Vísir - 02.03.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 02.03.1921, Blaðsíða 2
Mási!* Rapid-Gylmderolía Damp-Cyiinderolía Blackvarnis. — Allir vélamenn ættu aö reyna vélaolSur frá L. C. Glad & Co. Kaupmannahðin. — Sýnishorn, verð og allar frekari upplýsingar geta menn fengið hjá okkur. Símskeyti frá fféttaritara Vísis. Khöfn 2. mars. Fulltrúar Þjóðverja í London. SímaS er frá London, að þang- að sé komin sendisveit Þjóðverja og hafist viíS í Savoy Hotel. Herfangi skilað. Símað er frá Búkarest, að Þjó'ð- verjar tjái sig fúsa til að endur- greiða þær 80 miljónir gullmarka, sem þýski herinn lrafSi á brott með sér úr Valakíu. Persar og bolshvíkingar. SímaS er frá Teheran, aS nýja stjórnin liafi undirritaS sáttmála við bolshvíkinga. Sildarmatsmálið. Eg hefi fyrir nokkru séS í blaS- inu „Fram“, 5. árg., 5. tbl., „Frumvarp til laga um skoSun á síld“, sem nokkrir SiglfirSingar hafa samiS. pegar eg hafSi lesiS og at- hugaS frumvarp þetta, varS mér það Ijóst, að það er aS ýmsu leyti mjög athugavert, og síst til þess fallið, aS bæta úr göllum þeim, sem nú eru á síldarmatinu yfir höfuS, jafnvel þó það sé samið af Sigl- firSingum, sem æ 11 u að vita manna best hverju ábótvant er. pó eg geti búist viS, aS ýmsir Siglfirðingar, og kanske fleiri, álítí mig ekki þann rétta mann, til aS gagnrýna frumvarpiS, þá ásetti eg mér að gera það, strax þegar eg hefði kynt mér innihald þess, lét það að eins bíða þangað til og sæi, hvort það yrði lagt fyrir þingið í þeirri mynd, sem Siglfirðingarnir höfðu skapað það í, og einnig þangað til greinargerð sú kæmi, er þeir ráðgerðu að láta fylgja. Nú er frumvarpið komið til þings- ins, ásamt greinargerðinni, og hefi eg átt kost á að heyra fyrstu fram- sögu flutningsmannsins, sem er I. þingm. Eyfirðinga, hr. St. Stefáns- son. Eg ætla nú að leyfa mér að fara nokkrum orðum um málið og greinargerðina, eða þau atriði, sem þeir leggja mesta áherslu á, höfund- arnir og flutningsmaðurinn. Aðalkjarninn virðist mér vera sá, að breyta matsfyrirkomulaginu, á þann hátt 1) Að matið framkvæmi að eins matsmenn, sem stjórnarráðið skipar, en ekki „yfirmatsmenn og undir- matsmenn", lögsfyipaðir, eins og verið hefir, og jafnframt að fjölga hinum stjórnskipuðu matsmönnum um t v o, í stað allra undirmats- manna; sbr. 2. gr. frumvarpsins. 2) Að afnema mat á nýveiddri síld; sbr. 3. grein. 3) Tilhögun á því mati, sem höfundarnir vilja hafa; sbr. 5. gr. 4) 6. grein gerir ráð fyrir út- flutningi á síld innan þriggja vikna (þ. e. fiskipakkaðri). 5) 7. grein bannar útflutning á allri þeirri síld, sem ekki hefir stað- ist matH, nema hún sé magaskorin og afhöfðuð. Fyrir þessum aðalkjarna frum- varpsins eru færðar ýmsar ástæður í greinargerðinni, en að eins litlar fyrir þeim fáu atriðum, sem miða til bóta, og er það líklega af skilj- anlegum ástæðum. pað er ætlast til þess, eftir því sem eg skil meininguna, að matið framkvæmi alls á landinu 6 — sex — menn. Einn á svæðinu frá Reykjanesi að Hornbjargi, tveir frá Hornbjargi að Ólafsfjarðarmúla, tveir frá Ólafsfj.-múla að Langa- nesi, og einn frá Langanesi að Reykjanesi. Við þetta fyrirkomulag er fyrst að athuga það, að samkv. greinargerðinni telja þessir heiðruðu Siglfirðingar nauðsyn á því, að lög- gjöfin miði að því, að Irpggja bet- ur en áður síldveiðarnar sem at- vinnuveg, og er eg fullI(omlega sam- mála þeim um þaB, en þá vil eg spyrja: Er það í raun og veru al- vara hjá þeim, að þessar tillögur þeirra miði í þá átt? Eg svara því hiklaust neitandi. pessar tillögur, sem felast í frumvarpinu, eru áreið- | anlega stórt spor aflur á bak í mats- málinu. ]7að er ekki nærri því eins | mikið, sem heimtað er af matsmönn- | unum að framkvæma, með þessu | málamyndakáki, sem 5. gr. ákveð- i ur, eins og útheimtist til fullkomitm- ar tryggingar fyrir gæðum vörunn- ar, eins og eg mun víkja að síðar. pó er það svo langsamlega ofvaxið 6 mönnum að framkvæma það, eða ■leysa svo af hendi, að nokkurt minsta gagn verði að starfi þeirra, IKanpið C0L6ATES haudsápsr Höfnm fyrirliggjandi: Handsápnr margar tegnndir. Þvottasipn „Octagon". Raksápn og Raksápndnft. o Jóh. Ólaf-íson & Co. CD Reykjavík. Seljið ^Colgatos41 sápur. og skal eg t. d. benda á, að samkv. 3. grein skal matsmaður „skera úr“, þegar ágreiningur verður um það, hvort ný síld er söltunarhæf, „og er dómur hans einhlítur“. — pessir menn sem frumvarpið sömdu, segjast hafa allra manna best vil á öllu, er að síidveiðum lýtur, og vil eg því spyrja þá, og um leið alla hugsandi menn: Hvernig álíta þeir að þetta fyrirkomulag reynist, ef slíkur ágreiningur kemur fyrir sam- tímis t. d. á Önundarfirði og á 3 —4 stöðum við ísafjarðardjúp, eða kanske víðar í umdæmi ísafjarðar- matsmannsins? Á hann þá í eigin háu persónu að yera staddur á öll- um þessum stöðum í einu? Eða ef i ágreiningur verður á Reykjarfirði, | Ingólfsfirði eða víðar við Húnaflóa og kanske við Höfðavatn, og á Siglufirði, eiga þessir tveir mats- menn, sem tilheyra Siglufjarðarum- dæminu, að vera staddir á öllum þessum stöðum í einu? Eða ef á- greiningur verður á Akureyri, Sval- barðseyri, Hjaltcyri, Hrísey, Dal- vík, Húsavík og Raufarhöfn undir eins, hvernig á þá að skifta þessum | tveimur mönnum, sem meta skulu á þessu svæði, milli allra þessara staða? pað er öllum mönnum, sem til þekkja, vitanlegt, enda játa höf- uoclar frumvarpsins það, að ágrein- ingur sá, sem hér um ræðir, er svo algengur, að fœrri eru þau tilfelli, að hann eigi sér ef(ki stað, en þau, að hann eigi sér stað, svo ekki virð- ist þurfa að eyða mörgum orðum um það, hvílík dómadags hugsun- arvilla hér er á ferðinni. I Um 5. greinina get eg eiginlega látið mér nægja að benda mönnum á, að kynna sér reglugerð þá eða erindisbréf fyrir yfirsíldarmatsmenn, j sem,sett var af stjómarráðinu síð- i astl. sumar (12. eða 14. júlí), sam- kvæmt tillögum meirihluta yfirmats- mannanna. í því eiu settar reglur fyrir endurmati á síld (þ. e. trpggu matí). Frá þeim reglum var „illu heilli' veitt undanþága fyrir fram- leiðsluna 1920, en það verður von- andi ekki gert oftar. Við saman- burð á þeim reglum og hinu hér um rædda frumvarpi þeirra Siglfirð- inganna, munu, menn geta glöggast séð, hvert það stefnir, en ekki get eg þó gengið svo fram hjá því, sero er aðalatriðíð í 2. málsgrein 5. gr„ að minnast ekki á það. par er svo ákveðið, að „opna skuli fyrir mats- mönnum 5—20% af þeim tunnum, sem meta skal“, og lítur út fyrir, aí 20% sé hámarl(ið. Ef ekkert finst athugavert í þeim tunnum, virðiá: svo, að gefa eigi matsvottorð um gæði síldar í 80% minst af þeim tunnum, sem matsmaðurinn hefír ekk'i skoðaB í. Eitt ákvæði 5. grein- ar er gott, það sem sé, að hafi síld „ekki verið skipuð út áður en 14 dagar eru liðnir frá matsdegi, skal mat fara fram að nýju.“ Eg er aS vísu þeirrar skoðunar, að líða megi lengri tími, þ. e. a. s. ef matið hefir upphaflega verið reglulegt mal, en ekki gagnslaust kák, eins og 5. gr. ákveður, en eigi að síður er nauð- synlegt að tiltaka einhvern tíma, t. | d. 3 vikur, ef síldin liggur svo lengi eða lengur frá því hún er metiii, og þá gæti einnig komið tii mála, aS nægilegt væri að opna svo sem 20% eða það, sem matsmaður kann að álíta nægilegt eftir atvikum. í 6. greininni er gert ráð fyrir út- flutningi „innan þriggja vikna“ og að þeirri síld fylgi einnig matsvott- orð, en á hvaða síldarskoðun það vottorð á að byggjast, verður ekki séð, ef afnumið er mat á nýrri síld, en síld skipað út jafnvel um leið og hún er söltuð, eins og sumir út- gerðarmenn hafa viljaö gera og jafnvel hefir verið gjört stundum. Um skoðun mína á þessu atriði, vi! eg vísa til greinar, er eg skrifaði í „Vísi“ fyrir nokkrum dögum, en það skal eg taka fram í þessu sam- bandi, að eg hefi ekkeit á móti því, að breytt verði til að einhverju leyti um mat á nýveiddri sfld, því eg hefi áður margsinnis látið þá skoðun í Ijós, sem Öllum, er til þekkja, ætti einnig að vera ljóst, að slíkt mat getirr aldrei orðið fullnœgjandi mat, heldur yfirlitsmal, sem ekki útilokar það, að í tunnurnar komist meira eða minna af skemdum síldum, og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.