Vísir - 03.06.1921, Síða 3

Vísir - 03.06.1921, Síða 3
Y'iSÍJ* leildsala — Imboðsverslun Fyrlrilsgjandl ■ Búsáhöld margsk. úr prima alnminium og emaillie, livergi édýrari né smekklegri. Leitið okkar fyrst, það borgar sig best. Tilboð óskast á isl afnrðnm fob. einknm fiskl, nll og lýsi. Sigfis Biðndah! k Co. Símí 7 2 0. Lækfargötn 6 B. Styrktarsjóður W. Fischer’s. peir, sem vilja seekja um styrk úr sjóSi þessum, geta fengið prent- uS eyðublöð hjá Nic. Bjamason. Bónarbrjefin þurfa að vera komin til stjómenda fyrir 16. júlí n. k- Chevrolet-flntniagahifreið ný uppdubbuö í besta standi, kraftgóð og gangviss til sölu, ef um semur. Uppl. í slma 31 og 520. Dana-palmin trá Korsör-smjörlikisgerðinui i Danmörku er besta "og drýgsta plöutufeiti sem til landsins flytst. Engiu húsmóðir má áu þess vera. F©st í mörgum matvöruverslunum bæjarins. í heild«ölu hjá gcrói jafntefli í einum (Vik.) og : tapaði einurn. Víkingxir gerði jafn- tefli í tveim (Fram og Valur) en tapaðí einum (K. R.f. Fram tap- ■ aði 2 og gerði jafntefli í i. — Yf- irleitt léku alliv flokkar rösklega og munurinn ekki meiri en svo_, aö crfitt er að spá nokkru um úrslit milli þeirra næst. i j Hjúskapur, S.l. laugardag voru gefin saman í hjónabarid Kristinn J. Markús- 1 son kaupmaöur og Emilia Péturs- : dóttir. | Afmæli. Húsfrú Guðný Siguröardóttir, Klöpp. er 50 ára í /fag. Dánarfregn. f morgun andaöist hér í bænum husfrú Þorbjörg Pétursdóttir, móðir Péturs kaupm. Gurinásson- ar og þeirra systkina. KosDiogar á Italfn. Allsherjarkosningar eru nýskeð um garS gengnar á Ítalíu ogvarþeim allmikill gaumur gefinn íöSrumlönd- um, með því að bolshvíkingar hafa verið þar allháværir og umsvifa- mikiir. Nýkomin ensk blöð segja fregnir komnar úr flestum kjördæm- um og úrslitin fyrirsjáanleg, þau, að Giolitti-stjórnin sigri. Henni hefir aukist fylgi frá því er síðast var kosið, jafnaðarmenn hafa víða hald- ið sínu og aukist fylgi í Mílano, en tapað þó nokkrum þingsætum. — Fremur fáir bolshvíkingar hafa náð kosningu og fylgi kaþólska flokks- ins hefir þorrið meira en búist var við. 0. Friðgeirsson & Skúlason Hafrarstræti 15. Simi 465. frá Korsör-smjSrlIkisgerðinni er fyrirtaksgott eu mjög ódýrt eftir gæðnm. Geymist lengi óskemt. Fæ-.t í heildsölu hjá 0 Friðgeirsson & Skálaion, Hafaarstræti 15. Sími 465. Aðalfandnr Sögufélagsins verður haldian í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins laugardaginn 4. jiní kl. 9 síðdegis Félagsstjórnin. Trú.loíunaríiring:ar Fjölbreytt árval ávalt fyrirliggjandi af trúlofunarhringum Pétnr Hjaltested Lækjargöta 2. STELLA 36 eg að horfa framan í greifynjuna? Hvað ætli þau segðu? ]?au mundu saka mig um að hafa rænt ást yðar.“ ,,pér hafið ekki rænt. Engin klaustur-nunna hefði getað verið hrekklausari en þér, Stella. ]?ér hafið ekki rænt; það er eg, sem hefi gefið — gefið yður alt.“ „]?að er alveg sama,“ sagði hún, ,,þau mundu iáta sér mislíka það. Ó, það getur ekki orðið.“ „Get-ui ekki orðið,“ endurtók hann brosandi. „En það hefir þegar skeð. Er eg líklegur til að elska og sjá mig um hönd í sömu andránni, Stella. Lítið þér á mig. Er eg þess legur, að eg muni svigna eins og reyr, fyrir hverjum vindblæ, blíðum eða stríðum? Nei, Stella, — sú ást, sem eg ber til yður, breytist ekki, og henni verður ekki aftrað, jafnvel þó að þér segðuð mér, að þér elskuðuð mig ekki og gætuð ekki gert það, þá mundi ást mín þó ekki deyja. Hún hefir fest rætur í brjósti mér, — er orðin brot af sjálfum mér. Engin stund hefir Kðið svo, síðan eg sá yður fyrst, að eg hafi ekki hugsað um ýður. Stella! ]?ér hafið jafnvel yitjað mín í draumí. Mig hefir dreymt, að þér hvísluðuð að mér: „Eg elska þig." Látið þér þann draum rætast. Ó. yndið mitt og ástin; látið þér hjartað ráða, og segið þér mcr, ef þér elskið mig. Sjáið þér til, Stella, þér eruð mér alt, — rænið rnig ekki hamingjunni. ]?ér efist ekki um ást mfna?“ Efart um ást hans! ]?að hafði Stellu aldrei til hugar komið, aldrei haft minstu ástæðu til þess, því að hvert orð hans og tillit bar á sér sannleik- ans merki. En þó vildi hún ekki láta undan. Jafn- vel meðan hann var að tala, fanst henni hún sjá » huganum hið alvarlega andlit jarlsins, horfa á hana með ströngum áfellingarsvip; — hún sá í huganum hin fögru augu jarlsfiúarinnar, sá hana j horfa á sig af kaldri vanþóknun, undrun og furðu- í legri lítilsviiðingu. Alt í einu heyrði hún fótatak og þaut á fætur, til þess að geta flúið frá Trevorne lávarði, ef þörf gerðist. En hann var ekki einn þeirra manna, sem auðgert er að stjaka úr vegi. pegar Stella reis á fætur, tók hann um handlegginn á henni, hægt og blíðlega, af ástúðlegu sannfæringarafli, og dró hana að sér. „Komið þér með mér,“ sagði bann. „Verið þér hjá mér augnablik.. LítiS þér á, dyrnar eru opnar, — það er vel hlýtt. Við getum verið ein hér. Ó. yndið mitt, látið þér mig ekki lifa við óvissu." Hún fékk ekkert viðnám veitt, og hann leiddi liana út á hjallann utan rið höllina. Hægur, blíð- ur, sumarhlýr, blær, bærði lauf trjánna; frá ánni heyrðist straumniður, þar sem hún féll fram af stíflugarðinum, en niðri í skóginum heyrðist tfl næt- urgala. „Við erum hér tvö ein, Stella,“ hvíslaði hann. „Svarið þér mér nú. Hlustið þér á mig, einu sinni enn, ástin mín! Eg er ekki þreyttur að segja yður, hvað mér býr í brjósti; eg verð aldrei þreyttur á því. Eg elska yður — Eg elska yður! Svarið þér mér, Stella! Komið þér fast að mér. Hvíslið þér því! Hvíslið þér: ,Eg elska þig,‘ eða rekið mig frá yður. En þér ætlið ekki að gera það; nei, þér gerið það ekki!" Hann gleymdi því, sem hann Irafði lofað henni: að vera kurteis og stiltur, hann^lagði handlegginn 'iim mittið á henni, dró iiana að sér — og kyst: hana. Unaðsylur læsti sig um hana; himininn virtist sökkva úr sýn, sjálf nóttin standa á öndinni og bíða. Hún varð gagntekin af ákaflegum sælutitr- ingi, samfara þeim mjúka sársauka, sem unaður- inn hefir ævinlega í för með sér, og bún lagði höf- uðið við brjóst hans, huldi augun og hvíslaði: „Eg elska þig!" Ef orðin voru honum mikilsverð, — hinum ver- aldarvana manni, sem mörg fögur stúlkan hefði verið fús til að lúta f lotningu — ef þ,au voru honum mikilsverð, hversu miklu voru þau henni þá mikilsverðari? Alt hið sáklausa traust, sem hún bar til hans, lagði hún í þessi þrjú orð. Með þeim hafði hún lagt æsku sína í hendur honum, falið honum hið flekklausa, hreina, ósnortna hjarta sitt. Hún hafði ríkulega enduigoldið honum ást hans, af heil- um hug. Hann setti hljóðan í svip, starði á stjörn- urnar hugfanginn, titrandi af fögnuði yfir þessari óbrotnu, hljómfögru ástarjátning Stellu. Síðan þrýsti hann henni að sér og kysti hana hvað eftii' annað á hárið og handlegginn, sem hún hafði lagt yfir brjóst hans. „Yndið mitt, yndið mitt!“ hvíslaði hann. „Ev þset,ta í raun og veru satt? Ó, elskan mín, mér finst allur heimurinn orðinn breyttur. pú elskar mig? Heyrðu, Stella, það er svo furðulegt, að mér skilst það ekki. Lofaðu mér að horfast í augu við þig. ]?ar sé eg sannleika’'n.“ Hún hallaðist innilegar upp að honum, en haun lyfti hægt höfði hennar og horfði lengi í augu henn*. Svo laut hann hægt niður og kysti hana einu sinni — fast og lengi. Stella lokaði augunum og fölnaði við kossinn. En svo lyfti hún hægt upp höfðinu. andvarpaði cfurlágt, og kysti hann aftur, koss fyrir koss. pau mæltu ekki orð af vörum. pau stóðu þögul hvort hjá öðru og hún hallaði höfðinu að brjósti hans. Tími og rúm var þeim horfið, öll veröldin viitist hafa numið staðar j Stella virti fyrir sér stjörnurnar og hlustaði efbr ! árniðinum, nærri hugstola og gerði sér óljósa grein

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.