Vísir - 01.06.1922, Side 2
VlSIR
)) Ham & OLa
Höíum fyrirliggjaadí:
H-nj á,brýni§
Símskeytl
frá fréttaritara Vísis.
Khöfn 31. maí.
Bretar óttast uppreisn í írlandi.
Símai5 er frá London, a‘S sætta-
gerö sú, sem þeir Collins og De
Valera hafa gert með sér, viröist
ósamrýmanleg bresk-írska sátt-
málanum. Nú er málum svo kom-
iö, a8 alt viröist stefna aÖ því, a8
írar á SuSur-írlandi muni lýsa
írland sjálfstætí lýöveldi. Breska
stjórnin býst viS uppreisn og hefir
(breskt) herliS veriö aukiö í Ul-
ster. Bresk beitiskip em á veröi
viö strendur Suöur-Irlands.
Spánarsamningar Norðmanna.
Ræstad segir af sér.
Simaö er frá Kristjaníu, aö Ræ-
stad, utanríkisráöh. Norömanna,
hafi sagt af sér, meö því aö samn-
ingatilraunir hans viö Spánvérja
hafi fariö út um þúfur. — Mo-
-vvinckel hefir tekiö viö samninga-
umleitunum fyrst um sinn.
Bruninn.
Rannsókn út af brunanum í
Þingholtsstræti 15 cr nú aö mestu
lokiS. Þeir sem fyrst uröu eldsins
varir,,sáu reyk leggja út úr bií-
reiöaskúrnum og opnuöu hann.
Sáu þeir þá, aö eldur logaöi upp
úr einni bifreiöinni, — þeirri sem
síöast var látin inn, — og mikill
reykur í skúfnum, en eldurinn var
þá ekki farinn að læsast um skúr-
inn. Ekki tókst þeim aö ná bif-
reiöinni út og aö lítilli-stundu liö-
inni læstist eldurinn um allan
skúrinn. Var nokkurt benzín þar
inni og golfiö rakt af olíu, eins og
vant er að vera i slíkum skúrum.
Giskaö er á, aö logandi vindill
eöa vindlingur liafi oröiö eftir i
fcifrciöinni, áöur en henni var ekiÖ
inn, og hafi eldurinn kviknað i
sætinu.
. I Bœjarfréf tir. |
Dánarfregn.
Látin er 29. f. m. merkiskonan
lngi'geröur Mikaelsdóttir, Lauga-
veg 76 C, kona Ólafs trésmiös
Jönssonar, sem nú er blindur orö-
inn fyrir skömmu. Er mikill harm-
ur og sviplegur kveöinn aö hon-
um. því að konan dó snögglega.
Hún var 67 ára gömul.
I B. S. R |
Feröir á morgun aö Ölfusá,
Eyrarbakka, Stokkseyri,
Þjórsárbrú, Ægissíðu og
Fljótshlíð.
Til Hafnarfjarðar
annanhvorn klukkutíma dag-
lega.
Ábyggilegust afgreiösla,
bestar bifreiöar og ódýrust
fargjöld hjá
B. S. R.
Símar: 716 — 880 — 970.
Skipaf regnir:
Gullfoss kom til Kaupmanna-
hafnar i gær, og fer þaöan aftur
á hvítasunnudag, 4. júní.
Goðafoss er i Leith á heimleiö.
Lagarfoss er aö ferma kol i
Grimsby.
Borg er í Leith, á heimleiö.
Villemoes er á Tálknafiröi.
Björgúlfur læknirÓlafsson
og kona hans eru meðal farþega
a Botniu, sern nú er á leið hingaö
frá Leith.
Kvöldskemtunin
; í Nýja Bíó veröur mjög fjöl-
j breytt, ,sem sjá tná af auglýsing-
j unni. Þess skal getiö, aö kona sú,
1 sent á aö njóta ágóöa þessarar
! skemtunar, er sérstök merkiskona,
sem flestir Reykvikingar mundu
kannast viö, ef nafn hennar væri
nefnt. Hún á nú viö fjárþröng og
heilsuleysi aö búa og þarf aö kom-
ast á sjúkrahús. Vonandi veröa
svo margir til aö sækja þessa
skemtun, aö ekkert sæti veröi autt.
Laxveiðar
hefjast i Elliðaánum í dag.
Annað kvöld kl. 9
hefst knattspyrnumót Víkings
um Víkingsbikarinn, hornablástur
kl. 8. — Iveppendur á þessu móti
eru hin góðkunnu félög Fram,
K. R. og Vikingur, og skal engu
spáö um úrslitin, en öll munu þau
hafa hug á þessum fallega bikar.
— Dómari mótsins veröur skoski
knattspyrnukennarinn sem hér
dvelur, hr. Templeton, og mun
margan fýsa aö sjá hann dæma.
Gáfaður maður
er ritstjóri Alþýöublaösins.
Hann ætlar aö sanna þaö, aö sjálf-
stæði landsins sé undir því komiö,
að útgerö landsmanna far? á höf-
Iuöiö. Hann ætlar aö sanna sjó-
mönnum og verkamönnum í
Reykjavík, aö velferö þeirra sé
undir því komin, aö koma þeim
atvinnuvegi á kné, sem þeir hafa
lifsuppeldi sitt af. Ekki er þaö
væmiö, sem hann ber á borö um
Spánarsamninginn, — glóðvolgt
út úr öörum. Gott á hann, ritstjór-
inn gáfaði, aS vera svona lystar-
góöur. Veröi honum gott af. S.
Óhapp í Alþýðublaðinu.
Ritstjóri Alþýöublaðsins svaf á
gáfaöa auganu, þegar hann las
Vísi á mánúdag. Varö hann því
aö nota hversdagsaugaö og þess
v^gna kom athugasemd hans and-
vana. S.
' ' Il'ní
50 ára afmæli
á í dag Jónína Marteinsdóttir,
hjúkrunarkona.
Sálarrannsóknafélagið
heldur fund kl. 8)4 í kvöld. Ein-
ar Loftsson kennari flytur þar er-
indi, og hefir Einar H. Kvaran
sagt Vísi. aö efni fyrirlestursins
se mjög hugnæmt og merkilegt.
Spurt um heimilisfang.
Blööin Lögberg og Heims-
kringla eru vinsamlega beöin aö
spyrja um heimilisfang Guömund-
ar Magnússonar, sem var fyrir 6
árum á 557 Torontostr. Wpeg
Systir hans í Reykjavík er fyrir-
spyrjandinn.
Skothríð.
Einhverjir eru aö leika sér aö
I því aö skjóta á ritur og kríur á
kvöldin hér inn með sjónum. Heyr-
ist skothriöin niöur i miöbæ. Þetta
er tvöfalt lagabrot, bæöi viö frið-
unarlögin og lögreglusamþykt
bæjarins, sem bannar byssuskot i
bænum. Þessa er getið, lögreglunni
til eftirgrenslunar.
; Undanþágubeiðni
íþróttafélaganna frá skemtana-
j skatti, veröur rædd á bæjarstjórn-
arfundi í kvöld.
Munið
eftir gamanleiknum og skemtan-
inni í Iönaöarmannahúsinu í kvöld.
Ágóöanum verður varið handa fá-
tækri stúlku á heilsuhæli.
Frestur
til þátttöku í Allsherjarmóti I.
S. í., sem á að halda 17. júní, er
íramlengdur til 4. júní.
Hliflð hestQuum.
—O... •
Eg er þakklátur háttvirtum
greinarhöfundi fyrir grein hans í
161. tbl. Morgunblaðsins, og vil eg
sem fagfróður á þessu sviði, fara
enn nokkrum oröum um málefni
þaö, er grein hans ræöir um.
Almenningur skoöar málefni
þetta máske sem svo lítils varö-
andi, að það sé ekki þess vert, að
gert sé aö blaðamáli, en slíkt er
mikill misskilningur, því það hef-
ir mörgum sinnum meiri þýöingu
en rnargt annaö, sem skrifað er
um í blöðunum.
Athuganir greinarhöf. á um-
getnum vagnáburöartegundum eru
aö öllu réttar, enda er greinarhör.
gætinn, athugull og reyndur gam-
all ökumaöur, og er þaS ánægju-
legt aö, vita til þess, aö i þeirri
stétt finnast slíkir menn, hagsýnir
og athugulir og um leiö samvisku-
samir gagnvart skepnumim.
Flestar útlendar vagnábuöarteg-
undir eru framleiddar af feitilitl-
urn og allra ódýrustu jaröolíuteg-
undum og stundum með enn ódýr-
ari aukaefnum (FyldningsstofferJ
svo sem krít eöa öðru slíku. —
ViS snúning og hita öxulsins leys-
ist áburöur þessi í sundur og renna
þá burt lausu og bestu efnin, sem
cru fituefnin; eftir veröur aö eins
þur og föst efni, sem viö áfram-
haldandi snúning ö.xulsins vill
safnast saman í kekki og veröa
líkt og í því væri gúmmítegund
seig og þur, og kemur því slíkur
áburöur alls ekki aö þeim tilætl-
uöu notum, sem vagnáburði er aö-
allega ætlaÖ, sem er a'ð létta erfiö-
i'o fyrir skepnunum. Þó getur
þessi áburöur veriö nothæfur, sé á
hverju kvöldi hreinsaö vel af járn-
unum þa'S sem þá er eftir og mak-
aö vel á nýjum. Slíkt er mér kunn-
ugt um að Danir gera, enda telst
svo til, aö á vagninn fari yfir ár-
iö um 8 kg. :af áburöi. En þó get-
ur þessi áburður aldrei jafnast aö
gæöum viö áburö þann er grein-
'arhöf. sérstaklega gerir aö um-
talsefni, því aö slíkur áburöur er
tramleiddur úr mikiö dýrari og
betri efnum en hinn, svo sem lýsi
eöa síldaroliu og öðrum þar til-
heyrandi góðum efnum, án nokk-
urra aukaefna, enda kemur hann
hka aö öllu aö tilætluöum notum,
léttir vinnuna fyrir hestinn, gerir
meö því hestinn endingarbetri
(langlífari) og ódýrari á fóöri, um
leiö og hann einnig hlífir áhöld-
unum frá sliti.
Það' stendur því alls ekki á
sama, hverrar tegundar vagn-
áburöurinn er, og hvort hestinum
er beitt fyrir vagni með 1000 pd.
þyngd á, en sem verður hestinum
jafnörðugt aö aka eins og þaö væri
um 1300 pd., sé slæmur og hálf-
þur áburður notaöur, eöa þessi
sömu 1000 pund veröa hestinum
ekki þyngri en um 700 pd., ef-feit-
ur og háll áburður er notaður, og
jafnvel þótt sá áburður (feiti og
háli) kostaði ökumanninnn mikiö
meira en annar áburöur, eins og
getrð er um aö framan, þá borg-
ar þaö sig mörgum sinnum aö nota
slíkan áburö í staö hins, burtséö
írá þvi. hve ánægjulegt þaö hlýt-
ur aö vera fyrir ökumanninn aö
sjá og vita blessaðan hestinn sinn
hætta dagserfiöinu lítt þreyttan, f
staöinn fyrir dauðþreyttan og út-
taugaðan..
Af viðtali er eg hefi átt viö ýmsa
ökumenn, hefir greinilega komiö í
ljós þekkingarleysi þeirra á því,
hvaða hlutverk vagnáburöinum er
aðallega ætlaö, nefnilega aö létta
keyrsluna, þvi ávalt hefir þaö ver-
ið aöaláhersluatriöiö hjá þeim, aö
áburöurinn héldist lengi á jám-
unum, en um þaö hefi eg að fram-
an ritað, og hygg eg að málefni
þessu hafi nú' verið nægilega
hreyft og ökumönnum gefnar góð-
ar leiöbeiningar, og læt eg svo út-
talað um mál þetta.
Chr. Fr. Nielsen.