Vísir - 15.09.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 15.09.1921, Blaðsíða 2
X.- £i& iMknHMiÖLSiiffillHershey’s Átm^m 09 fiSfoni fyrirliggjandí: Choeolade, Coeoa, The. Símskeyt frS fréttaritarm Víalt, Khöfn 14. sept. frar og Bretar. Sendimaður Sinn-Feina var á ráfetefnu meö Lloyd George í gær, en er nú farinn aftur til Dublin, til aö gefa skýrslu, svo aö hægt sé aö ganga frá svari Sinn- Feina. Ný Balkan-styrjöld? Enska blaöið Daily Chronicle birtir þá fregn, aö ófriöur sé haf- inn milli Rússa og Rúmena og irússneskar hersveitir séu komnar yfir landamæri Rúmeníu. Frá Aþenu er símaö, aö Tyrkir, Búlgarar og Rússar hafi gert meö sér leynisamning um samtaka aö- för aö Rúmeníu, Serbíu og Grikk- landi. i SíldarverðiS. Frá Kristjaníu er símaö, aö ts- lensk síld hafi í fyrsta sinn veri'ö veröskráö þar í vörukauphöllinni í gær. Veröi'5 var ákveöiö 85 krón- ur (norskar) á 90 kg. tunnu. Skattamái Reykjavíkur. Eins og kunnugt er, setti síðasta alþingi ný lög um tekjuskatt. Hér skal eigi aS svo stöddu rætt um þaS, hversu hyggileg sú lagasetning hafi veriS í einstökum atriSum, en varla munu lögin eiga miklum vinsældum að fagna. Hér skal aS eins getið um eátt atriði þeirra, er sérstaklega snert- ir Reykjavík. Tekjuskattinn hér í Reykjavík hefir hingað til sérstök skattanefnd lagt á. í henni hafa setið borgar- stjóri og 2 bæjarfulltrúar. Nú er gert ráð fyrir að breyting verði á þessu. Lögin mæla svo fyrir, að um ákvörðun skatta þessara hér í bæn- um skuli skipa fyrir með konungl. tilskipun eftir aS samið hefir verið um það við bæjarstjórnina. í tilskip- un þessari má gera breytingar á skipun niðurjöfnunarnefndar, tölu nefndarmanna og kosningu og fela sérstökum manni starf skattanefndar og niðurjöfnunarnefndar. í ákvæði þessu er því gert ráð fyrir, að samvinna verði milli lands- stjórnarinnar og bæjarstjórnarinnar um skipulag á ákvörðun tekjuskatt- arins til landssjóðs og útsvaranna til bæjarsjóðs, að þetta hvorttveggja sé sameinað og falið sömu stofnun. Getur varla orkað tvímælis, að slíkt fyrirkomulag sé sjálfsagt og mjög heppilegt. Allar ástæður mæla með því að þessi störf fari saman. Lögin veita t. d. skattanefnd víðtækan rétc til að heimta efnahagsskýrslu gjald- anda. pær skýrslur eiga að verða grundvöllurinn undir álagningu tekjuskattarins. Um Ieið yrðu þær auðvitað til mjög mikillar leiðbein- ingar við niðurjöfnun útsvaranna. En með fyrirkomulagi því, er nú er, mundi niðurjöfnunarnefnd engin not hafa af þeim skýrslum. Ef sama stofnunin hefði hvorttveggja starfið á héndi, mundi niðurjöfnunin verða mjög auðvelt verk, þegar allar efna- hagsskýrslurnar yrði hafðar til hlið- sjónar og jafnframt tryggilegri og réttlátari en niðurjöfnunin nú er og hlýtur að verða með núverandi fyr- irkomulagi, þegar niðurjöfnunar- nefndin í lang flestum tilfellum verð- ur að leggja á eftir ágiskun um efnahag gjaldanda. Skattamál bæjarins eru orðin svo umfangsmikið mál, að fyrir löngu er orðin naúðsyn á því, að sett yrði á fót föst stofnun, sem hefði þau með höndum. pað fyrirkomulag, sem hingað til hefír verið, að ætla mönn- um að jafna sköttum niður eftir per- sónulegri þekkingu þeirra á högum gjaldenda, getur verið gott í fámenn- um hreppum, þar sem hver maður gjörþekkir hagi annars. En í bæ með 18000 íbúa og 7000 gjaldendur er slíkt fyrirkomulag ótækt. Auk þess er niðurjöfnunin svo mikið starf, að engin sanngimi er að ætlast til að menn ynni það af hendi sem borg- aralega kvöð. pað mun láta nærri að maður, sem situr eitt kjörtímabil (6 ár) í niðurjöfnunarnefnd láti bæj- arfélaginu í té ókeypis á þeim tíma 1 árs og 3 mánaða vinnu, að reikn- uðum fullum vinnutíma. Slík kvöð nær vitanlega engri átt. Nú kemur til kasta landsstjórnar- innar og bæjarstjórnarinnar að semja sín á milli um hið nýja skipulag. 1 Niðurjöfnunarnefndin hefír einróma skorað á bæjarstjórnina að taka sem fyrst málið til framkvæmda, en samningar þessir þurfa að vera full- gjörðir fyrir nýár. Málið verður á dagskrá á bæjarstjómarfundi í dag. I Vbi */* og Vx R>3' dósum, höfam við fyrirliggjandi. Yerðíð að mnn lægra en verið hefnr. Jöh.. Olaísson & Co. Sfmar: 584 & 884. Beykjavik. Simnafni -Juwel". Góð kaup! gerið þér ennþé, með þvi að koma á lltSÖlTUlia, sem heidnr áfram i nofekra daga. ------ ttfc' Lánið. Af því aö menn eru orðnir óþol- inmóöir mjög, eftir a'ð fá fulla vitneskju um lánskjörin á breska láninu, fór Vísir aö leita frétta af fjármálará'Sherranum um þetta í gær. Ráöherrann sagði, að stjórn- in mundi bráðlega senda blöðunum skýrslu um lántökuna til birtingar almenningi, en að svo stöddu gæti hann ekki slcýrt frá lánskjörunum út í æsar. En það fullyrti hann, að lánskjörin væru yfirleitt eins góð og búast mætti við, eftir öllum á- stæðum. Lánið er veitt til 30 ára, eins og áður er kunnugt, þó má endur- greiöa það að fullu að 10 árum liðnum, ef stjórnin telur það hag- kvæmt, en þá greiðist það með 3% álagi, 103 pund fyrir hver 100. Lán- tökuafföllin eru 15%; ríkissjóður fær sem sé að eins 425 þús. pund sterling af lánsupphæðinni, þessum 500 þús. pundum. Þar frá dregst þó enn 1%, eða 5000 pund sterl., í ómakslaun handa milligöngumönn- um. Og enn fellur nokkur kostnað- ur á lánið, sem leiðir af beinni framkvæmd lántökunnar, prentun- arkostnaður skuldabréfa o. fl. f krónum verður upphæðin því að líkindum töluvert undir 9 milj. Enn er að eins helmingur lánsins greiddur, og mun nál. þriðjungi upphæðarinnar hafa verið varið til greiðslu á skuldum í Englandi, en hitt „yfirfært“ til Danmerkur, og l' verður þvt ekki með vissu sagt, hvað mikið lánið verður í dönskum 1 krónum. Varla verður þó gert ráð | fyrir því, að það verði meira en sem svarar 21 kr. gengi á sterlings - i pundi. En fari svo, hlýtur að lok- i um að verða nokkurt gengis-tap á láninu, jafnvel þó að pundið verði komið niður í venjulegt verð, þ. e. um kr. 18.20, þegar lánið verður endurgreitt. Hvað er þá orðið um allar spárn- ar um stórgróðann á gengismunin- um, sem svo mjög var haldið á loftí um eitt skeið? — Þær hefiú einhvernveginn „dagað uppi“ í höndum stjórnarinnar. En því til sönnunar, að þær spár hafi þó átts' við nokkur rök að styðjast, má geta þess, að Danir tóku lán í Ameríku í fyrra, og voru afföllin á þvt láni ekki nema 6%. Ef afföllin hefðu ekki orðið meiri á þessu láni, þá hefði það orðið nál. einni mil- jón meira í krónum. Og þá munar ]>að heldur ekki litlu, hvort 3—4 krónum meira eða minna fæst fyr- ir hvert pund sterl. Mikið er um það rætt, hverníg- láninu muni verða skift milli bank- anna. En það mun órátSið enn. RíK- issjóður tekur til sinna þarfa ltk- lega 1Y2 milj. kr., og ef svo vertf- ur úr hlutakaupunum t íslands- banka, verður væntanlega ekki mikið eftir til skiftanna. Og hvað hrökkva nú þessar 9 milj. kr. ? Erlendar skuldir annars bankans voru í vor um 9 miljónír kr. Lániö hrekkur því vafalausfc hvergi nærri til að borga skuldir, hvað þá að nokkur afgangur verði af því. A.jlt.xh ttlf. I Bsjarfréttir. Gullfoss kom síðdegis ,í gær, norðan og vestan, með margt farþega. Þar á meðal voru: Guðmundur Thor- oddsen og kona hans, Eggert Claessen, August Flygenring, W. Olgeirsson, Páll Jónsson cand. júris, Jón A. Jónsson bankastjóri, Viggo Sigurðsson og Jón Marjas- son frá ísafirði, báðir á leið til Khafnar. —: Gullfoss fer héðan í kvöld með fjölda farþega til Leitli og Kaupmannahafnar. Guðm. Fggerz, fyrrum sýslumaður, er orðinn fulltrúi bæjarfógetans á ísafirði og farinn þangað vestur. Oddnr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.