Vísir - 05.04.1922, Blaðsíða 3
SfSIK
Umræður.
í neðri deild ur'ðu nokkrar um-
ræður í gær um sameining Dala-
sýslu 'og Strandasýslu. Allsherjar-
nefnd hafði lagt það til, að frv.
yrði samþykt, og hafði Jón Þor-
láksson framsögu af hennar hálfu.
Taldi hann raunar nokkurn vafa
ú því, hvort heppilegra væri, að
sameina Dala- og Strandasýslu
eSa Dala- og Snæfellsnessýslu, og
þá aftur Strandasýslu og Húna-
vatnssýslu, en á síðari sameining
unni væru þó ýmsir annmarkar.
svo aS hann hefSi fyrir sitt leyti
ekki treyst sér til aS halda henni
fram. En þaS taldi hann meS öllu
ástæSulaust, aS halda Dala- og
Strandasýslu framvegis sem sjálf-
stæöum lögsagnarumdæmum undir
Iveim sýslumönnum, því aS báSar
til samans væru þær þriSja fá-
mennasta lögsagnarumdæmi lands-
ins. — Bjarni Jónsson frá Vogi
lagSist fast á móti sameiningunni,
• og taldi þó meira vit í aS sameina
Dala- og Snæfellsnessýslu. En svo
fór aS lokum, aS frv. var samþykt
me'ð 15: 13 atkv. og því vísaS til
3. umræSu.
Um tillögu Jóns Baldvinssonar,
um skaSabótamálshöfSun gegn ís-
landsbanka, urSu litlar umræSur.
Jón flutti sjálfur ekki alllanga
ræ'ðu till. til stuSnings, en forsæt-
isráSherra talaði eindregiS á móti
<og kvaSst alls ekki mundu taka að
sér aS höfSa slíkt mál, þó aS till
yrSi samþykt. Magnús Kristjáns-
^son vildi láta vísa málinu til stjórn-
arinnar, vegna þess aS þingiS væri
ekki fært um aS taka ákvörSun
um þaS, en þaS var felt meS mikl-
um atkvæðamun. Tillagan var svo
sjálf borin undir atkvæSi og feld
með öllum (24) greiddum atkv.
gegn 1, en 3 þingmenn færSust
undan aS greiSa atkvæSi (M. Kr.,
Gunn. Sig. og Bjarni Jónsson) sá
síSasttaldi vegna stö'Su sinnar sem
•hankaráS smaSur.
MiQDiskensla.
Lesendur blaðsins munu hafa i
veitt því eftirtekt, að Arthur •
Gook, ritstjóri, auglýsti í blaðinu ;
í gær námskeið i minniskenslu.
Slík kensla mun litið hafa ver-
ið reynd hér á landi, en erlendis
eru til margskonar ininnis-
kensluaðferðir, misjafnlega ítar-
legar og víðtækar.
Hr. Goolc hefir kynt sér eina í
slílca aðferð (Roth system) og
lialdið ein sex eða fleiri náms-
skeið á Akureyri. Með lionum er
hér staddur unglingspiltur, sem
hann hefir kent og var hann
ekki nema i meðallagi minnug-
ur áður, en virðist nú hafa á-
| gætt minni. Skal hér sögð litil
; saga til marks um það.
1 gær kom hr. Gook heim til
| þess, sem þetta ritar og var fyr-
| nefndur piltur með honum. —
Sagði Gook, að liann mundi geta
munað 50 nöfn, sem höfð væru
upp fyrir honum í röð og bauð
mér að reyna þetta. Eg vildi ekki
leggja það á piltinn, en skrifaði
upp 18 sundurleit nöfn, sem
ekkert mintu hvert á annað, og
nefndi þau með númeri meðan
eg skrifaði þau. Að þvi loknu
hafði drengurinn þau hægt upp
í réttri röð og sagði síðan, hvaða
orð hefði verið hið sjötta, þriðja,
niunda o. s. frv. Enn fremur
sagði hann, hvar þetta og þetta
orð hefði verið í röðinni. Alt
inundi hann þetta viðstöðulaust
líkast þvi sdm hann væri að
nefna fingur sína.
Eg tel vafalaust, að shkt
minni sé stórgagnlcgt hverjum
manni og vil ráða ungum mönn-
um til að hitta lir. Gook í kvöld
til þess að fá nánari vitneskju
um þessa merkilegu kenslu. —
Hann er að liitta kl. 7—9 i kvöld
í Túngötu 12. JI.
Sorgiegt slys
varð hér í bænum í gær, um
kl. 5 síðd., er fimm ára gamall
drengur varð undir flutninga-
bifreið á Laugavegi og beið bana
af tveim stundum siðar. Hann
liét Hörður og var sonur porgils
Guðmundssonar bakara, Hverf-
isgötu 32 B. Drengurinn hafði
staðið á aurborðinu á bifreið-
inni, en brokkið af því og lent
undir afturhjóli bifreiðarinnar.
Bifreiðarstjórinn vissi eldd af
drengnum fyrr en slysið var
skeð.
t
Veðrið í morgun.
Frost á öllum stöðvum. í Rvik
3 st., Vestm.eyjum 4, Grindavík
3, Stykkishólmi 4, Isafirði 6,
Akureyri 4, Grímsstöðum 6,
Raufarhöfn 3, Seyðisfirði 2, Hól-
um í Hornafirði 1, þórshöfn
í Færeyjum 1, Jan Mayen 8 st.
Loftvog lægst fyrir suðaustan
land, hægt fallandi á suðaustur-
landi. Norðlæg átt, snörp á Vest-
urlandi. Horfur: Allhvöss norð-
læg átt.
E.s. ísland *
kom í morgun. Farþegar voru
fremur fáir.
E.s. Nyhavn
kom hingað í gær með kola-
farm til li.f. Kol og Salt.
E.s. Thorstein
kom með kolafarm frá Eng-
landi i morgun. Farþegi var
Helgi Zoega og á hann farminn.
Af veiðum
komu í gær Njörður, Leifur
heppni, Ari og Gylfi en Egill
Skallagrimsson í morgun.
Sláturfélagið
er farið að láta sjóða niður
fisk. Sýnishorn, sem Visi var
sent, virðist mjög líkt sams kon-
ar erlendri vöru og býst félag-
ið við að geta selt ódýrara en út-
lend niðursuðuhús.
Villemoes
fer til Vestmannaeyja og «t-
landa kl. 3 í dag.
Jarðarför
frú Magdalene Helgesen fer
fram á morgun frá dómkirkj-
unni, en ekki á föstudag, eina
og ráðgert var í fyrstu.
Föstuguðsþjónusta
í dómkirkjunni í kvöld kl. €.
Síra Bjarni Jónsson.
Verslunarm .fél. Reykjavíkur.
Fundur á morgun kl. 8y2 e.
h. á Hótel Skjaldbreið. Spila-
kvöld.
Trúmálavika Stúdentafélagsins.
Trúmálafyrirlestrarnir, sem
haldnir voru á dögunum, að til-
lilutun Stúdentafél., ásamt ræð-
um umræðufundarins, eru nú
komnir í prentsmiðjuna og .
munu fást innan skams í sér-
stakri bók hjá bóksölum. J?að
mun verða snoturt rit og öllum
kærkomið, er um trúmál hugsa.
Afmælisfagnaður
Prentarafélagsins fór fram
við glaum og gleði á Hótel í»-
land í gærkveldi. Undir borð-
um bauð Einar Hermannsson
gesti velkomna, en porvarður
þ’orvarðsson mælti fyrir minni
Prentarafélagsins, Hallbjöm
Halldórsson mintist stofnend-
anna, Ágúst Jósefsson: Minni
kvenna, Ingólfur Jónsson: Minni
Islands. Síðast talaði Jón Árna-
son. Skemt var með söng og
liljóðfæraslætti milli ræðnanna
Hún nnni bonum. 38
hver veit nema við verðum það einhvern tíma!“
„Ætli við yrðum ríkar, ef þú ættir herra Brand,
Bessie?" spurði Lil sakleysislega. „Heldurðu að
hann hljóti ekki að vera mjög ríkur, úr því að
hann á þessa ljómandi fallegu hryssu?“
„Eg held þú sért í draumi og talir upp úr svefni,
Lil,“ sagði Bessie hlæjandi. „Hvað ætli mér komi
það við, hvort herra Brand er ríkur eða ekki? A
eg að segja þér nokkuð, Lil? Mér finst þú hugsa
heldur mikið um herra Brand. pú gerir mig af-
brýðisama,“ og hún hló aftur. „Og mér liggur við
að óska, að þú hefðir aldrei séð hann.“
„O, það er öllu óhætt,“ sagði Lil býsna full-
orðinslega.
Hún var óróleg alla nóttina, og um morguninn
taldi Bessie hana á að liggja kyrra í rúminu.
sagði hún, „og segja því, að þú sért lasin, góða
sagði hún, „og segja því, að þú sér lasin, góða
mín, en þér batni rétt strax, og þá munir þú
geta lokið við blómin fyrir það.“
„Gott og vel,“ sagði Bessie og andvarpaði. —
„En, ó, Bessie —“
„Hvað, góða mín?“ spurði hún ástúðlega, og
bagræddi í kringum hana.
„Ferðu ekki fram hjá einhverjum garði, Bessie?
Sagðirðu ekki, að það væri garður þar rétt hjá?“
„Jú, góða mín,“ svaraði Bessie og furðaði sig
á, hvað nú mundi koma.
„Jæja; viltu þá fara þar inn og færa mér gœsa-
blóm þaðan, eins og þau, sem við sáum í Hamp-
ton-garðinum?“
„Eg skal færa þér stóran skúf, góða mín,“ sagði
Bessie. „Legstu nú út af og reyndu að sofna, svo
að tíminn líði fljótar, þangað til eg kem aftur.“
„Eg ætla ekki að sofna,“ sagði Lil; „eg ætla
að vaka og hugsa um herra Brand.“
Bessie ansaði því engu, en kvaddi hana og fór
út. Henni fanst loftið hreinna og birtan verða
skærri, þegar hún komst út úr þrengslunum og
yfir í breiðu strætin í vesturbænum. Hún hrestist
í geði og hélt rösklega áfram, þagnað til hún fann
verslunina. Búðarþjónarnir, sem héldu að hún væri
hefðarmær, hlustuðu með lotningu á afsökun henn-
ar og tóku hana orðalaust til greina. pegar því
var lokið, mundi hún eftir blómunum, sem hún
hafði lofað að færa Lil, og fór út í St. James-
garðinn. Og forsjónin kom því þannig fyrir, að
um leið og hún fór inn um garðshliðið, var einn
einasti maður, sem veitti henni eftirtekt, og það
var enginn annar en Clyde.
Hann hafði legið andvaka mestalla nóttina, og
brotið heilann um klúthvarfið. Og þegar morgn-
aði, fann hann sér til smávægilega átyllusök og
fór burt frá Northfield — og lafði Ethel — og
hélt til Lundúna, með þeim einum ásetningi, að
fara til sönghallarinnar og sjá hana. Ef hann gæti
ekki náð tali af henni — og hvernig átti hann að
koma því í kring? — hefði hann þó að minsta
kosti þá ánægju, að horfa á hana og hlusta á
hana. pegar hann kom að Paddington, lét hann
Stevens fara með farangurinn til híbýla sinna, ea
sjálfur þrammaði hann um strætin og taldi stund-
irnar, þangað til hann fengi að heyra og sjá
stúlkuna, sem lét hann engan frið hafa, þegar hún
birtist honum alt í einu eins og sending af himni.
Hann bráð-stansaði forviða og stóð hreyfingarlaus
þangað til hún var næstum því horfin sjónum;
þá fylgdi hann á eftir.
Bessie fór inn í garðinn og sneri brátt út af
götunni, sem var full af umfarendum, og gekk
eftir grasflötinni upp að trjánum. par var gnægð
gæsablóma, og hún tíndi nægju sína á skammri
stund. Síðan hélt hún, með báðar hendur fullar
af blómum, yfir í afvikinn stað í garðinum, settwt
þar undir tré og tók að binda vönd úr þlómununk.
„Ungfrú Bessie," var sagt skamt frá henni.
Hún leit upp og blómin féllu í kjöltu hennar.
„Herra — Brand!"
„Eg er hræddur um, að eg hafi gert yður byfc
við,“ mælti hann og vissi tæplega hvað hann sag3i.
„Já,“ sagði hún, „dálítið. Eg hélt ekki ....
Eg vissi ekki .... “
Hún þagnaði og Clyde mælti í vandræðuœt
sínum:
„pér eruð að tína gæsablóm?"
„Já; handa systur minni.“
„Lil,“ sagði hann, og nafnið virtist eins og íöera,
þau nær hvort öðru.
„Já — handa Lil** sagði hún.
„pað er mjög undarlegt, að eg skylcB hitta
yður hérna,“ sagði hann. til að segja eitthvaS.