Vísir - 09.03.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1922, Blaðsíða 3
BIRIR Aðalfundur H.f. Kol & Salfc verður haldinn á skrifstofu Verslunarráðs Islands (í Eimskipafélagshúsinn), föstndaginn 10. mars n. k. kl. 5 e. h. Dagskrá samkvæmt 18. gr. félagslaganna. Reykjavik, 7. mars 1922. ^tjórnin, Fiskilínur a, l1/*, 8, 21/,, 3, 3Va, 4, 5 og 6 lbs., höfum viö fyrirliggjandi frá firma Levi JTn.clzson & Sons, ©Jassop, England. Stofnsett 1840. Linurnar eru búnar til úr egta ítölskum hampi, og alstaðar viðurkendar þær bestu sem notaöar hafa verið. — Gerið svo vel ■og spyrjið um verð og skoðið linurnar áður eu þór festið kaup annarsstaðar. Aðalumboðsmenn fyrir ísiand: K. Einarsson & Björnsson Sámnefni: Einbjöm. Reykjavík. Sími 915. frá mjólkurfélaginu ,Mjöllu hefur verið lækkaður í verði og fæsfc nú hjá flestum kaupmönnum og mjólkursölustöðutn. Kaupmena og kaupfélög snúi sér til Guðm. Halldórssonar. Sími 467 eða 681. ■ eyjum, fór í morgun til Kefla- víkur. Tekur þar lýsi til útflutn- ings. Meðal farþega á Gullfossi í gær voru: Björn Hallsson alþm., Bookless, Goos, E. Steinsen, Sigurður Sigurðsson búnaðarfél.forseti, S. V. B. Sig- urðsson, Grauslund, Jón Ólafs- son, Svavar Guðmundsson, Ho- ward, Fletcher, síra M. Bl. Jóns- son, Friðg. Hallgrímsson, Krist- in Ólafsdóttir o. fl. M.b. Skjaldbreið er nýfarin norður á Akureyri tíl að sækja beitusíld lianda bát- um í Sandgerði; er að verða Cbeitulaust þar, en mokafli. — TJppgripaafli er og sagður í veiðistöðvum austan fjalls. ího lagði af stað til Danmerkur i nótt til að fá sér þar veiðarfæri ■og tæld til bugnótarveiða og fer þaðan til Englands. I ráði er að jnargir vélbátar fari héðan bráð- lega til að stunda þær veiðar úr /enskum böfnum. Sigurður Lýðsson, cand. jur., befir sótt um að verða settur lögfræðikennári við Háskólann í stað Magnúsar Jónssonar, sem nú er orðinn váðhcrra. Yeðrið í morgun. í Reykjavílc 0 st., Vestm.eyj- um 0, Grindavík -4- 1, Stykkis- hólmi -f- 1, ísafirði -4- 1, Akur- ■eyri -4- 3, Grimsstöðum -4- 10, Raufarböfn -4- 5, Seyðisfirði -4- 3, Hólum í Ilornáf. -4-' 4, þórs- böfn í Færeyjum 0, Jan Mayen ■-í- 3 st. Loftvog hæst á suðvest- prlandi, stöðug eða hægt stíg- andi. Hæg vestlæg eða norðvest- læg átt. Horfur: Vestlæg átt; eigi trygt veður. Gengi erl. myntar. Khöfn 8. mars. Sterlingspund . . . kr. 20.68 Dollar . . . . . — 4.74 100 mörk, þýsk . . — 1,85 100 kr. sænskar. . . — 124,10 100 kr. norskar . . — 84.75 100 frankar, franskir — 42.30 100 frankar, svíbbu. , — 9215 100 lirur, ítalskar . — 23.75 100 pesefcar, spánv. . — 74.40 100 gyllíni, holl. . . — 169.75? (Frá Verslnnarráöinu). Ingibjörg Oiafsson sem verið befir noklcur ár aðal- f ramlcvæmdarst j óri Kristilegs félags ungra lcvenna í Kaupm.- böfn og fjölmargir landar hafa leitað til um ýmsar leiðbeining- ar, — lét af þeim starfa um síðustu áramót og er nú ferða- fulltrúi og „generalsekretær“ Iv. F. U. K. um öll Norðurlönd. — Samsæti var henni lialdið að skilnaði í Hafnardeildinni og útleyst með góðum gjöfum, því að bún var þar miög vinsæl. Ingibjörg hefir dvalið í Sví- þjóð síðan um áramót og oftast verið á ferðalögum. Aprilmán- uð verður liún í Finnlandi, og fer svo til Noregs. Vegna þess- ara férðalaga getur hún ekki telcið að sér að útvega íslensk- um stúlkum vistir eða annað í Danmörku, og hefir liún í ný- komnu bréfi beðið mig að geta þess í ísl. blaði, að elclci sé til neins að leita til sín í þeim efn- um, og því síður geti hún leið- beint ólcunnugum íslendingum, sem til Hafnar koma, eins og Gammarnir. fást á afgr. Vísis. Afbragðs- góð saga. stundum áður, þar sem hún er; alflutt þaðan. Mun best að snúa sér til aðalskrifstofu „Dansk-is- landsk Samfunds“ í Khöfn í þeim efnum framvegis. Bréf geta þó náð henni, sem send eru til aðaldeildar Iv. F. U. K., St. Kannikestræde, Köben- havn, eins og að undanfömu. pað mun einsdæmi, að nokk- ur íslenskur karlmaður, hvað þá Icona, hafi hlotið yfirstjóm jafn fjölmenns dansks félags eins og K. F. U. K. í Khöfn er, — og þó er ferðafulltrúastaðan fyrir félag með mörgum tugum þúsunda um öll Norðurlönd enn meiri virðingarstaða. Vér sam- gleðjumst Ingibjörgu öll, sem höfum lcynst henni, og vonum að hún geti komið miklu góðu til vegar málefnisins vegna — og Islandi til sóma. S. Á. Gíslason. Fyr er fnlt en útaí flóir. Eg hefi stundum orðið fyrir því að lesa greinar eftir lierra blaðaritara Jón Björnsson. Með- al annars ritdóma hans um lcvæði Stefáns frá Hvítadal og ummæh hans í því sambandi um „klámyrði” Frödings. það var þá að mér lcomið að slcrifa nolclcur orð í blöðin til andmæla j því næst biblíunni hefir inér þótt ‘ vænst um Frödings ljóð, en eg gerði það þó eklci. En nú get eg eklci lengur orða bundist. Eg las grein Iir. J. B. í morgun með vaxandi undrun, sem náði há- stiginu þegar eg Jas hiria fínu skýringu hans á kvæði Frödings. pað er sagt að þeim hreina sé alt hreint, en vitur maður hefir bætt við, að svín sjái altaf svín. Slcil eg ekki mitt eigið móður- mál? Hvað er „lclám“ ? Ehi það elcki orð, sem fela í sér óhreina hugsun? J?að er eina bótin, að lcvæði Frödings skemmast eklci þó skilnirig hr. J. B. sé eitthvað ábótavant. Eg veit elclci hvort það er vegna þess, að eg er lcona, að mér ofbýður að talað sé um faðm konunnar sem einhverja mótsetningu gegn „fegurðar- djúpi náttúrunnar“. Hr. J. B. leyfir sér að segja, að Fröding hiki elclci við „að fletta oían af mannlegum hreýskleika innan um alla þá fegurð, sem um- hverfis er.“ Fyrst og fremst skýrir hr. Jón Björnsson alveg rangt frá kvæðinu. ]?að er eklci ókunnug stúllca, sem maðurinn hittir í skóginum, eins og orð- , in „Kan du gissa hvem det ar?“ benda á, sem hún segir þegar Frímerki. Notað 'íslensk [frimerkl kaupi ég háu verði. t. d. öll nýju frí- nurkiu fyrir hðlming þeas verðs* sem þau kosta ónotuð. St H. Stefánsson, Þingholtstræti 16. hún leggur hendumar yfir aug- un á honum. Og hvernig dettur hr. J. B. í hug, að nota orðiu „mannlegur breyskleiki“ um þá sterkustu tilfinningu, sem guð eða náttúran hefir lagt í brjóst mannsins, það náttúruafl, sem felur í sér allar tilfinningar ill- ar og góðar, sem getur beygt mennina lægra en dýrin, en get- ur lílca hafið dauðlega menn í tölu guðanna? pað er vottur um langlundar- , geð lesenda Morgunblaðsins, að þeim manni skuli haldast uppi að skrifa þar ritdóma, sem auð- sjáanlega liefir ekki minstá skilning á bókmentum, og er þeim skæðastur, sem hann vill liæla. Hr. J. B. ætti að minnast þess, er hann skrifar stíla síná um „víðsýni“ etc., að þeir eiga ekki að lesast í belckjarfélagi einhvers gagnfræðaskóla, held- ur eru þeir bornir á borð fyrir þjóðina. Reykvísk kona. Spánverska ferafan- Þar sem oss konum hefir hlotn- ast sá heiöur, aö hafa rétt til að kjósa fulltrúa, sem ráða eiga lykt- um í opinberum landsmálum, þá langar mig til aö njóta réttar míns í því, að láta í ljósi skoðun mína á þeim málum, sem fyrir koma og sem snerta mig að því leyti, að eg þykist vera örlítið brot úr íslensku þjóðinni. Stendur þá huga mínum næst kúgunartilraun Spánverja á hend- ur olckur íslendingum, til að breyta liannlögunum, og er skoðun mín sú i því efni, að æskilegast hefði mér þótt, að þingmenn okkar hefðu sýnt sig svo einbeitta, og tekið sjer í munn orð Jóns SigurSsson- ar forseta, gegn kúgunartilraunum Dana: Vér mótmælum allir! Því þessi þrjú orð hefðu nægt til þess, að fullvissa Spánverja um, að ekki rynni þó „fisks“-blóð í æðum olck- ar íslendinga. Og þrátt fyrir margs konar örSugleika hefSum við ekki í hyggju aS hopa á hæl fyrir fyrstu kúlunni, eða spjóts- oddinum, sem að okkur væri beint Slikra úrslita á þessu máli vænt- ir umheimurinn með óþreyju. KvenkjósandL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.