Vísir - 13.12.1921, Side 3

Vísir - 13.12.1921, Side 3
VÍSIR Ráðherrann sagði þá einnig við mig, að það væri að sínu fyrirlagi að synjunin hefði ver- ið send mér skriflega, „til þess að fyrirbyggja misskilning um þetta atriði síðar meir.“ 3) Greinina „Hneykslismál“ i Vísi 3. og 5. þ. m. hefi eg alls ekki skrifað og því síður beðið nokkurn mann að skrifa um málið; eru því orð landssíma- stjóra um ókurteisi af minni hálfu bygð á tómum misskiln- ingi. Aftur á móti skal eg taka það fram, að allar tilvísanir í nefndri grein eru réttar, eins og allir munu geta staðfest, sem haft hafa skjölin til meðferðar. 4) Eitt aðalskilyrðið af minni hálfu fyrir uppsögn minni dags. 11. maí 1920, var að landssíma- stjóri veitti mér og konu minni atvinnu til bráðabirgða við) simastöðina hér strax eftir komu okkar hingað; lofaði hann að gera það ef kringumstæður leyfðu, en skilyrðislaust lofaði hann að gera alt sem í sínu valdi stæði til þess að eg fengi fasta stöðu, sem álíta mætti, að eg gæ.ti gert mig ánægðan með. Hann hefir ekki veitt mér neina atvinnu til bráðabirgða þrátt fyrir itrekaðar tilraunir minar, ekki heldur hefi eg feng- ið neina fasta stöðu, en eg hefi verið algerlega atvinnulaus síð- an eg 1. ágúst í fyrra varð að sleppa stöðu minni í Vestm.- eyjum — sem eg hefi gegnt frá þvi síminn var lagður þangað 1911 — þar sem ástæður mínar leyfðu mér ekki lengur að leggja til fé við starfrækslu stöðvar- innar. Að framantaldar upplýsingar séu að öllu leyti nákvæmar og sannar get eg staðfest með eiði, hvenær sem þess er þörf. Rvík 10/i2 1921. A. L. Petersen. „SANITAS“ sœtsaftir eru gerðar úr berf- um og sykri eins og b es tu útlendar saftir. ■— Þær eru Ijúffengar, þgkkar og lita vel. Simi 190. tá Bátur strandar. Vélbátinn Trausta rak á land á Kjalarnesi atifaranótt sunnudags- ins. Báturinn er eign Jdhanns Eyj- ólfssonar í Brautarholti og hefir veriS notaöur til mjólkurflutninga hingaS. í morgun fór bátur h.f. Kol og Salt upp eftir, til aS reyna aS ná Trausta á flot. E.s. ísland fer héSan í fyrsta lagi um há- degi á morgun, vestur og noröur um land til útlanda. Veðrið í morgun. Hiti í Rvík 2 st., Vestmannaeyj- um 2, Grindavík i, Stykkishólmi -4- i, ísafiröi -4- 3 Akureyri -4- i, Grímsstö'ðum -f- 7, Raufarhöfn -4- 3, SeySisfirði -4- 1, Hólum t Hornafirði 1, Þórshöfn í Færeyj- um 2, Jan Mayen -4- 5 st. — Loft- vog lægst fyrir norðan Iand, stíg- andi. Vestlæg átt. Horfur: SuSlæg átt á suöurlandi, vestlæg á norS- austurlandi. Mjög óstöðugt veður. Lagarfoss á aS fara héðan áleiðis til New York kl. 2 í dag. MeSal farþega verður Jónas læknir Kristjánsson, sem ætlar að dveljast vestan hafs nokkra mánutSi. Dánarfregn. Frú Þórdís Þorsteinsdóttir, kona Jóhannesar Sigurjónssonar á Laxamýri, dó á heimili sínu síð- astliðinn laugardag, 10. þ. m. Var banamein hennar heilablóðfall. — Frú Þórdís var ættu’S frá Há- mundarstöðum í Eyjafirði. Hún var hin mesta myndarkona og sam- hent manni sínum um alla rausri. Þeim hjónum varð 12 barna auð- ið, en af þeim dóu 6 drengir, en 6 dætur eru á lífi. Hjúskapur. Sunnudaginn 4. þ. m. voru gef- in saman í hjónaband Guðríður ísaksdóttir frá Fífuhvammi og Ásbjörn Guðmundsson, nemandi í Kennaraskólanum. Síra Jóhanri Þorkelsson gaf þau saman. Menja seldi afla sinn í Englandi í gær fyrir 760 sterlingspund. Háskólafræðsla. Kl. 6—7 í kvöld: Prófessor Guðmundur Finnbogason: Samlíf- ið og þjóðarandinn. Af veiðum komu í gærkveldi Þórólfur (190 tn. lifrar) og Egill Skallagrimsson Ælgið Mjttt. Rollnpylsíi. lata. Tólfl. Mataryerslun (140 tn.). Þeir hafa báðir veitt í salt. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í fyrra- dag. Kemur hingað um 20. þ. «a. Gömlu hjónin, sem voru að bei'Sast hjálpae. t Vísi á laugardaginn, hafa fengiö 20 kr. aS gjöf frá „Þórði“. Griinmarnir. 43 hafði alt í einu langað til að tala, — segja fleira en ráðlegt var. Aldrei hafði þagmælska Cartoners komið hon- um að jafngóðu haldi sem næstu augnablikin, með- an þaulvanur smiður var að tylla skeifunni undir klárinn. Aldrei hafði hann orðið var við einkenni- Iegri þögn hjá öðrum og aldrei látið jafnhættuleg orð ósögð sem þá. pví að Kosmaroff sat um hann eins og köttur um mús. Að baki honum var lokað hliðið, en frammi fyrir honum stóðu mennirnir í hálfhring og sá ógerla framan í þá fyrir myrkri, en sjálfur horfði hann beint í ljósið. pað var ekki árennilegt að vera þarna einn á móti ellefu, í kol- svarta haustmyrkri, tvær mílur frá Varsjá. Hann taldi þá ósjálfrátt, eins og menn gera oft í lífs- háska, þegar þeir eru að telja upp, hvaða ráð séu til að sleppa. Hann neytti allra ráða, sem honum var unt og nú komu honum að miklu gagni kunn- ugleikar á þjóðerniseinkennum og lundarfari manna. Hann fór hægt að öllu og gaf óvinum sín- um tóm til að sannferast um, að rangt væri að drepa hann. H.ann þóttist viía, að þeir niundu komast að því í tæka tíð, því að þeir væru ekki eins og Frakkar eða Keltar, sem fyrst hefði drep- ið hann en síðan viðurkent yfirsjón sína á auga- bragði. peir voru Slafar, eða með öðrum orðum íhugunarsamasta þjóð í heimi, en ekki mjög fljót- huga. pess vegna gaf hann þeim tóm til íhugun- ar, Rússland verður líka að fá tóm til íhugunar, en það mun að lokum komast á hátird frægðar, þegar framtíðarstefna þess hefir fullkomlega feng- ið að njóta sín, — þegar höfundur þessarar sögu og lesendur eru löngu, löngu orðnir að dufti og ösku. Cartoner fékk verkamanninum hálfa rúblu, sem hann tók við og muldraði einhver þakklætisorð, en síðan sneri Cartoner að hliðinu, sem var lok- að. pá varð önnur þögn og dyravörðurinn leit spurnaraugum á Kosmaroff. „Eg er yður mjög þakklátur," sagði Cartoner við Martin, sem gekk með honum að hliðinu til þess að opna það. En þá gaf Kosmaroff dyra- verðinum merki og hann hljóp að hinu þunga hliði til þess að, ljúka því upp. Martin stóð næstur Cartoner og tók ósjálfrátt í ístaðsólina, meðan Cartoner fór á bak. „Bjargaði lífi yðar,“ hvíslaði hann. „Eg veit það,“ sagði Cartoner og sneri sér í söðlinum til þess að kasta kveðju á mennina, sem stóðu bak við hann. Hann horfði yfir höfuð þeim, inn um dyragættina, en sá ekkert. En nú vissi hann þó, hvar skotvopnin voru falin, sem Cable skip- stjóri flutti út í Norðursjó á skipi sínu „Minnie". „Eg veiddi betur en eg bjóst við,“ sagði hann við sjálfan sig, þegar hann reið frá járnsteypusmiðjunni fram með ánni. Hann lét klárinn stíga liðugt og síðan valhoppa eftir auðum og rykugum veginum. Hesturinn var furðulega viljugur og skilaði vel, svo að maðurinn, sem Kosmaroff sendi til að veita honum eítirför, varð fljótt Iafmóður og neydd- ist til að hverfa aftur. pegar nær dró borginni, fór Cartoner að hægja á sér. Ekki virtist það mjög fá á hann, þó acf hann hefði verið í brýnum lífsháska síðan- un sólarlagsbil, og hann leit rólega í kringum sig og höndin titraði ekki á beislistaumunum. Hann var einn þeirra manna, sem gerði sér ljósa grein fyrir skyldu sinni og vék hvorki t3 hægri né vinstri á vegi skyldunnar, hverju sem mætti. Hann var bæði hugrakkur og þolinmóður og neytti þess, án þess að láta sig miklu skifta, hvort það yrði honum sjálfum til einhverra ó- þæginda. „pessi Cartoner,“ var Deulin vanur að segja, „gefur sumum hlutum alvarlegan gaum, en hirð- ir ekkert um það, sem mér er hugleiknast, — svo sem samkvæmi og þess háttar. En þó komumsfc við oft að sama marki, en hvor fer sín götu.“ Og þetta var hverju orði sannara. Deulin komst að sínu marki með getgátum en Cartoner með umhugsun. „A hættustund vil eg hafa Cartoner með mér,“ hafði Deulin einhvern tíma sagt. Cartoner hafði og oftar en einu sinni sýnt það mjög greinilega, aö hann skildi og kunni að meta þetta sambland af hetjudáð og gjálífi, sem vakið hefir undrun og aðdáun alls heims á Frakklandi. En þessir tveir menn báru sig aldrei saman um neitt, hjálpuðust aldrei að, höfðu engin minstu trúnaðarmál saman. Jósop P. Mangles var þeim ólíkur. Hann tal- aði mjcg opinskátt um starf sitt.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.