Vísir - 03.03.1922, Síða 2
yisiR
DHam
Höfum fyrirliggjandi:
Maismjöl,
Haíramjöl,
tlveiti,
Hrisgrjón,
Libby’# mjólk,
Þurk. Apricots,
Stearin kerti.
itbrei
iKinnar
á íslandi.
Prófessor Sæmundur Bjani-
héðinsson hefir ritað langa grein
i febrúar-tölublað Læknablaðs-
ins um útbreiðslu holdsveikinn-
ar hér á landi, og' hefir leyft Vísi
að birta úr henni kafla þann,
sem hér fer á eftir.
„1. okt. 1898 var Holdsveikra-
spítalinn tekinn til afnota, sam-
kvæmt lögunum frá 4. febr.
1898, um einangrun holdsveikra
frá öðrum mönnum og upptöku
þeirra i spítala.
Undirbúningur liafði verið all-
mikill á undanförnum árum,
fyrst og fremst rannsóknin mn
útbreiðslu holdsveikinnar í land-
inu (Ehlex-s 1894 og 1895 og
hreppstjóraskýrslurnar frá árs-
lokum 1896. Ehlers fann eða
frétti um alls 158. Samkvæmt
skýrslu G. Björnsonar, sem sam-
in var upp úr hreppstjóraskýrsl-
unum í árslok 1896, vissu menn
þá.um 181 sjúkling.
Með einangrunarlögunum fra
1898 var héraðslæknum fyrir-
skipað að gefa árlega skýrslu
um tölu holdsveikra manna í
béruðum sínum, en á fyrstu ár-
unum fjórum voru skýrslurnar
svo ófullkomnar og vantaði úr
svo mörgum héruðum, að eigi
var mögulegt að semja neina
aðalskýrslu upp úr þeim, en
slílcar skýrslur eru nauðsynleg- Árslok I spítala Utan spítala Saratals
ar, ef menn eiga að geta fengið 1901 61 108 . 169
nokkra hugmynd um áhrif ein- 1902 61 102 163
angrunarlaganna á holdsveikina 1903 63 95 158
Fyrsta aðalskýrslan er frá árs- 1904 58 87 148
lokum 1901, en hin síðasta frá 1905 61 69 130
árslokum 1920. 1906 57 66 123
Eins og vænta má, sjá lækn- 1907 47 63 110
arnir oft og einatt sjúklingana 1908 48 56 104
ekki fyr en nokkrum árum eft- 1909 52 52 104
ir að hin fyrstu holdsveikisein- 1910 52 44 96
kenni eru komin í Ijós og geta 1911 50 40 90
þvi þeir sjúklingar eigi komið 1912 54 39 93
í liéraðslæknaskýrsluna fyr. En 1913 58 32 90
þar er svo tekið fram, hvenær 1914 54 31 85
sjúkdómurinn liafi byrjað. 1915 52 26 78
Með því að athuga sjúkdóms- 1916 51 26 77
lýsingar sjúklinganna í Laugar- 1917 52 25 77
nesi og skýrslur héraðslækn- 1918 50 23 73
anna, fær maður þvi með nokk- 1919 47 23 70
urnveg'inn vissu að vita, hvenær sjúkdómseinkennin liafi komið 1920 45 22 67
i Ijós, og með því móti verður hægt að segja, hve margir liolds- * Skýrsla þessi Læknablaðinu. er ítarlegri
veikir hafi verið í hvcrju béraði
í raun og veru það árið. Vitan-
lega reikna eg ekki menn holds-
veika á undirbúningstímanum.
Hann er óviss og mislangur,
enda væntanlega ekki nein hætta
af sjúklingunum á þeim tíma.
Ársskýrslumar verður þannig
að endurskoða og endurbæta að
minsta kosti á næstu fimm ár-
unum eftir að þær koma út.
í árslok 1896 vissu menn um
181 holdsveikling eða öllu held-
nr 179 því tveir voru áreiðan-
lega ekki holdsveikir. Með
stuðningi skýrslna heraðslækna
á fjTsta tug aldarinnar og
Holdsveikraspítalans sést, að þá
hafa að minsta kosti 237 verið
holdsveikir hér á landi, og
svona hefir það gengið einnig
með ársskýrslur lækna um
holdsveikina. pær hafa þurft
leiðréttingar við eftir á og hlýt-
ur svo að vera.
Á þessum 4 árum, frá 1896
—1900, hafa að öllum líkind-
um einhverjir dáið af holds-
veiklingum, sem óskráðir voru.
Svo mismunurinn á upphaflegu
tölunni og þeirri síðari mundi
sjálfsagt hafa komist eitthvað
upp úr 58.
Skal nú setja hér tölu holds-
veikra í Iandinu í 20 ár, frá árs-
lokum 1901—1920*, eftir því
sem menn nú vita best um
byrjunartíma sjúkdómsins, mið-
uð við sjáanleg og finnanleg
sjúkdómseinkenni.
Eins og' getið var, voru að
minsta kosti hér á landi:
|í árslok 1896: 237 holdsveikir,
— 1901: 169 —
- — 1920: 67 —
Talan i árslok 1896 hefði
væníanlega mátt og átt að vera
eitthvað hærri, þegar miðað er
við byrjun sjúkdómseinkenna,
og sama má óeíáð segja um töl-
una frá 1920 og næstu árum
þar á undan. Hins vegar lítii
ástæða til að ætla, að tölurnar
fyrir árin 1901—1915 breytist
neitt verulega úr þessu.
Tilgangur holdsveikralaganna
var fyrst og fremst að vemda
landsmenn frá smitun ,og þar
með að útrýma holdisveikinni
úr landinu. Að þessu takmarki
hefir verið stefnt og það verður
eigi annað hægt að segja, en að
við séum á réttri leið. Fækkun
lioldsveikra á þessum 20 árum,
úr 169 ofan í 67, bendir greini-
lega á það, og það eins þótt gert
væri ráð fyrir, að nú væm 72—
75 holdsveiklingar í landinu, í
stað þeirra 67, sem við í árslok
1920 vissum um.
Eg tel engan vafa á þvi, að
okkur takist að losna algerlega
við þennan illa sjúkdóm með
þeirri bardagaaðferð, sem vér
höfum beitt Iiér lögum sam-
kvæmt, en hvað langan tíma það
tekur enn, skal engu spáð um.
pó finst mér ýmislegt benda á,
að tíminn ætti ekki að verða
mjög langur.“
Bannlaga breytiDgnnnm
mótmælt af framkvæmdanefnd
Stórstúkunnar.
Framkvæmdanefnd Stórstúk-
unnar hefir sent þingmönnum all-
sköruleg mótmæli gegn bannlaga-
breytingarfrumvarpi stjórnarinnar
og birtist hjer aöalefni þeirra:
Vér leyfum oss fyrst og fremst
í þessu efni aö benda á, að hér
viröist ekki vera um verslunar
samning aö ræöa frá Spánverja
hálfu. Sést þaö á þvi, aö þeir gera
engar kröfur til vor um kaup á
spönskum vörum, hvorki vinum né
ööru. Frá Spánverja hálfu er hér
um stefnumál aö ræða, enda mun
það vera beinlínis framtekið i bréf-
um þeirra.
Þegar á þetta er litið, er auðsætt
að mál þetta er þá fyrst og frems:
sjálfstæðismál af vorri hálfu.
Spánverjar vita, að ísland er
sjálfstætt ríki. Spánverjar vita, að
hér eru bannlög í landi. Samt
\ leyfa þeir sér að gera kröfur þær
um breytingar á sérlöggjöf vorri,
bannlögunum, sem frumvarpið fer
fram á. Er slik krafa því bein kúg
unartilraun þess máttarmeiri viö
, hinn minni máttar. Því er haldið
fram, aö slíkt nái engri átt, þvi
sjálfsákvörðunarréttur vor sé ekki
fyrir borð borinn. Vér getum valið
hvort við viljum lieldur: halda
bannlögunum óbreyttum og sæta
verri tollkjörum eða öfugt. Þetta
er rétt. Vér getum valið á milli á
sama hátt eins og fátækur barnn-
maður getur valið á milli — séu
honum settir kostirnir — hvort
hann vilji heldur halda atvinnu
þeirri eða stöðu, er hann hefir og
ganga til kosninga meö húsbónda
sínum gegn eigin sannfæringu og
stefnu, eða halda sannfæringir
sinni og þar með eigin virðingu og
sóma sjálfs sín, en verða atvinnu-
laus og eiga undir kasti, hvernig
úr muni rætast að geta séð sér og
sínum farborða.
Því er haldið fram, að vér séum
neyddir til að taka þann kostinn
að slaka til á bannlögunum vegna
þess, að vér þolum ekki að verða
fyrir því fjárhagslega tjóni. sem
óhagstæður tollur mundi skapa
oss.
Hvort liér verður, yfir höfuð að
tala, um tjón að ræða fyrir íslenska.
fiskiframleiðendur, er ekki hægt
að fullyrða. Sú almenna regla, að
neytendur vörunnar borgi innflutn-
ingstollinn en ekki framleiðendur
hennar, gildir hér sem annarsstað-
ar, nema eitthvað sérstakt komi
til. Það er heldur ekki hægt að
segja hve mikið tjónið yrði, —■-
ef um tjón fyrir framleiðendur
væri að ræöa, — meðal annars
vegna þess, að ekkert liggur fyrir
um það, hverjum tollkjörum vér
mundum verða að sæta hjá Spán-
verjum, ef vér nú neitum að breyta,
bannlögum vorum.
Ef að þessum ókjörum Spán-
verja væri nú gengið, hvar eru þá
takmörkin fyrir því, hvað oss yrð*.
boðið ? Gæti ekki skeð, aö Eng-
lendingum dytti í hug að heimta
landhelgi vora fyrir sinn fiski-
flota? Það kom til tals hér um árið
að leigja Englendingum ákveðið
svæði af landhelginni. Væri ekki
ástæða til að óttast, að slíkt gæti
vaknað aftur
Hvað er líklegra, en að ítalir,
sem kaupa mestallan smáfisk vom,
gangi á lagið, er þeir fá fréttina,
og geri ívilnunarkröfur til vor?
Hvers vegna skyldu þeir ekki gera
það, þegar þeir sjá, að ekki þarf
annað en að gera kröfurnar til þess
að fá þær uppfyltar.
Hvað er sennilegra en að Norð-
menn vildu fá ýmsar ívilnanir til
síldveiða hér við strendur landsins,
en gera oss ella þungar búsifjar
bæði með auknum tolli á kjöti vorti
og fleiru og það því fremur, sem
þeir sjálfir standa í harðri deihi
við Spánverja út af banninu
norska. Mundi undanlátssemi vor
og undirlægjuháttur við Spán-
verja, gera norsku þjóðinni erfið-
ara fyrir að ná sæmilegum samn-
ingum við Spán. Eftir síðustu
fréttum munu Norðmenn að vísu
vera ráðnir í að slaka ekki til vi5
Spánverja, en eftirgjöf a'f vorri
hálfu getur þyngt frændum vomm
róðurinn í þeirri viðureign.
Ætli Dönum mundi ekki finnast
það brot á sambandslögunum, ef
þeir mættu ekki selja oss öl, sem
Gammarnir.
Fást á afgr. Vísis. Ljómandi
skemtileg saga.