Vísir - 12.05.1922, Page 2
V I S 1 R
Höfura fyrirliggjaadi:
Hyeiti, 3 teg., afar ódýrt.
Haframjöl,
Eúgmjöl,
Maismjöl,
Heilmais,
Heilbaaair,
Kaifi, brent og óbr.,
Hensnabygg blandaB,
Sóda mulinn,
Kristalaapu,
Eldspýtnr,
Straaaykur,
Libby’s-mjólk,
Tower Brand.
Trú og tónlist.
„Freude; schöner Götterfunken,
Tochter aus Elysiutn,
Wir hetreten feuertrunken,
Himmlische, dein Heiligtum.
Deine Zaubdr binden wieder,
Was die Mode frech geteilt;
Alle Menschen vcerden Briider,
Wo dcin sanfter Fliigél wcilt."
Fr. Schillcr.
(IX. siníonia Beethovens).
„Vísir“ flytur útdrátt úr ræöum
þeirn, sem fluttar voru á trúmála-
fundum stúdentafélagsins. Flestir
tala þar um samúö, sameiningu og
samvinnu. Sumir flytja tillögur i
þá átt. Enginn minnist á þá lei'ð,
sem nær aö sameina alla menn til
guösdýrkunar, bænar, samúðar eöa
lífsmögnunar, en alt er þetta eitt
hiö sama.
Trúin er sú þroskunarviöleitni
og sannfæring, sem ekki verður
með orðum lýst. Allar trúarræður
eru að eins tilraunir til þess að
fullnægja trúarþránni. og örva
samúðarstraumana. Orð eru aldrei
meir en tilraunir til hugsana, en í
hverri hugsun býr tilíinning. Orð-
in valda flestum misskilningi. Enn
þekkja menn að eins einn mátt,
sem algerlega fær friðað trúar-
þörfina, en’ það er sú listin, sem
á það sameiginlegt trúnni að vera
óháð orðum og hlutum. Tónlistin
er leiðin til sameiningar allra trú-
arflokka, allra þjóða og alls mann-
kyns. Við áheyrn mikilla tónverka
ná mannssálirnar að teygja sig upp
úr misskilningshafi mannlegs van-
þroska. Þar má verða samstilling
allra. Hvernig á að lýsa slíku með
orðum? MCnn verða nú að fara að
trúa því, að þessi voldugasta list
allra á verk og öfl, sem þeir enn
hafa ekki náð að kynnast.
Ef íslenska kirkjan á að eflast,
verður tónlistin að minsta kosti að
má þar jöfnu gildi og ræðan.
Skipulag guðsþjónustnanna, (sem
sjaldan ætti að vera það sama).
þarf að mótast af listinni. Almenn
tónlistarkunnátta þarf að aukast.
Hljóðfæraleikur og samsöngur
þarf að verða álgengur i öllum
landsins kirkjum. Þar verða menn
að fá heyrð sígild tónverk. Meiri
rækt verður að sýna gömlum og
góðum íslenskum sálmalögum.
Gamla tvisönginn ber að endur-
reisa.* — Þannig vrði framtíð is-
lensku kirkjunnar trygð.
Stundum virðist samúðin vera
minst meðal tónlistarmannanna
sjálfra. Vanþekkingin , er höfuð-
orsök þess. Framfaraalda tónlist-
arinnar á í'slandi á ig. öld náði
ekki svo langt, að menn fengju
skilið íslenskt tónlistareðli.* Marg-
ir misskildu köllun sina og fengu
litlu afkastað. Eðlilegt er, að eftir-
; menn þeirra. sem nú hafa lietri
í skilyrði tónlistarþroskunar, verði
í mörgu að lasta þá eldri og áhang-
i endur þeirra. Þessir ungu menn
eiga það jafnvist, að verða síðar
fyrir lasti eftirmanna sinna. Það
eru afleiðingar tímanna og þyrfti
aldrei að verða orsök fjandskapar.
Sá fjárstyrkur. sem ríkið veitir
við og við listamönnum, kemur að
mjög litlu gagni. Stundum er hann
beiiilínis skaðlegur, þar sem hann
nær of skamt eða lendir á röngum
höndum, enda mun hann oftast
veittur ineir af mannúðlegri með-
aumkun en, skilningi á list. Þau
störf listamanna, sem þeir vinna
sér til viðiírværir en ekki af áhuga,
koma ekki áð gagni. Þess vegna
er nauðsynlegt, að það litla fé, sem
veitt er til lista, sé aðallega notað
til eflingar'almennrar listkunnáttu.
IIér er sérstaklega átt við tónlist.
Á þessu ári eru tónlistarfram-
farir á íslandi væntanlegar úr
tveim áttum, frá Páli ísólfssyni og
Otto Böttcher. Þýðingarmeiri get-
ur Böttcher orðið, ef hann ílengist
i Reykjavílc, því að hann veitir
alþýðlega kenslu i leik allra sam-
leikshljóðfæra.
Leipzig, 22. apríl 1922.
Jón Leifs.
*' Siðar mun eg sýna fram á
gildi islenskra þjóðlaga og reyna
að skýra islenska tónlistareðlið.
Skáld og ritdómarar.
(Framh.)
„Jón Thoroddsen færist mikið, í
fang“, byrjar ritfregn Jakobs
Smára, um leikritið „Maria Mag-
dalena“. Eg tek undir með grein-
arhöfundinum. að „óhætt muni
vera að segja“ það. Jeg játa lika
að lofsvert er að ungir menn séu
stórhuga jafnt á þessu sviði sem
öðrum, og láti sér ekki alt i aug-
um vaxa. En hitt ættu þeir að
temja sér, að vera strangir dóm-
arar við sjálfa sig, og varast að
gefa ritsmíðar sínar út, fyrr en þeir
eru nokkurnveginn orðnir vaxnir
viðfangsefnum sínum.
Maria Magdalena er leikrit 5 3
þáttum og gerist i Jerúsalem á
dögum Krists. Aðal-persónurnar
eru: María Magdalena, Cajus
Varró og Brúðguminn (Jesús).
Við leikinn koma auk auk þess:
3 rómverskir aðalsmenn, Rut,
jierna Mariu Magdalenu. brúðar-
sveinar Farísear og annað fólk. —
Nýkomið i slúra úrvati:
Karlmannatatnaður — Regnkápur — Stormjakkar — Tau-
buxur — Vinnufatnaður (jakkar og buxur) — Ullarteppi
— Peysur — Nærföt, karlm. & ungl. — HálÍBokkar —
Sportaokkar — Sportbolti — Axlaböud — Bakpokar —
Linir hattar — Silkitreíiar — Hálaklútar — Hálsbiadi —
Slaufur — og margt fleira.
Aðalstræti 9.
Virðum nú leikritið lítið eitt nán-
ar fyrir oss.
1. þáttur fer íram í garði Maríu
Magdalenu. Hefst hann á samtali
hennar og þriggja tiginborinna
Rómverja, sem eru ástmenn henn-
ar og aðdáendur. Kennir íljótt ó-
samræmis í viðræöúm þeirra, því
hér- skiftast á hjá sama manni há-
fleygar, hrifandi ástajátningar,
sem vel gætu átt lieima á tugnu
afreks-skáldsins, og ófínleg, væm-
in ástleitni hins andláusa manns.
— Er ástandið hér yfirleitt noklc-
uð hæþið og of broslegt, þar sem
um slika menn er að ræða! Br það
næsta óeðlilegt, að rómverskir að-
íilsnjenn þeirra tíma krjúpi i þvögu
að fótuni gyðingborinnar vændis-
konu og segi: „Að eins mig, María.
Að eins mig.“ Dettur manni ó-
sjálfrátt í hug ungar í maríuerlu-
hreiðri, sem sperra upp ginin
í köpp, er mamma þeirra kemur
með eitthvað gott í nefinu að gefa
þeirn. — Talsvert batnar þó þegar
Varró kemur fraip á sjónarsviðið.
Eru samræðurnar hér víða góðar,
og persónurnar verða skýrarx. Of
mikið gætir þó ‘endurtekningar í
örðavali hér sem víðar í leikritinu,
Má t. d. ekki láta mæða á Orðum
eins og: ,,í hjarta minu ómaði ein-
kennilegur söngur“, allra síst þar
sem Decius er höfundur þeirra.
Eðlilegra hefði það lika oi'ðið, er
Varró hnígur fyrir höfuðhögginu,
að María hefði hljóðað upp nafn
•hans af ótta. i stað þess þess -að
endurtaka ástarjátning sína. —
Annars tekur höf. hér sumstaðar
góða Spretti, þótt þeir verði jafn-
an helst til stuttir. Falleg og skáld-
leg eru t. d. þessi orð Metellusar:
„Mig dreymdi einu sinni“ o. s. frv.
Verður manni að óska, við lestur
þeirra, að höf. hefði tekist að
skapa persónu, sem væri trúandi
til að tala þannig.
2. þáttur byrjar á því að skýra
frá eftirvæntingu mannfjölda, sem
bíður komu Brúðgumans í einum
stað borgarinnar. Eru orð þau,
sem höf. leggur fjöldanum í munn,
mörg t'md upp úr hinum og þesfe-
um köflum heilagrar ritningar.
Myndi það og ekki hafa sakað, ef
höf. hefði liitt á þau réttu. En svo
er ekki alstaðar. Áberandi er það
t. d„ hve illa þessi orð „konunnar
með heilögum anda“ falla inn í
sambandið: „Þvi svo elskaði guð
heiminn" o. s. frv. Og fleira mætti
nefna. Hefði vafalaust verið betra,
að höf. hefði lagt fólkinu orð i
rrhirin, eingöngu frá eigin brjósti,
og myndi honum, á þann hátt. hafa
tekist betur að búa áheyrandann
undir komu Brúðgumans fram á
sjónarsviðið. — Og nú er komið að
Tilkyaiieg.
Tilbúinn áburð á tún og i kar-
töflugarða og fóðurbæti, selui
verslun Gunnars Þórðarsonar, á
uppfyllingunni í dag og næstu
daga. Sími 493.
því atriði, sem hlýtur að eiga að
skoðast sem þungamiðja sjónleiks-
ins. Það er afturhvarf Maríu fyrír
áhrif frá Brúðgumanum. Hlýtur
leikritið að miklu leyti að falla og
standa með þessum þætti. —- Og
það fellur, því miður. Lýsingin er
hér yfirleitt mjög fátækleg og á-
hrifalaus. Höf« virðist eigi áræða
að leggja Brúðgumanum önnur orð
í munn en þau, sem er aö finna í
heilagri '’ritningu. — En hvers'
vegna lætur hann hann þá koma
fram á sjónarsviðið? Sjónleikur-
inn á að vera spegilmynd virki-
leikans, og auðvitað hefir Jesús
ekki að jafnaði verið eins fáorður
í samtölum sinum og heilög ritn-
ing skýrir frá. Svarið til barns-
ins er t. d. af þessuni sökum undir
eins mjög óeðlilegt — eða réttara
sagt, verður ekkert svar, heldur
ávarp til fjöldans í kring. Illa
tekst höf. að lýsa lævísi Faríseans,
er hann lætur hann skora á Brúð-
»
gumann og segja: „Dæmdu — ]iig
eða hana“. Varar veiðimaðurinn
hér við gildrunni um leið og hann
leggur hana, og er það mjög ólíkt
því.^sem maður sá skýrir frá, er
skrifað hefir Jóhannesarguðspjall.
— Sér maður yfirleitt best á því
að lesa þessa gullfögru frásögn
guðspjallamannsins og bera hana
saman við leikritið, hve mjög höf.
hefir hér reist sér hurðarás um öxl.
Tekst honum ekki einu sinni að
gera atburð, þennan eins lifandi
fyrir hugskotssjónum vórum og
guðspjallamanninum. sfem vafa-
laust hefir þó ekki ætlað að skapa
neitt listaverk, heldur að eins að
segja trúlega frá þvi, sem hann
hafði séð og heyrt eða verið sagt
af sjónar- og heyrnarvotti. Fellir
höf. lika ýmislegt niður úr frásög-
unni, sem í guðspjallinu gefur
henni líf og lit, en bætir engu við,
sem bót sé að. Kemur manni þessi
meðferð efnisins mjög á óvart, þar
sem hér er um að ræða þunga-
miðju leikritsins. Hefði frekar
mátt vænta hins, að leikritið yrði.
hér talsvert fyllra en frásögn guð-
spjallsins, og færði atburðinn nær
sjónum vorum. — Og góðskáldi
hefði maður jafnvel getað trúað tií
að ráðast í að leysa þá duldu gátu,
hvað það var, sem Jesús ritaði
forðum með fingrinum á jörðina.
(Niðurl.)