Vísir - 16.03.1922, Blaðsíða 2
IfiBKB
Höfum fyrirliggjandi:
„Z“ Gerðolt
állebxaude st.
lelliker „
Vxnillesyknr
Syltetöj
Blakc"- Eagelsk- Isateld- CkeceL
Símskeyti
fri fréttaritara Vísif.
Khöfn 15. mars.
Undirróður bolshvíkinga
í Suður-Afríku.
Símaö er frá London, að Times
telji fullvist, a<5 stjómin í Moskva
hafi komið af stað byltingartil-
rauninni í Suður-Afríku, og stutt
hana fjárhagslega að einhverju
leyti. Undirróðursmenn ráðstjórn-
arinnar hafa verið foringjar verk.
fallsmanna og eru upphlaupin
grimmilegri nú en nokkru sinni
áður. Þúsundir verkamenna hafa
verið hneptar í fangelsi í Jóhannes-
burg.
Sænsk fjármál.
Símað er frá Stokkhólmi, a'ð'
stjórnin leggi til að stofna 50 mii-
jón króna lánssjóð, sem styrki
banka þá, sem illa eru stæðir.
Frá Alþingi.
Fræðslumálin enn.
í gær var í n. d. haldið áfram
annari umræðu um frv. fjárveit-
inganefndar um frestun á fram-
kvæmd fræðslulaganna, og urðu
enn svo langar umræður, að þeim
varð að fresta enn á ný. — Breyt-
ingartillögur voru komnar frá
nefndinni o. f 1., og mæltust mis-
jafnl. vel fyrir. MagnúsGuðmunds-
son vill gerbreyta frv. þannig, að
ekki verður um neina frestun
fræðslulaganna að ræða, en að eins
létt af ríkissjóði nokkru af tillagi
hans til barnafræðslunnar, og það
lagt á sveitarsjóðina. Ingólfur
Bjarnarson vill bæta þar við heim-
ild handa skólahéruðum til að
leggja niður skólahald um sinn
— Umræður voru allmjög „á víð
og dreif“, en flestir þeir, sem frv.
fjárveitinganefndar studdu, lögðu
mesta áhersluna á sparnaðinn, þó
að þeir einnig fylgdu því fram, að
breyta bæri fræðslufyrirkomulag-
inu, til frambúðar, eins og fram-
sögumaður nefndarinnar (Bjarni
Jónsson) lagði aðaláherslu á.
Seðlarnir og gengið.
Eggert Briem frá Viðey birtir
enn á ný langa hugvekju í Morg-
unbl. um áhrif seölaútgáfunnar á
gjaldeyrisgengið. Hann heldur þvi
fram, að of rnikil seðlaútgáfa sé
aðalorsök verðfalls „peninganna“
og jafnvel einasta orsök þess. —
Seðlaútgáfan á ekki að vera
meiri en vöruveltan í landinu út-
heimtir, segir hann, en einhver
(ímynduð?) viðskiftaþörf er höfð
að skálkaskjóli til að hafa hana
meiri.
En hver er munurinn á því, sem
„vöruveltan útheimtir“ og því, sem
„viðskiftaþörfin krefur“? Munur-
inn virðist vera eingöngu munur
á orðum. Það virðist að engu leyti
auðveldara að ákveða, hvað vöru-
veltan útheimti af seðlum, en við-
skiftaþörfin. Vöruveltan er auð-
vitað mjög mismunandi og er því
ógerningur að fastákveða seðla-
þörfina eftir henni, jafnvel þó að
miða mætti við „gullvirði“ henn-
ar eins og E. Br. talar um.
Ef E. Br. hygst að bæta úr fjár-
hagsÖrðugleikunum með h ö f t-
u m á seðlaútgáfunni aðallega, þá
verður hann að benda á einhvern
ákveðnari mælikvarða fyrir seðla-
þörfinni. Hvort ‘ sem fara á eftir
vöruveltu eða viðskiftaþörf, verð-
ur niðurstaðan sú, að seðlabank-
inn og stjórnin verða að skera úr
því, hve mikla seðla þarf til að
fullnægja þörfinni.
Það er nú misskilningur hjá hr.
E. Br., að hann standi hér einn
síns liðs með þá skoðun, að óhóf-
leg seðlaútgáfa sé skaðleg. Það er,
alment viðurkent. Aukin seðlaút-
gáfa hvetur til meiri eyðslu og
innflutnings. En hvenær er seðla-
útgáfan orðin óhófleg? Það er
vandinn, að skera úr því. — E. Br.
hélt J>ví fram í fyrra, að gera ætti
seðlana innleysanlega með gulli
þegar í stað. Frá þvi virðist hann
[nú horfinn í bili; hitt eru vitan-
llega allir sammála um, að seðla-
lumferðin eigi að fara minkandi
imeð minkandi vöruveltu, enda
hefir hún gert það. Hún hefði ef
til vill átt að minka meira en hún
hefir gert. En getur E. Br. sagt
hve mikið ?
Það er nú vitanlegt, að seðlaút-
gáfan er meiri nú, en þörf er á
innanlands, vegna Jæss, að seðlar
hafa verið sendir til litlanda til
gréiðslu á vörum, af því að afurð-
ir landsins hafa ekki hrokkið til.
Ef afu'rðirnar hefði hrokkið fyrir
innflutningnum hefðu engir seðlar
verið fluttir út. seðlaútgáfan væri
Jtá orðin enn mirtni en hún er, og
verðfall ísl. krónunnar væri Jtá
líka minna, og sennilega ekkert, í
hlutfalli við danska krónu. En
hvort er þá verðfall ísl. krónu af-
leiðing af of mikilli seðlaútgáfu
eða óhagstæðum verslunarjöfn-
uði?
Slökkvilið Reykjayikar.
Að þrem árum liðnutn á slökkvi-
lið Reykjavíkur 50 ára afmæli, Jjví
að Jtað var stofnað árið 1875. Hef-
ir Jtað tekið allmiklum stakkaskift-
um hin siðari árin, einkanlega sið-
an vatnsveitan komst á, og fær sér
ný og ný tæki með hverju ári.
— í upphafi mun ]>að hafa haft
lítil áhöld önnur en strigavatnsföt-
urnar, sem nú eru horfnar, en
margír muna enn eftir, og eina
eða tvær litlar handdælur, en aldr-
ei hefir annars heyrst getið, en
J>að hafi gengið vel og vasklega
fram. Jtegar brunar hafa orðið, og
'forðað hefir það bænum við miklu
tjóni fyrr og síðar.
Vísir hefir nýskeð komið á
slökkvistöðina, og hitti J>ar
slökkviliðsstjóra Pétur Ingimund-
arson, setn sýndi honum stöðina
og allan útbúnað þar. Verður ekki
annað séð, en að öll tilhögun sé
þar mjög góð, eftir efnum og
ástæðum, og víst er breytingin all-
mikil frá því sem áður var, og til
sýnilegra bóta.
Slöklcviliðið hefir aðalstöð sína
í Tjarnargötu, en tvær aukastöðv-
ar eru, sín í hverjum bæjarhluta,
austan til og vestan. Frá aðalstöð-
inni liggja símaj>ræðir út um allan
bæ til brunaboðanna, sem eru tölu-
settir og 30 talsins. Þegar bruna-
boði er brotinn, hringir bjalla á
brunastöðinni, en vísir sýnir hvað-
an kallað hefir verið. Á stöðinni
eru 6 menn til taks, bæði nætur
og daga, en 36 fastamenn eru í
slökkviliðinu. Liggur sérstakur
sími heim til hvers J>eirra frá
brunastöðinni, og J>egar þarf á
hjálp ]>eirra að halda, er hringt
heim til ]>eirra í einu vetfangi, á
sama hátL eins og símanúmer er
hringt upp frá miðstöð, að öðru
leyti en því, að ekki þarf nema
]>rjár hringingar, því að hringt-
er á 12 menn í senn frá brunastöð-
inni. Með þessum hætti kemur öll-
um varðmönnum, boð á sömu mín-
útu, ef þeir eru heima, en þeir
bregða skjótt við, sem kunnugt er
og koma ótrúlega fljótt á vett-
vang, einkanlega eftir vinnutima
og að næturlagi, en að deginum
getur einn og einn niaður orðið
síðbúinn, þvi að þeir eru J>á viS
vinnu sína úti um bæ, og komá
J>á boðin seinna en ella.
Brunaliðið á nú mörg góð tæki
til að slökkva eld og bjarga úr
bruna, og eru þau öll nýmóðins.
Voru ]>au virt eitthvað 100 þúsund
krónur um síðastltðin áramót. Þar
á meðal eru tvær stórar mótordæl-
ur, 3 bifreiðar, (cin]>eirra með á-
fastri dælu), tveir sjálfheldustigar
og fleira.
Á liðnu ári hefir slökkviliðinu
bæst ýmislegt mjög nytsamt.
Má J>ar til nefna, auk bifreiðanna,
fyrst og fremst þrjár reykgrimur,
sem svo eru gerðar, að með þeini
má vaða hvaða reyk sem er, ef
ekki er ólíít fyrir hita. I ööru
lagi eru eidtraust föt úr „asbesti“;
þeim grandar enginn eldur, og síð-
ast en ekki síst má nefna öndunar-
vélina (Pulmotor), sem notuð er
til að lífga menn, sem mist hafa
meðvitund í reyk (eða sjó). Geta
læknar að sjálfsögðu fengið hana
til láns, ef þeim lægi á. — Á bruna -
stöðinni er og geymd sjúkrabif-
reiðin og varðmenn ]>aðan stýra
lienni. — Brunasíminn, sem áður
var nefndur, hefir verið lagður af
nýju nær allur, síðastliðið ár, og »
bakhúsi við varðstöðina hefir ver-
ið innréttað svefnherbergi með 8
rúmum, þar sem varðmenn sofa
til skiftis, og inn af því dagstofa.
sem þeir hafa aðgang að. Skrif-
stofa hefir verið innréttuð handa
slökkviliðsstjóranum og varð-
mannaherbergið á stöðinni endur-
bætt. Raíljósatæki hafa verið lögð
i slökkvitækjahúsin og má kveikja
á þeim úr varðherbergjunum.
Slökkviliðið hefir svo ábyrgðar-
miklu starfi að gegna, að það fé
mun aldrei talið eftir, sem varið
er til þess að auka og endurbæta
útbúnað þess.
wmmm
BfijBffvétíftf.
Þórarinn Tulinius
framkvæmdarstjór| sto'fnaði á
síðastliðnu sumri sjóð, að up-phæð-
10.000 kr., og er tilgangur hans að
styrkja gamla, fátæka sjómenn, og
ganga þeir fyrir styrkveitingum,
er sýnt hafa sérstakt hugrekki eða
dugnað, svo sem við björgun
manns úr lífsháska. Til úthlutunar
úr sjóðnum á þessu ári koma 275
kr. Umsóknir. um að verða teknir
til greina við úthlutun styrks úr
sjóðnum, skal senda atvinnumála-
ráðuneytinu fyrir 1. apríl næsT
komandi.
Bæjarstjórnarfundur
verður haldinn í dag, á venjuleg-
um stað og tíma. Þessi mál eru
á dagskrá: Fundargerðir 5 nefnda,
úrskurður á kærum yfir al]>ingis-
kjörskrá, um fjölgun lögreglu-