Vísir - 25.10.1920, Blaðsíða 3

Vísir - 25.10.1920, Blaðsíða 3
? VÍSIR anpmenn og laupfélög tt 'bföstca.n og Ibríóstsyliur' fi'áíliiim.i al- þektu ialensku ▼erksmiðju’; Magn. Blönðahl fLækjargöta 6 B, Reykjavik Btmi 31. [Simneíni „Candy“ VeðriÖ í morgurt. Hiti í Vestmannaeyjum 9,4 st., Reykjavík 9,9, Stykkishólmi 10,6, IsafirSi 8,5, Akureyri 11,5, Rauf- arhöfn 7,1, GrímsstöSum 7,5, SeyS- isfirSi ,6. — í pórshörn í Færeyj- tim 3,5 st. — Loftvog lægst fyrir vestan land; fallandi fyrir norðan og vestan en stígandi annarstaðar. Stormur á Vesturlandi. Utlit fyrir suðlæga átt á Vesturlandi en hæga á Austurlandi. Ni saga, eftir Charles Garvice, sem les- endum Vísis er að góðu kunnur, byrjar að koma út í Vísi í dag. Sfyúli Slfúlason, blaSamaður, var meðal farþega á Botniu í gær. Vísir hitti hann að máli, og spurði, hvort verkfalls- ins hefði gætt mjög í Leith og Ed- inborg. Hann sagði alt þar með ícyrrum kjörum, þó hefði virst all- EnikiS af vinnulausum mönnum á götunum og ræðumenn verið talandi á strætum og gatnamótum, eins og altítt er þar í kosningum, eða þeg- ar einhver stórmál eru á dagskrá. En alt fór þar fram með friði og spekt. Hálfi blað kom út af „Tímanum“ á laugar- daginn, og lætur hann þess getið, að framvegis muni hann öðru hverju koma út í því sniði. Blaðið hefir gripið til þessa ráðs vegna síhækk- andi pappírsverðs og prentkostnað- ar og sumpart vegna yfirvofandi pappírseklu. — Úti um heim hafa fjölda mörg blöð orðið að minka og ekki ósennilegt, að sum íslensku blöðin verði að fara að dæmi Tím- ans, að minsta kosti í svip. I F ermingardrengjahátícj ætlar U-D í K. F. U. M. að halda á miðvikudagskveldið kem- ur, og eru boðnir ekki að eins þeir drengir, sem nú fermdust, heldur og allir þeir, sem fermdust í vor sem leið. par að auki eru allir pilt- ar 14—18 ára velkomnir. Karla- kór K. F. U. M. syngur og fleira verður til skemtunar. (Sjá auglýs- ingarnar í dag og á morgun). Kíghóstinn. pess var getið til hér í blaðinu, að kíghósti sá, sem vart hefir orð- ið í haust, mundi hafa borist hing- að utan af landi. Héraðslæknir hef- ir sagt Vísi, að sú getgáta þurfi ekki að vera rétt, því að kíghóstinn muni aldrei hafa horfið með öllu úr bæn- um síðan hann barst hingað í fyrra- vetur, þó að lítið bæri á honum í sumar. Kolaverkjallió. Margir útgerðarmenn hér í bæ fengu skeyti þess efnis frá Bret- landi, á laugardaginn, að stjórnin vildi ekki leyfa kolasölu handa botnvörpungum til heimferðar fyrst um sinn. ísl. botnvörpungar, sem kolalausir kunna að vera í Bret- landi, verða að liggja þar, sem þeir eru komnir. Botnía kom síðdegis í gær og voru þess- ir farþegar: Klemens Jónsson fyrv, landritari, kona hans og sonur, Fenger stórkaupmaður, Sigurður Sigurösson, forseti Búnaðarfélags- ins, Sigfús Björnson (Iandlæknis) og unnusta hans frá Vesturheimi. Steini Helgason, verslunarmaður, Guðmundur Jósefsson gullsmiður, ungfrú Soffía Thorsteinsson, eftir tveggjr ára" dvöl í Noregi, Knud- sen, sendimaður Ratin-felagsins, og nokkrir fleiri. Es. Island fór frá Kaupmannahöfn í gær, árdegis. 'Um stórborgalíf ætlar Ólafía Jóhannsdóttir að tala í Iðnaðarmannahúsinu á mið- vikudagskvöldið kemur, eins og auglýst er hér í blaðinu. — peir ‘sem þekkja hana, eða hafa lesið bók hennar „De ulykkeligste“, vitá að hún segir vel frá, mun aðsókr* verða vafalaust-mikil. En þar sem hún hefir starfað mörg ár í Kristj- aníu að björgun „hinna ógæfu- sömustu", er hún vel kunnug svört- um og björtum hliðum stórborg- anna og því líklegt að efnið endist henni í fleiri en eitt erindi. og því mun ástæða til að tryggja sér að- göngumiða í tíma fyrir þá, sem vilja kynnast þessu máli verulega. — Reykjavík er engin stórborg enn, en margt getum við þó lært, ýmislegt til varnaðar eða eftirbreytni af reynslu stórborganna. S. G. pessa árs bœlfur Bókmentaíélagsins eru nýskeð komnar til kaupenda hér í bænum og eru þær þessar: Skírnir (94. ár, IV. hefti), Bréfabók Guðbrands biskups (II. hefti). kemur í stað Fornbréfasafnsins, íslendinga saga Boga Th. Melsteðs (III. b. IV. h.) og tvö hefti af Lýsing íslands eftir porvald Thoroddsen (III. b. IV.vh. og IV. b. I. h.). Segir I þessum heftum frá búskap íslend- inga og er þar saman kominn stór- mikill fróðleikur um það efni. Verð- ur sú bók kærkomin mörgum manni. Alp.bl. og koiaverkfallið. Alþýðublaðið ræðst' af mikilli grimd á Bretastjörn, fyrir fram- komu hennar í kolaverkfallsmálinu frá fyrstu byrjun. Segir blaðið, 'aS stjórnin hafi „fyrirlitið“ réttmæta launakröfu verkamanna og engum EINÞYKKA STÚLKAN Skáldsaga eftir CHARLES GARVICE. . 1. kapítuli. Vorið var að nálgast mjúkum skrefum, samstiltum ómi lofts og lagar. pað mátti heyra hægan, blýjan þyt þess í brumi trjágrein- anna; fuglarnir, hinir trúu vorboð- ar, sungu bí, bí, bí hér og þar, til I>ess að boða komu þess; villiblóm- ín, sem áttu sér skjól undir lim- görðum, og leitað höfðu sér hælis fyrir grimmum vetri, heyrðu gyðju sína — vorgyðjuna — í fjarska, Siertu upp hugann, lyftu kollunum og hvísluðu: „Hún er að koma, — er komin hingað!" Öll náttúran virtist bíða vorgyðjunnar og búast til að fagna henni. Til eru þeir menn, sem segjast lana vetrinum, — telja ekkert kom- ist. í hálfkvisti við vel búið herbergi <ag snarkandi arin. En þeir eru fáir ®g fjarlægir hverir öðrum og ann- aShvort geggjaðir eða sérvitrir, — sem verra er. En flestum er vorið eins og engill friðar og gleði, und- anfari sumarsins blíða, — og því er tekið með fagnaðarhug. pennan árvors-morgun sátu stúlkur tvær í fordyri húss, sem á- þekt var litlu viðhafnarhúsi, en var raunar bændabýli. pað var rismik- ið, með stórum upsum, grinda- gluggum, vöfðum vafningsviði, skrautlegum göflum og fáguðum reykháfshöfðum. — í fám orðum sagt, hús eins og þreyttir Lundúna- búar sjá í draumum sínum og þrá að eignast. Nálægt húsinu var hlaða og gripagirðing. par stóðu nautgripir upp í hné í strái hjá ánægðum, rýtandi svínum og hönum og hæn- um, sem „sungu hvert. með sínu nefi“. Bak við hlöð'una var mjólk- urskáli, snjóhvítur, svalur og snot- ur. Ágætur knattleikabali var ör- skamt þaðan og stór og vel hirtur garður. petta var í raun og veru fyrirmyndar búgarður, vegna þess eins, að sá, sem þar bjó, kunni skil á öllu, sem laut að búskap og þótti gaman að honum, — átti húsiS sjálfur og var hreykinn af því. Hann hét Harrington en jörðin var kölluð „Howells", en stúlkurn- ar fyrrnefndu voru dætur hans. pað var svo að orði kveðið áð- ur, að þær hefðu „seti'ð", en rétt- ara sagt: — það sat ekki nema önnur þeirra; — hún var önnum kafin við að greina sundur fræ, en hin hallaðist upp að dyrastafnum, líka önnum kafin við að hjálpa hinni, — með, því að horfa á hana. Stúlkan, sem sat, og laut athug- ul yfir starf sitt, var ungfrú Phil- ipþa Harrington; hún var þeirra eldri. Náttúran, sem hefir einhvern veginn lag á því að hætta stundum vi'ð hálfunnið verk og láta staðar numið, þegar hún ætti að reka smiðshöggið á, hafði gætt Philippu ástúðlegu viðmóti, jafnaðargeði og fádæma þolinmæði, en hafði ann- aðhvort gleymt eða látið undir höf- uð leggjast að fullkomna verk sitt og gera hana fagra. Philippa var ófríð, og þó ekki til lýta, en svo bersýnilega, að henni duldist þaS ekki, en lét sér það lynda og sýndi í því, svo að ekki varð um vilst, að hún var ástúðleg og geðgóð. En á hinn bóginn hafði náttúr- an ekki talið eftir sér að gæða sysí- ur hennar hinni mestu töfrafegurð, sem nokkru sinni hefir heillað og kvalið mannleg hjörtu. Hún var meðallagi há, íturvaxin, tigngrleg á yfirbrag'ð og hraustleg; hún var bjartleit og toginleit, augun dökk og þeim lét vel að fara í felur bak við langar, dökkar brárnar; munnurinn var í stærra lagi en þó hinn feg- ursti, og hakan með svo djúpu og tælandi „pétursspori", að það var engu líkara en það kallaði upphátt: „Komdu og kystu mig!“ Leiftur fyndni og gamans léku altaf í þess- um dökku augum og gátu, þegar minst var'ði, látið lýsa úr þeim. Roðinn var fljótur að færast í kinn- arnar, brosið fljótt að leika um var- irnar, sem sögðu frá öllum skap- brigðum hennar, en þau voru mörg og tíð, og þurfti ekki æfinlega mik- ið til áð vekja þau. pessa stundina var ró yfir hinu fagra töfra-andliti og úr því skein

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.