Vísir - 01.04.1921, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1921, Blaðsíða 3
KKK8M Saltkjöt Nokkuö af eldra saltkjöti, höfum vér til sölu" Kjötiö er 4- gætlega verkað og hefir því geymst vel. — Verðið er 160 króuur tunnan. Kaapfélag Reykvikingi Laugaveg 22. Simi 7 2 8. Siövetlingar hálf- og heilsokkar í heildsölu hjá Sambandl Isl. Samvinnnfelaga. meft niðursettu verði lijá Jóu. ivoröfjörö. Þrjátíu stráka vll jeg fá á morguii kl. 1 tll að selja nr. 6 af Skemnitíblaðinu. Hallgr. Ben. Bergstaðastr. 19. nú sérprentuð og verður send .áskrifendum þessa dagana. Ný saga byrjar í blaðinu á morgun; hún er eftir Charles Garvice. eins og „Einþykka stúlkan“, og ,mun lesendum ekki þykja hún síðri en hinar fyrri sögur Gar- vices, sem Vísir hefir flutt. Áskrifendur geta menn enn orðið að sög- unni „Einþykka stúlkan“, ef 'þeir gefa sig fram innari fárra daga; þeir fá bókina lægra verði -en aðrir.« Umsækjendur um Árnessýslu eru Magnús Torfason bæjarfógeti, Kr. Linn et, Páll .Tónsson og Steindór Gunnlaugsson. Um Snður-Múla- sýslu sækja: Magnús Gíslason, Jón Sigtrýggsson, Sig. Sigurðs- son frá Vigur' Páll Jónsson og Páll Bjarnason, bæjarfógeta- fulltrúi. Viðskil'tanefndin hætti störfum i gær. Seðla- farganinu er aflétt frá deginum i dag. Trúlofuð eru ungfrú Ingigerður J'óns- dóttir. Nýlendug. 19. og Böðvar Pétursspn frá Fögrugrund á . Akranesi. U ngmennaf élagsf und ur verður haldinn í pingholts- stræti 28 i kvöld kl. 9. Skemti- fundur. Kaffi, brent og malað, kostar nú kr. 3.25 kílóið í Liverpool, ekki kr. 3,75, eins og misprentast hafði í augl. versl- unarinnar í Vísi í gær. Símskeyti frá fréttaritara Vísis. —o— Khöfn 31. mars. Karl kbnungur leitar til ríkis í Ungverjalandi. Páskadag kom Karl fyrrver- andi konungur Austumkis og Ungverjalands lil Búdapest, öll- um að óvörum og náði tali af forstjóra Hkisins, Horthy. Skömmu síðar yfirgaf konung- ur liöfuðborgina. samkvæmt j beiðni hclsiu stuðningsmanna j stjórnarinnar. Stjórnin gerði I ráðstafanir lil þess að konung- i ur kæmist klaklaust til hlut- j lnuss lands. fhúar Biidapestborg- i arvissu ekki um komu konungs. ! fyrr en hami var farinn. ! Berlínarfregn segir. að Imu : ungur hafi komið til Vínarbor ar á föstudaginn langa, með falsað vegabréf, stimplað á ensku. Gisti Iiann þar, og fögn- uðu vinir hans hoxnim leynilega. Laugardaginn fyrir páska fór hann til landamæra Ungverja- laníis og fékk þar nokkurt lið, en þegar það vitnaðist, mót- mæltu handamenn þvi, að kon- ungur af Hahshorgarætt kæmi ';i rikisi l'ngverjalancli, og'hétu Ii 'I'ei'ð, ef Karl færi ekki þegar lir landi og lii Svisslands. Alfons Spáuarkonungur hefir hoðið honum landsvist á Spáni. Kolaverkfall hafið á Englandi. Londonarfregn segir svo:* Hojrne, verkamálaráðherra hefir verið að semja við foringja námumanna og lýsti hann yfir, því, að haun gæti ekki lengur mælt með því, að núverandi kaupgjald liéldist. — FÖringjar fKvei flanelísskór góð tegarad hjl Steiiii Gnnnarssyni. Einþykka stúlkan. 122 gekk í milli þeirra, krosslagði hend- urnar á blævænginum og heilsaði lafði Bellairs með viðhafnar-kurteisi, sem viðhöfð er, þegar alls ókunnug- ur og óvelkominn gestur kemur í engra þökk. Ahorfendur litu forviða á þær; sumir brostu að vandræðum hinn- ar ósvinnu hoðflennu, og ef lafði Bellairs hefði haft helming vits móts viS frekju sína, þá mundi henni “hafa „skilist skensið", og liaft sig á brott. En hún var ófyrtin. „O, kæra ungfrú Harrington." sagði hún, „komið þér líka sæiar! Mér finst eg hafi ekki séð yður eða syst- ur yðar fögru í mörg hundruð ár.“ „Já, lafði Bellairs, við sáumst • síðast í kirkjugarðinum í Maltfield." Lafði Bellairs sótroðnaði. „Mér þykir vænt um að sjá blessaða syst- lUr yðar svona heilsuhrausta. |Eg heyrði ógurlegar sögur um heilsu hennar. þar sem við vorum í BelkiecuiTie á heimili lafði Catesby í Skotlandi, eins og þér. vitið.“ F'hilippa hneigði höfuðið. „pél segist hafa verið í Skotlandi, lafði Bellairs? pér hafið þá óefað heyrt þar mörg skotsk spakmæli. Ef til vill hafið þér þá heyrt þá ráðlegg- ingu, að „taka ekki um horn hirti særðum." Já, systir mín er albata. En læknar hafa tekið okkur vara fyrir, að láta nokkuð misjafnt mæta henni.“ Philippa, hin kurteisa og geð- góða stúlka, hneigði sig að kvo mæltu og sneri baki við hinni illu konu. Enginn vissi gerla, hvað varð um frúna eða dóttur hennar. Hún hvarf sviplega eins og hún kom. Ken- worth lávarður, sem verið hafði á- heyrsli þessa atviks, og skemt sér vel, fullyrti. að hún hefði ákallað guðina og beðið þá að láta jörð- ina opnast og gleipa sig, og hefði henni orðið að bæn sinni. „Mér hefir altaf fundist, ungfrú Harrington," sagði hann alvarlega, „að þér værið ekkert nema hjarta- gæskan og yður væri kærara að taka á yður langan krók, heldur en stíga á særða flugu.“ „pað má vel vera,“ svaraði Philippa, roðnaði við og dró þungt andann, „en eg skyldi ganga á mig langan krók til að stíga á dui- arbúna eiturflugu. Lafði Bellairs hefir einu sinni sært systur mína sári og eg hét því þá, Kenworth lávarður, að eg skyldi einhvern tíma hefna þess.“ Hann horfði augnablik hljóður á hana og undarlegum ljóma brá fyr- ir í augunum, eins og hann hefði ekki, í raun og veru, séð Philippu fyrri en þá. pví næst hneigði hann sig og gekk frá henni. En áður en kvöldið var liðið, kom hann til henn- ar. „Ungfrú Harrington,“ sagði hann, og röddin var einkennilega feimnisleg og hikandi. Eg var að tala við föður yðar . .. . “ Philippa hrökk við og sagði: J.' «* a. „Já, og hann var svo ástúðlegur að bjóða mér til Howells.“ , „pað mundi fá okkur mjög mik- illar gleði, að sjá yður þar, Ken- worth lávarður," svaraði hún inni- lega. „pakka yður fyrir,“ sagði hann mjög alvarlega. „Vinur minn. Ce- cil, höndlaði hamingjuhnoss sitt í Howells. Ef til vill — það er að segja — þakka yður fyrir, já, eg ætla að koma.“ „Sérðu þessi tvö, sem eru að tala þarna saman?“ sagði Cecil við Carrie; þau voru að ræða saman fjarri gestunum. Carrie kinkaði kolli og sagði: „Já. En hvað Kenworth lávarður virðist vera ánægður og hrifinn. „Já. Eg hefi aldrei séð hann slí^an áður. Carrie mín góða, mér kæmi ekki á óvart, þó að lafði Kenworth yrði einhvern tíma í ætt þinni. Án þess að eg vilji nokkru spá, þá er eg illa svikinn, ef Ken- worth lávarður býr ekki yfir ein- hverjum stórræðum.“ Cecil varð sannspár um þetta. Á brúðkaupsdegi Carrie var ekki að eins lafði Neville í ætt hennar, held- ur og lafði Kenworth. SöGULOK. f>eir sem ætla að eignast Ein- þykku stilkuna fyrir lægra verð- ið eru beðnir &ð gefa eig fram «era fvr«t. Afgrelðsla Visiq, Rovkjavfk Gerið svo vel að senda mér ....eint. af ,Einþykka stálkan' Nafn .......;.................... Heimili ........................

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.