Vísir - 09.12.1921, Síða 2

Vísir - 09.12.1921, Síða 2
 DMaim Með „í«laadi“ vantanlegar Eldspýtur Hrísmjöl Hrisgrjón Haframjöl Sagogrjón Kartöflumjöl Ivartöflur Kaffi Exportkaffi Uppkveikja Apricols, þurkaðar Epli, juirkuö Sveskjur Rúsínur Bakara-rúsínur Heill kanel Blegsóda , Sóda Baunir Vindlar Jðlakerti. SUr kerti. Olfafataaða r Hvað á é| að geia i jóIagjöU HJA Haraldi. t AMsemd. Símskeytf frá fréttaritara yíete. Khöfn 8. des. Frá Washington-ráðstefnunni. Símað er frá Washington, að japanska stjórnin hafi fallist á •flotamálatillögur Hughes. — Sendinefnd Kínverja hefir hótað að rjúfa ráfistefnuna, 'ef ágengni Japana verði ekki hamlaö. Briand fær traustsyfirlýsingu. Frá París er símað, að franska þingið háfi rae'S yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða samþykt traustsyfirlýsingu til Briands fyr- ir framkomu hans á Washington- ráðstefnunni. írsku samningarnir. Frá London er simaS, að breska þingið eigi að koma saman á mrð- vikudaginn, og verður það einn merkilegasti fundur í sögu breska þingsins. Dail Eireann, þing Sinn- Feina, kemur saman á fimtudag. Lloyd George er hættur við 'ferðina til Washington. .....- -........... —...........— Hafið þér lesið ,Jólagjöfina‘? „UppreMn“. ii. Menn geta vel skilið það, að 'Ólafi Friðrikssyni hafi fallið það þungt, að verða að láta rússneska drenginn fara frá sér. — Það hef- ir jafnvel verið talað um harðýðgi og „ómannúðleg“ lög í því sam- bandi, en lögjn um eftirlit með út- lendingum eru ekkert eins dæmi í því efni. Engu minni „harðýðgi“ kemur fram t. d. í b e r k 1 a- v a r n a 1 ö g u n u m, sérn sam- þykt voru á síðasta þingi. I þeim er heimilað að taka börn frá for- eldrum, til að nindra smitun. og ýms öimur ákvæði þeirra laga BESTA DÓSAMJÓLKIN ER: ,Dykeland Brand‘ og ,Lybby’s‘. Reynið hana. I heildsölu og smásölu. Versl. B. H. BJARNASON. munu þykja allharðýðgisleg, að minsta kosti mörgum þeim, sem þau ættu að þola, ekki síður en þessi „ómannúðlegu“ fyrirmæli laganna um eftirlit með útlending- um. En öll slík lög eru vitanlcga sett í þeim tilgangi að koma 5 veg fyrir enn meira böl. Þess vegna verða einstaklingarnir að þola þau, þó að sárt þyki. En telji menn lögin of harðýðgisleg, þá getur þó vitanlega ekki verið um neina aðra leið að ræða, til að ráða bót á því, en að fá lögunum b r e y 11 á löglegan hátt. Ef ein- hver einstaklingur þverskallast við að hlýða lögum, hver sem nú lögin eru, þá er það í raun og veru tilraun til uppreisnar, og verða þá stjórnarvöldin að gera þær ráð- stafanir, sem þau telja nauðsynleg- ar, til að brjóta þá tilraun á bak aftur. Og þær ráðstafanir bljóta auðvitað að verða eftir því, hvers stjórnarvöldunum v i r ð i s t við þurfa. Því er nú liarðlega neitað, að jÖIafi Friðrikssyni hafi verið nokkur bylting eða uppreisn í hug. En þegar stjórnmálaleiðtogi, sem öllum vítanlega hefir haldið bylt- ingarkenníngunum mjög á lofti og ótvírætt spáð því, að bylting væri í nánd. lýsir því yfir, að hann ætli ekki að þola löglega stjórnarráðstöfun, safnar að sér mönnum og verst framkvæmd þessarar ráðstöfunar með valdi, j)á verður að virða mönnum það til vorkunnar, þó að þeir átti sig ekki á því þegar í stað, að jietta sé ekkert annáð en „óðs manns æði“ eða fljótræðisflan, sem maðurinn þurfi að eins að fá svo sem viku frest til að átta sig á! Þeir sem kunnugir eru liugsun • arhætti alls almennings hér í bæn~ um vita' það ofur vel, að bér er enginn ,jarðvegur‘ fyrir .bolshev- isma‘. Bolshevisminn hérna er mestur i orði. Og vitanlega befði þetta „upp])ot‘‘ Ölafs Friðriksson- Fimtudaginn i. desember and- aðist að heimili sínu, Torfastöðum í Grafningi, ekkjan Katrín Jóns- dóttir. Jarðarförin ákveðin 16. des. ar hjaðnað niður í fæðingunni, ef málið hefði verið tekið nógu ein- beittum tökum þegar í byrjun og stjórn og lögregla notið þeirr- ar virðingar almennings sent vera ætti. — Hins vegar hafði stjórnin vitanlega fullan rétt til þess að safna liði, eða „kveðja saman her“, ef menn vilja heldur orða þáð þannig, til jæss að koma fram á- kvörðun sinni, ef hún áleit að þess þyrfti. Og því verður ekki neifað, að Ólafur Friðriksson hafði gefið henni átyllu til að gera það. Sá liðsamdráttur var vitanlega ekki hafinn gegn f r i ð s ö m u m borg- tírum, eins og sagt hefir verið. heldur gegn mönnum, sem risið höfðu gegn löglegum stjórnarráð- stöfunum. Það var ekki „skorin upp herör“ gegn neinum við- urkendum stjórnmálaflokki, ekki gegn neinni stétt manna, heldur að eins gegn Ólafi Friðrikssyni og þeim mönnum, mörgum eða fáum* sem til þess kynnu að verða, að fylgja honum að þessu máli. Annað mál er það, að vera mætti, að stjórnin hefði sýnt það í þessu máli, að hún sé ekki vaxin þvi, að stjórna, að hún hafi ekki sýnt þau hyggindi eða þá lagni, sem æflast rrtáfti til. — Það er sagt. að hún hafi „látið kúga sig“ til að gera það, sem hún gerði, að hún hafi ekki ráðið við neitt, og jafnvel framið lagabrot. Það liggur i augum uppi, að slíkum sakargiftum á hendur stjórnarinnar ber að skjóta til þingsins og krefjast rannsókn- ar, ef nokkur rök eru fyrir þeim. En hitt er með öllu rangt, og getur að eiris orðið til ills, að nota jæss- ar sakargiftir á hendur stjórnar- innar, til æsíriga, að öllu órann- j sökuðu. Það er hætt við því, að : slíkar aðfarir verði fremur til þess að spilla málstaðnum eri að bæta hann, í augum allra gætinna manná. j Halið þér lesið ,Jólagjöfina‘? Herra ritstjóri. Út af grein i blaði yðar 5. þ. m. með yfirskriftinni „Hneykslis- mál“, bið eg yður um að birta eftirfarandi athugasemd. Stjórnarráðið hefir tjáð mér að það hafi ekki sett herra Petersen neitt- skilyrði um það, að hann færi ekki í mál við landssíma- stjóra, ennfremur að skipun nú- verandi stöðvarstjóra í Vest- mannaeyjum var ekki á móti ósk eða vilja stjórnarráðsins heldur éftir satnráði við landssímastjóra. Hvorugur ráðherranna, sem nú eru heima, hefir heldur látið í ljós neitt það, er hægt sé að nota til þess að rýra álit lands símastjóra, eins og gert er í nefndrí blaðagrein. Það er leiðinlegt að herra Peter- sen sknli enn enga atvinnu hafá fengið frá þvi er hann sagði upp stöðu sinni í Vestmannaeyjum og fluttist til Reykjavíkur, en við því get eg ekki gert. En þétta getur ekki gefið honum eða nokkrum öðrum manni rétt til þess áð komá ókurteislega fram gagnvart mér eða að reyna að koma inn úlfúð milli stjórnarinnar og mín. Það sem eg hefi lofað herra Pe~ tersen liefi eg auðvitað staðið við. Rvík 8. des. 1921. Ó. Forberg. Frá Danmðrk ■—*—- Samkvæmt ,Finanstidende‘ hef- ir verðlagstalan í Danmörkti hækkað um 2, upp 5 188, í nóvem- bermánuði. Undanfarna mánuðf liafði vöruverð farið sílækkandi. Samkvæmt skýrslum, sem birt- ar bafa verið þessa dagana, umt utanrikisverslun Dana, liafa verið fluttar inn vörur fyrir 90 milj. kr. umfram það, sem útflutningurinri nani, síðustu 10 tnánuði (til októ- berloka). Árið 1920 var mismui*- ur á innflutningi og útflutningfi um 1300 milj., en þetta ár er bú- ist við að hann fari ekki yfir 100 milj. og batnar þá verslunarjöfn- uður Dana um 1200 milj. ■* Atvinnulausum mönnum hefié

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.