Vísir - 16.03.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 16.03.1922, Blaðsíða 3
SflSIR Leirvörur: Þvottastell 4 teg., — Diskar dj&pir og gr., — Matarstell, — Kaffistell, — Kaffikönnur, — Mjólkurbðnnur stórar og sm&ar, — Deaerkdiskar, — Salatsskálar, — Yatnsglös, — Áyaxtaskálar. Fyrirliggjandi. K. Einarsson & Björnsson Simnefni: Eiubjörn. Reykjavik. Simi 915. jjjóna, umsókn kaupfélags Reyk- yíkinga um sveitaverslun á Gríms- staSaholti. Hjúskapur. 4. þ. m. voru gefin saman í Iborgaralegt hjónaband Olga D. SJónsdóttir og Gustaf A. Sveinsson, stud. juris. Anglia. Þeir, seni ætla ah taka ])átt i whistdrive félagsins á Góuþrælinn verða a'ð vitja mi'Sa sinna hjá Ár- sæli í dag eða á morgun. Yeðrið í morgun. . Reykjavík hiti 5 st., Vesm.eyj- iim 6, Grindavík 6, Stykkishólmi ó, ísafirði 3, Akureyri 1, Gríms- stöðuni 1, Raufarhöfn 2, Seyðis- firöi 2. Hólum í Hlornafirði 4, Þórshöfn í Færeyjum 5. JanMayen írost 11 stig. Loftvog hæst yfir Austurlandi, og stöðug eða hægt fallandi. Austlæg átt á Suðurlandi. Kyrt annarsstaðar. Iiorfur: Aust- Tlæg átt. Rauðmagaveiðin í Skerjafirði er fremur treg enn þá, veiðist varla meira en einn a-auðmagi í net, en ,,útgerðin“ er ítnikil, svo að samtals kemur nokk- 'dið á land daglega. Litlir rauð- magar voru seldir á 75 aura í rnorgun, en stórir á 1 krónu. Es. Varanger, áður eign hf. Eggerts Ólafsson- ar, hefir nýskeð verið seldur fyrir j2o þúsundir króna. Nýju eigend- urnir eru að búa hann út til veiða við England. Stórstreymi er sem nicst þessa dagana. Er það hin svokallaða „Góu-gina“. Margir hafa þá trú, að vel muni viðra fram úr, ef ekki skifti uni tíð næstu viku. (J ngmennafélagsfundur í Þingholtsstræti 28, kl.9 í kvöld. Fríkirkjumenn eru ámintir um að muna eftir hlutaveltunni. Auk þeirra er stóðu undir auglýs. í gær, taka einnig við gjöfum þeir, er stóðu undir augl. í Vísi 6. og Mrgbl. 7. þ. m. Allir fríkirkjumenn safna til hluta- veltunnar. Missögn var í lögtaksauglýsingu þæjar- fógeta hér í blaðinu í fyrradag: „byrjuð innan 8 daga“, íyrir „byrjuð eftir 8 daga“. Til athugunar þeim, sem vilja gerast félagar í Dýraverndunarfélagi íslands, vil eg geta þess, að stjórn félagsins hefir ákveðið, að þeir eigi að sækja um upptöku í félagið til einhvers í stjórninni, og greiða um leið ár- gjald sitt — 3 kr. — til félagsins. Á næsta aðalfundi ber stjórnin þá upp sem félagsmenn, og hafa þeir þá, eftir að hafa verið samþyktir félagsmenn, atkvæðisrétt á fundin- um. Ejnnig geta menn sótt um upp- töku á aðalfundi og hafa þeir þá atkvæðisrétt á fundinum eftir að þeir hafa verið samþyktir og greitt árgjaldið. Yngri en 14 ára greiða að eins 1 krónu í árgjald. í stjórn félagsins eru til næsta aðalfundar: Jón Þórarinsson, Laufásvegi 34, Leifur Þorleifsson, Laugavegi 25, Bjarni Pétursson, Þingholtsstr. 11. Samúel ölafsson, Laugav. 53 B. °g Olgeir Friðgeirsson stórkaupm. „Símslit“. Undanfarna daga hefir verið ó- venjulega öröugt að tala úr A-stöð í B-stöð (eða umhverft), vegna sí- feldra sambandsslita, stundum margoft í stuttu samtali. Þessu þyrfti að kippa í lag, ef um við- ráðanlega orsök er að ræða. S í m - o n. djafir til Samverjans. G. B. Þ. 10.00. Áheit 10.00, K. F. 200.00, J. Þ. 10.00, Frá næpunni 10.00, S. J. 25.00, Áheit 10.00, Kaffigestur 3.00, Ónefnd 5.00, Landkrabbi 50.00, Ó. P. 21.00, P. N. 10.00, Kaffigestur 2.00, Kaffi- gestur 5.00, Kaffigestur 5.00, Kaffigestur 1.00, Kaffigestur 10.00 Kaffigestur 1.00, Kaffigestur 2.00, Kaffigestur 5.00, G. K. S. 5.00, L. Nokkrar tunnur cement, mjög ódýrt. 0. Friðgeirsson & Skdlason Hafnaratræti 15. Simi 435., N. 5.00, 1 máltíð 10.00, Áheit frá ónefndri 10.00, Ó. 50.00, Bréf frá N. N. 8.00, Á. G. 10.00, Ragna litla 10.00, K. P. 5.00, Börnin í Mið- stræti 7 25.00, Ónefndur 5.00, Frá hjónum 100.00, Gömul kona 5.00, Ónefndur 2.00, Mjólkurfél. Rvíkur Cxi ltr. mjólk, Jóh. ögm. Oddssou 1 ks. mjólk, Frederiksen kjötsídi I2J4 kgr. kjöt (Fars), T. 30 ítr. mjólk. Ungfrú Stella 2 nærföt (drengja), Guðrún Kristjánsson 4 ullarbuxur (prjónaðar). Alúðar þakkir. 14 -3.-22. Har. Sigurðsson. Gammarnir. fást á afgr. Vísis. Afbragðs- góð saga. Hún nnni honnm. 22 „paS er eg viss um, aS ySur tekst ekki,“ sagSi iiún. „pér komist bráSum til Highbury.“ „Highbury? Hvar er þaS?“, spurSi hann snögg- lega. „parna dálítiS norSar,“ sagSi Bessie og benti i áttina þangaS. „Eg rata þangað ekki almenni- lega.“ Clyde flaug á augabragSi ráS í hug. Hann stöSvaSi vagninn, en lét vera nóg rúm fyrir þann sem á eftir fór, og þegar hann kom á móts viS hann, kallaSi hann til ökumannsins í spurnarrómi: „GetiS þér vísaS mér leiS til Highbury, öku- ma3ur?“ „SnúS fyrst til hægri og haldiS beint áfram eftir öSru strætinu sem er til vinstri handar,“ svaraSi maSurinn og hélt áfram. Skömmu síSar sá Clyde, sem lést vera aS setja á sig glófana, aS ökumaS- iirinn stansaSi og spurSi auSsjáanlegaumhverthalda skyldi, og hélt síSan af staS aftur, efalaust til Highbury. „Nú,“ sagSi Clyde, „skuluS þér vísa mér til vegar.“ „Eg bjóst viS, aS aS þessu mundi reka,“ sagSi hún. Stundarkorni síðar voru þau við húsdyrnar, og Clyde stóð á dyrahellunni og bauð „góðar nætur.“ „petta hefir verið yndislegur dagur,“ sagði Lil, hélt í hönd Clyde og horfSi framan í hann með þakklætissvip. „Eg held að þér séuð sá besti maS- ur, sem eg hefi heyrt getið um, herra Brand. Finst þér það ekki líka Bessie?“ Clyde áræddi að líta upp. Bessie stóð og hélt í hina höndina á l_.il, og hann sá að hún var föl í -andliti. „Jú, Lil,“ sagði hún. „Herra Brand hefir verið mjög góður." „Ó, en“, sagSi CJyde, „eg get ekki komiS auga á hvai- þau gæði hafa komið í ljós; en — en kann- ske að ungfrú Lil vilji veita mér þá ánægju, að koma í aðra ökuför —“. Hann þagnaði, því að hann veitti því eftirtekt að Bessie roðnaði fyrst, en fölnaði síðan. í annað sinn virtist eins og hún forðaðist aS mæta augna- ráði hans; en svo leit hún upp og horfði framan í hann. „Freistið mín ekki,“ mátti lesa í ástúðlegum aug- unum. „petta hefir veriS hamingjudagur, en hann má ekki endurtaka." Eitt andartak hvíldi hönd hennar « lófa hans, síðan bauð hún blíðlega: „Góða nótt, og þakka yður fyrir Lil," og dyrnar lukust aftur. pegar Clyde kom til herbergja sinna, var kom- ið myrkur, og þá er Stevens kom inn í fataklefann með kveldklæði húsbónda síns, hristi hann höfuðiS og mælti: „Eg hefi ekki fataskifti í kvöld, Eg ætla til — Já, eg legg af stað til Northfield." „í kvöld, lávarður minn?“, spurði Stevens. „Hver skrattinn! Var eg ekki búinn að segja yður það? Já, við förum með kvöldlestinni." IX. KAFLI. Alla leiðina til Northfield hugsaði Clyde ekki um annað en Bessie, og hugsaði um hana á þann hátt, sem ásthrifnir menn einir gera, eða eru að því komnir. Hvað mundi fyrirmyndarmaðurinn faðir hans, og hin tignarlega og siðavanda móðir hann segja, ef þau vissu, að hann hefði verið heilan dag með Bessie, Harewood? Og hann ósk- aði þess af heilum hug, að hann væri annar en hann var. Væri hann skrifari með hundrað punda launum, farandsali, búðarþjónn eða línsterkjari, gæti hann gengið að eiga Bessie — ef hún vildi hann þá! En nú var hann greifi og erfingi jarls- dæmisins, og því gátu ekki óskir einar umbreytt. Stevens hafði sent skeyti um komu þeirra, og þegar þeir komu á stöðina beið þeirra tjaldað tví- eyki, sem Clyde fyrirleit. „pví í fjandanum komuð þér ekki með létti- vagn, í stað líkvagnsins, William?“, sagði hann við ökumanninn. „Eg sest fram á,“ bætti hann svo við, um leið og hann stökk upp í vagninn, við hlið hans. „Eg vildi fara með léttiyagninn, Iávarður minn,“ svaraði maðurinn, „en jarlinn skipaði mér að fara með þennan; hann hélt að þér gætuð fengið kvef.“ „Guð minn góður!“, sagði Clyde. William glotti um leið og hann sagði þetta, pví að honum þótti mjög vænt um Clyde, eins og öllu vinnufólkinu, og dáðist mjög að honum. pegar þeir nálguðust jarlssetrið, var Clyde bú- inn að jafna sig og spurði hann spjörunum úr um hestana og hundana. „Við skulum fyrst koma til þeirra," sagði hann. En áður en hundarnir heyrðu til hans, tóku þeir til að gelta og góla af feiginleik, og varð af því- líkur hávaði og gauragangur, að það eitt var ærið nóg til að tilkynna komu hans; hann fór inn til þeirra, klappaði þeim og kjassaði. Síðan fór hann tröðina, frá húsdyrunum heim að hallardyrunum. Höllin var gömul en í ágætri hirðu, og Clydc hefði átt að vera hreykinn af að vera erfingi slíks óðals. En Clyde feldi sig ekki allskostar við út- flúrið, eða umhverfið ' kring, það minti hann ósjálf- rátt á garða í kring um vitskertrahæli, sem hann hafði einu sinni séð. pegar hann hafði staðið dálitla stund framan við höllina, fór hann inn. pað var dauðakirð í anddyrinu og ganginum, og sama þögn- in virtist ríkja í allri höllinni og skutilssveinnínn — sem var með svo hátíðlegum svip, að vel hefði sæmt erkibiskupi — spurði hann í svo lágum róm, að næstum var hvísl: „Hafið þér borðað miðdegisverð, lávarður minn ? — pað er verið að drekka te í setustofunni; A V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.