Vísir - 01.05.1922, Page 2

Vísir - 01.05.1922, Page 2
VlSIR )) MairmM 1 Ouse< C / Höfum fyririiggjandi: V8tnsíötur u Þakpappa Hrátjoru. Fiskbirttar TaataBlegir með e.s. Islaad am miðjaa Mai. Símskeytf fr| frétUrltam Vfala. Khöfn 29. apríl. Deschanel látinn. Deschanel, fyrrum forseti frakk- neska lý'ðveldisins, er látinn. Frá verkamannaþinginu í Róm. Símað er frá Rómaborg, að al- þjóðaþing verkamanna, sem nú er háð þar í borginni, hafi sam- þykt, að verkamenn allir innan verkamannafélaga skuli beita alls- herjarverkföllum sem vopni, gegn •öllum styrjöldum. Ennfremur'er þess krafist, að verkamenn fái eftirlit með hergagnabirgðum ríkj- anna. Sundrung í Genúa. Ráðstefnan í Genúa hefir þegar klofnaS út af Rússlandsmálunum. Englendingar og ítalir vilja .sýna Rússum tilhli'ðrunarsemi, • en Frakkar, Belgir og Japanar halda fast við kröfur þær, sem gerðar voru til sovjetstjórnarinnar á Lun- ' dúna-fundinum. Khöfn 30. apríl. Barthou kvaddur heim frá Genúa. Símað er frá Genúa, að Barthou, fulltrúi Frakkastjórnar, hafi smátt og smátt unnist til að slaka ofur- lítið til við Rússa, gegn því að Lloyd George gæfi Frökkum upp nokkuð af hernaðarskuldunum, En nú hefir Poincaré kvatt Bar- thou heim til þess að gefa skýrslu og þykir óvíst, að hann eigi aft- urkvæmt til Genúa. Páfinn og Leninstjórnin. Símað er frá Moskva, að páfinn hafi viðurkent rússnesku ráð- stjórnina að lögum, og verður skiftst á stjórnarfulltrúum. Jesúít- ar og Fransiscana-munkar fá leyfi til að starfa í Rússlandi undir vernd ráðstjórnarinnar. • „Sterling" strandar. Eimskipafélagið fékk svolátandi símskeyti í morgun frá afgreiðslu- manni sínum á Seyðisfirði: „Sterling strandaði í morgun utan við Brimnes (norðanverðu við Seyðisfjörð). Varðskipið Fylla liggur hér; fer samstund- is til hjálpar.“ Nánari fregnir, eða aðrar, eru ókomnar, þegar þetta er ritað. Gera má ráð fyrir að þoka hafi verið, en gott veður, svo að ekki •þUrfi að óttast um farþega eða skipv.erja. 20 ára starfsafmæli. í dag eru liðin 20 ár síðan Knud Zimsen varð fyrst starfsmaður Reykjavíkurbæjar. Hann var fyrst ráðinn til a'ð mæla bæinn og vera ráðunautur bæjarstjórnar um verk- legar. framkvæmdir, en síðan hefir hann stöðugt verið einn helsti starfsmaður bæjarins til verklegra framkvæmda, fyrst sem bygging- arfulltrúi og bæjarverkfræðingur og nú síðustu 8 ár borgarstjóri Mikið hefir verið unnið í bæn- um í þessi 20 ár, og lætur það að líkum, að mikið starf hafi hv'yt á Zimsen, og þó það hafi ekki verið eintómt lof, sem hann hefir feng- ið að heyra um sig um dagana, þá má þó fullyrða, a'ð fáir hafi brugð- ið honum um ódugnað. — En jafnan hefir gustur nokkur verið kringum hann, einkum síðan hann varð borgarstjóri, enda mun hann kunna því ekkert illa. Hér skal ekki rakinn starfsferill borgarstjórans eða saga bæjarins á þessu tímabili, enda er meiri þörf að líta fram en aftur. Veit Vísir að borgarstjórinn mun vera honum sammála um það og að hugur hans muni nú allur við framkvæmdir næstu áratuganna. Landsverslanin Um þaS er deilt, hver niður- slaðan hafi orðið um landsversl- unina á Alþingi. Hefir Visir raunar gert all-ljósa grein fyrir þessu áður, en þess er þó ekki vanþörf, sakir ummæla annara hlaða, að vikja énn nokkrum orðum að þessu máli. Tvö blöð, Alþbl. og Tíminn, leggja alla áherslu á það, að til- laga meiri liluta viðskiftamála- nefndar, um að beina starfi verslunarinnar eingöngu i þá átt, að selja fyrirliggjandi vöru- birgðir, innheimta skuldir o. s. frv., hafi veríð feld með rölc- studdri dagskrá. En þó að þetta sé að vísu rétt, samkv. strang- asta bókstafsskilningi þingskap- anna, þá vildi nú samt svo und- arlega til, að tillagan var í raun og veru samþykt, og það ein- mitt af fylgdarliði nefndra blaða á þingi. Dagskrártillaga Bjarna Jónssonar, sem samþykt var, var bygð á alveg ótvíræðri yfir- lýsingu atvinnumálaráðherra, um það, að stjórnin mundi fara eins að, hvor tillagan sem sam- þykt yrði, og beina starfsemi verslunarinnar eingöngu í þá átt, scm meirihlutatill. til tók, að eins með þeim fyi'irvara, að verslunin mundi verða látin skerast í leikinn, ef við borð lægi einokun einstakra manna á einhverri vörutegund, og þannig kvaðst stjómin einnig mundu fara að, ef dagskrártil- laga Bjarna yrði samþykt. Af þessu er auðsætt, að fram- gengl hefir orðið vilja meiri hl. viðskiftamálanefndar, þó að til- laga hennar félli samkvæmt þingsköpum. Enda óhætt að fúllyrða, að svo áð segja alt þingið hafi verið alveg einhuga um þctta mál í raun og vem. Hinsvegar verður að játa, að stjórnin hefir þó nokkurt svig- rúm til að teygja yfirlýsingu sína um einokunina, ef hún vildi. En gagnvart þinginu hef- ir þó stjórnin enga afsökun, ef hún gengur á bak orða sinna, nema þvi þá að eins, að kaup- menn misbeiti aðstöðu sinni á einhvern hátt. Trúmálafandarinn enn, Neðanskráð bréf og ræðu hef- ir herra Páll læknir Kolka í Vestmannaeyjum sent Vísi til birtingar: Herra ritstjóri! Svo illa hefir tekist meS ágrip þaö af ræ'Su minni á trúmálafund- inum, sem birt er í hei'Sru'Su bla'Si ySar, a'ö aðalkjarna máls míns er slept, en hinu snúiö viö og sett út úr samhengi. „Gnostiker" er sett í sta'ð „agnostiker“ og „intel- lektuelt proletariat" þýtt vitaðall, en þetta eru hvorttveggja and- stæður, sem kunnugt er.* Auk þess *) Prentvillur þessar hafa áöur veriö leiöréttar í Vísi. Sjálft ræ'ðu- hefi eg aldrei lýst aðalhugsun guðspekinga og andatrúarmanna ranga, því hún er i því fólgin, að sjálfsvera mannsins lifi eftir að hann deyr á jörðu hér, og er jeg því hjartanlega samþykkur. Treysti eg svo sanngirni yðar, að þér gerið bragarbót og birtið ræðu mína í blaði yðar, en hún er á þessa leið: Þegar ræða er um trúmálastefn- ur nútímans, ber fyrst og fremst að skoða þær í samræmi við það, sem séx-staklega einkennir nútím- ann, en það er sú aukna þekking í náttúruvísindum, sem rnenn hafa öðlast á síðastliðnum hundrað ár- . um. Sjerstakur flokkur manna, vísindamennirnir, hafa verið að rannsaka náttúruna, öfl hennar og lögmál, leitað að sambandinu milli orsaka og afleiðinga og lært að grípa inn í rás viðburðanna á víð- tækari hátt en fyr. Þeir hafa m. ö. o. lært að taka öfl náttúrunnar í jxjónustu sína og lært að hagnýta sér lögmál hennar, og þeim er því að þakka allar þær stórkostlegu framfarir, sem orðið hafa í sam- göngum, iðnaði, rafmagnsfræði, læknisfræði og líffræði. Til þess að guðfræðingarnir geti verið andlegir leiðtogar síns tíma, verða þeir að vera kunnugir því, sem sérstaklega einkennir hann. Þeir ættu því að kynnast vísinda- legri rannsókn nútímans og læra vísindalegar. starfsaðferðir með því t. d. að ganga 1—2 ár á efna- rannsóknastofu eða bakteríurann- . sóknastofu, áður en þeir byrja að. lesa guðfræði. Þá þyrftu þeir síður að óttast vísindin eða neita sumurn ‘ trúarsannindum af hræðslu við óþekt vísindi og þá myndu þeir skilja betur, að.trú og vísindi eim ekki í neinni andstöðu hvort gegn öðru, heldur fara oft og ' einatt sarnan hjá sama manni, en þess eru möi-g dæmi. Skal eg að eins nefna vísindamanninn Pasteur, þann dásamlegasta lækni, sem sög- ur fara af. Hann lagði grundvöll- inn að öllum nútímans framförum í læknisfræði og'var trúaður mað- ur, kaþólskur. Hinar nýrri trúmálastefnur, andatrúin og guðspekin, hafa t.ek- ið upp framþróunarhugsun vís- indanna, en þær hafa misskilið hana algerlega. Eitt af aðalatrið- unum í framþróunai’kenningu vís- indanna er það, að eftir því sem „qualitas" eykst, rninkar quanti- tas“, þ. e. a. s. auknum eðlisþroska fylgir rninkuð höfðatala. Steina- ríkið er stærst, næsta stig fyrir ofan, jurtaríkið, er mikið yfir- gripsminna, dýraríkið enn þá minna og mannríkið, sem er full- komnasta stigið, hefir fæsta ein- staklinga. Ef við hugsum okkur áframhaldandi eðlisþroska á enn þá hæri'a stigi, er því eðlilegast að trúa því, að að eins noklcur hluti mannkynsins nái slíkri fullkomn' un. Náttúran er svo eyðslusöm, þegar hún vill halda lífi tegundai'- jnnar við eða rnynda nýja tegund í lífsstiganum. Við æxlunina er t. d. áætlað, að 200 miljónir sáð- fruma komi til greina við frjóvg- un eggsins, en af öllum þeim ara- grúa er það að eins ein, sem nær því marki, hinar eru að eins hafð- ar til .tryggingar því, að einn hæf- ur einstaklingur fyrirfinnist. Hina lætur náttúran deyja. Guðspeking- ar og andatrúarmenn kenna, að flllir menn nái hærra þroskastigi, en það er andstætt framþróunar- hugsunvísindanna. Kenning görnlu guðfræðinnar um það, að að eins sumir verði hólpnir, þ. e. nái á- framhaldandi þroska,- en aðrir deyi ágripið var tekið úr fundargerð umræðufundarins, þeirri, sem Stú- dentafélagið lét gera. — Ritstj.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.