inu. Franklín var öðruvísi en fólk er flest. Þrótturinn og karlmenskan voru höfuðein- kenni hans. Fyrsta sinni á æfinni varð henni dálítið órótt innanbrjósts. og tapaði rólyndi sinu um stund. Áður en kvöldið var liðið, fékk hún að vita nafn hans, og þakkaði guði fyrir að hafa komið þessum manni á veg sinn. H;jnn kom einmitt á siðustu stundu. Það var að verða tómahljóð í peningakassa hennar, og iáns- traustið að bila. Þann hálfsmánaðartíma sem Franklin dvaldi í bænum, reyndi hún á alla lund að vinna aðdáun hans. Malcolm Fraser var þá ekki i bænum, og' ekki neinn af félögium þeim, er Franklín var kunnugur. Hann var því dálítið einmanaleg- ur, og dvaldi því tiðar og lengur með Mrs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.