Vísir - 12.02.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 12.02.1921, Blaðsíða 2
/ »1 c Höfum til böIu 35-40 tóm Steiioliafðt. Stjórnarf rumvörpm. —0—- Frv. utn éinl(asölu á lóbaki og áfengi er í því skyni komið fram, ! að auka tekjur ríkissjóðs með „kaupmannságóða" af tóbaks- og vínfangaverslun í stórum stíl, auk lögákveðinna tolla af þessum vör- um. „Alagning“ á vörur þessar er ráðgerð 15—50 af hundraði á tó- baki en 75—100 á vínföngum í heildsölu, en verslunin á að eins að selja vörurnar í heildsölu til kaup- . manna og kaupfélaga, og bætist því við verðið álagning smásala og má því gera ráð fyrir því, að útsölu- verð á þessum vörum mundi hækka alt að því sem svarar heildsölu- álagningunni eins og frv. ráðgerir hana. Ráðgert er þó, að lands- stjórnin geti sett hámarksverð á vörurnar í smásölu. — Tekjur rík- issjóðs af þessu eru áætlaðar ekki minni en Yl miljón kr. á ári \—- þar af alt að 400 þús. af .vínfanga- versluninni. — Um vínfangaversl- unina er það tekið fram í aths. við frv., að það sé alkunnugt, að vín- föng (til lækninga) hafi verið seld óþarflega dýrt (af lyfsölunum). Lyfsalar ættu því að hafa haft eitt- hvað töluvert meira í hreinan ágóða af vínfangaversluninni undanfarin ár, en ráðgert er að ríkissjóður hafi, þ. e. líklega talsvert meira en Yz miljón kr. á ári! — pað væri fróð- legt að athuga tekjuskattsskr^na til samanburðar. Frv. um einl(asölu á lyfjum er ekki, að minsta kosti ekki í oró'i fyveðnu, fram borið í því skyni, að afla ríkissjóði tekna af lyfjasölu, enda er það komið frá landlækni og samið af honum. Aðaltilgangur frv. er talinn að vera sá, að tryggja það. að lyf öll, umbúðir og hjúkr- unargögn, sem flutt eru inn í land- ið, séu óskemdar og ósviknar vör- ur, að jafnan séu til nægar birgð- ir af þeim vörúm hjá lyfsölum og læknum, og þær seldar hæfilegu verði. pað er ekki tilgangurinn, að landið leggi undir sig alla lyfja- verslun í landinu, heldur að eins innkaupin og innflutninginn, en selji svo lyfjabúðum og læknum lyfjaefnin o. s. frv. í heildsölu. — Hœfilegan ágóða á ríkið þó að hafa af verslun þessari, og er gert ráð fyrir alt að 50% álagningu. Frv. til vainalaga er samið á grundvelli einstaklings-eignarréttar eða umráðaréttar á vatni, í sam- ræmi við álit minnihluta fossanefnd- arinnar, en ,að öðru leyti er það samið upp úr vatnalagafrumvörp- um beggja hluta nefndarinnar. Er ekki ástæða til að fara um það mörgum orðum hér, enda ekki lík- ur til að einstök atriði þess valdi verulegum ágreiningi, önnur en ein- mitt eignarrétturinn. Frv. um vatnsorl(usérle\)fi er sniðið eftir frv. samvinnunefndar þingsins 1919, en ýmsar breytingar á því gerðar. — Svo er ákveðið í frv., að samþykki Alþingis þurfi að fá til að virkja meira en 25 þús. hestöfl, en að öðru leyti eru því engin takmörk sett, hve mikið megi virkja af innlendum eða út- lendum, einstökum mönnum eða félögum. Að lokum skal að eins telja frumvarp til laga um hlutafélög, sem á að bæta úr því, að heita má algerða lagaleysi, sem ríkt hefir hér á því sviði, og mjög tilfinnan- legt er orðið. Frv. þetta er samið samkvæmt áskorun Alþingis 1914; má af því marka, hve mikið verk það hefir verið, og vandasamt, að semja frumvarpið, og skal hér ekki ráðist í að gera frekari grein fyrir ákvæðum þess. pá hafa verið talin öll merkustu stjórnarfrumvörpin, sem komin eru þingmönnum í hendur, en enn mun nokkurra von, og þar á meðal frv. um einl(asölu á l(ornmai, og auðvit- að ,að ógleymdu sjálfu fjárlaga- frumvarpinu. Alþýðublaðið og kaudíinn, Ný tegund af Chevrolet flatningabifreiðuoi komin á markaðinn. Buröarmagn 3/4—1 tonn. Allar upplýsingar gefa umboðsmenn verksmiðjunnar á íslandi Jöh. Olafsson & Co. Slmar 684 & 884. Reykjavik. Simneíni „Juw«l“ Einhver ,,verkamaður“ talar um það í „Alþbl.“ í gær, að kandíssyk- ur sé seldur óhæfilega háu verði af kaupmönnum, og spyr, hvað Vísir myndi segja, ef Landsverslun seldi hann því verði, kr. 1,70 pundið. — pessi „verkamaður" Alþýðublaðs- ins leitar „langt um skamt“. Hann ætti að snúa sér beint til Héðins Valdemarssonar og spyrja hann, hvers vegna verðlagsnefndin láti það viðgangast, að kandíssykur sé seld- ur svo háu verði. — Vísi er ókunn- ugt um verð á kandís erlendis, en það má telja það alveg víst, að nú mætti fá miklu ódýrari kandís- sykur, en kaupmenn selja hér, eins cg fá má miklu ódýrari hvítasykur en landsverslunin selur. En það, að við fáum ekki að njóta verðlækkun- arinnar, sem orðin er á sykri erlend- is, stafar ekki fyrst og fremst af peningagræðgi landsverslunarinnar eða kaupmanna, heldur af því, að ekki er leyft að flytja til landsins nýjar vörur, með lækkuðu verði, meðan eldri og dýrari birgðir eru til í landinu. — En ef verðlagsnefndin setur ekki hámarksverð á kandís, þá er það væntanlega af því, að hún álítur, að verðið sé sanngjarnt, sam- anborið við innkaupsverðið, eins og það var, þegar sykurinn var keypt- ur. Af sömu ástæðum sem valda því, að hún hefir ekki sett niður sykur- verðið hjá Landsversluninni. — En ef innflutningshömlurnar væru ekki, mundi hvorki einstökum kaupmönn- um né Landsverslun takast að halda sykurverðinu langt fyrir ofan mark- aðsverð. —• Ætli Vísir og „verka- maðurinn“ geti ekki orðið sammála um það-1 Skipaby^ingar. —o— Skiþagerð varð nokkru minni síðastliðið ár en 1919, en mun meiri en síðustu friðarárin fyrir styrjöldina. Samtals voru smíð- uð skip, sem báru 5861666 smá- lestir, og var fjórðungur þeirra smíðaður i breska veldinu, en liæsl urðu Bandaríkin með 2476253 smálestir, en þar næst gengu þessi lönd: Japan 456642 smál., Holland 133149 sinál., Norðurlönd 163347 smál., Italía 135190 smál., Frakkland 93786 smáli, Spánn 45950 smál. Italir höfðu héiðurinn af þvi að smíða stærsta skip, er hleypt var af stokkunum árið sem leið. pað ber 31000 smál. og átti að verða herskip, en var breytt í flutningaskip. Mr.- Ford. Símað er frá New York séint i fyrra mánuði, að Mr. Ford sé að semja um útgáfu skuldabréfa er nemi 50 miljónum dollara, því að liann skortir fé í svip til að greiða skuldir, sem hvíla á bifreiðaverksm. hans, og eru þar með taldir skatlar, er nema 40 miljónum dollara og greiða á i fjórum afborgunum árlega. Verksmiðjur hans eiga nú um 60 þús. bifreiðar óseldar, sem mptuar eru á 30 miljónir doll- ara. Fyrir tveim árum 'tók Ford 40 miljónir dollara til láns lil að kaupa verksmiðjur af keppi- naut sinum og hefir þegar greitt helming þcirrar skuldar. Gyðingum er mjög illa við Ford og telja hann sér fjand- samlegan. peir breiða það nú út, að Ford ætli að leggja 30 miljónir dollara i þýska verk- smiðju, scm bæði eigi að smíða bifreiðir ög hergögn. peir segja og, að hann sé í félagi við þá menn, sem vilji koma Vilhjálmi keisara til valda, en kunnugir telja það tilhæfulaust. Bæjarfréttir. | Messur á morgun: j í dómkirkjunni kl. 11 síra Bjarni ; Jónsson, kl. 5 síra Jóhann Þor- j kelsson. 1 fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. i síra Ólafur Ólafsson og' í frí- krkjunni hér kl. 5 síöd. síra Ólafur Ólafsson. Sterling kom i gærkvöldi nieð hér tun bil 300 farliega. Þar á nieSal voru þessir þingmenn: Þorleifur Jóns- j son, Sveinn Ólafsson. Sigurttur ; Tvvaran, Björn Hallsson, I'Orsteínn í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.