Vísir - 28.06.1922, Blaðsíða 2
SI8SR
Hðfum íyrirliggfnn&i:
Bfiðiagselni,
Pipar í bréfuœ,
Kanel steyttan og ésteyttan?
Vanillesykur,
Gardemommur.
Nellikur.
Allrahanda.
FloryliB þirger, „Z“ geráilt
Sfmskeyti
frá fréttaritara Vísis.
Khöfn 27. júní.
Morðingjar Rathenaus
ófundifír enn.
SímaS er frá Berlín, a'ð allur
landslýður í Þýsfcalandi hafi hug-
ann fastan við leit morðingjanna,
sem myrtu Rathenau. Þeir eru
ófundnir enn, þó að margir hafi
verið teknir fastir. Meðal þeirra
var höfuSsmaður leynifélags eins,
sem ætlaði að flýja yfir landamæri
Danmerkur.
Erfðaskrá Rathenaus.
Rathenau hafði gert erfðaskrá
sína og mælir þar svo fyrir, að
mestum hluta hinna miklu auðæfa
hans skuli varið til líknarstarfa.
Jarðarför Wilsons
marskálks fór fram í gær í Lon-
•don að viðstöddu miklu fjölmenni.
Rödd að austan.
Eins og kunnugt er, standa kosn-
ingar þriggja landskjörinna þing-
manna nú fyrir dyrum, og listar
þeir lagðir fram, er um á að velja.
Eg býst við því, að marigr séu
þeir kjósendur, um land alt, sem
séu í vafa um, hverjum af þessum
listum þeir eiga að gefa atkvæði
sitt; bæði sökum þess, að svo ó-
skýrar linur eru enn þá á milli
flokka, að eigi er um að ræða, að
nokkur af þeim geti komið til að
skipa öndvegi sem meiri hluti á
næsta þingi, og svo vegna þess, að
menn þekkja eigi svo vel alla þá,
er í kjöri eru, sem skyldi.
En þótt eigi sé nema um þrjá
menn að ræða, sem kosnir verða,
rná ekki á sama standa, hverjir
þeir verða, því aldrei hefir land-
inu riðið meira á því en nú, að
hyggilega verði kosið.
Eins og öllum er ljóst, er fjár-
hagur landsins kominn í það öng-
£>veiti, að eigi hefir hann verið
jafn bágur um langt skeið. Sama
Ný hœauoiíff koma aftur
með „lalandi1'. Veríjið sama og
áðnr
Versl. B H Bjarnason.
LJÁBLÖÐIN pJÓÐFRÆGU,
með B. H. B.-stimplinum eru
heims-kunn orðin fyrir hið ó-
viðjafnanlega góða bit. Til
marks um það mætti geta þess,
að margar tylftir af blöðum
þessum hafa í ár verið sendar
vestur um haf — meSt til
Canada. Ljáblöðin þjóðfrægu
með B. H. B.-stimplinum verða
auk margs annars, t. d. Ljá-
brýna, Dengingarsteðja, Ljá-
klappna, alsk. Verkfæra og Á-
halda, m. m. fl., ávalt fáanleg í
VERSLUN B. H. BJARNASON
er að segja um atvinnuvégina.
Landbúnaðurinn á svo örðugt upp-
dráttar, að bændur eru við það
að gefast upp. Sivaxandi skattar
og fólksekla lama allar fram-
kvæmdir þeirra. Sjávarútvegurinn
er svo lamaður, að óvíst er, hvort
útgerðarmenn geta haldið áfram að
bera hann uppi lengur.
Nú hefir oss hlotist það happ,
að einmitt þegar mest á riður, er
i kjöri sá maður, er vissulega má
fullyrða um, að best muni fallinn
til að vera forvígismaður þessara
mála. Maður þessi er efsti maður
á E-Iistanum, séra Magnús BI.
Jónsson í Vallanesi. Hann hefir
nú um einn aldárþriðjung húið búí
sínu uppi í sveit með slikri rausn,
að íslenskur landbúnaður hefir ei
lengra komist. Hefir séra Magnús
sýnt i hvívetna með búskap sínum,
hve glöggan skilning hann hefir
á því sviði, og má eflaust telja
hann með fremstu búnaðarfrömuð-
’ inn ]>essa lands. Enda er það al-
ment viðurkent hér austanlands, að
svo sé, og 'sést ]iað best á þvi, að
hann hefir nú utn mörg ár verið
endurkosinn hvað eftir annað sem
formaður Búnaðarsambands Aust-
urlands, þar,til liann baðst undan
þeim starfa nú fyrir tveim árum.
Hefir liann unnið landbúnaðinum
hjer fyrir austan ómetanlega mikið,
gagn með starfsemi og dugnaði
sínum, í þágu Sambandsins.
Nú á síðari árum hefir séra
Magnús fengist mikið við togara-
útgcrð, samhliða landbúnáðinum,
og hefir sýnt í því dugnað og hag-
sýni, eins og í öðru, er að fram-
leiðslu lýtur og atvinnu þar af
leiðandi. Hann hefir sýnt með at-
orku sinni og dugnaði, að þessar
tvær atvinnugreinar þurfi ekki að
rekast á, heldur eigi samleið, ef
rétt er á haldið. Enda naut hann
þegar þess trausts hjá útgerðar-
félögum þeim, er hann starfaði í,
að hann var kosinn í stjórn þeirra.
Þá ér einnig rétt að minna kjós-
endur á það, að enginn sýndi jafn-
mikinn dugnað og séra Magnús
við hlutafjársöfnunina til Eim-
skipafélags íslands, korn þar fram
glöggskyggni hans í því máli.
Það má því eflaust fullyrða, að
nú sem stendur eigum við eigi völ
á öðrum jafngjörathugulum fjár-
málamanni og atvinnumálamanni
sem séra Magnúsi. Og eg ber það
traust til kjósenda 8. júlí n. k., að
þeir vilji svo vel hag þessa lands,
að þeir geíi E-listanum atkvæði
sín, þvi að þar með er fengin vissa
fyrir því, að stórt spor sé stigið
í áttina til þess að bjarga við at-
vinnumálum vorum og fjármálum.
Við stjórnmál hefir séra Magn-
ús talsvert fengist og jafnan verið
þar stefnufastur eins og í öðru,
hefir hann verið heill sjálfstæðis-
maður og aldrei hvarflað frá þeirri
stefnu. Fer því Morgunblaðið með
vísvitandi blekkingar, þar sem það
heldur því fram, að frambjóðend-
ur E-listans séu allir litt þektir
stjórnmálamenn. Llefir síra Magn-
ús tvisvar verið í kjöri við kjör-
dæmakosningar, og munað mjög
Jitlu, að hann kæmist að, og fer
]>ar Morgunblaðið einnig með
blekkingar, þar sem það fullyrðir,
að hann hafi' haft hér lítið fylgi.
. í fyrra skiftið munaði(að eins 11
atkvæðum. En þótt Kann kæmist
ekki að, þá rýrir það ekki gildi
hans, þvi að þá voru uppi aðrar
stefnur í stjórnmálum hér en nú
eru. Voru þá ákveðnir flokkar,
sem fylktu liði og réðu úrslitum
kosninga, sjálfstæðismenn og
heimast j órnarmenn.
G. M. J.
Prestastefnaa
hófst í gier með guðsþjónustu I
dómkirkjunni. Allmargir préstar
úr öllum fjórðungum landsins
höfðu sótt prestastefnuna. í guðs-
þjónustunni voru vígðir tveir
prestar, síra Árni Sigurðsson til
fríkirkjuprests í Reykjavífc og
síra Björn O. Björnsson til sóknar-
prests í Þykkvabæjarklausturs-
prestakalli.
Kirkjan var troðfull af fólki,
]iótt miður dagur væri.-Síra Ólafur
Magnússon í Arnarbæli var fyrir
altari, síra Erlendur Þórðarson í
Odda lýsti vígslu og hélt synodus-
setningarræðu, en síra Björn O.
Björnsson prédikaði af hálfu ný-
vígðu prestanna.
■ Prestastefnan er haldin í húsi
K. F. U. M. í gærkveldi flutti dó-
cent Magnús Jónsson erindi um
Bréf Páls postula, kl. 8^2, og voru
allmargir áheyrendur.
Því miður urðu nokkrir af
prestúnum að fara af fundinum í
morgun með íslandi.
Cement
gott og' ódýrt selur
Þórður Syeinsson & Co.
Söngskemtun
Eggerts Stefánssonar var afar-
fjölsótt í gærkveldi og söngmann,-
inum fagnað forkunnar vel, og því
betur, sem lengra leið. Var'ð hann
að endurtaka mörg lög og söng a$r
lokum tvö aukalög. Oft hefir Egg-
ert Stefánsson hrifið áheyrendur
sína hér, en aldrei fremur en í gær-
kveldi. Vafalaust lætur hann oftar*
til sín heyra. — Páll ísólfsson að-
stoðaði.
Hjónaband.
Ungfrú Hulda Bjarnason og
Björn Björnsson, kgl. hirðsalit
voru gefin saman í hjónaband t
gær. Síra Árni prófastur Björns-
son gaf þau saman. Ungu hjónin
fóru brúðkaupsferð til útlanda á
e.s. íslandi í morgun.
fpá Iteindópi
Daglegar bifreiðaferðlr
austar að
01T82Í
Eyrarbakka
og Þiírsl
Til
Ægissiða og
Garðsaaka
á mánndögnm og fimta*
dögam U. 10 árd.
Til KefliTÍkar
þrisvar f viku
mánnd. fimtad. og laag*
ard. U. 10 árd.
|Símar:
581 og008.
Fargjöld á alla þessa
staði eru lang ódýrnst
h]á
Steindóri.