Vísir - 22.10.1921, Síða 2
VIS* H
H8?ura fyrirliggj*»dl:
0 M A-smprliki
Kokkepige paimín
Útgerðin
kaupgjaldið og kolatollurinn.
Samningar hafa nú um hríð
staðið yfirmilli útgerðannanna
og' sjómanna um kaupgjaldið
a botnvörpungunum, og hefir
ekki gengið saman enn. Horf-
urnar eru vitanlega engau veg-
inn glæsilegar fyrir útgerðina,
enda telja útgerðarmenn óhjá-
kvæmilegt að lækka kaup skips-
hafnanna mjög mikið. Sjómenn
vilja líka ganga að einhverri
lækkun, en hvergi nærri eins
mikilli og litgerðarmenn telja
nauðsynlega til þess að útgerð-
in geti borgað sig'.
pað er vitanlegt, að mjög
mikið tap hefir orðið á útgerð-
inni tvö síðustu árin, og að
minsta kosti sum útgerðarfé-
lögin geta alls ekki haldið á-
fram, nema nokkurn veginn
trygt sé, að svo fari ekki enn.
— það er talað uin, að láta „hor-
gemsana“ eiga sig, en gálaus-
lega er það talað. Ekki geta all-
ir hásetar af\20 tqgurum feng-
ið skiprúm á skipum þeirra
fáu félaga, sem ef til vill gætu
staðist það, að tapa á útgerð-
inni eitt áríð enn. Og hvernig
færi svo næsta árið, ef enn tæk -
*ist illa til, og þessi fáu félög,
sem nú eru talin svo „grunn-
múruð“, yrðu lika að gefast
upp? .— pað stoðar ekkert að
„slá um sig“ með þvi, að þá geti
rikið tekið við, eða sjómenn-
irnir sjálfir „leyst skipin frá
garðinum“. Utgerðin verður að
bera sig, hver sem rekur hana,
og það stoðar ekkert að leysa
skipin frá garðinum, ef ekkert
fé er til, eða fáanlegt, til rckst-
Ursins. Og féð fæst væntanlega
ekki, nema full vissa sé um það,
eða að minsta kosti miklar lík-
ur til þess, að útgerðin beri sig.
Nú getur verið svo ástatt, að
útgerðin geti ekki borið sig með
þvi kaupgjaldi, sem sjómenn-
irnir þurfa til að framfleyta sér
og sínum, þó að alt annað til
útgerðarjnnar sé sparað eins og
hægt er, og kemur þá vitanlega
til athugunar, á hvern'háti hið
opinbera geti hlaupið undir
bagga. Hugsanlegt er, að til þess
þurfi að taka nú. Yrði það þá
væntanlega fyrst fyrir, að létla
af sköttunum, og lægi næst að
létta af kolatolliuum, sem nú er
10 kr. á smálest. Kolatollurinn
er afskaplega ranglátur og
þungur skattur á útgerðinni.
Hann var lagður á í því slcyni,
að vinna upp tapið á kolabirgð-
um þeim, sem landsverslun átti
í lok ófriðarins. En kolabirgðir
þessar voru ekki fluttar inn i
þógu útgerðarinnar sérstaklega,
heldur fvrsl og frémst til að
tryggja samgöngurnar við önn -
ur lönd og svo til eldsneytis í
landinu. pað er því algerlega
rangt, að láta togaraúlgerðina
bera tapið að mestú leyti. En
framvegis verður þessi tollur að
nokkru leyti sérstakur skattur
á þeim mönnum, sem atvinnu
hafa á botnvörpungunum, bein-
línis tekinn af kaupi þeirra, séiii
svarar um 500 kr af kaupi
hvers manns! Er ólíklegt, að
nokkur maður verði til þess að
mæla svo himinhrópandi rang-
læti I)ót, og hvað sem tapinu á
kolunum líður, þá verður að al-
nefna þennan toll þegar í stað.
— Ef það verður gert, mundu
litgerðarmenn geta borgað
hverjum háseta alt að 500 kr.
hærra kaup á ári, og hugsanlegt
væri, að sú upphæð gæti riðið
baggamuninn, svo að samkomu-
lag næðist milli sjómanna og
útgerðarmanna. — Eftirgjöf á
öðrum sköttum gæti og komið
til mála, en hér skal það mát
ekki rætt frekara,
Visir er sammála þeim mönn-
um, scm segja, að „togararnir
verði að ganga“ til veiða i vel-
ur. Um það eru líklega allir
Reykvíkingar sammála. Og að
sjálfsögðu verða sjómennirnir
að halda fast á sanngjörnum
káupkröfum, sjálfra sin og
skylduliðs síns vegna. Hinu
mega þeir þó ekki gleyma, að
þeir eiga sjálfir mikið á hætt-
unni, ef samningar takast ekki
og litgerðin stöðvast.
„SANITAS"
sælsuftiv ern geröar úr berj-
um og sykri eins og b e s tu
útleiidar saflir. — Þœr eru
Ijúffengar, þgkkár og lila vel.
Sími 190.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. li síra
Jóh. j?orkelsson (ferming); kl,
5 síra Bjarni Jónsson (altaris-
ganga).
Til Hafnarfjarðar fara
bifreiðar alla daga oft á
dag. Einnig' til Vífilsstaða,
frá bifreiðastöð Steindórs
Einarssonar. Símar 581 og
838. pægilegar og vissar
ferðir.
sk liLj áirn
no ‘24, 6-0 fet, lítið eitt eltir
’ óselt,
Járnið er 30 þuml breitt og
mjög vel garfaniserað.
TaSið við okkur i dag
Þóílfiií* Smnggon & Co.
Fermingarkort,
nijög falleg, með ísl. erínd-
um, og óvenjulega falleg bóka-
kort, enn fremur heillaskeyti, og
er úr miklu að velja; fæst i
Safnahúsinu.
í frikirkjunni í liafnarfirði kl.
1 síi’a Ól. Ólafsson (missera-
skifti) og fríkírkjunni hér kl.
5 síra ÓI.. Ólafsson (missera-
skifti). Prófessor Har. Níelsson
prédikar kl. 2.
í Landakotskirkju. Hámessa
kl. 9 f. h. og guðsþjónusta með
prédikun kl. 6 siðd.
Messufall
verður i Hafnarfjarðarkirkju
á morgun vegna gyllingar á
kirkjunni.
Gullfoss
á að fara héðan kl. 9 í fyrra-
málið. Kemur við i Vestm.eyj-
um og Reyðarfirði. Fer þaðan
til Björgvinjar og Khafnar.
Roma,
norskt gufuskip. kom hingað
i morgun með kolafarm til Th
Thorsteinssonar.
Silfurbrúðkaupsdag
eiga á mánudaginn frú Stef-
anía Guðmundsdóttir og' Borg-
þór Jósefsson bæjargjaldkeri.
Veðrið í morgun.
F.rost í Rvík 1,6 sl. Engin
skeyti frá Vestmannaeyjum og
Grindavík. Stykkishólmi hiti 1
st„ en frost á öðrum veðurat-
huganastöðvum sem hcr segir:
ísafirði 2,8, Akureyri 11, Gríms-
stöðum 11, Raufarliöfn 6, Seyð-
isfirði 6,2. (Engin skeyti úr
Hornafirði). þórsliöfn 1 Færeyj-
um 0,3 st. Snjókoma i Rvílc.
Loftvog lægst fyrir suðvestan
land, fallandi. Suðaustlæg átt.
Óstöðugt veður.
Botnia
fór í gærkveldi frá Siglufirði
áleiðis til Khafnar. Kemur við í
Færeyjum.
Málverkasýning
■\Tóns Stefánssonar verður op-
in á morgun í síðasta sinn.
Iteindór
&
Til fifiistaða
U. m/, og 2%.
Til Rsfnarfprðar
hvern kitima.
Paatið far i ttau.
trá bifreiðastöð
(Homið á Hafnarstræti og
Veltusunái, raóti O. John^
eon k Kaaber).
Farmiðar seldir á afgr,
Símar:
581 og 838.
Málverkasýningu
opnar Eyjólfur Jónsson Ey-
fells á morgun í húsi K. F. U. M.
Verður Opiri kl. 12—5.
Sumarkaupi tapað.
Maðurinn, sem tapaði sunt-
arkaúpinu í haust, biður þes*
getið, að peningarnir hafi verif
á fjórða liundrað, eða nákvæm-
lega kr. 320.00. —Gjöf lil þessa
manns hefii- Vísi borist, 10 kr.
frá A. L. . >j
Glímufél. Ármann
byrjar æfingar sínar i kvöid
kl. 7 í leikfimishúsi mentaskól-
ans.
St. Mínerva
heldur fund i kvöld. Kosning.
Hlutaveltu
og skemtun fyrir templara
lieldur st. Skjaldbreið á morgun
kl. 7. í G. T. húsinu.
Máiverkasafnið
í alþingishúsinu er á morguu
opið kl. 12—2. en annars er þaf
ætíð sýnt kl. 1—2 á sunnudög-
um.
Fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar var nýlega
samþykt á bæjarstjómarfundi.
Breytingar þær, er bæjai’stjórn-
in gerði á fjárhagsáætlun borg-
arstjóra, námu að eins 750 kr.
Otsvör bæjarbúa eiga að lækka
nm 27 þúsundir króna, úr 10*
þús. í 82 þúsundir.
Hvítabandið
líeldur hlutaveltu annað kvötó.
Aðgangur kostar 25 aura, er
greiðisí i smápeningum.