Vísir - 21.09.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1921, Blaðsíða 2
VÍSIR Octagon” Þvottas ápan HSfam í'yrirliggjaadi: Jer viönrkead af þeim er 'reynt hafa, &ö vera s4 besta sem fáanleg er. Ef þiö ekki n4 þegar notiö „OCtagOn", þá dragíö ekki að kaupa hana til reynsln, því að nota „Octagon11 pVOttaS^PU er sparnaður á ailan máta. CqIbl Stivelsi SkðgaH Seglgarn frá fréttaritara VfsU, Khöfn 20. sept. írsku samningarnir. Frá London er símaS, aS de Val- era sími orSsendingar til ensku stjórnarinnar hvaS ofan í annaS, Lloyd George bíSi átekta og haldi samningaleiSum opnum. — BlöSin telja orSsendingar de Valera miSa aS því einu aS reyna aS láta svo Iíta út, sem írar beri enga ábyrgS á því, þó aS samningunum verSi slitiS. Uppreisnin á Indlandi heldur áfram og breiSist út um landiS. Húsnæðiseklan. Eitt af mestu vandræSamálunum hér í Rvík, sem einna mest kemuv viS stóran meiri hluta borgarbúa, er húsnæSismáliS. HúsnæSiseklan og húsaleigan kemur hart niður á borgarbúum. „Seint vaknar sá, sem aldrei vaknar,“ finst manni oft eiga viS að segja um bæjarstjórnina hér. En viti menn! Nú rumskar hún. A síðasta fundi sínum, um miðj- an þenna mánuð, þegar að eins er eftir hálfur mánuSur til venjulegs haustskildaga, samþykir hún aS láta fram fara mat á hverri IeiguíbúS í bænum. pó þetta kynni nú að geta haft einhvern árangur til umbóta, þá er orðið of áliðið timans nú, til þess að þetta geti hafl nol(l(ur áhrif á kom- andi vetri. Að minsta kosti einn veturinn enn verða því leigjendur hér að búa við sama okrið og sömu afarkostina og aS undanförnu. Skilríkir menn, sem verið hafa á ferð hér í nágrannalöndunum. og heyra og sjá hvaða kjör og kosfi menn eiga hér við að búa í þessum eínum, standa undrandi og orðlaus- ir, sem von er á. Enda mun það mála sannast, að slík ósvífni eigi sér hvergi stað nema hér. Að hafa gætur á því, að slíkt okur og ósvífni ekki geti þrifist hér, er auðvitað bein shplda bæjarstjórn- arinnar. En þeirri skyldu hefir hún gersamlega brugðist hingað til, og þessi framannefnda tillaga hennar er lítilsvert kák, sem vanséð er að komi að neinu haldi. Og hvað kom- andi vetur snertir, er hún þýðingar- laus. Eg hefi ekki trú á því, að með neinum nefndaskipunum verði neitt verulegt gagn unnið í þessu máli. Aðalmeinið liggur í því, að húsin eru of fá, eða fólkið of margt. Bjargráðið er því innifalið í því að fjölga húsunum, og koma í veg fyrir of mikið aðstreymi að bænum. Bærinn byrjaði á því fyrir nokkru að gefa mönnum kost á leigulóðum innan bæjarlandsins. En kjörin voru að ýmsu leyti óheppileg, og leigan alt of há. Alt sem hafðist upp úr því „bjarg- ráði“, var, að bygðir voru í Skóla- vörðuholtinu mestmegnis óhæfir hjallar til mannabústaða, sem ekk- ert verðmæti er í, og enginn lítur við, nemk í sárustu neyð. Og ekki ber á því, að nokkurt eftirlit hafi verið haft með því, hvernig þessir hjallar voru bygðir og frá þeim gengið. Bæjarstjórnin þarf að taka upp annan sið, ef duga skal. Hún þarf að gefa þeim, sem þarfnast fyrir, og vilja leggja út í að byggja sœmileg mannahíbþli, kost á byggingalóð- um með öðrum kjörum en undan- farið. Hún á að láta af hendi lóðina undir hvert hús (lóð, sem ekki sé minni en t. d. 150—200 ferálnir) leigulaust í t. d. 5 ár. Að þeim tíma liðnum sé lcðin metin, annaðhvorc til hæfilegs eftirgjalds, eða sölu með skynsamlegu verði, en ekki reykvísku húsabraskara verði. En þau skilyrði á jafnframt að setja, að á fvrsta ári eftir að lcð er tekin á leigu þann- ig, sé bygt á henni íbúðarhús, sem ekki megi reisa án þess að bygg- ingarnefnd hafi samþykt fyrirkomu- lag þess, efni og frágang. peim, sem með þurfa, á bæjar- stjórnin að hiálpa til að byggja yf- ir sig, á þann hátt að lána þeim fé til húsbyggingarinnar, eða ábyrgj- ast lán þeim til handa til þess, með kjörum, sem ekki reisa lánþiggjend- um hurðarás um öxl. Efni til slíkra húshygginga, sem- ent, við, þakjárn o. s. frv., ætti bæj- arstjórnin jafnan að útvega lysthaf- endum ti! katips. Ætti henni að vera það hægt, ekki síður en einstökum Agætur Hirðfiskur fæst í versl. Visir. „spekúlöntum" (jafnvel innan núv. bæjarstjórnar). Á þann hátt gæti alt efni orðið mun ódýrara en ann- ars er kostur á. Skal eg ekki fara frekar út í það atriði að þessu sinni, en það veit eg, að jafnvel eins og nú standa sakir, mundi mega kom- ast að samningum um byggingar- efni við útlendar verksmiðjur með betri kjörum en slíkt efni er fáan- legt hjá ýmsum frambjóðendum hér á staðnum. Til eru einnig margar verksmiðj- ur, bæði í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi, sem smíða hús og selja til- búin til uppsetningar, við mun lægra Verði en undanfarið hefir verið fá- anlegt hér. pessar þjóðir liggja með miklar viðarbirgðir, sem fást munu fyrir ólíkt lægua verð, en hér heima er um að gera, einkum ef í stórum stíl er keypt (heilum skipsförmum). Slík tilbúin hús er fljótlegt að reisa og ef nokkur, eða nokkuð mörg, hús af sömu gerð, væru pöntuð í einu, yrði verðið á þeim mun viðráðan- legra, en hér hefir verið kostur á og verða inun fyrst um sinn. pað getur máske orðið að ein- hverju liði, til þess að bæta úr húsa- leiguokrinu, að framkvæma tillög- una um matið. En úr húsnæðisvand- ræðunum bætir það ekki. Til þess að bæta úr þeim er ekkert annað ráð en að byggja, og gera mönnum fsert að' byggja. A þeirri tillögu eins bæjarfull- trúans (Jóns ]7orlákssonar) að skipa efnamönnunum að byggja yfir sig, en vera ekki leigjendur, hefi eg ekki mikla trú. — Bæjarfulltrúanum gleymdist raunar, að gera grein fyr- \ ir því, hvernig sú tillaga væri fram- \ kvæmanleg. Eg skoða hana að eins sem fyrirslátt, að minsta kosti þang- að til hann skýrir, hvernig hún sé framkvæmanleg. Mig minnir, að til hafi verið, og sé máske til enn, á- kvæði um, að taka megi herbergi af þeim bæjarbúum, sem álítist að hafi of mörg, og leigja þeim, sem skortir húsnæði. Eru nokkur dæmi til, að það hafi verið gert hér? Eru ekki aftur á móti allmörg dæmi til bins, að með leyfi bæjarstjórnar, hafi mörg herbergi og íbúðir (jafn- vel heil hús) í bænum verið tekin og breytt í svonefndar „skrifstofur" ýmsra verslunarbraskara, eða búð- arholur til þess að selja í ýmsar ó- nauðsynlegar vörur? En eitt ■ er víst og satt, og það er: aS svo búið má ekki standa, og strax í haust er sþylda bæjarstjórn- ar að hefjast handa til umbóta. Borgari. Idnaður Pjóöverja. f—O—Í ÞjóSverjar eru nú teknir a5 gerast öðrum þjóðum erfiðir keppi- nautar í iðnaði. Hafa Þjóðverjar Iöngum staðið í fremstu röð iðn- aðarþjóðanna, og nú er samkepn- in sérstaklega erfið, sakir þess hvað gengi marksins er lágt, og einkum verðnr slík samkepni örð- ug Bandaríkjunum. Verksmiðjufélag eitt i Banda- rikjunum, „Intertype Corporation", sem býr til setjaravélar, skrifar umboösmanni sinum hér á landi (Jóh. Ólafsson & Co.) á þessa leið: Vegna þess hve gjaldeyrisgengi í Norðurálfuni er lágt, má heita að ómögulegt sé að selja „Intertype“- vélar til annara landa í samkepni við þýsku Mergenthaler Linotype- verksmiðjuna, og þess vegna hefir Intertype-félagið samið við Krupps- verksmiðjurnar i Essen i Þýska- landi um smiði á „Intertype“-vél- um til að selja í öllum Norður- álfulöndum, öðrum en . löndum bandamanna, sem geta fengið vél- arnar frá verksmiðjum félagsins í Englandi. — Þannig leggur Banda- ríkjafélagið til gerðina og nafnið á vélarnar, til þess að halda markaðinum, en Þjóðverjar leggja til efnið og vinnuna. Frakkar hafa samið um kaup á mestu kynstrum af iðnaðarvörum frá Þýskalandi, upp í skaðnbæt- urnar, sem Þjóðverjar eiga að greiða þeim á nætu árum, eink- anlega á varningi, sem þarf tii viðreisnar á orustusvæðinu á Norð- ur-Frakklandi. Hefir það mælst misjafnlega fyrir, að Þjóðverjar skyldu latnir sitja fyrir þeirri vinnu, en stjórnin ber það fyrir sig, að með þeim hætti sé þó samkepni þýsks iðnaðar á erléndum mark- aði að nokkru leyti bægt frá, auk þess sem Frakkar fái með þess- um hætti ódýrari varning til sinna þarfa en þeir geti sjálfir framleitt. Gullfoss kom til Leith í gær á útleið. VerS á kjöti og slátri auglýsir Sláturfélag SuSurlands í blaSinu í dag. Gildir það verð til 10. október. VeSriS í morgun. Hiti hér 7 st„ Ves'm.eyjum 6, Grindavík 7, Stykkishólmi 8, ísa- firði 7, Akureyri 7, Grímsstöðum 4, (Raufarhöfn, engin skeyti), Seyð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.