Vísir - 15.03.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 15.03.1922, Blaðsíða 2
.VIBIK Höfum fyrirliggjaudi: % Umbúdapappír í rullum 20-40 & 59 cm do í örknm 37+47 og 59+76 cm. Smjörpappír, P&ppírspoka, flestar stæröir. Nýjar bæknr. Siguröur Grímsson: Við langelda. — Jón Björns- son: Sóldægur. ÞaS væri synd aS segja, aö ó- áran sé í íslenskum ljóöaskáldskap, ef liti'S er á bókamergöina. Nú eru nýkomnar út tvær ljóðabækur, sem nefndar eru hér aö ofan; — ein er víst um þaö leyti aö koma út (Náttsólir eftir Guömund Frí- mann), og ekki er langt síöan, að -Holt kom með Stýfða vængi.. —• Þessi viökoma er í raun og veru ekki lastverö, heldur öllu fremur gleöilegur vottur um andlegt fjör .meö þjóöinni. En hitt er lakara, ef allar þessar bækur bera það meö sér, aö höfundarnir hafi veriö of bráölátir á sér meö aö gefa út, — hafi farið til þess áöur, en þeirri óx nægur þroski og gagnrýni, og áöur en þeir voru búnir að melta áhrif annarra skálda. ' Hér á íslandi er ilt að dæma urn skáldskap, m. a. af því, aö þeir, sem um slíkar bókmentir rita, eru eöa þykjast vera skáld sjálfir, all - flestir. Fyrir þá sök geta aðfinsl- ur litiö út sem öfund eöa rógur, hversu réttmætar sem þær eru Miklu væri það betra, að skáldin væri skáld og ritdómararnir rit- dómarar — án þess að blanda þessurn ólíku störfum saman hjá einum manni. Þar á ofan bætist þetta, aö annars vegar hefir þjóð- inni ekki skilist enn, að gagnrýni er fvrst og fremst skilningur, en ekki aö eins skammir, (eins og Sig. Nordal segir einhversstaöar), og hins vegar hefir rithöfundum vorum ekki lærst enn þá, að taka rökstuddum og hógværum að- finslum, án þess, aö fyllast heift og hatri til ritdómarans. Sú bölv- un fylgir okkar litla þjóðfélagi, að menn eru altaí að rekast á og kunna ekki að taka því með jafn- aðargeði. En svo verður að búa, sem á bæ er títt, og á þessu verður senni- lega ekki bót ráðin aö sinni, — því miður. Um báöa þessa höfunda, Sigurð og Jón, má segja það, að sérkenni- legir eru þeir ekki. Ljóö þeirra vantar vfirleitt þaö öryggi og þá vissu. sem persónulegur þroski vcitir, og f\'rir þá sök verður eitt- hvað fálmkent við rnörg þeirra, þótt lagleg kunni að vera. Áhrifa annarra skálda gætir og víða all- greinilega. — Auðvitað er ekkert við þvi að segja, þótt skáld veröi fyrir áhrifum annarra, en það, sem frá öðrum er fengið, verður að bráðna í eldi persónuleikans og samlagast honum, ef kvæðin eiga ekki að verða eins og berjaskyr, með endurminningar héðan og og þaðan. Úr óðstrengjum Sigurðar Gríms- sonar hljóma grannir og angur- værir tónar, — um ást og harma, ástarharma, — og þótt hann dragi ekki arnsúg x flugixum, yrkir hann mjög laglega þar, sem hann er einn á ferð. Falleg eru t. d. kvæð- in Vaka, ótti og Klungur, og óefað mætti nefna mörg fleiri. En því rniður gætir um of á- hrifa Stefáns frá Hvítadal. Viða eru bragarhættirnir þeir sömu.sem Stefán notar tíðast, og þótt segja megi, að Stefán hafi ekki einka- rétt á sínum háttum, þá eru þeir flestir svo sérkennilegir fyrir hann einan (a. m. k. í íslenskri ljóða- gerð), að það hlýtur að teljast harla misráðið, að nota þá mjög, nema allur blær kvæðanna sé ger- ólíkur Stefáni, — annars minna þau of mjög á hann. Og hjá Sig- urði er ]>að ekki hátturinn einn, sem er frá Stefáni — blærinn, heilar línur og einstök orðatiltæki rninna stöðugt á „Söngva föru- mannsins". Hér fer á eftir dálítill saman- burður, mjög af handahófi gerð- ur, og er þó oft og einatt um lík- ingu að ræða þar, sem ekki er beinlínis unt að sýna hana á prenti; náttúrlega vil eg taka það greinilega fram, að mér dettur ekki í hug að ætla, að um vísvit- andi stælingu sé að ræða, heldur að eins það, að ljóðblær Stefáns hafi heillað svo höfundinn, að bragarhættirnir úr „Söngvum förumannsins", (sem flestir eru fremur léttir), ganga stöðugt aft- ur hjá honum: Við langelda: Liða dagar og langar nætur. Af rökkurdraumum eg rís á fætur. Eg get ei sofið, ég græt og bið um styrk og huggun, um stundarfrið. (Gleðileg jól.) Gef mér fríð sem fyrst, frið þínn, drottinn minn! Því eg b.ef kvatt og kyst, kyst í hinsta sinn. (Per viarn dolorosam.) Oft var áðtr kalt, aldrei þó sem nú. Er mér horfið alt, æska, von og trú. — (sst.) Komdu til mín og kystu mig. Guð sé með þér og geymi þig. (Kveðja.) Söngvar förumannsins: Nú liður óðum á lokaþáttinn. Mér er örðugt og þungt urn andardráttinn. Hið ytra virðist í engu breytt, en sært er hjartað og sál mín þreytt. (Nú liður .....) Eg er ungur enn, eg er þreyttur þó. •' Kveikt er bál, ég brenn, gef mér frið og fró. (Aðfangadagskv. jóla). Mig skortir trúna, 4 mig skortir þrótt. . Mér virðist rökkva af vetrarnótt. (Til ....) . 'M \ Eg þakka af hjarta, að þú ert mín. Og guð minn góður, hann gæti þín. ’ (sst.) Getur nú hver rannsakað fyrir sig, hvort hér er farið með öfgar eða ósannindi. Það vei’ður einnig, að mér virð- ist, vart við áhrif frá „Þulum“ frú Theódóru Thoroddsen í kvæðinu ViS skulum ekki —, þótt raunar geti blærinn orðið líkur án beinna áhrifa, og hálfilla kann eg við það, að höfundurinn notar í sama kvæði gömlu vísuna „Við skulum ekki hafa hátt“, án tilvitn- talið þess þörf af því, að hér er um alkunnan „húsgang“ að ræða. Eg get vel hugsað, að Sigurður Grímsson verði gott skáld, þegar hann finnur sjálfan sig fyllilega og losnar úr álögurn þeim, sem hann er í. Ýmislegt bendir á það. Víða eru hjá honum mjög fallegar braglínur, eins og t. d. í þessarri vísu (bls. 83) : Heyrirðu’ ei 5 hylnum. — Hér er margt að ugga. — Mér finst bergið bratt og hátt í blámanum rugga — í 'biámanum kveða og rugga. Sé í öllum kimum kvika skugga En fyrst um sinn þarf hann að þroskast og leita heim til sálar sihnar. Brnnafarygglngar aMonar) Nordisk Brandforsikring og Raltica. Líftryggingar: „Thule“. Hvergi ódýrari tryggingai ng ábyggilegri viSskifti. A. V. TULINIUS Hús Eimskipafélags íslands. (2. hæð). Talsími 254. Skrifstofutími kl. 10—6. Jón Björnsson er nokkru fjöl- breyttari en Sigurður Grímsson, yrkir um fleira og á fleiri vegn, Er það satt að segja góðra gjalda vert, að fá að heyra eitthvað ann- að en þennan; stöðuga ástar- harm, sem er nú mest iðkaður af mörgum ungum skáldum.Áhrifa annara skálda gætir nokkuð, eink- urn þó Einars Benediktssonar, t. d. i kvæðunum Á HeljardalsheiSi og Skarphéðinn Njálsson. Ennfremur minnir Sólskinsdagur sterklega á „Bjartar nætur“, eftir Stefán frá Hvítadal, en það getur verið tíl— viljun ein. Einkennilegasti kaflínn í „Só^ dægrurn" er kvæðabálkurinn Sjó- menn. Þó að ýmsir sjómanna- söngvar hafí áður ortir verið, þá mun þetta vera í fyrsta skifti í ís- lenskum ljóðakveðskap, að reynt er að lýsa í löngum bálki lífi og kjörum sjómannastéttarinnar. Er þar margt fallegt í, en helst þykir mér á Vanta, að daglegu starfi og striti sjómannanna sé lýst ná- kvæmara; þ^ir eru full-mikið í há- tíðabúningi. Fallegustu ljóðin I þessum kafla þykir mér vera Pro- logus (rímið minnir á E. Bened.)' og í höfn, þar sem skýrt er frá svalli og gleði sjómanna á áfanga- staðnum. Víða annarsstaðar yrkir Jón vel, cg má til dæmis minnast á kvæðin. Vor, þar sem hann virðist helst ná sínum eigin hljómi, og það á fagr- an hátt, Grátur (mjög fallegt), Sólseturstöfrar, Á hestbaki og Mig dreymir heim, sem ber reyndar dá- lítinn keim af Davíð Stefánssyni, en er annars fagurt og innilegt kvæði. Og í kvæðinu Lagt frá landi er góð lýsing á andlegum. hag manna undir mannfélags- ástandi nútímans: Menn horfa ekki lengur til hæðá. né hugsa um sólina, menn krjúpa krónu-guðnum og kyssa aurana. Menn dýrka’ ekki listanna drottná: né dreymir um fegurri jörð: að aura saman og eta er allra bænagjörð. Jón þarf að losna undan áhrifa- minningum Einars Benediktssonar og læra að vera sjálfum sér al- gerlega trúr, — þá hefir hann mörg skilyrði til að verða skáld, sem getur slegið á marga strengí og náð fjölbreyttum hljómum. Jakob Jóh. Smári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.