Vísir - 15.02.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 15.02.1921, Blaðsíða 2
misiu Hershey’s átsúKkulaöi af mörgum tegundnm. Stivelse - Colmans - V4 og Va lbs. pakkar Tatnsglðs Ostaknpnr Leirkfinnar Leirskálar. - Hershey’s cocoa í % % og 1 lbs. dósum. höfum við fyrirliggjandi. Jöh. Olafsson & Co. Símar 684 & 884. Reykjavík. Símaefni „Juwei". ! Símskeyti frá frétftarltara Visls. --0-- Khöfn 14. febi. Kosnmgar í Suöur-Afríl(u. Frá London er símað, að Smuts hershöfðingi hafi unnið frægan kosningasigur í Suður-Afríku. Óeirdirnar í Kronstadl. Frá Helsingfors er símað, að. hermennirnir í Kronstadt eigi í sí- feldum róstum við Pétursborgarbúa. Ni) þýsl( hersþip. Frá Berlín er símað, að fyrsta línuskip nýja herskipaflotans þýska hafi nú verið tekið til notkunar. -— Skipið heitir „Hannover“. Ný sijórnarskifti í Svíþjóð. Frá Stockhólmi er símað, að sænska ráðunéytið hafi sagt af sér, vegna þess, að frumvarp fjármála- ráðherrans um hækkun á kaffitolli var felt í þinginu í vikunni sem leið. Ráðherrann sagði J?á þegar af sér og skoraðist algerlega undan að taka við embætti aftur. Breyling á ensþu stjórninni. Frá London er símað, að sú breyting sé orðin á ensku stjórn- inni, að Churchill sé orðinn ný- lendu-ráðherra en Evans(?) her- málaráðherra. BriBiso. Mjög hefir verið erfitt að fá sannar fregnir af brunanum í gær; þar gerðist alt með svo skjótum svifum og sviplegum hætti, að sjón- arvottum veitti örðugt að átta sig á því, sem fram fór og margar sög- ur ganga um bæinn, sem enginn flugufótur er fyrir. j Rannsókn var hafin í rnáhnu j laust eftir nón í gær og stóð fram j á háttatíma. Vóru >eir yfirheyrðir, j sem bjuggu niðri í húsinu, en í dag verður rannsókninni haldið áfram. Enn sem komið er, hefir ekkert orðið uppvíst um upptök eldsins. En líkur þykja til, að hann hafi kviknað í klæðaskáp undir stiga niðri. paðan varð reykjar fyrst vart. pað mun hafa verið rétt um kl. 9<4 Um slysfarir er það að segja, um fram það, sem frá var skýrt í gær, að fimm manns var flutt á sjúkra- hús í Landakoti, þrjár konur og tveir karlmenn. Bjó það alt á efsta lofti í húsinu, en samtals var þar átta manns, auk eins næturgests. Ein konan er handleggsbrotin og allmikið sködduð á hnakka. Hinar tvær konurnar nokkuð brendar. Annar karlmaðurinn skarst á hand- legg og blæddi mikið, en brendist ekki. Hinn karlmaðurinn brann mikið á baki og nokkuð á útlim- um. í morgun leið öllu þessu fólki þolanlega og eftir vonum. Sá orðrómur lá á hér í bænum í gær og morgun, að maður, sem gestkomandi var í húsinu, hefði brunnið inni, en það reyndist rangt, sem betur fór. Hann bjargaðist á síðustu forvöðum, ómeiddur. Bruni þessi hefir að vonum vakið mikla sorg hér í bænum og almenna hluttekning til þeirra, sem sárastan harm bera eftir þenna hryggilega atburð. Bæjarfréttir. f r F ösluguðsþjónusia í dómkirkjunni miðvikudagskvöld kl. 6. Síra Bjarni Jónsson prédikar. Cuðmundur Friðjónsson. skáld, er hér staddur og mun hafa nokkura viðdvöl. Heyrt hefir Vísir, að hann hafi í hyggju, að flytja erindi, eitt eða fleiri, og ef til vill fara með eitthvað af kvæðum sínum. Hann hefir ritað margt í vetur og ort tvö stórkvæði um þá Dr. Matthías skáld og Stefán skólameistara. Alþingi var sett í dag k! 1. Síra Árni JarðarfSr Benedikts gull- smiðs Ásgrímssonar fer fram nœsta Fimtudag (17. Febr.), og hefst með hús- kveðju á heimili hans, á Bergstaðastrseti 19, kl. I. Börn og tengdafólk.| prófastur Björnsson í Görðum fiutti prédikun. Ókomnir eru þessir þing- menn: Gísli Sveinsson, pórarinn Jónsson og Jón Sigurðsson. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 2.4 st., Vest- mannaeyjum 4.8, Stykkishólmi'2.5, ísafirði 2, Raufarhöfn 1, Seyðis- firði 0.5, Grímsstöðum frost 1. Fær- eyjum hiti 7 st. Loftvog lægst fyrir norðan land, stígandi sunnan lands og vestan, fallandi á Austurlandi. Suðvestlæg átt. Horfur á vestlægri átt. Hraþningsför. Marga mun reka minni til þess, að hingað kom enskt seglskip í vet- ur og hafði skipstjóri þeás verið í Suðurheimskauts-leiðangri með Sir Ernest Shackleton. Skip þetta lá hér vikum saman og gengu skip- verjar allir af, nema skipstjóri. Réð hann sér nýja skipshöfn og hélt síð- an 17. f. m. áleiðis til Bíldudals. Hann hrepti stórviðri, hvert af öðru, sleit öll segl og fékk við ekkert ráðið. Gekk svo Iengi, uns hann hitti enskan botnvörpung, og kall- aði hann til hjálpar sér. Dró hann skipið til Bíldudals fyrra laugardag (5. þ. m.), og gekk öll skipshöfnin af skipinu þegar í stað, nema skip- stjóri. Mun skipið liggja þar enn, og var skipstjóri að gera að segl- um, er síðast fréttist og er ferðinni heitið til Stykkishólms, þegar menn fást, á skipið. — Botnvörpungurinn krafðist 1000 sterlingspunda fyrir ómak sitt. Cullfoss kom í gær frá Kaupmannahöfn um Leith. Meðal farþega voru: Ólafur Proppé, alþm., Sigf. Blön- dahl konsúll, ungfrú Kristjana Biöndal frá Hamborg, Emil Niel- sen framkv.stjóri, og kona hans og barn, pórður Flygenring (frá Ed- inborg), Mr. Fleming, frá Skot- landi, Jensen rafmagnsfræðingur. Jón Árnason prentari, ungfrú Ragnhildur Thoroddsen. Guðm. Óskar Jónsson læknir, frá Krist- janíu, Helgi kaupm. Zoega, frú Guðrún Wathne, Bjarni Péturs- son blikksmiður, Ríkarður Eiríks- j son ‘og Vilh. pór. Frá Vestmanna- i eyjum kom bæjarfógeti Karl Ein- i arsson alþm. j * Gunnlaugur Claessen, læknir, flytur erindi um radium- lækningar í Iðnaðarmannahúsinu í kvöld kl. 9 og sýnir skuggamyndir til skýringar AðgÖngúmiðar verða seldir í bókaverslun Sigf. Eymunds- sonar og við innganginn. Ágóðan- um verður varið handa bækluðum manni. Vísir ræður mönnum ein- dregið til að sækja þennan fyrir- lestur. Ari Arnalds, bæjarfógetí á Seyðisfirði, komt hingað á Sterling sér til heilsubótar og lagðist á Landakotsspítala. — Hann lá nýlega í lungnabólgu, en hefir áður verið ekki heilsuhraustur. I gær var hann sótthitalaus og á góðum batavegi. Upplesiur. Theódór Friðriksson (Valur) les upp kafla úr skáldsögu eftir sig, er heitir „Utlagar“ á miðvikudaginn í Báfubúð. Bókmentafélagið ætlar að balda samkomn til minn- ingar um síra Matthías Jocliums- son nœsta laugardag kl. 5 í Nýja Bíó og befir sent öllum félaga- mönnum sínum innfcnbæjar, boðs- bréf um hana. Utanbæjarmenn í félaginu, t. d Hafnfirðingar og aðrir, sem kunna að vera hér staddir og vilja vera á þessarf samkomu, geta snúið sér til rit- ara fólagsins, Matthiasar Þórðar- sonar, og pantað hjá bonum að- göngumiða; aðg. kostar kr 250. Þeir haldaræðurá þessari mínn- ingarhátíð prófesíorarnir Eiríkur Briem og Sigarður Nordai og Einar H. Kvaran, skáld. Söng- sveit syngur nokkur lög undir stjórn Sigfúsar Einarssonar. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.