Vísir - 07.06.1922, Síða 2

Vísir - 07.06.1922, Síða 2
VÍSIR rrzrz W votta eg liér með öllum, sem á einn e'ður annan liátt sýndu mér samúð við fráfall og jarðarför konunnar minnar. Jakob Möller. f Dr. J. C. Poestion hirðrá'S og bókavorður í Vín, hinn nafnkunni íslandsvinur, lést 4. maí í Vínarborg. Fékk hann heila blóSfall snemma vetrar og lá mest- an tíma vetrar á spítala. Var hann á góðum batavegi, en fekk nýja a'Skenningu 1. maí og lést eftir þriggja daga légu. Hann varð tæpra 69 ára. Einkadóttir hans, er gift er þýskum leikhússtjóra (frú Norden-Poestion) ritar mér skömmu eftir andlátið: „Andi hans er liðinn á braut,, en síðustu hugsanir hans voru um hið fjarlæga íslaiid, og tók hann mjög sárt, að geta ekki unnið að aðaláhugamálum sínum (íslensk- um bókmentum) ;"einkum yar hon- um hugraun að því, að geta ekki átt von á að lifa unz rit hans, ,,Is- lándische Dichter“ væri komið út. Heilsa hans fór smábatnandi og litum við með von og trausti til framtíöarinnar, en að lokum fór svo, að hann varð undan að láta. ,qg dauðinn leysti hann frá þján-- ingum. — Hann var jarðsett- ur laugardaginn 6. maí, að við- stöddu fjölrrienni, í heiðursgrafreit Vínarborgar. Eg flyt íslensku þjóðinni þákkir fyrir ást þá og viðurkenningu,' er föður minum var í té látin, og flyt þakkir þess- ar einnig í nafni mjinnar góðu móður, sem nú er 76 ára gömul og mjög farin að heilsu.“ Poestion var öllum íslendingum kunnur fyrir rit sín um dslenskar bókmentir. Hann má teljast braut- ryðjandi meðal þeirra erlendra fræðimanna, er kyntu ísland er- lendis. Alþingi veitti honum heið- urslaun í .fyrra og í 4r> og mun hans lengi minst verða, sem eins af agætustu erlendum vinum vor- um, er auka veg og gengi íslensku þjóðarinnár. Alexander Jóhannesson. Jarðarför frú Þóru Möller fór fram í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni. Síra Magnús Jónsson, docent, flutti húskveðju, en síra Jóhann Þor- kelsson líkræðu í dómkirkjunni. Alþingismenn báru kistuna í kirkju. en nánustu vinir og ætt- ingjar báru hana út úr kirkjunn? og til grafar. Veðrið í morgun. Hiti í Rvík 10 st., Vestmanna- eyjum 7, Grindav. 8, Stykkishólmi 8, ísafirði 8’; Akureyri 10, Gríms- stöðum 6, Raufarhöfn 4, Seyðis- firði 5, Hólum í Hornafirði 9 , Þórshöfn í Færeyjum 10, Khöfn ' 12, Bergen 9, Tynemouth II, Leir- vík 9, Jan Mayen 2 st. Loftvog lægst (748) fyrir suðvestan land, en hæst (765) yfir Norðursjónum. Austlæg og norðaustlæg átt. Horf- ur: Suðaustlæg átt. Þrjár dngiegar stálkur, vanar fisk- vinnu. óskast til Austfjaröa. Purfa aö fara meö e.s. ..Sirius" Botnía fer héðan á föstudagskvöld, kl. 12, áleiðis til útlanda. Kemur ekki við í Hafnarfirði eins og ráðgert var í fyrstu. E.s. Fagerborg kom í morgun með vörur til Nathan & Olscn. Tekur hér fisk- farm. Draupnir kom af veiðum í gær. Trúlofanir. Ungfrú Margrét Ólafsdóttir, Vesturg. 48 og Sigurður Bjarna- son, Spítalastíg 7, opinberuðu trú- lofun sína á hvítasunnudag. Ungfrú Kristin Ólafsdóttir og Guðlaugur Grslason úrsmiður, hafa nýskeð opinberað trúlofun sina. Ari Arnalds, sýslumaður og. bæjarfógeti á Seyðisfirði, er fimtugur í dag. Úrslitakappleikurinn um Víkingsbikarinn verður í kvöld ld. 9, milli Fram< og Vík- ings, og má búast við hörðum leik, og að hvorugur láti sig fyr en í fulla hnefana. —- Áhor.fendur vafa- laust margir. AV. Viljið þér eignast Trúmálaviku Stúdentafélagsins ? Fæst hjá bók- sölum. Kostar innb. 8.75, heft 6.00. íþróítasMtariBn. Eins og menn vita, samþykti bæjarstjórn Reykjavíkur, fyrir síðustu áramót, sérstaka reglugerð um skemtanaskatt, er dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfesti 29. des. sl., til þess að öðlast gildi frá 1. janúar 1922. Reglugerð þessi var sett samkvæmt lögum frá Al- þingi, nr. 34, frá 22. nóv. 1918. ■ Þegar þessi heimildarlög voru til umræðu í þinginu (1918), var hvergi niinst á að skattskylda ætti íþróttasýningar og kappleiki, sem iþróttamenn' fáhugamenn) stofn- uðu til, málefnum sínum 'til stvrkt- ar- 0g g'engis. — Það var beint tekið fram, að allar listir ættu að vera undanþegnar skemtanaskatti. íþróttamönnum brá því eigi lít- ið i brún, þegar þeir sáu reglugerð þá um skemtanaskatt, sem bæjar- stjórn Reykjavíkur hafði samþykt, því þar voru allar iþróttasýning- ar, bæði innán húss og utan, skatt- skýldar (um 10 af hundraði). Var þessari skattskyldu mótmælt þegar i stað af stjórn í. S. I. (íþrótta- sambands íslands), og sýnt fram á með rökum, að íþróttasýningar, íþróttamót og kappleikur væru Upplýsiagar á skrifstofu okkar. Utboð. Þeir er kynnu að vilja gera tilboð í verkamannabústaði sem Landsbankinn byggir við Framnesveg bér í bæ, vitji uppdrátta og lýsingar á skrifstofu húsameistara ríkisins, gegn 10 króna gjaldi er enduxgreiðist þá uppdrætti, lýsingu og tilboði er skilað, en tilboð skulu komin undirrituðum í hendur fyrir kl. i*4 e. h. 14. þ. m. og verða þá opnuð á skrifstofu hans að bjóðendum nærstöddum. Reykjavík, 4. júní 1922. Gsðjön Simielisoi. ekki haldnir í gróðaskyni, heldui til almenningsheilla, og ættu því, samkvæmt 4. grein reglugerðar- innar, að vera. undanþegin þessum skemtanaskatti, þar sem sú grein segir, að undanþeghar skemtana- skatti séu „þær skemtanir, sem fé- lög eða einstakir menn gangast fyrir í gróðaskyni, eða til styrktar málefnum til almenningsheilla“. — En bæjarstjórn lagði ánnan skiln- ing í þessa lagagrein, og veitti eigi þá undanþágu, sem farið var fram á, þó flestir líti svo á. og þar á meðal merkir lögfræðingar, að eft- ir nefndri lagagrein, eigi íþrótta- menn ekki áð greiða skemtana- skatt, þar sem aðaltilgangur heim- ildarlaganna var sá, að skattskylda óþarfaskemtanir. Nú er þaö kunnugt og viður- kent um allan hinn mentaða heim, að líkamsíþróttir eru einn liður uppeldismálanna óg ekki sá órrierk- asti. Ekki skyldi maður halda, að uppeldismálin hér á landi væru í svo góðu lagi, að ástæða væri til þess, að leggja sérstakan skatt á þau félög eða einstaka menn, sem berjast fyrir því í frístundum sín- um, að fræða menn um þessi svo mjög vanræktu mál, — og kenna þjoðinni likamsrækt. En það er þetta sem íþróttafélögin eru aö vinna að. íþróttamenn hafa lengi lialdið ]iví fram, að íþróttaiðkanir, rétt ,um hönd hafðar, væru eitt af meginskilyrðutn hverrar þjóðar, þar sem þær auki hreysti og þroska einstaklingsins. og þar með allrar þjóðarinnar. Og má í þessu sambandi minna á atgerfi forfeðra vorra til forna. — Það mun koma í ljós, að með vaxandi líkamsmenn- ingu mun þjóðin verða hraustari og þolbetri í lífsbaráttunni, og þess vegna líta íþróttamenn svo á að enga starfsemi sem miðar að líkamsment vorri, megi hindra á neinn hátt. en það er gert með íþróttaskattinum. II. " - Þegar bæjarstjórn Reykjavíkur vildi nú ekki fallast á skilning Lax fsesfc í Breiðablik. íþróttamanna í þessu áhugamáTf þeirra, og hún hafði synjað beiðni stjórnar f. S. í., um að undan- þiggja íþróttasýningar skemtana- skatti; (sem íþróttamenn hafa nefnt íþróttaskatt, vegna þess að íþróttir eru hér sérstaklega skatt- skyldar)', þá snéri fþróttasam- bandsstjórnin sér til hinna réttu aðilja, löggjafanna, og bað þing- menn Reykvíkinga að fá-skýringu Alþingis á þvi, hvort íþróttamenn ættu samkvæmt lögunum frá 1918 að skattskyldast. Þingmenn Reyk- víkinga brugðust vel við þessari málaleitun og báru allir sameigin- lega fram frumvarp um afnám íþróttaskattsins. Var eigi hægt að segja að þeir væru málinu ókunn- ugir, þar sem tveir þeirra (J. B. og J- f5-) áttu þá sæti i bæjarstjórn. Skilningur Alþingis á þessu máli var eins góður og best var á kosið. Málið fór í gegnum báðar deildir þingsins, með' samhljóða atkvæðum, en cnginn greiddi at- kvæði á móti. Og mun slíkt eins- dæmi. Með þessu hefir löggjafar- valdið viðurkent starfsemi íþrótta- manna þjóðinni til heilla. Af at- kvæðagreiðslunni í þinginu má sjá að íþróttamálin eru enn laus við alla stjórnmálaflokka og eiga óskift fylgi allra góðra og þjóð- rækinna nianna. 10. apríl 1922 mun lengi í minn- um hafður og talinn einn af merk- ustu dögurn íþróttamanna. ]>ví þann dag var íþrótfaskatturinn af- numinn af Alþingi, með svofeldri viðbótar-lagagrein viö 1. grein; „Kappleikir og íþróttasýningar sem áhugamenn einir taka þátt í, teljast eigi til skamtana samkvæmt þessari grein, þótt aðganga sé seld.“ íþróttamaður. m

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.