Vísir - 09.03.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1922, Blaðsíða 2
I KIBIB Höfum fyrirliggjandi: ílaframjöL Maismjöl, Libbyamjólk, Fáam með Gllfoss: K.OX „Lunch ©g Snowflaka" Hcilau Mais, Hœnauabygg o. íl. Símskeytl frf fréttaritara lVísí*. Khöfn 8. mars. Uppreisnin í Fiume. Símað er frá Belgrad, að upp- reisnarmennirnir í Fiume hafi lagt borgina undir yfirráð Italíu en Júgóslavía hafi mótmælt því hjá bandamönnum. Samsteypustjórnin og Lloyd George. Deila sú, sem verið liefir inn- an' samsteyijuflokkanna á Bret- landi, virðist nú hafa verið jöfn- uð og á samsteypustjórnin að fara með völd og Ll. George að vera forsætisráðherra eins og áður. issjóöur launi; frv. ákveður ekki a'ð ööru leyti, hver ætti aö kosta , byggingu skólahúss og rekstur j skólans, en í athugasemdum sin- j um gera rá'öunautar stjórnarinnar j ráö fyrir því, aÖ samninga verði j leitað við Reykjavíkurbæ um að ærinn greiði hálfan byggingar- kostnað, og launi að sinum hluta sem aðra barnakennara þá kenn- ara, sem þyrfti við æfingaskólann, auk forstöðumanns hans, og kenn- araefnanna, en að öðru leyti ann- ist og kosti rikið rekstur skólans. Ráðuneytinu til aðstoöar við yf- irstjórn skólans sje skipað skóla- ráð, og eigi þar sæti skólameistari kennaraskólans og tveir skóla- fróðir menn. Ýmsar smærri breytingar eru ; : bein afleiðing þessara, svo sem | aukning kenslunnar í einstökum ; greinum og fjölgun námsgreina ! m. m. Ejnar Nielsen staðinn að svikum. Rannsóknarnefnd Kristjaníu- háskóla hefir rannsakað hinn þekta, danska miðil, Ejnar Niel - sen, án þess að fá útfrymi (tele- plasma) framleitt. Samtímis hefir nefnd Sálarrannsóknafé- lagsins (norska) staðið hann að svikum. (Fregn þessi er vafalausl liöfð eftir Kaupmannahafnarblöðum, en j>au eru yfirleitt fjandsamleg „spiritisma“, og er því engan veginn víst, að fregiiin sé óyggj- andi). KeDDaraskóUnn- Mentamálanefnd (Þorst. M. J., Jón Þorl., G. Sig. og Sv. Ól.) hefir birt svolátandi nefndarálit um stjórnarfrumvarpiö unt kennara- skóíánn: „Nefndin hefir athugað frumv. þetta, og eru laðalbrey.tingarnar, sem það fer fram á, þessar: Námstíminn við skólann verður 4 skólaár, 714 mán. hvert, i stað ’þess, að hann er nú 3 skólaár, 6 mán. hvert. Ætlast er til, aö sjerstakur barnaskóli til kensluæfinga sé reist- ur í sambandi viö kennaraskólann, og sjeu í honum aö minsta lcosti 6 ársdeildir, þ. e. sá skóli rúmi a. m. k. 180 börn. Þessi barnaskóli hafi sjerstakan skólastjóra, er rík- Nefndarmenn eru sammála um, að ekki sje tímabært aö láta þetta frv. ná fram að ganga að þessu sinni, þótt skoðanir þeirra um málið sjeu að öðru leyti skiftar. Sumir hta svo á, að rjettara sje að auka kröfurnar um kunnáttu við inntöku i skólann, jaínvel heimta gagnfræðapróf til inntöku í kennaraskólann, fremur en að lengja námstímann í skólanum. Aðrir nefndarmenn líta svo á, að með frv. sje stefnt inn á í-jetta braut, og beri að velja þá leiðina þegar fært þyki að gera strangari kröfur um mentun kennaraefna en nú. Nefndin hefir leitað upplýsinga hjá skólastjóra kennai'askólans um ýms atriði, er málið snerta. Samkvæmt þeim telur nefndin, að breytingin muni útheimta einn fasta kgnnara auk þess kennara- fjölda, sem nú cr, og yrði þaö ann- aðhvort . forstöðumaður æfinga- skólans eða kennari við kennara- skólann sjálfan. í skólanum eru nú 4 kenslustofur, og mundi mega bjargast við þær, þótt námstím- inn yrði lengdur upp í 4 ár, en þá er tilfinnanleg vöntun á húsnæði fyrir lcsstofu og bókasafn til af- nota fyrir nemendur. Loks hefir skólastjórinn tjáð nefndinni, að l hann telji mjög hæpið, að nægileg aðsókn verði að skólanum meðan núverandi dýrtíð helst, ef skóla- j vistin er lengd svo, sem frv. gerir ! ráð fyrir. Hefir hann leitað fyrir 1 sjer hjá núverandi nemendum skól- ans um það, hve margir þeirra mundu hafa treyst sjer til að sækja skóiann, ef Iengd væri skólavistin eftir frv., og mikill meiri hluti þeirra látið í ljós, að þeir mundu þá ekki hafa treyst sjer til að sækja skólann. Telur hann þetta eðlilegt, þar sem flestir nemend- ur sjeu fátækir alþýðumenn úr sveitum, er lifi mestmegnis á sum- arvinnu sinni, og mundi því verða óhjákvæmilegt, að auka náms- styrki við skólann að miklum mun. ef frv. ætti fram að ganga eins og nú stendur. Auk þessara erfiðleika fyrir fá- tæka nemendur, þykir nefndinni og sýnt, að frv. mundi hafa í för með sjer talsvert mikinn kostnað- arauka fyrir ríkissjóð, ef það yrði að lögum og kæmi til fram- kvæmda. Samkv. frv. hlyti ríkis- sjóður einn að kosta æfingaskól- ann, ef ekki næðist samkomulag við Reykjavíkurbæ um þátttöku í kostnaðinum, og þykir ekki lík- legt, að allur rekstur þeirrar stofn- unar mundi kosta mikið minna en rekstur kennaraskólans nú, er til- lit er tekið til hækkaðs byggingar- kostnaðar, og þótt vitanlega spar- aðist þar á móti hluti ríkissjóðs af Iaunum nokkurra kennara við barnaskóla Reykjavíkur, vegna fækkunar á börnum þar, þá yrði aukakostnaðurinn ávalt töluverð- ur. Einnig innan sjálfs kennara- skólans mundi breytingin væntan- lega hafa nokkurn útgjaldaauka í för með sjer, og þar sem einsætt þykir, að hlífa ríkissjóði eins og nú stendur, við nýjum útgjöldum, eftir því sem mögulegt er, þá legg- vr nefndin til, að málið sje afgreitt með svo feldri „Rökstuddri dag- skrá“: Með því að ekki þylcir tímabært, vegna yfirstandandi dýr- tíðar og þröngs fjárhags, að gera þær breytingar á kennaraskólan- um, er frv. á þskj. 8 fer fram á, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá." Föstuguðsþjónusía í fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, kl. 6J4> síðd. Síra 01- Ólafsson prédikar. Jarðarför frú Margrétar Magnúsdóttur Ólsen fór fram í gær við mikið fjölmenni. Prófessor Haraldur Níelsson í'lutti húskveðju en síra Bjariii Jónsson likræðu i dóm- kirkjunni. Embætlismenn Stór- stúku Islands baru kistuna í kirkjuna, en læknar báru hana út úr kirkjunni. , Dánarfregn. Látin eru merkishjónin Guð- xriundur hreppstjóri Erlendsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í Mjóadal i Austur-Húnavatns- sýslu. Banamein beggja lungna- bólga. Lögðust þau sama dag bæði og andaðist hann 2. þ. m. en hún 6. þ. m. Áttu þau þrjú börn á hfi: Sigurð skólameist- ara 'á Akureyri og húsfrúmar Elísabetu í Mjóadal og Ingi- björgu í Síðumúla. Gamla Bíó sýnir þessi kvöldin ágæta mynd, bæði fallega og vel leikna — sérstaklega eru þó mörg leik- sviðin framúrskarandi falleg, og auðséð að til myndarinnar hefir verið vandað hið mesta. — Myndin lýsir lifnaðarháttunr i kvennabúri soldáns í Mikla- garði. Eimreiðln, 12. irg. óskast. Afgr. v. á. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir eina af hinum ágætustu og best leiknu myndum, sem hingað hafa borist. Sýnir hún ungan visindamann, sem finnur upp lyfsamsetningu til þess að skilja að hið illa og góða, sem í hon- um býr. Lifir hann svo eftir það ýmist sem góður maður eða sem „manndýr“ og að lokum verð- ur þó „manndýrið.“ sem fær yf- irhöndina og myrðir góðmenn- ið. Má af myndinni læra margt gott og hún getur gefið ungum sem eldri umhugsunarefni; þá yngri varar hún við að byrja á því illa, sem þeir eru ekki menn til að yfirvinna þegar til lengdar lætur, og þá eldri, að halda ekki í hugsunarleysi freistingum að þeim yngri, sem getur svo orðið þeim að ofjarli og gert að engu tilfinningu þeiiæa fyrir hinu góða og sanna. — Farið í Nýja Bíó að sjá þessa mynd, ykkur til uppbyggingar, Bió-gestur. Ný skóverslun var opnuð í morgun i húsi frú M. Zoéga í Austurstræti. Dansleik ætlar Iþróttafélag Reykjavik' ur að halda 11. þ. m. Sjá augl, Frá Englandi komu í gær Vínland og Gylfi. Af veiðum eru nýkomnir Leifur heppni (með 115 tn. lifrar) og Hilmir með 85 tunnur. Til veiða fór Skallagrímur í gærkveldi, en porsteinn Ingólfsson og Skúlí fógeti í fyrradag. Signe, norska skipið, sem kom með steinolíufarminn til H. I. S., fór héðan i gærkveldi áleiðis til Vestmannaeyja með nokkuð af farminum. Travemiinde, þýski botnvörpungurinn, sem Geir dró Iiingað frá Vestmanna- i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.