Vísir - 29.05.1922, Blaðsíða 3
yísiR
íKaupi'ð verður kr. i.io urn klukku-
stund.
ASalfundur
dómkirkjusafnaöarins var hald-
inn í dómkirkjunni í gær og verö-
«r nánara skýrt frá gerðum hans
á blaðinu á morgun.
Skattskráin
mun verða tilbúin i kring um
hvítasunnuna. Verður hún ekki
prentuð, heldur lögð fram skrifuð
á bæjarþingstofunni. Kærufrestur
•«r hálfur mánuður og mun hann
auglýstur, um leið og skráin verð-
nr lögð fram. Samlagning skatts-
ins er ekki lokið. en sagt er. að
hann muni ekki verða undir 1200
“þúsundum, og er það dálaglegur
skildingur úr Reykjavík einni. Á
fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er
skatturinn af öllu landinu áætlað-
ur 800 þúsundir, svo að hann mun
auðsjáanlega fara núkið fram úr
áætlun. Annars kvað eftirtekjan
eftir sveitirnar ætla að verða mjög
xýr, svo að það verða einkum
kaupstaðirnir, sem þessi beini
skaftur lendir á.
Varðskipið Fylla
kom í morgun og hafði einkis
»orðið vísari tim bátana, sem hún
var að svipast eftir.
iE.s. Uno
kom í morgun frá Kaupmanna-
l»öfn um Bretland. Hefir ýmiskon-
ar vörur til kauptnanna.
E.s. Nyhavn
fór héðan i gærmorgun áleiðis
til Vesturheims.
Tvö línuveiðaskip
frá Noregi koinu hingað á
Jaugardaginn og höfðu dágóðan
afla, hæði.
E.s. Baldur
kom af veiöum á laugardaginn.
Ungmennaf élagsfundur
verður haldimh kl. 9 í kvöld í
ídngholtsstræti 28.
Bifreiðastöð Reykjavíkur
. biður þess getið, að hún hafi
sent fyrstu bifreið, sem fór til
TÞingvalla á þessu sumri.
Kári
kom inn til Seyðisfjarðar ný-
=keð* mcð góðan afla.
Álftixnar.
Síðustu dagana hafa álftirnar
sótt mjög úr hólmanum suður í
Tjarnarcnda og una sér langbest
þar. síðan grasið fór að vaxa til
-wiutia. Ef þær gera sér hreiður á
annað borð, þá munu þær ekki fá
ákjósanlegri stað til þess, en gras-
ið í tjarnarendanum og er ekki
itndarlegl þó að þær sæki þtmgað.
Reynt var að varna þeim að kom-
ast á suður-tjörnina, en girðingin,
setn til þess var sett, reyndist ekki
held. — Eldri álftin er orðin mjög
grimm og ill viðskiftis. Nýlega
réðist hún á támda önd á tjörn-
inni og hefði að líkindum gengið
af henni dauðri, ef henni hefði
■ ekki oröið mannbjörg. Einu sinni
greip hún í öxl á smádreng og
bristi hann og barði með .vængj-
«num, en þó meiddist hann eklci.
En óráðlcgt er að láta lítil börn
verða ein á vegi hennar. D.
Miasið
Fratnlíöarfundinn I kvöld' kl
Fyrif hálfTirði
seljum vér:
Saum, 2”, 3”, 4”, 5”.
Eldfastan ofnstein, boginn.
Steinmálningu, innan- og utan-
húss.
Ceresit (ver steinsteypu raka).
FRIfiRIK MAGNÚSSON & Co.
Sími 144.
8ý». FuUtrúakosning. Sjá augl. á
laugardaginn.
Hjúskapur.
Síðástliðinn laugardag voru gef-
in saman i hjónaband ungfrú Her-
dís Guðmundsdóttir og Axel Ström
prentari.
Gjöf
til fátæku hjónanna: Frá S. 10
krónur.
• r
Kaupþingið
er opið á morgun kl. ij4—3.
B. K.
Söngæfing í kvöld kl. 8)4- -—
Mætið öll.
„Þráudur".
Félagar athugið a‘é æfingum
hefir verið fjölgað, samkv. augl.
í blaðinu í dag.
Bestn þakkir.
Með eftirvæntingarfullri undr-
un kom eg til nafnkunnu sögu-
eyjunnar lengst í norðri. — Og
kveð hana með glöðum, björtum
blessuðum endurminningum. —
Eg þakka íslensku þjóðinni af
hjarta fyrir samúðina og hjálpina,
sem hún hefir veitt starfi voru á
íslandi. Eg þakka fyrir vinsemd-
ina, sem mér sjálfri var auðsýnd
ógleymárilegu dagana, sem eg
dvaldi hér í Reykjavík.
Lifið heilir, kæru íslendingar!
Lifið fyrir gnð og náungann! Lif-
ið fyrir þá hluti, sem ekki farast.
Blessun drottins hvíli yfir landi
yðar og þjóð! Guð gefi oss ölluni
að fá að reyna veruleika fögru, ís-
lensku kveðjunnar:
„Verið þið blessuð og sæl.“
Agnes H. Povlsen.
Fíokkar og stefnur.
Elckkaskifting er nokkuð a
reiki og verður sennilega lengi.
Helst kemur þetta af því, að hún
er misjöfn í hir.um ýmsu málum.
í sjálfstæðismálinu eru þrir
flokkar: Rússneski flokkurinn,
danski flokkurinn og íslenski
flokkurinn. ,
Rússneski flokkurinn er ekki
nema örfáir menn, en orsökin til
þess, að svo mikill gauragangur
heyrist til þeirra, er sú, að þeir
hafa í höndum sér verkamanna-
blaðið og eiga því auðvelt að hafa
hátt. „Það eru ógurleg ódæma-
í hljóð, | fem eru í hungruðum
manni,“ kvað Þorsteinn, og má vel
heimfæra það upp á þessa menn,
Ólaf Friðriksson ritstjóra verka-
mannablaðsins, og Ingólf Jónsson
viðlagaritstjóra sama blaðs og
Hinrik Ottósson og einhverja
fleiri, sem verða ekki nefndir að
þessu sinni. Engir eru þeir verka-
menn og hafa allir átt við sæmi-
leg kjör að búa, sumir við góð,
enda eru þeir ekki hungraðir í
annað en völd. Ætla þeir að stikla
upp í valdasess á herðum verka-
manna, og hefir þá einkum
dreymt um að fara að dæmi Rússa.
Þeir hugsa því eigi um sjálfstæði
íslands, heldur um það eitt, hversu
þeir megi koma því undir bolsh-
víkingastjórn Rússlands. Verka-
menn brosa að draumórum þessara
forsprakka, sem hafa kosið sig
sjálfir til þess verks, sem þeir
verða aldrei færir að vinna, en
meðmæli þessara manna hljóta
mjög að skaða þann lista, er
rerkamenn hafa sett upp.
' í danska f lokkinum eru þeir
einna fremstir, hinir fornu heima-
stjórnarmenn, Jónas frá Hriflu,
Tryggvi Þórhallsson, Jón Magnús-
son og Sigurður ráðunautur Sig-
urðsson. Þetta eru hinar tryggu
leifar dönsku stefnunnar frá liðn-
um árum, og eru þessar leifar enn
þá trúar stefnu sinni. Þeir vilja
ekkert til þess vinna, að bæta hag
landsmanna, þeir vilja engu kosta
til þess úr landssjóði, að bæta sölu
á afurðum landsmanna. Þetta
kemur af því, að þeir vilja láta
Dani sjá og hugsa fyrir oss i utan-
ríkismálum og höfuðstefna þeirra
í sjálfstæðismálinu er sú, að reyna
að gera sáttmálann frá 1918 í
framkvæmdinni sem likastan upp-
kastinu sæla. Sú ein undantekning
er þó þessa, að Jón Magnússon vill
hafa sendiherra vorn í Kaup-
mannahöfn, en Jónas og Tryggvi
kalla hann tildurherra, legáta og
þar fram eftir götunum.
íslenski flokkurinn er sjálfstæð-
ismennirnir. Þeir halda enn með
trúmensku við þá stefnu, er kjós-
endur landsins töldu hina einu
réttu bæði 1908 og oft síðan og
einkum 1918. Þeirra kjörorð er
enn hið sama sem þá: „ísland
handa íslendingum“ og alt þeirra
starf hnígur að því og hefir að því
hnigið að láta þetta ásannast.
í öðrum landsmálum skiftast
skoðanir manna í tvent, og má í
annan flokkinn telja þá, sem eru
i sjálfsmensku, en í hinn þá stjóm-
málamenn, sem vinna í þjóðar-
þágu.
Sjálfsmensku eða sjálfshjálpar-
stefnunni fylgja þeir allir, er fyrr
voru.nefndir, bæði heimastjórnar-
leifarnar og bolshvíkingarnir,
Jónas og Tryggvi í tima og ótíma,
Jón með hægðinni og Ólaíarnir
með hinum mesta hávaða og
gauragangi.
í þjóðarþágu vinna sjálfstæðis-
menn og stunda það eitt að auka
frelsi þjóðarinnar og heiður henn-
ar með því að hagnýta þjóðar-
srfinn og láta nýjan gróður vaxa
með eðlilegum hætti úr eigin jarð-
vegi og að bæta hag þjóðarinnar
í öllum greinum. S.
í Mýbomið
Matrosaliúfur og -föt. Sum-
arföt á 14—18 ára. Baraa-
sokkar (ullar) og ýmsar aðr-
ar ullarvörur.
Vöruhúdö.
Herbergi.
I eöa 2 góö herbergi með hús-
gögoum óskaat til ieigu nú þegar
Tilboð með uppl. um verö og
staS seudist "VÍSI, merkt W. I.
i dag eða á morgun.
Fyrirliggjaodi:
Vefnaðarvörur,
Alldæði, franskt,
Dömuldæði,
Cashmere,
Alpaccalau,
Stumpasirs,
Ljerefl, hvíl,
Tvisttau,
Fataefni, margskonar,
Flauel,
Drengjaföt,
Drengj nfrakkar,
Manchetskyrtur.
FRIÐRIK MAGNÚSSON & Co.
Sími 144.
Unglingspiitur
12—14 éra getur íengið atviunu
viö eeudifetðir.
DaníeS Halldórsson
Aðalstræti 11.
Atvinna.
Piltur, 16—18 ára, vel hraustur,
getur fengið atvinnu í góðu bak-
aríi í sumar og, ef um semur. til
náms í iðninni frá því í haust.
Eiginhandar umsókn með nafni
og heimilisfangi sendist Vísi fyrir
lok þ. m., merkt „525“.
Brunatryggingar allakonarj
Nordisk Brandforsikring
og Baltica.
Líftryggingar:
„Thule“.
Hvergi ódýrari tryggingar né
ihyggilegri viðskifti.
A. V. TULINIUS
Hús Eimsldpafélags Islands,
(2. hæð). • Talsimi 254.
Skrifstofutimi ld. 10—6.