Vísir - 29.09.1920, Síða 2

Vísir - 29.09.1920, Síða 2
VÍSIR hafa fyrirliggjandi: Kjctkraft - Ameco — í leirkrukbum — Bestí 3&3öta.raftiarin.n. Ód.^-rasti lsjötls.rafturliin. landi nýskeS og hafði þó selt mik Hargar tegaiðir at baa dsápam irá Calgate & Ca. lew Tork, höfum við fyrirliggjaudi. ”Euafremur hiaa ódýru og góðu þvottasápu „OCTAGON“. Jóh. Olafsson & Co. Húsa-S Euu hef ég nokkur hús til sölu og í skiftum. Laus meö Htilli útborgun. 1 Crtmnar Sigttrösson hæstaréttarmálafintiiingsmaðnr til viðtals kl. 4—5 e. m. >«t þýsk-frans-amerískum fjármála- mönnum. Pólverjar hefja sófyn á ný. Pólverjar hafa hafið nýja sókn gegn Rússum við borgina Grodno. Wrangel hershöfðingi býður öllum rússneskum embættis- mönnum að hverfa heim á næstu mánuðum (til Suður-Rússlands?). Bayern ekki konungsríki- Frá Berlín er símað, að ekkert hafi orðið úr því, að Bayern yrði lýst konungsríki þegar landvarnar- herinn hélt skotæfingar sínar. Erlend mynt. Kaupm.höfn 28. sept. 100 kr. sænskar ... kr. 145,00 100 — norskar .... — 100,25 100 frankar fr.........— 48,50 100 frankar sv.........— 116,50 100 gyllini holi. .... — 225,50 100 mörk þýsk ..... — 12,35 Sterlíngspund .....—- 25,23 Dollar ...................— 7,23 London sama dag. Sterlingspund = d. kr. 25.37J/2 = doll. 3,48/2 = mörk 217,25. (V erslunarráðið). Knnt &imsnn. Sú fregn er birt í ensku blaði 20. þ. m., að Knut Hamsun eigi að fá bókmentaverðlaun Nobels á þessu ári, en þau verða afhent 10. dts. — á afmæli Nobels, hins sænska hugvitsmanns, sem verðlaunin eru við kend. Hamsun er kunnasta skáld Norð- manna, sem nú er uppi, og hefir ritað fjölda skáldsagna. Ein þeirra — Viktoria — hefir verið þýdd á íslensku. Skúli fógeli er væntanlegur frá Englandi í dag. A pril mun vera kominn til landsins og farinn að veiða. Hann hafði tekið ko! og ís í Englandi. 1150 sterlingspund fékk Gylfi fyrir afla sinn í Eng- ið af nýjum fiski hér í bænum, áð- ur en hann fór. Búist við honum hingað á morgun. Sigurjón Pétursson kaupm. og kona hans komu frá F.nglandi í gær á Walpole. Til Englands komu þau frá Danmörku. Belgaum koir; frá Englandi í gær með kol og ís. Rlkarður Jónsson er nýkominn til bæjarins úr kynn- isför til Austfjarða. Hann ráðgerir að fara héðan í byrjun næsta mán- aðar á e.s. íslandi. Hann isegir mikinn mismun á tíðarfari austan lands í sumar. A syðstu fjörðunum og á Héraði viðraði fremur vel, en óþurkasamt, í öðrum bygðarlögum. Islands Falk er að taka kol við austurgarð- inn í dag. Landsversl. lætur hann fá kol að þessu sinni, fyrir kol þau, sem landið fékk síðastl. vetur að láni af birgðum varðskipsins í Viðey. Veðrið í dag. Hiti í Vestmannaeyjum 5,8 st., Reykjavík 10,9, ísafirði 5,7, Ak- ureyri 5, Grímsstöðum 8,5, Seyðis- firði 9, Færeyjum 10,4 st. Regn um land alt. Si. Ársól nr. 136 heldur fund í kveld. FóSursild. M.k. Esther kom hingað í gær, hlaðin fóðursíld frá fyrra ári. — Esther veiddi 3200 tunnur síldar í sumar. /. K. F. Ftamsókn heldur fund á morgun á venjul. stað og tíma. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Winnipeg ungfrú Elín Eggertsson og Jón H. Gíslason kaupmaður, sonur Gísla sál. Helga- sonar kaupmanns. Um átroðning sauðfjár kvartanir, og er það sönnun þess, aíS margur liafi beðið tjón af hon- um. Það var víst Vísi a'ð þakka, að féð' komst nokkurn tíma á fja.ll í vor, en nú er eftir að sjá. livort lögreglan sér sér fært aö humma iram af sér kröfuna um að friða land bæjarins fyrir (fénu. Garðeigandi. Svar til Vestlendings. Góði „Vestlendingur“I — J?ér hafið rétt að mæla. Eg varð gram- ur ,Jónasi“, sárgramur, og hripaði „árás“ mína með blýanti á lausa- blað í mesta flýti, áður en gremj- an fjaraði í mér. — En í flestu hinu er þér beinið að mér, skjáilast yð- ur mikillega. Auðvitað var það strákslegur rit- háttur Jónasar, sem mér gramdist, en alls eigi það. að hann — ásamt yður og eflaust ýmsum öðrum mæt- um mönnum — er andstæður „lærðaskólahugsun Akureyringa“. Mér gremst aldrei, þótt aðrir séu annarar skoðunar á opinberum mál- um en eg sjálfur. J?ann barnaskap hefi 'eg lagt af fyrir löngu. En eg krefst þess, að rætt sé og ritað sóma- samlega og drengilega um opinber og mikilvæg málefni. Og það vil eg reyna sjálfur. Einnig skjátlast yður í því, að eg „hlaupi fram hjá“ nokkru því er Jónas nefnir. Eg hvorki ætlaði mér né gerði neitt í þá átt — að sinni — að rökræða tillögur hans né andmæla' ásökunum hans og staðhæfingum. — En nú skal eg svara yður nokkrum orðum, þótí mér virðist of mjög brenna við einn- ig hjá yður ósanngirni í garð Norð- lendinga í þessu máli. „Finst nú ekki annars H. V. vera nóg komið af skólum handa lærð- um mönnum í því landi, sem er fyr- ir neðan eitt hundrað þúsund að fólkstölu?“ — spyrjið þér. Nei! — „Lœrða-skóli“ er að eins einn (háskólinn kemur ekki til greina í þessu máli) hér á landi, og hefir um langan aldur verið bæði of lítill og ófullnægjandi, og er það enn! — Og þó eigi væri til ann- ars en að koma á heilbrigðum og heppilegum jöfnuði milli Suðurlands og Norðurlands, þá væri það eitt nægileg meðmæli mentaskóla á Norðurlandi. — Eg ann Reykja- vík alls góðs sem höfuðstaðar lands- ins og miðstöðvar andlegs lífs og menningar þjóðar vorrar. En ein- mitt af þessum ástæðum, má eigi Reykjavík að svo stöddu vaxa að mun. og er þegar orðin of stór höfuðborg fámennrar þjóðar, og er viðbúið, að á Reykjavík sannist hiS fornkveðna spakmæli um stóru höf- uðin. — Eg hefi eflaust eigi sama álit á reykvískum „politur“ og þér, Vestlendingur, Tel eg norðlenskan „bæs“ fulteins vænlegan til ment- unar og framfara, þótt gljáinn sé ef til vill minni, í svip. j?ess vegna má eigi þjóð vora henda sú glópska, að safna öllum hærri skólum og mentastofnunum í Reykjavík — einangra þá þar, og halda að vér með því vinnum menning vorri og þjóðarþroska ó- metanlegt gagn. Reynslan mun sanna hið gagnstæða af mörgum og eðlilegum ástæðum. — J?að er óþarfi á þessu stigi máls- ins, að vitna í fjárhag landsins, eins og hann er nú. Engum kemur til hugar að búast við svo bráðum framkvæmdum þessa máls, að eigi hljóti fjárhagur landsins að hafa náð nægri og víðtækri framþróun innan þess tíma. Svo er það að alhuga, að hafa nú öll dagblöðin flutt um- Reykjavík er þegar orðin svo stór, i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.