Vísir - 04.04.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1922, Blaðsíða 2
ViSIR Uppboð t saltkjðti og irgugmltfioki Ttrðnr haldiö viö pakkhúa okkar þriöjudsg 4. april kl. 1 e. h. Símskeyt! tri fréttaritara Víaio Khöfn 3. april. Ferðamenn til íslands. Fréttastofa norskra blaöa í j Ameríku hefir símaö norskum blö'ðum, að alþjó'ðaferðasýning hafi verið opnuð (í New York?) á laugardag og hafi Dr. Teach sett sýnínguna. Island tekur þátt í þessari sýningu, eitt allra NorSur- landa. Tilkynt er í norska blað- inu Middagsavisen, að e.s. Öster- ley fari frá New York 28. júní með ferðamenn til íslands, Noregs og Danmerkur og London. Skipið er 18.000 smálestir. íjárlagafrnmyarp'ð (Svarræða Bjarna Jónssonar frá Vogi, við 3. umr. fjárlaga.) —o— Þeir menn sem kunnugir eru þessum hlutum hér á laudi og eg hefi náð til, hafa sagt mér það um ullariðnað sent hér fer á eftir: 1. Ullin er of gróf með toginu, þurfa því bændur ab láta taka ofan af henni allri. Síðan ættu þeir að láta vinna úr þelinu fína dúka og nærfatnaði, og þyrfti þá helst að hafa nokkuð af hör i það, sem fín- ast ætti að vefa. Úr toginu mætti vinna ýmsa dúka. utanhafnar- sokka, gólfdúka og fleira ýivi Iíkt. Á þennan hátt myndu bændur geta fengið helmingi meira fyrir ull- ina, og gæti þeim þá notast vinna heimilisfólks sins á vetrum, þegar það annars situr auðum höndum síðan tóvinna á heimilum lagðist niður. Eins og ullin nú er seld, er hún unnin erlendis með toginu og þyk- ir því ekki hæf í annað en gólf- dúka o. þ. h. Það er því eðlilegt að hún sé í lágu verði. 2. Vélar þær sem notaðar eru við ullarvinnu, þurfa að vera á sem fæstum stöðum til þess að kostn- aðurinn við framleiösluna yrði sem minstur. Til þess að framleiða svo mikið “vaðmál, að nægi til þess að klæða alla tslendinga, þarf að bæta 50 vefstólum við þá sem nú eru til í landinu, ef að eins er unnið að degfinum. Ef unnið er líka á nótt- unni. sem. telja má hagfeldara til þess að nota aflvélarnar, þarf að éins 25 vefstóla. Til þess að vinna úr allri íslenskri ull þarf um 160 vefstóla með öllum öðrum tó- vinnuvélum, svo sem: sþunavél- um, kembivélum, þvottavélum og þurkvélum. Ef þessum vélum væri skift í 2 staði, væri þó hvorug verksmiðj- an stór í samanburði við samskon- s.r verksmiðjur erlendar. E11 þess- ar verksmiðjur gætu orðið bestu kaupendur og óbeinir seljendur ís- lensku ullarinnar, þvi að þær mundu kosta kapps um .að hafa þær vélar og þá menn, sem bestir væru, til þess að geta kept á er- lendum markaði, og mundu bænd- ur þá geta fengið miklu meira í}rr- •ir vöruna. Þetta væri að minni hyggju rétta leiðin, að nota vatns- afl og hveraafl til þess að fram- leiða. Því það tel eg mikla van- hyggju ef ullarverksmiðja er ekki reist þar sem hiti er í jörðu, þvi að hitinn er mikill hluti af fram leiðslukostnaðinum, en hveravatn, eða hverahitað vatn, má nota til litunar og hveravatn til hitunar á híbýlum og vinnuhúsum. Hvera- hitinn ætti að verða fyrir ■ okkur hið sama og kolin eru fyrir Eng- land og Þýskaland. Að minni hyggju væri það hin besta stefna í þessu máli, að efla þær verksmiðjur sem þegar eru til í landinu, svo að þær næði full- um viðgangi. Þetta gæti orðið meö því móti, að lán og styrkur væri veittur til þess úr landssjóði, eða að stofnuð væri stór félög af ullar- eigendunum sjálfum. Þess er og að geta, að á öðrum af þeim stöðum sem þessar verksmiðjur eru á, er jarðhiti; þessi staður er Álafoss og Alþingi hefir ekki fyrir löngu lof- að þessari verksmiðju mikilli á- byrgð einmitt með þeim skilningi að hún yrði stækkuð. Þessí verk- smiðja notfærir sér og jarðhita og alla þá hluti aðra, sem miða að því að gera vinnuna ódýrari. Til þess að reisa slikar verk- smiðjur sem eg hefi nú lýst, þari mikið fé, en á það er og að líta, að þetta er eina leiðin til þess að gera ódýra og góða vöru úr ull vorri sem nú er illseljanleg. Það er því hiutverk þjóðarinnar að láta mætast við þetta mál rífan styrk af opinberu.fé og fjárfram- lög einstakra manna, en það ber hér fyrst og fremst að varast, að stofna of margar verksmiðjur, því að þær auka að eins þann kostnað sem fellur á framleiðsluna, en gera þó jafnan verri vöru. Hér hefði nú verið verkefni fvr- ir sparnaðarnefnd. ef hún hefði haft heila sjón. Hér liefði hv. I. þm. S.-M. (Sv. Ó.) getað sýnt sparnað sinn. ef eigingirni og kjördæmadráttur hefði eigi blind- að hann. Hér á landi eru nú tvær klæða- verksmiðjur. Hefðu þessir búmenia gert ráðstafanir til að sameina þær. þá hefði þar með sparast 4 ýrir menn, hver með docents- aunum að minsta kosti. En i þess stað vilja þeir auka jtölu verk- miðjanna um helming og búa þar með til 8 ný embætti. í stað þess að fækka þeim um fjögur. Eg segi embætti, þótt ekki sé goldin laun- in úr landssjóði, því að alt fyrir sama kemur, þjóðin borgar. Þó er sá munur á, að opinber störf manna borga allir landsmenn, en þess- um starfsmönnum borga ullareig- cndur einir. því að allur óþarfur kostnaður á ullarvinnu dregur úr verði ullarinnar. Býhnykkur hv. 1. þm. S.-M (Sv. Ó.) er þvi í þessu fólgin, að r.llareigendur skulu gjalda kaup 16 dýrum mönnum í stað 4, og ank þess allan annan kostnað til jafnaðar tvöfaldan á að geta. Undirbúningsleysið sést best á því, að menn halda að 50.000 kr. muni duga nokkuð til þess að setja á fót ullarverksmiðju. Það er varla of mikið í lagt, að telja 500.000 krónur sæinilegt fé til þessa. Þeg- ar nú á að stofna 2 slíkar verk- smiðjur, leggjast vextir og af- borganir af 1.000.000 króna á ull bænda auk þess, sem kaupgjaldið verður meira, svo sem bent var á fyr. Þó má teljá mikinn mun á þessum tveim tillögum. Því að til! hv. 1. þm. Arn. (E. E.) fer fram á sanngjarna kröfu að mörgu leyti. Fyrir austan fjall er viða mikill jarðhiti, svo komið gæti til mála, að þar yrði sétt á fót hin eina verk- smiðja á landinu, ef það þætti til- tækilegt. En á Austfjörðum gæti ullarverksmiðja aldrei orðið til annars en skaða fyrir ullarfram- leiðendur, væri því miklu nær að setja þar klæðaverksmiðju en á gjögrum Austurlandsins. Þó má líta á það, að Álafoss hefir jafn- góða aðstöðu eða betri, mundi þvi þessi verksmiðja austanfjalls vera óþörf. Eg heyri að hv, þingmönnum Múlaþinga likar ekki þessi orð- ræða min, en þó vildi eg segja þeim góðu mönnum, að ef eg kæmi á Austurland og ætti tal við kjósendur i Múkisýslum, mundi ég geta sannað þeim, að þingmenn þeirra hafi haldið fram röngu máli á Alþingi nú, og það er víst, að þeir eigist þar æ einir við. (Björn Hallsson: Þingm. Dala mundi seint verða kosinn á þing á Austurlandi). Það getur verið, en þeir gætu þó ekki varnað þingm. Dala máls- ins þar austurfrá. Eg hverf svo frá þessari tiíl., sem er svo dauöadæmd sem nokk- ur tillaga, jafnve! sparnaðarnefnd- ar. getur verið. Þá kemur að hv. þm. N.-Isaf. (S. St:), er vaknaði nýlega af mannúðardraumum sinum og sá að ekki mundi seinna vænna að bjarga eftirmæli hv. sparnaðar- nefndar. Tók hann að afsaka hana sem ákafast og vonaðist auðsjáan- lega eftir, að sér tækist að sanna, að hún ætti skilið að fá ekki lak. ari orð á legsteininn. en þau, er hann tók til: „Hér hvíla sparnað- arnefndarmenn neðri deildar. Þefc gerðu sumt af litlu viti. en flest af engu viti. Kequiesca'nt in pace“. En því er miður, að honum mis- tókst öll vörnin og vafðist tunga'1 um tönn, er hann skyldi svara hv. þm. Ak., og stendur því óhrakið, að nefndin liafi gersamlega mis- skilið hlutverk sitt. Erindisbréfið vildi eg með leyfr hv. forseta lesa upp fvrir hv. deildr „Alþingi ályktar að skipa 5 manna nefnd til að raimsaka fjár- hagsástæður ríkisins og gera til- lögur um sparnað á ríkisfé, svo> sem með niðurlagningu miður nauðsynlegra embætta, sameiningut þeirra opinberu starfa, sem sam- rímanlegir eru, niðurfærslu skrif- stofukostnaðar ýmsra opinberra stofnana, burtfellingu eða niður- færslu verðstuðulsuppbótar, þar sem hún er eigi lögmælt, m. m.“ Hér er auðsjáanlega lögð aðaf- áherslan á þaö, að nefndin rann- saki hag ríkisins, en enginn hetir spurt að hún hafi gert það. Húu hefir ekki lagt heilann í bleyti vi#- að hugsa um það og engan beðt#- ráða. Um niðurlagningu óþarfa em- bætta er það að segja. að þar mua nefndin þóttst hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Hún hefir ráð- ist á 2 embættismenn við Háskól- ann, en hún er ekki þannig af guði gefin, að hún beri skyn á það hvort þau væru óþörf eða ekki. Enn má og minnast á, að þeir héldu fast við sameiningu Árness- og Rang- árvallasýslna og mæltu með því viturlega og djarflega(!?), en þeir gleymdu að sameina Siglu- fjörð og Eyjafjarðarsýslu, þó- þeim væri bent á það af einum hv. sparnaðarmanni á þingi, er þetta því undarlegra sem einn hv. nefndarmaður er þm. Siglufjarðar og Eyjaf. Sennilega hafa þeir gleymt þessu nema sjón þeirra sje þannig mishaldin, að þeir sjái þá að eins sparnaðinn, að kjördæmi þeirra sjálfra eigi ekki hlut aif máli. Háttv. framsögum. sparnaðar- nefndar n. d. sagði, að kjósendur sínir hefðu heimtað, að hann berð- ist fyrir því, að fjárlögunum værs skilað tekjuhalIalausum^Aumingja kjósendurnir! að hann skuli vitna til þeirra. Því það er deginum Ijós- ara, að ef þeir hafa staðið upp og vitnað um sjiarnað, er það að eins af því. að hann hefir áður komið þeirri flugu í munn þeim. Han» gat þvi jafn vel vitnað til sjálfs sin eins og fara þessar krókaleiðir. Hann játar, að nefndin hafi vilj- að spara við visindi til þess a.V eiga krónunni fleira til þess, að kggja i framleiðsluna. Eg veit ekki hvernig á að skilja þetta. Eg fæ ekki séð hvað hann vill gera við krónuna. Ætlar hann kannskt; að kaupa fyrir hana ær og sauði handá sér til þess að auka fram- leiðsluna? Eða vil! hann lána tif að setja á stofn smjörlíkisgerð austur um jökla. eða ullarverk- smiðjur í hverjum hreppi á land- inu? Það getur nú verið vafasamt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.